Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1955næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 1

Dagur - 27.04.1955, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Fylgist með því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagui DAGUR kemur næst út laugardag- inn 30. apríl. XXXVni. árg. Akureyri; miðvikudaginn 27. apríl 1955 23. tbl. Togaramír Mta úr hötn ;jj||aaa Frdmsóknðrmðnnd um hagnýl- ingu náfiúruauðæfa samþykkf í sam- Á sumaidaginn fyrsta lágu allir fjórir togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hér við Torfunefsbryggju, fánum prýddir i tilefni sumar- komunnar. En á föstudagskvöldið létu Harðbakur og Kaldbakur úr höfn, og fóru á veiðar. Skiptu togararnir með sér olíu, því að verkfall hefur stöðvað olíuafhendingu hér. I gærkvöld lét svo Svalbakur úr liöfn. Er þá Sléttbakur einn eftir. Allir voru togararnir með talsvert fiskmagn innanborðs. f Verkam. á laugardaginn er Útgerðarfélagið sakað um verkfallsbrot, en slíkt er ranghermi. Ekkert verkfall er á togurununi og heimilt að sigla þeim hvert sem er. Verkfallsmenn reyndu hins vegar að stöðva kostsendingar til skipanna að tilefn- isiausu, en tókst ekki með þeim hætti að fyrirbyggja siglingu þeirra.. VERKFALLIÐ: Stöðugir viðræðufundir - en óvíst um árangur Síðustu dagana hafa samninga- nefndir deiluaðila í vinnudeil- unni — og sáttanefnd ríkisstjórnar- innár — að kalla lagt nótt við dag til að sitja viðræðufundi um lausn deilunnar, en allt er á huldu um árangurinn. Mun þó eitthvað hafa miðað í samkomulagsátt síðustu daga, þótt óvíst sé enn, hvort senn dregur til sátta. Siðdegis í gær hófst enn fundur, en ekki var talið lík- legt, er blaðið hafði fregnir úr Reykjavík í gærkveldi, að samning- ar tækjust í nótt. Óttast menn nú að verkfall standi fram yfir 1. maí. Verkalýðslélög Færeyja krefjasf brolt farar danska lögregluskipsins Víffbúnaður Klakksvíkinga heldur * A . . . ° ° Usamkomulag um al- áfram - dynamitsprengjur í bryggjum g)ei8slu „Jörundar“ ingi Stefnt að fjölbreyttara atvinnulífi og öruggari lífsafkomu Sl. miðviðkudag var tillaga til þingsályktunar uin kosningu milli-< þinganefndar til að gera tillögur um nýjar atvinnugreinar og hag- nýtingu náttúruauðæfa samþykkt einróma á fundi sameinaðs Al- þingis og afgreidd sem ályktun þingsins til ríkisstjórnarinnar. — Þessi merka tillaga var flutt af nokkrum þingmönnum Framsóknar- flokksins, þeim Hermanni Jónassyni, formanni flokksins, Gísla Guðmundssyni, þingmanni N.-Þingeyinga, Skúla Guðmundssyni, þingmanni V.-Húnvetninga og Páli Þorsteinssyni, þingmanni A.- Skaftfellinga. Fjárveitinganefnd var öll sammála um að mæla með tillögunni með smávegis breytingum. Halldór Ásgrímsson, þingmað- ur Norðmýlinga var framsögumaður af hálfu nefndarinnar og flutti ýtarlega og ágæta ræðu um verkefni milliþinganefndar þeirrar sem kjósa á samkvæmt tllögunni. Eins og áður segir var fjárveit- inganefnd á einu máli um að mæla eindregið með samþykkt tillögunnar, en gerði þó tillögu um smávegis breytingar, m. a. þá, að milliþinganefndin skyldi skip- uð 7 mönnum í stað 5. Tillagan, eins og Alþingi samþykkti hana, er á þessa leið: Alþingi ályktar að kjósa sjö manna milliþinganefnd til að Framhald á 2. síðu). Myndin af landnemunum, sem fyrirhugað er að setja á Eiðsvöll Síðustu fréttir af átökunum í Færeyjum út af brotvikningu Hal- vorsens læknis og mótspyrnu Klakksvíkinga, eru þær, að samninga- viðræður um friðsamlega lausn eru hafnar, en engan veginn séð fyrir endalok málsins enn sem komið er. EINKASKEYTI TIL DAGS FRA ÞÓRSHÓFN. í gær barst blaðinu eftirfarandi fréttaskeyti frá Þórshöfn: Bæjarstjórn Klakksvíkur kom í dag klukkan 10 til Þórshafnar til að taka upp viðræður við landsstjórnina. Lögregluskipið Parkeston liggur enn iuu kyrrt á Skálafirði. Verkalýðsfélögin heimta lögregluskipið af landi burt, en endanleg ákvörðun um allsherjarverkfall ekki tekin ennþá. — Danska herskipið Holger Danske er einnig í Skálafirði. — Vígbúnaður Klakksvíkinga heldur áfram og dynamitsprengjur eru nú lagð- ar í innsiglinguna og á bryggj- urnar.“ Til skýringar er rétt að taka það frani, að kvaðning danska lögreglu- ljðsins til Færeyja — 130 manns — mælist mjög illa fyrir, og eru at- vinnurekendur jafnt sein verka- men'n fylgjandi allsherjarverkfalli, cf haldið verður til streitu þeirri fyrirætlan, að beita valdi til að framkvæma fógetaúrskurð um inn- setningu nýs yfirlæknis við Klakks- víkursjúkrahús. Mun það álit Fær- cyinga, að hér sé um innanlands- mál að ræða, sem sízt verði leyst mcð erlendri íhlutun. Að baki lækn- ismálsins mun og liggja sú skoðuu að einhverju leyti, að það sé innan- landsmál Færeyja, hvernig læknis- stiiðum er ráðstafað þar, og afstaða danska Læknafélagsins sé eng^n veginn bindandi fyrir þá, en Hal- vorscn lækni var vikið úr því félagi skömmu feftir stríðslok, m. a. vegna starfs fyrir Þjóðverja. Halvprsén læknir hefur nú gegnt læknisstörfum í Klakksvik. í nokktir ár, og hefur fyrr komið til nokkurra sviptinga í sambándi við veru hans þar. Bæjarbúar vilja ekki taka við nýjum lækni, sem þeim hefur verið skipaður, og hal'a ekki látið orðin ein duga uin það mál. heldur beitt handafli, t. d. til að fyrirbyggja að búslóð hins nýja læknis kæmi á larid í Klakksvík. Augljóst virðist, að Klakksvíking- ar muni ekki láta undan liótun urn beitingu lögregluvalds, og er von- andi, að fallið verði frá fyrirætlun- um urn það, og að sámið verði frið- samlega um málið. í fyrrinótt var Halvorsen lækni sýnt banatilræði í Klakksvík. Skaut tilræðismaðurinn 2 skot- um að honum, en hæfði ekki. Var hann handtekinn. Er ekki ljóst, hver hann var, eða hvort atburður þessi hefur áhrií á íramvindu málsins. í Olafsfirði Togarinn Jörundur hefur að undanförnu lagt upp afla sinn í Ólafsfirði. Hefur skipið raunar gert bað annað slagið um langt skeið. Alþýðusambandið virðist hafa áhuga fyrir að stöðva skipið og upplag í Ólafsfirði. Hafa orðið átök um málið meðal verka- manna þai\ en ofan á varð, á al- mennum félagsfundi, að landa úr skipinu nú í vikunni, er það kæmi í höfn. Mun trúnaðar- mannaráð þó hafa lagt á móti því. í fyrrakvöld var hengd upp í Ól- afsfirði tilkynning frá einhverj- um Siglfirðingum, að þeir mundu stöðva löndun í umboð Alþýðu- samhandsins, ef reynt yrði að losa skipið. í gær var ekki ljóst, hvernig fara mundi, er skipið kæmi til Ólafsfjarðar. Munu Ól- (Framhald á 2. síðu). Þórunn Jóhannsdóttir lék hér í gær í gærkvöld voru hér tónleikar ungfrú Þórunnar Jóhannsdóttur. Lék hún verk eftir Bach, Busoni, Beethoven, Debussy, Liszt og Chopin. Þórunn er í sífelldri framför og hefur þegar náð mik- illi viðurkenningu úti í hinum stóra heimi. Umsögn um hljóm- leikana verður að bíða næsta blaðs. Myndin, sem hér fylgir. er af líkani því sem Jónas Jakabsson hefur gert að myndinni ..I.and- nemar“, sem hann leggur til að sett verði upp á Eiðsvelli. Er ætlun Jónasar að mvndin verði 2,30 metrar á hæð og standi á 2 metra háum stöpli. Vinnur hann nú að því að undirbúa steypu myndarinnar í þeirri stærð, en hún verður gerð úr steinsteypu, sem Jónas segir að muni endast eins vel og grjót. — Jónas hefur lagt til að myndinni verði komið fyrir á miðjum Eiðs- velli og verði umbúnaður þannig: Gerður verði sexhyrndur hrunn- ur. Á hverjú horni verði steypt blómaker. í miðjum brunninum rísi stöpullinn, og í gegnum hann standi víkingaskip og sjáist stafn I þess og skutur. Myndin snúi í suður. Jónas telur, að miklu betur fari að setja myndina upp á miðjan völlinn en í einhverju homi hans. Að sinni hefur hann ekki aðrar tillögur að gera um skreyt- ingu á Eiðsvelli. Myndin „Landnernar" er falleg og geðþekk mynd eins og ljós- myndin ber með sér, og má ætla, að fullgerð verði myndin til prýði fyrir bæinn. En að því listamað- urinn segir blaðinu mun myndin sjálf verða tilbúin til uppsetr.ing- ar á miðju sumri. ÐAGUR Dagur kemur út á laugar- daginn. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi á föstudag. Dagur er bezta auglý&ingablað- ið. Flestir Akureyringar og Ey- firðingar lesa Dag, auk þess fjöldi manna í öðrum lands- hlutum. ATHUGIÐ: Skrifstofa blaðsins er flutt í Hafnarstræti 90 (næsta hús fyrir norðan fyrra aðsetur blaðsins). Gengið inn að norðan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (27.04.1955)
https://timarit.is/issue/204771

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (27.04.1955)

Aðgerðir: