Þjóðmál - 01.09.2011, Page 12

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 12
10 Þjóðmál HAUST 2011 þjást af þessu óþoli . Guð mundur Andri Thors- son, rithöfundur og dálka höfundur Frétta ­ blaðs ins, ræðir við bragðs leysi við tillög um stjórn lagaráðs í blað inu 29 . ágúst og segir: En kerfið þegir . Er það vegna þess að þetta þyki almennt svona góðar tillögur? Kannski . Önnur og öllu sennilegri skýring er þó ef til vill sú að ekki standi til að gera neitt með þetta . Það eigi bara að stinga þessu niður í skúffu eins og hverju öðru velmeintu orðagjálfri . Það hefur flogið fyrir að núverandi forseti Alþingis ætli málinu aðeins einn dag í umræðu á alþingi og svo standi til að vísa því til nefndar sem enn hefur að vísu ekki verið skipuð — og þar með er stjórnarskrármálið á ný í höndum flokkanna á alþingi sem geta hummað það fram af sér næstu öldina eða svo . Þar hafa menn nánast gert það að list- grein að ná ekki niðurstöðu í stjórnar- skrár málið . Sumir stjórnlagaráðsliðar hafa sjálfir látið í veðri vaka að bregðist alþingi ekki við tillögum þeirra á þann veg sem þeim líki muni þeir stofna til pólitískrar starfsemi og jafnvel fram boðs til alþingis . Þriðjudaginn 23 . ágúst 2011 sagði Guðmundur Steingrímsson, þing maður Framsóknarflokksins í Norð vest- ur kjördæmi, sig úr flokknum . Hann boð aði stofnun nýs flokks, meðal annars með þeim orðum að hann styddi niður stöð ur stjórn- lagaráðs . Hvort þar er vísir að flokks vett- vangi stjórnlagaráðsliða kemur í ljós . Tillögur stjórnlagaráðs voru afhentar forseta alþingis 29 . júlí . Hinn 9 . ágúst var haft eftir Þorvaldi Gylfasyni, prófessor og stjórnlagaráðsliða, á dv.is: Alþingi þarf nú að ljúka málinu heiðar- lega eins og til stóð í upphafi . Standi Al- þingi sig í stykkinu, ber enga knýjandi þörf til að mynda nýtt stjórnmálaafl á grundvelli stjórnlagaráðs . En fari Alþingi út af sporinu, geta þeir stjórnlagaráðsfulltrúar, sem eiga heiman- gengt, þurft að taka höndum saman við kjósendur sína um að fylkja liði inn á Alþingi til að tryggja, að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár verði borið undir þjóðaratkvæði í sam- ræmi við fyrri fyrirheit . Þarna fer ekkert á milli mála . Fari alþingi „út af sporinu“ að mati Þorvalds kann það að knýja hann til að „fylkja liði inn á alþingi“ . Hvort Þorvaldur ætlar að þramma í broddi fylkingar upp á þingpalla eða með því að bjóða sig fram til setu í þingsalnum er óljóst . Hótunartónn í garð þingmanna leynir sér þó ekki . Áhugi á stjórnlagaþingskosningunum eða á einstökum frambjóðendum í þeim bendir ekki til þess að hefðbundnum stjórnmálaflokkum stæði mikil ógn af stjórnlagaráðsliðum í þingkosningum . Þorvaldur Gylfason segir á dv.is að alþingi beri lýðræðisleg skylda til að halda þjóð aratkvæðagreiðslu um frumvarpið frá stjórn lagaráði . Alþingi ráði hvort það gefi þjóð inni samtímis færi á að greiða atkvæði um nýtt frumvarp alþingis til nýrrar stjórn- arskrár, þannig að val kjósenda standi á milli frumvarps stjórnlagaráðs og frum- varps alþingis . „Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni að standa milli frumvarps stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár frá 1944 . Mér þykir síðari kosturinn eðlilegri, þar eð afskipti Alþingis af stjórnarskránni eiga ekki vel við,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Enginn skuli taka sér dómarasæti yfir sjálfum sér .“ Þorvaldur vill í raun ekki að alþingi sinni stjórn arskrárbundinni skyldu sinni við endur skoðun á stjórnarskránni . Kasti því valdi frá sér og fyrir þjóðina verði lagðir

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.