Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2008, Blaðsíða 3
Norðanvindurinn, frá 1957 Mikines var dáður af löndum sínum; hann skipaði þann sess að vera málari þjóðarinnar og þjóðarsálarinnar, á svipaðan hátt og Kjarval hér norðurfrá.
S
ámal-Joensen Mikines (1906-1979) hefur verið nefndur
faðir færeyskrar málaralistar. Málarinn, sem ólst upp
á einni afskekktustu eynni, Mykinesi, og kenndi sig
síðar við hana, hefur haft ómæld áhrif á þá myndlist-
armenn sem á eftir honum komu. Í dag verður opnuð
á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Mikines.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur,
sem er gjörkunnugur ævistarfi málarans, en Að-
alsteinn er aðalhöfundur hinnar veglegu bókar Nesútgáfunnar um
Mikines.
Aðalsteinn segir um 50 verk vera á sýningunni. Það elsta, frá 1928,
fann hann í einkaeigu hér á landi en yngsta verkið er frá 1971.
„Ég set verkin upp þematískt,“ segir hann. „Einn hlutinn fjallar um
land og þorp, annar tekur til portretta og þriðja þemað segir af lífi og
dauða. Þar eru þessi frægu verk af grindardrápinu og af fólki við dán-
arbeð, myndir um sorgina og dauðann. Ég held að það eigi eftir að
koma mörgum á óvart að sjá portrettin, þær myndir eru með því besta
af því tagi sem málað hefur verið á Norðurlöndum.“
Verkin koma úr þremur söfnum í Færeyjum; Færeyjabanka, Lista-
safninu og Eik bank. Þá eru sýnd nokkur verk sem eru í einkaeigu hér
á landi.
Sjálfur sýndi Mikines verk sín bara einu sinni hér á landi, á samsýn-
ingu færeyskra listamanna í Listasafni Íslands árið 1961. Þá kom hann
ásamt konu sinni til landsins.
„Kári sonur hans heldur því fram að hann hafi séð einhverjar mynd-
ir eftir föður sinn sem byggðar eru á íslensku landslagi en mér hefur
ekki tekist að hafa uppi á þeim,“ segir Aðalsteinn. Hann segir Mikines
leika jafnmikilvægt hlutverk í færeysku listalífi og Kjarval gerði hér,
þótt hann sé allt önnur tegund af listamanni. „Hans hlutverk í Fær-
eyjum er jafnvel stærra en Kjarvals hér. Mikines er tvímælalaust
fyrsti fagmaðurinn í myndlist hjá þeim, var fyrstur til að lifa af sinni
myndlist og lagði grunninn. Hann er í gríðarlegum metum þar, og
einnig í Danmörku þar sem hann var mestanpart búsettur.“
Eins og kemur fram í skrifum Aðalsteins um Mikines í bókinni stóru
var hann um árabil illa haldinn af áfengissýki og þunglyndi, auk þes
sem hann var hart leikinn af húðsjúkdómi. Engu að síður liggur fjöldi
verka eftir hann og áhrifin á eftirkomendur hafa verið mikil.
„Eftir stríð fór hann að mála þessar fínu landslagsmyndir sem eru á
mörkum þess að vera óhlutbundnar. Þar finnst mér vera upphafið að
því sem yngri starfsbræður hans gerðu í framhaldinu, og eru enn að
þróa. Málarar á borð við Bárð Jákupsson, Eyðun av Reyni, Amariel
Norðoy, Kára Sveinsson og Zacharias Heinesen.“
Yfirlitssýning á verkum færeyska málarans Mikines opnuð á Kjarvalsstöðum í dag
Hlutverk Mikines í Færeyjum
jafnvel stærra en Kjarvals hér
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 3
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Hann var fyrsti færeyski myndlistarmað-urinn sem dirfðist að kasta sér í hyldýpilistarinnar,“ sagði rithöfundurinn Willi-am Heinesen um vin sinn, listmálarann
Sámal-Joensen Mikines, manninn sem segja má að
hafi sett færeyska myndlist á heimskortið. Mikines
er án efa þekktastur færeyskra myndlistarmanna,
dáður og virtur fyrir list sína, en þegar hann lést
árið 1979, 73 ára gamall, var hann saddur lífdaga og
hafði glímt við andlega og líkamlega krankleika í
áratugi.
Fyrir nokkru gaf Nesútgáfan út stóra og ein-
staklega glæsilega bók um færeyska meistarann,
bók sem hefur verið fagnað í Færeyjum og í Dan-
mörku og hlotið einstaklega góða dóma í fjölmiðlum.
Hvar sem litið er á verkið; hönnun, litgreiningu eða
prentun, allt er þetta framúrskarandi. Nesútgáfan
er kunn fyrir metnaðarfull bókverk um listamenn;
er skemmst að minnast bókanna um Louisu Matt-
híasdóttur og Kjarval. Kom bókin út á færeysku,
dönsku og ensku.
Aðalhöfundur verksins er Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur. Gagnrýnandinn Bent Irve fjallar um
samband Mikines og Danmerkur og fjölfræðing-
urinn og myndlistarmaðurinn Bárður Jákupsson tók
saman skrá um æviferil málarans, sem er ríkulega
skreytt ljósmyndum.
Í skrifum sínum um málarann Mikines og list
hans, sem er meginefni bókarinnar, leitar Að-
alsteinn fanga víða. Byggir hann á bréfum, skrifum
og samtölum, og hefur augsýnilega haft góðan tíma
og stuðning til að afla allra þessara upplýsinga og
setja þær svo læsilega fram. Útskýrir hann helstu
þætti í list málarans. Sýnir fram á hvernig ytri
þættir í umhverfi hans og högum höfðu áhrif á
sköpunina og dregur upp skýra mynd af þessum
hæfileikaríka dreng frá úteynni sem rís til frægðar,
er dáður af löndum sínum en glímir við sjúkdóma og
á í sífelldum innri átökum; þjakaður af alkóhólisma,
þunglyndi og húðsjúkdómi. Er mér til efs að Að-
alsteinn, sem er sjóaður í faginu eftir þátttöku í
gerð fjölda bóka um listamenn, hafi gert betur en
hér.
Athyglisvert er að lesa persónuleg skrif rithöf-
undarins Williams Heinesens um Mikines, í bréfum
til hans og um hann, en þeir voru æskuvinir og sam-
herjar í listinni. Í bréfi frá 1952 tuktar Heinesen vin
sinn til, segir hann enn ungan og í fínu formi en
samt eins og undir álögum, „að hálfu týndur heim-
inum og listinni“.
Mikines háði sínar glímur við lífið, en þótt hann
byggi að mestu í Danmörku málaði hann eyjar æsku
sinnar; landið og náttúruna, hamrana og sundin,
grænu litbrigðin í þokunni. Hann málaði ættingja
sína, bændur og listamenn, sérlega fín portrett, og
svo þessi sterku þemu, sem hann kemur að aftur og
aftur, fólk við dyrastaf dauðans, líkvöku og jarð-
arfarir, og svo myndirnar af grindardrápinu, þess-
um þjóðlega sið, sem urðu sífellt expressjónískari.
Mikines var dáður af löndum sínum; hann skipaði
þann sess að vera málari þjóðarinnar og þjóðarsál-
arinnar, á svipaðan hátt og Kjarval hér norðurfrá.
Og eftir hans dag hafa listamenn í Færeyjum haldið
áfram að vinna út frá þeim þemum sem birtust fyrst
í hans verkum. Öllu þessu eru gerð afar góð skil í
bókinni um Mikines, en í henni eru á þriðja hundrað
verka málarans.
Nesútgáfan gaf út stórbrotið verk um Mikines
Málari færeysku þjóðarinnar