Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikúdagur 6. apríl 1994
Laxá í Leirársveit
Vatnakerfi sem aubgar sveitir sunnan Skarösheiöar
íslensk vatnasvæöi eni misjöfn
að gæðum, ef á þau er litiö með
veiðihlunnindi í huga. Eitt af
þeim Vatnakerfum, sem telja
má að flokkist með þeim bestu
hér á landi, er Laxá í Leirársveit
í Borgarfjarðarsýslu.
Það, sem einkennir þetta
skemmtilega svæði, er hin fjöl-
breytta gerð þess. Víðáttumikið
ósasvæöi þess upp frá sjó, sex
kílómetrar að lengd, áin sjálf og
vötnin þrjú í Svínadal, sem eru
eins og perlur á bandi: Eyrar-
vatn, Glammastaðavatn og
Geitabergsvatn. Efstu upptök
svæðisins eru í norðanverðri
Botnsheiði. Þaðan til sjávar,
milli Súlueyrar og Hvítaness
gegnt Akrafjalli, eru 40 km. Á
svæðinu eru allir íslensku
vatnafiskarnir með lax og silung
í öndvegi.
Laxastigi reistur
Laxá kemur fullsköpuð tilsög-
unnar, er hún fellur úr neðsta
vatninu, Eyrarvatni, og rennur
Ur Svínadal. Glammastabavatn og fjær sést til Geitabergsvatns. Bœrinn
Þórisstabir sést á mibrí mynd.
um þrettán km leið að Leirár-
vogi. Skammt neöan vatnsins er
Eyrarfoss, sem var lengst af
hindrun fyrir laxinn og annan
göngufisk. Laxastigi var reistur
hjá Eyrarfossi, fyrst árið 1950 og
endurbættur 1955. Gerður var
nýr fiskvegur þarna 1970 á veg-
um veiðifélagsins.
VEIÐIMAL
EINAR HANNESSON
Fyrstu drög aö fisk-
vegagerö
Athyglisvert er, að fyrstu drög
að fiskvegagerð hér á landi mun
líklegast vera áætlun eða upp-
dráttur frá árinu 1908 við að
sprengja Eyrarfoss, eins og það
var nefnt í þá daga. Það var Jón
Þorláksson, verkfræðingur og
síðar forsætisráðherra, sem
hannaði stigann eftir fyrirsögn
Útgáfustarfsemi á veg-
um Rannsóknarstofn-
unar Kennaraháskólans
Á undanförnum mánuðum
hefur Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla íslands staðið
að útgáfu tímarits auk bóka og
smárita. Hér fer á eftir stutt
lýsing á þeim.
UPPELDI OG
MENNTUN.
Tímarit Kennarahá-
skóla Islands
Nýlega kom út annað hefti
tímarits Kennaraháskóla ís-
lands, Uppeldi og menntun (159
bls.). Eins og mörgum er
kunnugt var fyrsti árgangur
tímaritsins afmælisrit, tileink-
að Jónasi Pálssyni sjötugum.
Afmælisritið hefur að geyma á
þriöja tug greina um margvís-
leg efni, skrifaðar afmælis-
barninu til heiðurs. Með því
hefti, sem nú lítur dagsins Ijós,
má segja að framtíðarstefna sé
mótuð um innihald og útlit
tímaritsins. Efni þess er fjöl-
breytt og skiptist í þrjá hluta: í
fyrsta hluta er fjallað um
fræöilegt efni, í öðrum eru frá-
sagnir af skólastarfi og í þeim
þriðja eru umsagnir um bækur
og kennsluefni. Höfundar
fræbilegra greina fjalja m.a.
um rannsóknir á þroska barna
og aðstæðum nemenda í fram-
haldsskólum. Nokkrar frá-
sagnir eru af nýjungum í
skólastarfi. Sem dæmi má
nefna greinar um tölvusam-
skipti nemenda bæði í grunn-
skólum og Kennaraháskóla ís-
lands.
Tímaritinu er ætlaö aö vera
vettvangur fræðilegrar og hag-
nýtrar umfjöllunar um efni
tengt uppeldi og skólastarfi.
Stefnt ér að því að það höfði
bæði til kennara og fræði-
manna á sviði uppeldis- og
menntamála.  Þar  verði  að
finna margvíslegan fróðleik og
upplýsingar, og einnig efni
sem er kennurum hvatning,
hugvekja og uppspretta hug-
mynda í starfi.
Telja má að tímaritið bæti úr
brýnni þörf, þar sem fram til
þessa hefur ekki verið sérstak-
ur vettvangur fyrir fræðilegt
efni um uppeldis- og mennta-
mál.
Fréttir af bókum
Fyrirhugað er að tímaritið
komi út að minnsta kosti einu
sinni á ári. Þeir, sem vilja ger-
ast áskrifendur, hafi samband
við skrifstofu Rannsóknar-
stofnunar Kennaraháskólans.
Aö fræ&ast um upp-
eldi og menntun
Síbastiiðið haust kom út í ís-
lenskri þýðingu bókin Ab
frœbast um uppeldi og menntun
eftir David Hamilton, sem er
prófessor í uppeldisfræði við
háskólann í Liverpool. í bók-
inni er tekist á við ýmsa
grundvallarþætti menntunar-
og kennslufræða. Höfundur-
inn vísar ítrekaö til sögunnar
til að skýra tilurð og eðli þeirra
hugmynda og hefða sem móta
nútíma skólahald. Einnig lýsir
hann samhenginu milli skóla
og þjóðfélagshátta. Bjami
Bjarnason, lektor við Kennara-
háskóla Islands, og Ólafur
Proppé, prófessor við sömu
stofnun, þýddu bókina. Bættu
þeir við upplýsingum um þró-
un uppeldis og skólastarfs hér
á landi til að tengja efni bókar-
innar íslenskum abstæðum.
Áhugamönnum um mennta-
og skólamál ætti að vera mikill
fengur að þessari bók.
Leiðsögn — li&ur í
starfsmenntun
kennara
í bókinni Leibsögn — libur í
starfsmenntun kennara eftir
Ragnhildi Bjarnadóttur, lektor
við Kennaraháskóla íslands, er
fjallað um leiðsögn sem teng-
ist kennslustörfum. Einkum
beinist athyglin að hlutverki
þeirra kennara sem taka að sér
leiðsögn kennaranema í vett-
vangsnámi eða nýliða í
kennslu. Fjallað er um mark-
mið með slíkri leiðsögn og þau
samskipti og aðferðir sem höf-
undur telur forsendu þess að
slík markmið náist. Bókin á er-
indi viö kennara, kennara-
nema og kennara í framhalds-
námi.
Skráning heimilda og
tilvísanir í fræ&ilegum
ritger&um
Ritið Skráning heimilda og til-
vísanir í frœbilegum ritgerbum
kom út fyrir skömmu í endur-
skoðaðri útgáfu. Höfundar eru
Baldur Sigurðsson, lektor við
Kennaraháskóla íslands, og
Indriði Gíslason, fyrrverandi
prófessor við sömu stofnun.
Þar setja höfundar fram reglur
um skráningu og meðferð
heimilda í fræðilegum ritgerð-
um. Rit þeirra Baldurs og Ind-
riða ætti því að koma öllum
stúdentum að góðum notum
og einnig þeim sem fást við
rannsóknir og fræðistörf.
Tímaritið ásamt öðrum bók-
um og ritum, sem Rannsókn-
arstofnun Kennaraháskólans
hefur gefið út, fást í öllum
stærri bókaverslunum og hjá
Rannsóknarstofnun Kennara-
háskóla íslands, sími 633827,
símsvari utan skrifstofutíma,
fax 633833.              ¦
Eyrarfoss íLaxá í Leirársveit.
Bjarna Sæmundssonar fiski-
fræðings fyrir Bjama Bjarnason,
bónda á Geitabergi. Enn síbar,
1924, er aftur hugað að stiga-
gerð, en þá gerði Benedikt Jóns-
son verkfræðingur teikningu að
stiga, hvort tveggja samkvæmt
upplýsingum Vegagerðar rikis-
ins, en í hennar fórum eru til
riss og teikningar þessara
manna að stiga við Eyrarfoss.
Ekkert var nú aðhafsjt frekar en
áður, og það er loks 1950 að
laxastigi kemur við Eyrarfoss,
sem fyrr segir.
Fjórir me& formennsku
á 60 árum
Þá er ekki síður athyglisvert að
líta á hina félagslegu þróun á
svæðinu. Fiskræktar- og veiðifé-
lag var stofnað árið 1934 um
ána frá Leirárvogi að Eyrarfossi.
Síðar var félagssvæöið fært út,
netaveiði aflögð á ósasvæðinu,
jarðir þar teknar inn í félagið og
síðan jarðirnar við vötnin í
Svínadal. Þar með var félagið
komið í endanlegan búning, en
abild að félaginu eiga 35 jarðir
úr þremur hreppum.
Formaður félagsins er Jón Þ.
Eggertsson, bóndi á Eyri, en abr-
ir sem gegnt hafa formennsku í
félaginu voru Sigurður Sigurðs-
son Stóra-Lambhaga, Júlíus
Bjarnason Leirá og Sigurður Sig-
urðsson (eldri) Stóra-Lambhaga,
sem var fyrsti formabur félags-
ins.
Styrkir bygg&arlagi&
Veiðifélagið við Laxá í Leirár-
sveit verður 60 ára á þessu ári og
er eitt elsta veiðifélag í landinu.
Starfsemin hefur einkennst af
margvíslegri fiskrækt, smíði
veiöihúss, veiðiþjónustu og
góðri tekjuöflun. Stangaveiði
jókst hreint ótrúlega með
stækkun félagssvæðisins á sín-
um tíma, fiskvegagerðinni og
netafriðun á leirusvæði árinnar.
Veiðifélagið hefur tvímælalaust
styrkt vel byggðarlagið, sem er í
skjóli Skarðsheiðar allan starfs-
tíma félagsins.
1
m
IÞROTTA- OG
TOMSTUNDARAD
FélagsmiðstÖðin Bústaðir
Forstöðumaður
Starf forstöðumanns við Félagsmiðstöðina Bústaði er laust til
umsóknar.
Forstöðumaöur annast daglegan rekstur félagsmiðstöðvar-
innar, svo sem starfsmannahald, fjármál, innkaup o.fl.
Menntun á sviði æskulýös- og félagsmála æskileg og jafn-
framt reynsla af stjómunarstörfum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Snorri Jóelsson, starfs-
mannastjóri, í síma 622215. Umsóknarfrestur er til 12. apríl
nk.
Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra Iþrótta- og tóm-
stundaráðs, Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þarfást.
IÞROTTA- OG
TÓMSTUNDARAD
Vesturbæjarlaug
Forstöðumaður
Starf forstöðumanns við Vesturbæjariaug er laust til um-
sóknar.
Forstöðumaður annast daglegan rekstur laugarinnar, svo
sem starfsmannahald, fjármál, innkaup o.fl.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði stjómunar
eða tæknikunnáttu og hafi reynslu af stjómunarstörfum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir Snom' Jóelsson, starfsmannastjóri,
í síma 622215. Umsóknaritestur er til 14. apríl nk.
Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra íþrótta- og tóm-
stundaráðs, Frikirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þarfást.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16