Dagur - Tíminn Reykjavík

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Blaðsíða 1
,« ' ' V Góða helgi! Blað Laugardagur 12. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 69 tbl. Verða það sigurbuxur sem hanga á snúrum KA- mannaá morgun? Mynd:GS Þeir verða sjálfsagt margir sem öskra sig hása í KA- heimilinu í dag á leik KA og Aftureldingar. Og enn fleiri munu sitja límdir við skjáinn heima í stofu. Ef KA-menn vinna hampa þeir fslandsmeist- aratitlinum. Ef Afturelding fer með sigur af hólmi þurfa liðin að kljást í íimmta sinn áður en úrslit verða ljós. Þeir eru spenntir KA-menn- irnir, því takist þeim að sigra í dag verður það ekki aðeins fyrsti íslandsmeistaratitillinn heldur einnig fyrsti stóri titill- inn sem unninn er á heimavelli. En stuðningsmenn Afturelding- ar eru líka í stuði. 150 manns fylgdu liðinu til Akureyrar á þriðjudagskvöld og von á öðr- um eins skammti í dag. Og allir ætla sér að vinna, að sjálfsögðu, því annars væri þetta ekkert gaman. En hvað gerist á eftir? Eru forráðamenn liðanna að undirbúa veislur í laumi? Veisl- ur sem verða kannski og kannski ekki? Opið hús hjá KA KA-menn hafa nokkrum sinn- um verið í sömu stöðu. Spilað til úrslita bæði í bikarnum og á íslandsmóti og stundum unnið og stundum ekki. Og á hvorn veginn sem hefur farið er venja að hafa opið hús í KA-heimilinu að leik loknum þar sem stuðn- ingsmenn geta komið og spjall- að við liðsmenn. Glaðst á góðri stundu og syrgt saman ef sú staða kemur upp. Því sannir stuðningsmenn halda með sínu liði, líka þegar það tapar. Pétur Ólafsson, framkvæmdastjóri KA, riíjar upp tap liðsins fyrir Haukum í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur. „Við urðum að gera ráð fyrir einhverju um kvöldið en þó liðið hafi tapað kom samt fólk, hitti leikmenn, og studdi sitt lið, þó auðvitað hafi verið færri en ef þeir hefðu sigrað." En hvað með stemmninguna? „Þegar leikmenn komu norður voru mestu vonbrigðin runnin af þeim þannig að það var ágætishljóð í mönnum. Þeir voru auðvitað ekki kátir en menn verða að kunna að tapa.“ Einbeita sér að leikn- um Hvort sem Afturelding fagnar sigri eða tapar verður það ný reynsla þar sem liðið hefur aldrei áður spilað til úrslita um titil. Þar á bæ er lítið farið að huga að veisluhöldum. „Hvort sem við verður meistarar eða ekki verðum við með lokahóf fyrir liðið og okkar stuðnings- menn en á þessari stundu er ekkert farið að spekúlera í því heldur einbeitum við okkur að hverjum leik fyrir sig,“ segir Jó- hann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureld- ingar. AI KONAVIKUNNAR TT agnheiður Clausen sjón- |~% varpsþula er kona vik- A Vimnar fyrir „okkur þykir þetta mjööög, mjööög leiðin- legt“ eftir úrslitaleikinn á ís- landsmótinu í handknattleik kvenna í sjónvarpinu á mið- vikudaginn. Reiðir sjónvarps- áhorfendur voru búnir að fá pakknóg af yfirgangi íþrótt- anna og hringdu stanslaust upp í sjónvarp til að kvarta og kveina yfir því að aðalþætti kvöldsins, Þorpinu, hefði verið sleppt úr dagskránni. Gamla fólkið fór að gráta og „þetta var erfitt og menn voru pirraðir,“ sagði Ragnheiður eftir þessa erfiðustu vakt sína fyrr og síðar. „Það voru samt allir góðir við mig,“ sagði hún. Ragnheiður margafsakaði dagskrárbreytinguna svo ræki- lega að jafnvel hörðustu naglar fóru hjá sér og lét ekkert á sig fá þótt hringjendur létu ýmislegt óprenthæft falla. Já, þetta hefur sannarlega verið söguleg vakt. -GHS

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)
https://timarit.is/issue/188259

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)

Aðgerðir: