Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 13. janúar 1978
n
Dýraspitali
Watsons opnar
hjálparstöð
Stjórn „Dýraspitala Mark Wat-
sons" ákvað á fundi sinum 6.
janúar sl. að opna nú þegar i hús-
næði spitalans við Fáksvöll i Viði-
dal við Vatnsveituveg hjálparstöð
fyrir dýr.
Vonast stjórnin til þess að sú
starfsemi gæti stuðlað að þvi, að
starfsemi hins eiginlega dýra-
spitala þar gæti hafizt af fullum
krafti um leið og læknir fæst til
starfa þar.
Akvörðunin um opnum
Hjálparstöövarinnar var tekin
eftir aö formaður stjórnar spital-
ans hafði gert grein fyrir margra
mánaða viðræðum við þá aðila,
sem þessi mál heyra undir, — en
litthafafærztnærtakmarkinu, en
það er ráðning dýralæknis að
spitalanum.
Dýrahjúkrunarkonan Sigfrið
Þórisdóttirhefur verið ráðin til að
veita hjálparstöðinni forstöðu.
Stöðinni hafa verið settar eftir-
farandi reglur til að starfa eftir:
a) Skyndihjálp við særð og sjúk
dýr, þar til þau komast undir
læknishendi.
b) Þjónusta við hesta, þ.a' rii. af-
not af röntgentækjum spitalans
og öðrum tækjum, sem þörf er
fyrir hverju sinni.
c) Móttaka og umönnun dýra sem
hafa villzt frá heimilum sinum
eða eigendur hafa yfirgefið eða
óska ekki eftir að hafa hjá sér.
Einnig umönnun dýra eftir osk
eigenda þeirra.
d)  Leit að heimilum fyrir
heimilislaus dýr.
e) Rannsókn á kvörtunum yfir
illri meðferð á dýrum.
f) Vinna i nánu sambandi við lög-
reglu og dýraverndarfélög, vegna
slysa, sem dýr valda, svo og um
öll ofangreind atriði.
g)  Vinna að ábendingum um
endurbætur á löggjöf um dýra-
vernd.
h) Hvers konar upplýsingastarf-
semi um dýravernd s.s. Utgáfa
bæklinga og fleira i samvinnu við
dýraverndarfélög.
Stöðin verður opin alla virka daga
kl. 1-6 og auk þess er svarað i
sima 76620 (Dýraspitali Wat-
son's) 26221 (dýrahjúkrunar-
kona) og 16597 (Samband dýra-
verndunarfélaga Islands).
Nýr deildarstjóri í
Fjármálaráðuneytinu
Fjármálaráðherra hefur sett
Gunnlaug M. Sigmundsson, við-
skiptafræðing, til að vera deildar-
stjóri i fjármálaráðuneytinu frá
1. janúar 1978. Gunnlaugur M.
Sigmundsson mun veita gjalda-
deild ráðuneytisins forstöðu.
Aðalviðfangsefni gjaldadeildar
er gerð greiðsluáætlana gjalda
rikissjóðs og eftirfylgni þeirra
áætlana. Jafnframt sér gjalda-
deild um samantekt tillagna
ráðuneytisins um fjárveitingar til
stofnana ráðuneytisins og aðal-
skrifstofu þess.
Gunnlaugur M. Sigmundsson er
fæddur 30. júni 1948. Hann hefur
verið fulltrúi i f jármálaráðuneyt-
inu frá 1. júni 1974.
(fráFjármálaráðuneytinu)    Gunnlaugur M. Sigmundsson
267 fengu aðstoð hjá
Mæðrastyrksnefnd
Enn til fatnaður handa
þeim er þurfa
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
er nú að baki. Fé það, sem
safnaðist, . nam samtals kr.
2.449.12500 og er það hærri fjár-
hæð en safnazt hefur nokkru sinni
fyrr. Auk þess safnaðist mikið
magn fatnaðar sem ekki hefur
enn verið ráðstafað til fulls.
Mæðrastyrksnefnd færir Reyk-
vikingum og öðrum þeim, er
lögðu fram fé eða sendi fatnað að
gjöf I Jólasöfnun nefndarinnar,
innilega þökk og fullvissar þá um,
að framlög þeirra komu að mjög
góðum notum.
Samtals nutu 267 aðilar aðstoð-
ar Mæðrastyrksnefndar aö þessu
sinni, þar af 76 fjölskylduheimili,
en þar að auki einstaklingar,
gamálmenni og sjúklingar.
Nokkrar af fjölmennustu fjöl-
skyldunum, er aðstoðarinnar
nutu, voru einstæðar mæður með
6-7 börn á framfæri sinu. Þeir,
sem f yrst og f remst nutu aðstoðar
nefndarinnar aö þessu sinni, voru
einstæðar mæður, gamalmenni,
oft og tiðum sjúkUngar og fjöl-
skyldur þar sem sjúkleiki og/eða
drykkjuskapur hrjáir. Mikil sjálf-
boðavinna var að venju unnin af
nefndarkonum við framkvæmd
söfnunarinnar og nam þvi allur
rekstrarkostnaður ekki nema
ulþ.b. 125 þúsund krónum.
Eins og áður segir hefur enn
ekki verið ráðstafað öllum þeim
fatnaði er barst. Einstaklingar og
fjölskyldur, sem þurfa á honum
að halda og vilja þiggja hann að
gjöf, geta átt þess kost komi þeir
á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar
að Njálsgötu 3 næstkomandi
þriðjudagog miðvikudg, 17. og 18.
janiíar, kl. 2-5 siðdegis.
Mæðrastyrksnefnd itrekar
þakklæti sitt til allra þeirra, sem
af örlæti sinu og rausn létu nokk-
uð að hendi rakna i jólasöfnun
hennar og fullvissar þá um, að
framlög þeirra og fatagjafir
komu hvarvetna að mjög goðum
notum.
Ritstjórn; skrifstofa og afgreiðsla
Barnageð-
læknir og
félagsmála-
fulltrúi gestir
á f undi i
Félagi
einstæðra
foreldra
Fundur verður haldinn i Félagi
einstæðra foreldra fimmtudaginn
19. jan. nk. og hefst hann kl. 21 að
Hótel Esju. Þar mun Steinunn
Olafsdóttir, félagsmálafulltrúi
tala um hegðunarvandamál
barna og unglinga og Helga
Hannesdóttir barnageðlæknir
fjallar um geðræn einkenni hjá
börnum og unglingum. Aö fram-
söguerindum loknum gefst
fundargestum kostur á að bera
fram spurningar. Þetta umræðu:
efni ætti umfram margt að höfða
til einstæðra foreldra og þvi hvet-
ur stjórn FEF félaga til að fjöl-
menna, og skal tekiö fram að nýir
félagar eru velkomnir.
Í    Tímínner
peníngar
\ Auglýsítf
:
í Timanum i
>———?—•?——?»—•——•»
Lengi getur gott botnoð!
Ennþá betri
BLT RVGGinC
NYTTtZ SUMARLEYFISROF
FYRIR  HEIMILI OG  FJOLSKYLDU
Sem bætir óhjákvæmileg aukaútgjöld og endur-
greiðir ónotaðan ferðakostnað, ef sumarleyfisdvöl er
rofin vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra atvika
NÝTT'.K BÓNUS
vegna tjónlausra ára, allt að 20%  lækkun
á iðgjaldi
ALTRYGGING  ÁBYRGDAR
er ný heimilistrygging sem bætir missi  eða tjón á persónu-
legum  lausafjármunum, sém á rætur að rekja til ein-
hverra skyndilegra og ófyrirsjánlegra atvika og tryggingin
gildir í öllum heiminum!
- bæði menn og munir eru verndaðir a ferðalagi sem við dvöl
ALTRYGGING  ÁBYRGÐAR
tekur einnig til:
Skaöabótaskyldu
-bætir lifs-eða likamstjón meö allt að 10.000.000 kr.
og eigtiatjón allt a& 4.000.000 kr.
Réttarverndar - Skaðabótaréttar
Slysa
-örorku, lækniskostnaðar, tanntjóna
Fer<5a-og sjúkratryggingar
+ aukakostnaður vegna fæóis og húsnæó'is
Ef pabbi missir
máininguna ofan i
nýja  teppii
|)íi bætir
ALTRYGGINGIN
tjónió
Ef þú fotbrýtur þig
Napoli  eóa
Neskaupstaó
ALTRYGINGIN
greioir
aukakostnaóinn
ABYRGÐ
TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN
Skúl;1K«.iu li'.l . |IKÍ !<c>kj.nik - Simi 21.122
H
P

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20