Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 67
 Þjóðmál HAUST 2011 65 Höfundur þessarar greinar er ekki haldinn spádómsgáfu umfram aðra, og þess vegna má ekki líta á eftirfarandi sem tilraun til spádóms . Hér er fremur á ferðinni tilraun til framsetningar á því, sem höfundur telur æskilega þjóðfélagsþróun og gerlegt að ná um miðjan nýhafinn annan áratug nýrrar aldar . Utanríkismál Er þetta er ritað, snemmsumars 2011, eru að hefjast formlegar viðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) um aðildarskilmála Íslands að ESB . Ekki þarf að hafa mörg orð um aðdraganda þessara viðræðna, svo ógæfulegur sem hann var . Í raun má segja, að Alþingi hafi verið blekkt af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til að samþykkja umsókn um aðild á fölskum for sendum . Málflutningur talsmanna þessara stjórnmálaflokka sumarið 2009 ein kenndist af þokukenndu hjali um könn unarviðræður, þar sem ganga skyldi úr skugga um það, sem á boðstólum væri Íslandi til handa í Brüssel . Þetta var aldrei í spilum framkvæmdastjórnar ESB, eins og margsinnis var bent á, og það hefur s .k . rýnivinna síðan leitt í ljós . Einnig var slegið á þær nótur, að með viðræðunum væri brotizt út úr stjórnmálalegri einangrun Íslands, sem gert var töluvert úr í kjölfar bankahrunsins í október 2008 . Þessi málflutningur sló tóninn fyrir það, sem koma skyldi, en þingi og þjóð hefur verið haldið óupplýstum um gang viðræðnanna, og skipulag þeirra virðist hafa verið mjög losaralegt, því að þingmenn koma ekki að mótun samningsmarkmiða, og hagsmunamál Íslands, t .d . í sjávarútvegi og landbúnaði, virðast liggja í láginni . Utan- ríkisráðherra virðist ætla að smygla landinu inn í ESB, eins og kerlingin kom sálinni hans Jóns síns inn fyrir Gullna hliðið . Ísland var í raun sett í aðlögunarferli að lögum og reglum ESB með umsókninni samkvæmt reglum ESB, sem sniðnar voru við Austur-Evrópuríkin . Meirihluti Alþingis er á móti því að leggja fé og fyrirhöfn í þetta ferli og meirihluti þjóðarinnar sömuleiðis . Blasir við nú, árið 2011, að þessum fjármunum er kastað á glæ, því að aðild Íslands að ESB er steinbarn Samfylkingarinnar og nokkurra meðreiðarsveina hennar . Árið 2015 munu þing og þjóð hafa kveðið upp úr um þetta í atkvæðagreiðslu . Samfylkingin og taglhnýtingar hennar í VG og í öðrum stjórnmálaflokkum verða þar með gerðir afturreka með aðaláhugamál sitt, sem hentar eylandi í Norður-Atlants- Bjarni Jónsson Ísland árið 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.