Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 97
 Þjóðmál HAUST 2011 95 til að koma og skoða sjálft í stað þess að trúa áróðrinum sem því var boðið upp á heima,“ segir Zhukovski . Hann neitar því að vera harðlínukommúnisti þegar hann ræðir sölu handbókar sinnar um Austur- Evrópu eftir hrun múrsins, hann hafi ekki verið það lengi, sér hafi mislíkað margt undir stjórn kommúnista . Hann haldi ekki að Austur- Evrópa hafi verið paradís á jörð . „En það er samt þarna megin girðingarinnar sem hugmyndir mínar og tilfinningar eiga heima . Hvaða efasemdir sem ég hef um það sem ég vel að styðja, þá hefur ekkert breyst varðandi skoðanir mínar á því sem ég kýs að sýna andstöðu .“ Hann telur með öðrum orðum að rangur aðili hafi unnið kalda stríðið og trúir því „að fyrr eða síðar muni íbúar Austur-Evrópu komast á sömu skoðun“ . Ég las bókina án þess að vita að um fyrstu skáldsögu höfundar væri að ræða . Stundum vaknaði þó spurning um hvort höfund skorti þjálfun til að blása meira lífi í frásögnina sem einkennist af góðum hæfileika til að segja sögu og bregða þannig birtu á mikilvæg atvik í lífi hetjunnar en einnig tengja þau stjórnmála- og átakasögu Evrópu . Hin látlausa frásögn og hógværi stíll fellur hins vegar að Zhukovski sem stendur varnarlaus frammi fyrir hverju uppgjörinu eftir annað þar sem hann þarf sterka sannfæringu til að halda fast í skoðun sína, ekki sem kommúnisti heldur vinstri- maður . Titill bókarinnar, Brotin egg, vísar til þessa í texta hennar: „Á fjórða áratugnum fóru að berast fréttir af því sem Stalín var að gera – sýndarréttar höld, fólk dó og það hvarf . Þegar fólk sagði að það væri hæpið að reisa fullkomið þjóðfélag á manna beinum sneru kommúnistarnir bara drýg indalega út úr . Ó, sögðu þeir, maður matreið ir ekki eggja- köku án þess að brjóta egg .“ (Bls . 184 .) Friðrika Benónýsdóttir skrifaði um Brotin egg í Fréttablaðið 7 . maí 2011 og fór al mennt vinsam legum orðum um bókina . Þar sagði meðal annars: „Mikið er lagt upp úr því að leggja að jöfnu kommúnisma og nasisma, en fyrst og fremst birtir þó sagan ógnarstjórn mannsins yfir eigin huga .“ Orðin um að kommúnismi og nasismi séu lagðir að jöfnu eru skilin á þann veg á vef síðunni Druslubækur og doðrantar 21 . júní 2011 í umsögn Guðrúnar Elsu að um ádeilu á höfundinn sé að ræða og efnistök hans . Hún segir: „Bókin fjallar mikið nasismann, sem Feliks hefur alltaf hatað, og það hvernig honum er smám saman komið í skilning um það að fólkið sem hefur búið undir stjórn komm únista undanfarna áratugi hafi þjáðst á sam bærilegan hátt og fórnarlömb Hitlers . . . . Mér fannst niðurstaða bókarinnar reynd- ar bara vera hin margtuggna klisja: kapítal- ískt samfélag er það besta sem völ er á . Það er að minnsta kosti sú niðurstaða sem flestar persónur bókarinnar hafa komist að . Og æ, ég tek sénsinn á að hljóma eins og argasti kommúnisti: mér finnst það bara ekkert sérlega spennandi niðurstaða . Bókin er samt sem áður ágæt og alls ekki leiðin- leg . . . .“ Þessar umsagnir um Brotin egg sýna að boðskapur hennar á fullt erindi við samtímann . Það er með ólíkindum hve sú skoðun er lífseig að það beri að draga skil á milli Hitlers og Stalíns og líta harðstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.