Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 32
FORSETI ÍSLANDS braut blað í stjórnskipun ríkisins hinn 2. júní 2004 með því að synja lagafrumvarpi sam- þykktu af Alþingi staðfestingar með vísan til heimildar í 26. gr. stjórnar- skrárinnar. Áður en kom til þess að synjunarvaldi eða málskotsrétti forseta var beitt höfðu fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar fjallað takmarkað um efnið. Aðallega höfðu Sigurður Líndal og Þór Vilhjámsson tekið málið til skoðunar áður en höfundur þessa pistils blandaði sér í þá umræðu með grein sem birtist í afmælisriti til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum, sem kom út árið 2002. Í niðurlagi þeirrar greinar leiddi höfundur rök að því að kæmi til beitingar 26. gr. stjórnarskrár- innar mundi leiða af því stjórnskipu- legt klúður. Það kom svo á daginn en sú saga verður ekki rakin sérstaklega hér. Í kjölfar þessarar ákvörðunar forset- ans varð ljóst að endurskoðun á lýðveldisstjórnarskránni væri óum- flýjanleg, sem hefur hvað ákveðna þætti varðar verið skotið á frest í 60 ár, meðal annars um stöðu forsetans. Pólitísk samstaða ríkir um að ráðast í endurskoðun stjórnarskrárinnar og eins og flestum er kunnugt skipaði for- sætisráðherra í byrjun þessa árs nefnd níu manna, eftir tilnefningu allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi, til að vinna að endurskoðun- inni. Á hún sérstaklega að beinast að æðsta stjórnskipulagi ríkisins, skipan framkvæmdavaldsins og skipan dóms- valdsins (I., II. og V. kafla stjórnar- skrárinnar), eins og fram kemur í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins frá 4. janúar 2005. Jafnframt var skipuð nefnd fjögurra sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og stjórn- málafræði til að starfa með nefndinni. Þessu til viðbótar starfar lögfræðingur forsætisráðuneytisins með nefndinni. Af þessu merka tilefni eru þessar hugleiðingar settar á blað, ekki síst til að hvetja lögmenn til að sýna þessu mikilvæga máli athygli og láta það til sín taka. Reyndar þurfa margir koll- egar engrar hvatningar við í því efni og hafa eflaust nokkrir tekið þátt í þeim ráðstefnum sem þegar hafa verið haldnar að tilstuðlan stjórnarskrár- nefndarinnar til að örva umræðu um þau álitaefni sem uppi eru og skýra þau. Fyrir þá sem ekki vita heldur nefndin úti heimasíðunni www. stjornarskra.is þar sem fram koma gagnlegar upplýsingar, m.a. fundar- gerðir nefndarinnar. Ljóst er að stjórn- arskrárnefndin og sérfræðinganefndin eru að viða að sér miklu efni um stjórnskipun þeirra lýðræðisríkja sem við viljum bera okkur saman við. Þá er hafin umræða um einstaka efnisþætti innan nefndarinnar. Af síðustu fund- argerðum má ráða að nefndin vinni nú að áfangaskýrslu sem áætlað var að kæmi út nú í haust. Mikilvægt er að slík áfangaskýrsla fái góða efnisum- fjöllun í þjóðfélaginu og gæti Lög- mannafélagið til dæmis tekið hana til umfjöllunar á sínum vettvangi. Skipunarbréf stjórnarskrárnefndar- innar gerir ráð fyrir því að hún skili til- lögum sínum í ársbyrjun 2007 en þá eru einvörðungu nokkrir mánuðir til næstu Alþingiskosninga, sem verða í maí það ár. Ef einhugur ríkir meðal nefndarmanna um niðurstöðu ætti sá tími að nægja til kynningar og umræðu í þjóðfélaginu og á Alþingi. Hann er hins vegar mjög knappur ef nefndin er ósammála um veigamikila þætti stjórnskipunarinnar. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að boðuð áfangaskýrsla komi fram sem fyrst. Hún þarf að geyma umfjöllun á helstu álitaefnum sem fjallað er um í nefndinni og hvaða sjónarmið eru uppi um útfærslu þeirra. 32 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Þórður Bogason hdl. Endurskoðun stjórnarskrárinnar

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.