Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 95
 Þjóðmál HAUST 2011 93 á Sovét ríkin 22 . júní 1941 og Bandaríkin tóku að sér hervernd Íslands í júlí sama árs . Hluti af herverndarsamningnum var að allir þeir Íslendingar sem Bretar hefðu í haldi yrði sleppt og voru ritstjórar og blaðamaður Þjóðviljans þar meðtaldir . Þeir komu því heim í byrjun ágúst 1941 þegar allar aðstæður í heiminum höfðu breyst meira en nokkurn hefði grunað . Tímabili griðasáttmálans var lokið . Nú urðu allir kommúnistaflokkar, Sósíalistaflokkurinn þar með talinn, harðir andstæðingar fas- ismans og Þýskalands . Vegna banns Breta á Þjóðviljanum kom ekki út neitt blað fyrir hönd sósíalista fyrr en í júlí 1941 ef frá er talið að þingmenn flokksins gáfu út Þingtíðindi . Stóð séra Gunnar Benediktsson fyrir útgáfu blaðsins sem fékk heitið Nýtt Dagblað. Blaðið hafði ekki komið lengi út er fyrsta hitamálið kom upp á síðum þess, herverndarsamningurinn við Bandaríkin . Niðurstöður A fstaða sósíalista í byrjun stríðsins mark aðist af þremur vendipunkt um . Fyrsti vendipunkturinn var þegar griða- samn ingurinn var gerður í lok ágúst 1939 . Þá snerust sósíalistar til varnar Sovét ríkj- unum, og lýstu ábyrgðinni á stríðinu á hendur Bretum og Frökkum fyrir að hafa látið undan kröfum Hitlers . Sökin hvíldi þó aðallega á herðum Þjóðverja . Nýir menn þyrftu að taka við stjórnvölinn í Bretlandi og Frakklandi til að tryggja það að stríðið yrði stríð gegn fasisma . Á sama tíma kröfðust sósíalistar þess að gripið yrði til aðgerða gegn þýskum nasistum hér á landi í nafni hlutleysisins . Annar vendipunktur kom hins vegar í lok september þegar grein Halldórs Laxness birtist í Þjóðviljanum þar sem hann hélt því fram að ekki væri lengur ástæða fyrir sósíalista til að berjast gegn fasismanum . Um svipað leyti hvarf allur munur á vestrænum lýðræðisríkjum og fasistaríkjunum í mál- flutn ingi Þjóðviljans . Í staðinn varð stríðið að heimsvaldasinnuðu stríði á milli tveggja blokka auðvaldsins . Fyrirmæli Komintern um að þessi munur væri ekki lengur til staðar frá því í byrjun september höfðu komist til skila . Þriðji vendipunkturinn markast við klofning Sósíal istaflokksins í desember 1939, í kjölfar vetr arstríðsins . Þá verður málflutningurinn öfgafyllri og mjög fjandsamlegur í garð Breta og Frakka . Þeir voru vændir um margvísleg brot á réttindum annarra þjóða . Einnig voru Bretar vændir um hræsni, þar sem þeir héldu milljónum Indverja í heljargreipum á sama tíma og þeir sögðust berjast fyrir frelsinu . Segja má að reynt hafi verið að gera Breta og Frakka samábyrga Þjóðverjum þegar hinir síðarnefndu réðust á Dan mörku og Noreg í apríl 1940 . Jafnvel þótt Bretar og Frakkar reyndu að hjálpa Norð mönnum að verjast innrásinni var það fyrir sósíalistum aðeins merki um það hvernig heimsauðvaldið léki smáþjóðirnar þegar þrjár stórþjóðir træðu á Noregi . Í raun breyttist afstaða sósíalista lítið sem ekkert við hernám landsins í maí 1940 . Eini munurinn var sá að nú var andstæð- ingur sósíalista „áþreifanlegur“ . Hvöttu sósíalistar frá upphafi til andstöðu við herinn og umsvif hans hér á landi . Frá hernámi til desember 1940 má segja að sósíalistar hafi aðallega kvartað undan hernum og reynt þannig að skapa úlfúð á milli Íslendinga og hersins . Í janúar 1941 breytist það og sósíalistar gerast ágengari og fara að hvetja til aðgerða . Dreifibréfsmálið er besta dæmið um það . Af fundargerðum utan ríkis málanefndar Alþingis, þar sem Sósíalista flokkurinn átti ekki fulltrúa, sést að innlend stjórnvöld voru farin að huga að því að hvort að það þyrfti að banna Þjóð viljann og starfsemi Sósíalistaflokksins í heild, áður en Bretar tækju til sinna eigin ráða . Til slíkra aðgerða kom ekki, því að breska herliðið þraut þolinmæðina áður .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.