Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						»V Fréttir
MIÐVIKUDAGUR4.JÚNI2008  11
Bótanefnd ríkisins fékk aðgang aö trúnaðargögnum lögreglu við mat á bótakröfu tveggja
manna sem kærðu Gísla Hjartarson fyrir kynferðisbrot. Málið telst óupplýst þar sem
dómstólar tóku það ekki upp eftir að Gisli lést. Þvi fæst ekki uppgefið hvort játning Gísla
lá fyrir. Vinnubrögð Sifjar Konráðsdóttur leiddu næstum til þess að bótaréttur féll nið-
ur.
Sameiningará
fasteignamarkaði
Einar Páll Kjærnested hefur
keypt hlut í fasteignasölunni
Eignamiðlun og mun Fasteigna-
sala Mosfellsbæjar, sem Einar
hefur rekið um árabil, verða hluti
Eignamiðlunar.
í kjölfar sameiningarinn-
ar verður Eignamiðlun nú með
tvær söluskrifstofur á höfuðborg-
arsvæðinu, í Síðumúla 21 og í
Kjarna í Mosfellsbæ. Markmið
sameiningarinnar er gagnkvæm
styrking á fasteignamarkaðnum
á höfuðborgarsvæðinu og hag-
ræðing í gegnum samlegðaráhrif.
Eignamiðlun er elsta starfandi
fasteignasala landsins.
Fullurog
réttindalaus
Lögreglan á Suðumesjum
hafði afskipti af karlmanni við
akstur í fyrrinótt. Reyndist hann
vera undir áhrifum áfengis og
ólöglegra vímuefna. Ekki er vitað
hvaða vímuefna maðurinn hafði
neytt áður en hann settist undir
stýri. Var maðurinn kærður fyrir
athæfið og má hann eiga von á
sekt og punktum í ökuferilsskrá
'"* Yw*'iWr§^-t _:*
>««¦
Starfshættir
Kaupþings batna
Starfshættir Kaupþings við
sölu á Vista viðbótarlífeyris-
sparnaði hafa skánað frá því sem
áður var, að mati Neytendasam-
takanna. Samtökin höfðu ítrek-
að gagnrýnt bankann fyrir það
hvernig staðið var að sölunni, en
mörg dæmi voru um að ungt fólk
hefði gert bindandi samninga í
verslunarmiðstöðvum, á vinnu-
stöðum og jafnvel á kafflhúsum.
Neytendasamtökin lögðu til
að Kaupþing setti í skilmála sína
ákvæði um að rétthafi samnings
gæti sagt upp samningnum inn-
an 14 daga frá undirritun, enda
myndi slfkt ákvæði í mörgum tíl-
vikum koma í veg fyrir ágreining
sem tengist samningsgerðinni.
Óupplýstur
eldur i Eviu
Eyjum
Ekki er enn orðið ljóst hver
eldsupptök voru þegar þjóð-
hátíðarsviðin í Vestmanna-
eyjum brunnu og skemmdust
talsvert í síðustu viku. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglu er meðal annars verið
að kanna hvort kviknað hafi í
út frá rafmagni, en sviðin voru
á geymslusvæði Áhaldahúss
bæjarins. Málið er enn í rann-
sókn.
Á sunnudagsmorgun var
lögreglu tilkynnt að brotn-
ar hefðu verið fjórar rúður í
Sorpeyðingarstöðinni sem og
allar rúður í sorpbifreið fyrir-
tækisins.
KYNFERÐISBROTIN
TELJAST ÓUPPLÝST
ERLA HLYNSDÓTTIR
Mál mannanna tveggja sem kærðu
Gísla Hjartarson fyrir kynferðisbrot
telst óupplýst þar sem Gísli framdi
sjálfsvíg áður en málið komst fyrir
dómstóla. Bótanefnd ríkisins sem
greiddi þeim hvorum um sig há-
marksbætur tekur ekki afstöðu til
sektar ákærða. Við ákvörðun bóta
notaðist nefndin við rannsóknar-
gögn lögreglu. Þar sem málið er
óupplýst eru þau og verða trún-
aðarmál. Því fást ekki upplýsingar
um þau efnislegu atriði sem lágu til
grundvallar úrskurði nefndarinnar,
þar á meðal hvort Gísli játaði brot-
in.
Hefðu misst bótaréttinn
Bótakrafa mannanna tveggja
kom fyrir bótanefndina á síðustu
stundu. Hefðu þeir beðið lengur
er líklegt að þeir hefðu ekki fengið
Engar undanþágur eru
frá þvíað rannsóknar-
gögn óupplýstra mála
séu gerð opinber.
neinar bætur.
Halldór Þormar Halldórsson,
starfsmaður bótanefndarinnar,
staðfestir að mál mannanna hefði
rétt borist innan marka þess tíma
sem þeir höfðu til að leita réttar síns
með þessum hætti. Aðspurður hvort
bótaréttur mannanna hefði fallið
niður hefðu þeir ekki sótt um innan
þess tíma segir hann: „Það má telja
það, já."
Halldór segir enn fremur að þó
nefndin ákvarði bætur til þolenda
afbrota sé það ekki viðurkenning
á sekt. Því eru dæmi um að nefhd-
in ákvarði bætur þrátt fyrir að mál
hafi ekki verið upplýst. Enginn var
dæmdur fyrir dómstólum fyrir brot
gegn mönnunum tveimur og því
stendur eftir að það telst óupplýst.
Nefndin tekur ekki efnislega afstöðu
til meintra brotamanna í málum
sem inn á borð hennar koma, það
geta aðeins dómstólar gert.
Gagnrýna réttargæslumann-
inn
DV greindi frá því í gær að ann-
ar maðurinn sem kærði Gísla er
afar ósáttur við vinnubrögð Sifjar
Konráðsdóttur lögmanns sem var
skipaður réttargæslumaður þeirra
beggja. Hann segir Sif hafa tjáð þeim
að hún hefði þegar farið með málið
fyrir bótanefndina þegar hún hafði í
raun ekki gert neitt slíkt. Mennirnir
uppgötvuðu sjálfir á síðustu stundu
að málið var ekki í vinnslu þar og
komu því þangað til meðferðar.
Rannsókn málsins var hætt af
hálfu lögreglu eftir að Gísli fyrirfór
sér sama dag og DV fjallaði um mál-
ið á forsíðu.
Almennur frestur sem fólk hef-
ur til að sækja um bætur eru tvö ár
frá því brot er framið. Þó eru veitt-
ar undanþágur frá'þessum fresti, sér
í lagi þegar um kynferðisbrot gagn-
vart börnum og ungmennum er að
ræða, þar sem fólk greinir oft löngu
síðar frá slfkum brotum. f þeim til-
fellum er miðað við tvö ár frá þeim
degi sem brotin eru kærð.
Bætur eftir sjálfsvíg ekki
einsdæmi
Halldór segir það ekki einsdæmi
að bótanefndin ákvarði bætur eftir
að sá sem kærður er fremur sjálfs-
víg áður en málirMer fyrir dómstóla.
í fljótu bragði man hann eftir nokkr-
um slíkum málum.
Hvað hámarksbætur varðar er
mjög algengt að þær séu greiddar
út, en mennirnir tveir fengu hvor
um sig 600 þúsund krónur sem eru
hæstu miskabætur sem nefndin
getur ákvarðað.
Halldór veit ekki um neinar und-
anþágur frá því að rannsóknargögn
óupplýstra mála séu gerð opinber.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu
daga hefur ekki náðst í Sif Konráðs-
dóttur.
Aðalmeðferð í hraðsendingarmálinu fór fram i gær:
Þorðu ekki að draga sig úr málinu
Aðalmeðferð í hraðsendingar-
málinu svokallaða fór fram fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ann-
þór K. Karlsson var á meðal þeirra
sem báru vitni en hinir voru Tómas
Kristjánsson og bræðurnir Ari og Jó-
hannes Gunnarssynir. Þeir voru allir
ákærðir fyrir að hafa komið að stór-
felldum innflutningi á fíkniefhum;
4,6 kílóum af amfetamíni og um
600 grömmum af kókaíni frá Þýska-
landi.
Annþór neitaði staðfastlega sök
í vitnaleiðslum í gæf en hann er
ákærður fýrir að skipuleggja og fjár-
magna smyglið. Kolbrún Sævars-
dóttir saksóknari spilaði þá nokkr-
ar upptökur af símtölum Annþórs.
Þar lýsti hann meðal annars fyrir
vini sínum hvernig hann hefði flú-
ið úr gæsluvarðhaldi en hann strauk
úr haldi um miðjan febrúar á þessu
HJP^*		
^Si^' *  ____		-*-  Að        - ¦'. i m __________________________         ,aJ         9   T' '¦ *j
¦ AnnþórK. Karlsson Erákærður       Æ I fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning.    Æ		
ári. Lýsingar hans þóttu svo fjörleg-
ar að dómarar, sækjandi og verjend-
ur glottu ósjálffátt út í annað.
Bræðurnir Ari og Jóhannes sögðu
báðir að Annþór hefði verið sá sem
skipulagði innflutninginn. Þeir
segjast hafa verið mjög hræddir við
Annþór og því hafi þeir ekki þorað
að draga sig út úr málinu þegar þeir
sáu í hvað stefndi. Þeir hafi aðeins
verið sendiboðar í málinu og flutt
skilaboð milli Annþórs og Tómasar
en hann var starfsmaður hraðsend-
ingarfyrirtækisins UPS á þeim tíma.
Efnin bárust til landsins með hrað-
sendingarþjónustu fyrirtækisins.
Þegar Ari bar vitni í gær brast hann
í grát en hann á von á barni með
konu sinni.
Tómas sagði ásakanir í sinn garð
uppspuna frá rótum en þeir Jó-
hannes eru æskuvinir. Tómas gat
hins vegar ekki útskýrt hvers vegna
vinur hans bæ.ri hann svo þungum
sökum. Niðurstöðu er að vænta inn-
an þriggja vikna.        baidur@dv.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64