Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 12
10 Þjóðmál HAUST 2011 þjást af þessu óþoli . Guð mundur Andri Thors- son, rithöfundur og dálka höfundur Frétta ­ blaðs ins, ræðir við bragðs leysi við tillög um stjórn lagaráðs í blað inu 29 . ágúst og segir: En kerfið þegir . Er það vegna þess að þetta þyki almennt svona góðar tillögur? Kannski . Önnur og öllu sennilegri skýring er þó ef til vill sú að ekki standi til að gera neitt með þetta . Það eigi bara að stinga þessu niður í skúffu eins og hverju öðru velmeintu orðagjálfri . Það hefur flogið fyrir að núverandi forseti Alþingis ætli málinu aðeins einn dag í umræðu á alþingi og svo standi til að vísa því til nefndar sem enn hefur að vísu ekki verið skipuð — og þar með er stjórnarskrármálið á ný í höndum flokkanna á alþingi sem geta hummað það fram af sér næstu öldina eða svo . Þar hafa menn nánast gert það að list- grein að ná ekki niðurstöðu í stjórnar- skrár málið . Sumir stjórnlagaráðsliðar hafa sjálfir látið í veðri vaka að bregðist alþingi ekki við tillögum þeirra á þann veg sem þeim líki muni þeir stofna til pólitískrar starfsemi og jafnvel fram boðs til alþingis . Þriðjudaginn 23 . ágúst 2011 sagði Guðmundur Steingrímsson, þing maður Framsóknarflokksins í Norð vest- ur kjördæmi, sig úr flokknum . Hann boð aði stofnun nýs flokks, meðal annars með þeim orðum að hann styddi niður stöð ur stjórn- lagaráðs . Hvort þar er vísir að flokks vett- vangi stjórnlagaráðsliða kemur í ljós . Tillögur stjórnlagaráðs voru afhentar forseta alþingis 29 . júlí . Hinn 9 . ágúst var haft eftir Þorvaldi Gylfasyni, prófessor og stjórnlagaráðsliða, á dv.is: Alþingi þarf nú að ljúka málinu heiðar- lega eins og til stóð í upphafi . Standi Al- þingi sig í stykkinu, ber enga knýjandi þörf til að mynda nýtt stjórnmálaafl á grundvelli stjórnlagaráðs . En fari Alþingi út af sporinu, geta þeir stjórnlagaráðsfulltrúar, sem eiga heiman- gengt, þurft að taka höndum saman við kjósendur sína um að fylkja liði inn á Alþingi til að tryggja, að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár verði borið undir þjóðaratkvæði í sam- ræmi við fyrri fyrirheit . Þarna fer ekkert á milli mála . Fari alþingi „út af sporinu“ að mati Þorvalds kann það að knýja hann til að „fylkja liði inn á alþingi“ . Hvort Þorvaldur ætlar að þramma í broddi fylkingar upp á þingpalla eða með því að bjóða sig fram til setu í þingsalnum er óljóst . Hótunartónn í garð þingmanna leynir sér þó ekki . Áhugi á stjórnlagaþingskosningunum eða á einstökum frambjóðendum í þeim bendir ekki til þess að hefðbundnum stjórnmálaflokkum stæði mikil ógn af stjórnlagaráðsliðum í þingkosningum . Þorvaldur Gylfason segir á dv.is að alþingi beri lýðræðisleg skylda til að halda þjóð aratkvæðagreiðslu um frumvarpið frá stjórn lagaráði . Alþingi ráði hvort það gefi þjóð inni samtímis færi á að greiða atkvæði um nýtt frumvarp alþingis til nýrrar stjórn- arskrár, þannig að val kjósenda standi á milli frumvarps stjórnlagaráðs og frum- varps alþingis . „Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni að standa milli frumvarps stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár frá 1944 . Mér þykir síðari kosturinn eðlilegri, þar eð afskipti Alþingis af stjórnarskránni eiga ekki vel við,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Enginn skuli taka sér dómarasæti yfir sjálfum sér .“ Þorvaldur vill í raun ekki að alþingi sinni stjórn arskrárbundinni skyldu sinni við endur skoðun á stjórnarskránni . Kasti því valdi frá sér og fyrir þjóðina verði lagðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.