Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 95
94 Þjóðmál VETUR 2013 Bókadómar _____________ Heiðar Guðjónsson: Norðurslóðasókn. Ísland og tækifærin. Sögur, Reykjavík 2013, 276 bls . Eftir Styrmi Gunnarsson Bókin Norðurslóðasókn — Ísland og tæki færin er sennilega bezti leiðarvísir sem út hefur komið um stefnumörkun Íslend inga til framtíðar gagnvart Nýja Norðr inu . Í bókinni er mikið af hagnýtum upp lýs ing um um norðurslóðir, sögu þessa svæðis og þeirra þjóða og þjóðabrota, sem búið hafa á þess um slóðum eða í námunda við þær . Bókin lýsir frumlegri hugsun höfundar, sem hefur aðra og óvenjulega sýn á viðfangsefnið en flestir þeir sem um það fjalla . En jafn framt er að finna í bók- inni áhugaverða um fjöll un um helztu ver- kefni, sem þjóðin stendur frammi fyrir í efna hags málum . Það er ekki á hverjum degi, að maður sem hefur fjárfestingar að aðalstarfi skrifi slíka bók en um leið skýrir bókin að einhverju leyti hvers vegna Heiðar Guð- jónsson hefur augljóslega náð árangri í fjár- festingarstarfsemi . Hann lýsir heimsókn til Azerbaidsjan og segir: Ég kom fyrst til landsins árið 2006, árið áður var hagvöxtur um 26% og umsvif hagkerfisins hafa fjórfaldast síðan . Hvergi hef ég kynnzt annarri eins hag vaxtar- sprengju . Allt var á fleygi ferð og mikil tækifæri . Vöxturinn var drifinn áfram af aukinni framleiðni og fjár fest ingum í útflutningsgreinum, skuldir voru sára- litlar . Þá bjuggu um átta milljónir manna í landinu, farsímar voru um 2,5 milljónir og bankareikningar aðeins þrjú hundruð þúsund . Bankakerfið var með öðrum orð- um langt á eftir og þar fjárfesti ég . Í einni setningu undir mynd er að finna grundvallarstefnumörkun fyrir Icelandair á 21 . öldinni . Þar segir: Icelandair er hið eiginlega flugfélag norð- ur skautsins með reglulegt flug til allra landa Norðurskautsráðsins . Þegar ungt fólk á hlut að máli er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að sá ald urs- flokkur virði framlag þeirra, sem á undan hafa gengið sama veg . Það hendir ekki Heið ar Guðjónsson . Hann segir: Eyjólfur Konráð Jónsson (1928–1997), forstjóri Almenna Bókafélagsins, ritstjóri Morg unblaðsins og alþingismaður, beitti sér mjög fyrir gæzlu réttinda Íslands utan 200 mílnanna . Hann var fulltrúi í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð anna á árunum 1976– 1982 og var fróð astur í hópi þingmanna um hafréttarmál . Hann nýtti þekkingu sína á því sviði og beitti sér af þunga í hafréttarmálum, meðal annars sem for- maður utanríkismálanefndar Alþingis . Færa má rök fyrir því að hagstæðir samn- ingar við Norðmenn vegna Jan Mayen og málafylgja í þágu íslenzkra hagsmuna vegna réttinda á Hatton-Rockall-svæðinu Frumleg hugsun og óvenjuleg framtíðarsýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.