Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Már Guðmundsson edda.is „Kitlandi skemmtileg“ Metsölulisti Mbl. 24. nóv. 3. LJÓÐ „Margslungin bók ... mögnuð og óvenjuleg“ Þorgerður E. Sigurðardóttir, bokmenntir.is „Það er meiri lífsháski í þessari ljóðabók en fyrri bókum Einars ... Lestur hennar er skemmtileg glíma við frjótt ímyndunarafl.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. „Kitlandi skemmtileg.“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Víðsjá „Hér er ekkert meðalskáld á ferð.“ Ármann Jakobsson, kistan.is KÆRLEIKSKÚLAN 2006 nefnist Salt jarðar og er eftir listakonuna Gabríelu Friðriksdóttur. Er þetta fjórða árið sem Kærleikskúlan kemur út og eins og áður verður hún seld í desember og rennur ágóðinn af sölunni til starfs Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í þágu fatlaðra barna og unglinga. Í ár verður sú breyt- ing á að kúlan er ekki einungis seld innanlands heldur einnig í Berlín og er þetta í fyrsta sinn sem Kærleikskúlan er tekin til sölu utan landsteinana. Af því til- efni var Kærleikskúlan 2006 frum- sýnd í móttöku sem fram fór á vegum íslenska sendiráðsins í Berlín í liðinni viku og mun hanga á jólatré þýska utanríkisráðuneyt- isins í desember. Verður Kærleik- skúlan til sölu bæði í Felleshúsi, sameiginlegu húsi norrænu sendi- ráðanna í Berlín, og í þýskum gall- eríum. „Dásamleg hugmynd“ Í samtali við Ruth Bobrich, við- skiptafulltrúa í íslenska sendi- ráðinu í Berlín, sagði hún frum- sýninguna hafa gefist afar vel að viðstöddum fjölda gesta, þeirra á meðal sendiherra víða að úr heim- inum, og hefði kúlan vakið mikla athygli. „Þetta er dásamleg hug- mynd,“ segir Ruth um Kærleiks- kúluna og markmið hennar. „Okk- ur finnst að þessi hugmynd um að styrkja góðgerðarmálefni á sama tíma og íslenskir listamenn eru kynntir, eigi fullt erindi út fyrir landsteinana,“ segir Ruth og tekur fram að í raun hafi legið beint við að Þýskaland væri fyrsta landið þar sem íslenska Kærleikskúlan er kynnt og seld. „Því glerjólakúlur eiga uppruna sinn í Þýskalandi og byggjast á 400 ára gamalli hefð í glerblæstri sem þróuð hefur verið hér,“ segir Ruth og bendir jafn- framt á að bæði Ólafur Elíasson og Gabríela hafi mikil tengsl við Þýskaland í listastörfum sínum. Einstakur listmunur með ríku innihaldi Að sögn Evu Þengilsdóttur, hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra, hafa fremstu listamenn þjóðarinnar lagt Styrktarfélaginu lið með list sinni, en höfundar Kærleikskúlunnar hafa verið þeir Erró, Ólafur Elíasson og Rúrí auk Gabríelu. Segir hún árangurinn af Kærleikskúlunni hér innanlands, ágóðann af sölunni, framlag fremstu listamanna þjóðarinnar og velvilja allra þeirra sem hafa komið gefa tilefni til að ætla að hugmyndin geti orðið til farsæld- ar fyrir enn fleiri börn í heim- inum. Gæti gjörbreytt lífi margra barna Bendir Eva á að bæði sé mögu- leiki að íslenska Kærleikskúlan verði markaðssett í fleiri löndum en hinn möguleikinn sé að hug- myndin að íslensku kúlunni verði útfærð í viðkomandi landi. „Þann- ig mætti sjá fyrir sér að Kærleiks- kúlan væri gefin út í öðrum lönd- um með þarlendum listamönnum og ágóðinn rynni til starfs í þágu barna í viðkomandi landi,“ segir Eva og bendir á að á heimsvísu verji einstaklingar og fyrirtæki milljörðum til jólagjafa á hverju ári. „Og sú staðreynd að brot af þeirri upphæð gæti gjörbreytt lífi fjölda barna er þess virði að láta á reyna. Engar tvær kúlur eru eins og takmarkað upplagið eykur söfnunargildið enn frekar. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að geta gefið einstakan listmun með ríku innihaldi – og um leið stuðl- að að aukinni velferð fatlaðra barna og ungmenna.“ Þess má að lokum geta að líkt og síðustu ár fer afhending Kær- leikskúlunnar fram í byrjun des- ember en kúlan er viðurkenning sem veitt er verðugum fyr- irmyndum. Sölutímabil Kærleik- skúlunnar stendur frá 5.–19. des- ember 2006. Frumsýning í íslenska sendiráðinu í Berlín Kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra komin í útrás » Okkur finnst að þessi hugmynd, að styrkja góðgerðarmálefni á sama tíma og íslenskir listamenn eru kynntir, eigi fullt erindi. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FORSVARSMENN þriggja vá- tryggingafélaga, sem Morgunblaðið hefur rætt við, telja mikilvægt að óvátryggð ökutæki, sem nú eru alls 3.640 talsins, séu tekin úr umferð. Þeir lýsa vilja sínum til að stuðla að sem bestum árangri lögreglunnar í viðleitni hennar við að hafa uppi á þessum tækjum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir- grennslan eftir þessum ökutækjum væri tímafrek og oft árangurslítil. Hann var þeirrar skoðunar að trygg- ingafélögin gætu lagt lögreglunni lið í leit að óvátryggðum ökutækjum. Vátryggingafélögin senda Um- ferðarstofu upplýsingar um vátrygg- ingar ökutækja sem sagt er upp. Umferðarstofa sendir síðan lögregl- unni lista með upplýsingum um óvá- tryggð ökutæki. Lögreglan leitar ökutækjanna til að taka af þeim skráningarplötur, en lögreglumönn- um þykir leitin ekki skila árangri í samræmi við erfiði því upplýsingar á listunum séu oft ekki fullnægjandi. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, sagði vátryggingafélag sitt reiðubúið að leggja sitt af mörkum, t.d. með því taka þátt í að mynda hóp, þar sem lögreglan ætti aðild, til að skoða þessi mál. Ásgeir Baldurs, framkvæmda- stjóri VÍS, sagði að fjöldi óvá- tryggðra ökutækja í umferð ylli miklum vanda. Hann sagði raunar ekki ljóst hve mörg þessara öku- tækja væru á götunni og hve mörg væru ekki í notkun og eigendur hefðu trassað að tilkynna að notkun þeirra væri hætt. „Þetta er ófremd- arástand eins og þetta er,“ sagði Ás- geir. Hann benti á að trygginga- félagið væri ekki í beinu sambandi við lögregluna í þessum efnum. Fækka verður óvátryggð- um ökutækjum í umferð Forsvarsmenn tryggingafélaga hlynntir auknu samráði Morgunblaðið/Golli Öryggi Eftirgrennslan með óvá- tryggðum ökutækjum er tímafrek. REKJA má að minnsta kosti átta banaslys í umferðinni á Ís- landi á árunum 1998 til 2004 til þess að ökumað- ur sofnaði undir stýri og talið er að um 13% um- ferðarslysa, þar sem um fram- anákeyrslu er að ræða, séu vegna syfju, sagði Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, í erindi sínu um syfju og akstur á Umferðarþingi sem lauk á Hótel Loftleiðum á föstudag. Gunnar sagði m.a. að svo mætti líta á að syfja gæti verið jafn- hættuleg í umferðinni og ölvun við akstur og nefndi hann sem helstu orsakir fyrir of litlum eða lélegum svefni áfengisneyslu, lyfjanotkun, fíkniefnaneyslu og ekki síst kæfi- svefn. Syfja og ölvun jafnhættuleg Gunnar Guðmundsson FRUMTÖK, samtök framleiðenda frumlyfja, furða sig á því að lyf skuli áfram bera 24,5% vsk. líkt og hver önnur munaðarvara. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir meðal annars: „Í frétta- tilkynningu frá fjármálaráðuneyt- inu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögu fjár- málaráðherra að lækka virð- isaukaskatt af geisladiskum úr 24,5% í 7%. Allar skattalækkanir eru ánægjuefni og því ber að fagna þessari lækkun sem öðrum. Þó þykir samtökum framleið- enda frumlyfja skjóta nokkuð skökku við að í allri þeirri umræðu sem verið hefur að undanförnu um lækkun virðisaukaskatts á hinar ýmsu nauðsynjar skuli ekki vera rætt um lækkun virðisaukaskatts á lyfjum. Lyf bera 24,5% vsk. líkt og hver önnur munaðarvara. Lyf eru jú munaðarvara, en ekki gos- drykkir og geisladiskar. Þau hljóta að vera skilaboðin til almennings.“ Lyf flokkuð sem munaðarvara Morgunblaðið/Kristinn GABRÍELA Friðriksdóttir er höfundur Kærleikskúlunnar 2006. Um verk sitt segir listakonan: „Óteljandi agnir mynda landslag sem breiðir úr sér og þekur jörðina. Þar vaxa áferðarmiklir og kynlegir kvistir. Landslag sem mót- ar og nærir hin margvíslegu lífsform og andann sem innan og utan þess býr. Það er lífsvilji sálarinnar og vonin sem mynda samfélög heimsins. Að við- urkenna, varðveita og virða hið skapandi afl margbreytileikans er krydd lífs- ins – salt jarðar.“ Salt jarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.