Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál HAUST 2011 Nemandi á náttúrufræðibraut, sem hefði hug á verk fræði, hefði e .t .v . meira gagn af því að taka tvo til þrjá áfanga í grunnteikn- ingu eða rafmagnsfræði fyrir rafvirkja en alla ljóðagreininguna í íslensku . Dæmi um einkaskóla á framhaldsskólastigi Því miður er einungis hægt að tala um tvo einkaskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi sem útskrifa nemendur með stúdents próf, þ .e . Verslunarskóla Íslands og Mennta skólann Hraðbraut . Auk þeirra er rétt að nefna Sumarskólann í FB en þótt hann brautskrái ekki stúdenta sækja hann yfir þúsund nemendur á sumri hverju og fara í gegn um valda námsáfanga sem þeir fá síðan metna í skólum sínum . Þar sem Verslunar- skól inn hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt mun ég láta nægja að fjalla nánar um tvo síðar nefndu skólanna, þ .e . Menntaskólann Hrað braut og Sumarskólann í FB . Menntaskólinn Hraðbraut Ólafur H . Johnson, viðskiptafræðingur og kennari, á heiðurinn af Hrað- braut . Hann var árum saman kennari í við- skiptagreinum við FB og áttaði sig á því að margir dugmiklir nemendur myndu ráða við mun meiri námshraða . Hann stofnaði því Menntaskólann Hraðbraut árið 2003 og bætti þannig úr brýnni þörf ákveðins hóps metnaðarfullra nemenda sem vildu hefja sérhæft háskólanám mun fyrr . Tvennt lýsir sérstöðu Hraðbrautar . Annars vegar að viðmiðunarnámstími til stúdentsprófs er tvö ár í stað fjögurra og hins vegar að námið er skipulagt þannig að nemendur vinna alla heimavinnuna í skólanum og á skólatíma . Sömu kröfur eru um mætingu í heima vinnutíma og hefðbundna kennslu- tíma . Hraðbraut þarf, eins og aðrir fram- halds skólar, að fylgja miðstýrðri nám skrá mennta málaráðuneytisins . Engu að síður virðist að sérstaða skólans varðandi náms- hraða og aðstöðu til heimavinnu hafi náð að laða að það marga nemendur að skólinn er nú að hefja áttunda starfsár sitt og hefur þegar brautskráð nokkur hundruð stúdenta . Nemendum Hraðbrautar gengur að jafnaði vel í háskólanámi, t .d . í krefjandi greinum eins og verkfræði og læknisfræði . Þetta er athyglisverður árangur þar sem þessir nemendur luku stúdentsprófi sínu að jafnaði tveimur árum fyrr en félagar þeirra í öðrum framhaldsskólum . Skólagjöld við Hraðbraut eru talsvert há en nemendur skólans telja ekki eftir sér að greiða þau því þeir ljúka námi tveimur árum fyrr en ella og lengja þannig starfsævi sína og ævitekjur sem því nemur, þeim sjálfum og þjóðfélaginu öllu til hagsbóta . Þannig er Hraðbraut alódýrasti framhaldsskólinn fyrir skattborgarana af öllum þeim stóru og smáu framhaldsskólum sem reknir eru um landið allt . (Varðandi umdeildar arðgreiðslur skóla- stjóra Hraðbrautar sem komust í hámæli nú í vor er rétt að benda á að það mál er algjör- lega óskylt hinu faglega starfi skólans auk þess sem að minna má á allan þann aragrúa ríkis- skóla sem farið hafa fram úr fjárheim ildum undanfarin ár, og er Landbúnaðarháskóli Íslands nærtækasta dæmið því sá skóli fór síðast hátt í þrjú hundruð milljónum króna fram úr fjárheimildum ríkisins . Arðgreiðslur skólastjóra Hraðbrautar eru hugsanlega smá mál í samanburði við það hneyksli .) Sumarskólinn í FB Þótt Sumarskólinn í FB brautskrái ekki stúdenta er rétt að gera grein fyrir þeim skóla því hann hreinn einkaskóli . Með öðrum orðum, skólinn er algjörlega rekinn af skólagjöldum, þ .e . skólinn nýtur engrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.