Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 1
Ráðgátan
Bobby Fischer
Helgi Ólafsson fjallar um mesta
skáksnilling allra tíma | 10
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Gimsteinar á flóamörkuðum Sívinsæll Artúr konungur
Lærði margföldun í Afríku Pönkaður Loðvík XIV Atvinna | 70 á
landinu á vegum Nordjobb Laun hækka en kaupmáttur minnkar
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Auglýsing
FRAMLEIDD hefur verið þýsk
kvikmynd sem fólki nnst vera
fyndin. Þetta þykir nokkrum
tíðindum sæta. Myndin heitir
„Good Bye Lenin!“ og verður tek-
in til sýningar í kvikmyndahúsum
hérlendis á næstu dögum. „Ég var
að hlusta á fólk tala þýsku og hló
samt,“ sagði einn af viðmælend-
um okkar. „Hver hefði trúað því?“
Þýsk – en fyndin/52
Þýsk - en
fyndin
STOFNAÐ 1913 201. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
ÞAÐ er engu líkara en hópur ógnandi bergrisa og
þursa fylgist með smávöxnum ferðamönnunum sem
lögðu leið sína að Langasjó í vikunni. Fjölda andlita má
sjá í sorfnum klettunum. Þessi furðustaður er við rætur
Breiðbaks, hæsta fjallsins vestan við Langasjó, en hann
er 1.018 metra hár. Breiðbakur er hluti Tungnaárfjalla.
Austan við Langasjó eru Fögrufjöll. Vatnið sjálft er um
20 km langt en breiðast aðeins um 2 km. Langisjór er
ekki í alfaraleið en hann er að mati margra sem til
þekkja eitt fegursta stöðuvatn landsins. Með fyrirhug-
aðri Skaftárveitu er ætlunin að veita vesturkvíslum
Skaftár inn í Langasjó með stíflu, og frá Langasjó yrði
vatninu veitt um jarðgöng undir Tungnaárfjöll til
Lónakvíslar á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár.
Morgunblaðið/RAX
Töfraheimur við Langasjó
MEGINTILGANGUR með nýleg-
um kerfisbreytingum á húsnæðis-
lánakerfi ríkisins var að lækka
vexti á útlánum
til viðskiptavina
Íbúðalánasjóðs,
að sögn Guð-
mundar Bjarna-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
sjóðsins.
Um síðustu
mánaðamót bauð
sjóðurinn skipti
á stórum hluta
útistandandi hús- og húsnæðis-
bréfa fyrir nýja tegund skulda-
bréfa, íbúðabréf, og var samtals
um 90% bréfanna skipt.
Segir Guðmundur að nauðsyn-
legt hafi verið að skipta út bréf-
unum og taka upp íbúðabréf, sem
séu markaðshæfari og standi fleiri
aðilum til boða. „Til þess erum við
að gera skuldabréfaflokkana svona
vel markaðshæfa að þeir séu að-
gengilegir fyrir sem flesta fjár-
festa, innlenda sem erlenda. Það
leiðir væntanlega til þess að vextir
lækka til hagsbóta fyrir viðskipta-
vini okkar.“
Þar að auki segir Guðmundur að
vegna þess hve hlutur Íbúðalána-
sjóðs er stór á íslenskum skulda-
bréfamarkaði muni vaxtabreyting
á bréfum sjóðsins væntanlega hafa
áhrif til vaxtalækkunar almennt í
þjóðfélaginu.
Mun ekki brjóta nokkurn rétt
Hvað varðar gagnrýni á fram-
kvæmd skiptanna segir Guðmund-
ur m.a. að auðvitað hafi komið upp
einstök vandamál og þættir sem
þurft hafi að glíma við að leysa.
Hann telji hins vegar að engu máli
hefði skipt hversu miklu betur
sjóðurinn hefði undirbúið skiptin,
hann hefði alltaf staðið frammi
fyrir því að leysa einhver vanda-
mál og viðfangsefni sem komið
hefðu upp á síðustu stundu.
„Að gefnu tilefni, vegna umræðu
um útdrátt útistandandi húsbréfa,
er hins vegar rétt að taka fram að
í framhaldi af lagabreytingunum í
vor hefur verið sett reglugerð um
áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Í
reglugerðinni eru ákvæði um fjár-
hagsnefnd, sem gerir tillögu til
stjórnar sjóðsins um hvernig haga
skuli fjármögnun, fjárstýringu og
áhættustýringu. Sú vinna er nú í
gangi.
Ég vil fullvissa þá, sem kunna
að bera einhvern ugg í brjósti um
hvernig þeim málum verður hagað,
að Íbúðalánasjóður mun að sjálf-
sögðu fara að lögum í því efni og
ekki brjóta nokkurn rétt á við-
skiptavinum eða fjárfestum sem
eiga kröfur á sjóðinn,“ segir Guð-
mundur.
Vonast til að ná
fram vaxtalækkun
Stærsta/10
Guðmundur
Bjarnason
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
fjölga um einn íslenskan gæslu-
mann í norrænu friðareftirlits-
sveitinni Sri Lanka Monitoring
Mission. Að sögn Þorbjarnar
Jónssonar, sendiráðunautar
hjá Íslensku friðargæslunni,
óskaði norska utanríkisráðu-
neytið eftir því við íslensk
stjórnvöld fyrir skömmu að Ís-
lendingar bættu einum eftir-
litsmanni við í sveitina. Ákveðið
hafi verið að verða við þeirri
ósk, og því verða Íslendingar í
sveitinni fjórir talsins.
Eftir fjölgun verða 58 gæslu-
menn við friðargæslu á Sri
Lanka; fjórir Íslendingar,
nítján Norðmenn, tólf Danir,
tólf Svíar og ellefu Finnar.
Sri Lanka Monitoring Miss-
ion er rekin af norskum stjórn-
völdum og yfirmenn hennar
eru Norðmenn. Utanríkisráðu-
neyti hvers lands um sig stend-
ur straum af launagreiðslun-
um.
Sveitin hefur starfað við frið-
argæslu á Sri Lanka frá því að
vopnahléssáttmáli á milli stríð-
andi fylkinga, Tamíl-tígra og
srilanskra stjórnvalda, var
undirritaður 22. febrúar 2002.
Aðalhlutverk sveitarinnar er að
hafa eftirlit með því að deiluað-
ilar haldi sáttmálann í heiðri.
Fjölgað um
einn við
friðargæslu
á Sri Lanka
Sri Lanka/18
HREYFINGARLEYSI veldur enn
fleiri ótímabærum dauðsföllum en
reykingar, ef marka má rannsóknir
sem gerðar hafa verið í Hong Kong.
Kannaður var ferill 24.079 karla og
kvenna yfir 35 ára aldri er létust á
árinu 1998. Niðurstaðan var að
hreyfingarleysið varð um 6.400
manns að bana en fórnarlömb reyk-
inganna voru um 5.700.
Hreyfingarleysið eykur m.a. hætt-
una á krabbameini um 45% hjá körl-
um og um 28% hjá konum. Rann-
sóknin var gerð af Hong
Kong-háskóla og heilbrigðisráðu-
neyti borgarinnar. Lam Tai-hing,
sem stýrir rannsókn á almannaheil-
brigði hjá háskólanum, tók skýrt
fram að hvorttveggja, hreyfingar-
leysi og reykingar, stytti lífið.
„Margir sem ekki reykja gera lítið af
því að þjálfa líkamann. Skilaboðin til
þeirra eru: það er gott að þið skulið
ekki reykja. En ef þið þjálfið ykkur
ekki eruð þið samt í mikilli hættu.“
Letin enn
verri en
reykingar
Hong Kong. AFP.
♦♦♦
MINNSTA hryggdýrið er fiskur
sem lifir við Miklarif norðaustan
við Ástralíu – að
minnsta kosti þar
til minna dýr
finnst. Hæng-
urinn er aðeins
um sjö millimetr-
ar að lengd,
hrygnan örlítið lengri, að sögn
fréttavefjar BBC.
Krílið fannst fyrst árið 1979 en
hefur ekki verið rannsakað fyrr en
nú. Fiskurinn nefnist stout infant-
fish á ensku sem gæti verið digra-
seiði á íslensku. Ævi digraseiðis er
talin vera aðeins um tveir mánuðir.
Minnsti fiskur
í heimi?
Hængurinn er að-
eins 7 millimetrar.