Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 35
✝ Margrét KristínGuðmundsdóttir
fæddist í Selárdal í
Hörðudal í Dalasýslu
22. maí 1933. Hún
lést á heimili sínu 24.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Guð-
mundsson bóndi á
Litlu-Gröf í Borgar-
firði, f. 21. mars, d.
28. maí 1941, og Arn-
dís Þorsteinsdóttir
húsfreyja, f. 19. nóv.
1894, d. 17. okt. 1983.
Systkini Margrétar eru: Hjörtur,
f. 25. nóv. 1928, Guðmundur Ár-
dal, f. 16. apr. 1930, Finndís, f. 7.
jan. 1932, d. 27. sept. 2003, og
Þorsteinn Heiðdal, f. 11. apr.
1937.
Sambýlismaður Margrétar var
Eggert Guðmundsson en þau slitu
samvistir. Börn þeirra eru: 1) Þór-
unn Edda, f. 15. okt. 1955, maður
hennar er Axel Sævar Blomster-
berg, f. 14. apr. 1950, dóttir þeirra
er Margrét Sæunn, f. 1. jan 1994.
2) Arndís Sjöfn, f. 6.
okt. 1956. 3) Ragn-
heiður, f. 17. sept.
1957. Fyrri maki
Valdimar K. Guð-
mundsson, f. 10. maí
1953, sonur þeirra
er Hrólfur Knakan,
f. 1. nóv. 1978.
Seinni maki Anton
Valur Pálsson, f. 15.
mars 1951, þau
skildu, dóttir þeirra
er Olga Bettý, f. 21.
sept. 1987. 4) Guð-
rún Æsa, f. 23. okt.
1963. 5) Sigurdís Sandra Laxdal,
f. 30. sept. 1970, faðir hennar var
Óli Lúðvík Laxdal, f. 16. ágúst
1922, d. 7. sept. 1993. Sigurdís
Sandra var í sambúð með Murat
Ómari Serdar, f. 5. mars 1957, en
þau slitu samvistir, dóttir þeirra
er Sibel Anna, f. 7. ágúst 1992.
Margrét var uppalin fyrst í Sel-
árdal og síðar í Litlu-Gröf í Mýra-
sýslu.
Útför Margrétar fór fram 6. júlí
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elskulega mamma. Það er skrítin
tilfinning að skrifa um þig minning-
arorð, skrítið að þú sért farin … ég
sakna þín sárt. Minningarnar um
þig hrannast upp í kollinum á mér,
hversu traustur og góður vinur þú
varst alltaf. Og hvað þú ráðlagðir
manni alltaf heilt þegar ég leitaði til
þín. Oft hugsa ég: æ best að hringja
í mömmu en þá ert þú ekki hér …
en eftir lifa fallegar minningar um
þig.
Það eru ekki nema nokkrir mán-
uðir síðan þú greindist með illkynja
ólæknandi sjúkdóm, fram að þeim
tíma hafðir þú alltaf verið hraust og
dugleg – það var mikið áfall fyrir
okkur öll og erfitt að takast á við,
en þú kvartaðir lítið og sýndir ótrú-
legan kjark við svona aðstæður,
þótt sorgin væri mikil. – Eftir á er
ég reið og sorgmædd yfir því að allt
þetta hafi verið á þig lagt, það er
ósanngjarnt.
Kostir þínir voru margir, elsku
mamma, þú hafðir sterka samkennd
með þeim sem áttu erfitt, hvort sem
þeir voru fátækir eða veikir, ég leit
alltaf upp til þín fyrir það. Þú varst
einstaklega gjafmild og varst alltaf
að gleðja okkur systurnar, jafnvel
undir það síðasta þegar þú varst
orðin fárveik varstu að hugsa um að
við myndum nú örugglega fá afmæl-
is- og jólagjafir frá þér í ár – hlýja
þín var mikil og hugulsemi. Þú hafð-
ir sterkar skoðanir á öllu og var oft
gaman að rökræða við þig, þegar
kom að þjóðfélagsmálum varst þú
vel með á nótunum. Listrænir hæfi-
leikar þínir voru ótvíræðir, allt sem
þú gerðir í höndunum var einstak-
lega fallega unnið, enda hafðir þú
mjög næmt auga á gott handbragð
og vandaða vinnu og kenndir mér
ýmislegt í þeim efnum.
Lífið án þín elsku mamma er
óneitanlega fátæklegt, en ég trúi
því að þú sért á góðum stað hjá þín-
um ástvinum, elska þig af öllu
hjarta … guð geymi þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Sandra.
Elsku mamma.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa um þig nokkur orð. Ég læt
hugann reika yfir liðinn tíma og
minningarnar líða fram. Söknuður-
inn, sársaukinn og tómleikinn er
mikill við fráfall þitt. Þú varst
sterkur persónuleiki, það sýndir þú
í þínum erfiðu veikindum. Þú
kynntist mótlætinu snemma, sem
barn misstirðu föður þinn og hafði
það djúpstæð áhrif á þig. Þú sagðir
mér oft sögur af afa sem voru þér
kærar. Við fráfall afa var amma ein
með ykkur systkinin, öll ung að ár-
um, og fyrir dugnað ykkar allra
gengu hlutirnir upp, þó að oft hafi
verið erfitt. Þér þótti vænt um
sveitina þína og sagðir mér oft sög-
ur af því þegar þú varst lítil að alast
upp, þær minningar lifa áfram með
mér. Þú varst mikill dýravinur og
er mér minnisstætt hvað þú varst
góð við hundinn minn Bangsa. Þeg-
ar hann var orðinn mjög veikur
fann hann hlýjuna frá þér og kom
til þín, þá straukst þú honum og tal-
aðir við hann.
Þú varst vel gefin kona sem unnir
góðum bókmenntum og fylgdist vel
með þjóðmálum. Þú hafðir næmt
auga fyrir allri fegurð og varst mikil
handverkskona og erum við syst-
urnar svo lánsamar að eiga eftir þig
mjög fallega handavinnu.
Minningarnar eru margar sem ég
á um þig mamma mín og eru þessi
orð bara örlítið brot af þeim. Þú
varst kletturinn í lífi mínu og ég gat
alltaf treyst þér, það varst þú sem
hughreystir mig og varst ætíð til
staðar ef mér leið ekki vel. Ef
draumar gefa svör við spurningum
um látna móður þá hef ég fengið
svar um að þér líði vel og sért kom-
in til ástvina sem á undan eru
gengnir.
Blessuð sé minning burtsofnaðr-
ar heittelskaðrar móður minnar.
Þín dóttir
Þórunn.
Elsku amma mín.
Mér finnst voða sárt að þú sért
farin, en þú varst orðin svo veik.
Mér fannst alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til þín, af því þú
sýndir mér alltaf inn í „ævintýra-
skápinn“ þinn, en þar voru myndir,
teikningar, skartgripir, eldspýtu-
stokkurinn sem ég gerði handa þér
og margt fleira.
Ég elska bækur, blóm, hesta og
öll dýr alveg eins og þú gerðir. Þú
varst besta amma í heimi. Þegar ég
fór frá þér varst þú alltaf í gluggan-
um og sendir mér fingurkoss, þess-
um minningum um þig gleymi ég
aldrei. Allt er svo tómlegt eftir að
þú fórst, áður en þú kvaddir sagðir
þú: „ég elska þig“ og ég sagði á
móti „ég elska þig líka“. Ég sakna
þín alltaf, þín
Sibel.
Elsku amma mín.
Ég veit að þú varst mjög lasin.
Ég man þegar þú sagðir mér sögur
um þig í sveitinni. Þú varst alltaf
brosmild og sagðir alltaf eitthvað
skemmtilegt. Þú varst blómadrottn-
ing, þú elskaðir blómin. Þegar þú
komst í sveitina til mín horfðir þú út
um gluggann og sást hestinn okkar
hann Rúbín, þá komu stjörnur í
himinblá augun þín af hrifningu. Ég
kallaði þig pond-ömmu af því þú
varst með stóran og feitan pondub-
angsa sem frænka mín á, mér þykir
vænt um þessa pondu. Einu sinni
þegar þú varst að passa mig prökk-
uruðumst við. Þú tókst klósettpapp-
ír, bleyttir hann og kastaðir honum
upp í loft. Ég hlakkaði alltaf til að
koma til þín og gera eitthvað
skemmtilegt. Bless amma mín, ég
sakna þín voða, voða mikið.
Margrét Sæunn Axelsdóttir.
Elsku Margrét, ég kom til þín á
Landspítalann í heimsókn áður en
ég fór utan í frí, ég vissi að þú varst
mikið veik en ég hélt að við mynd-
um hittast aftur.
Það er erfitt að vera erlendis þeg-
ar vinir deyja, svo margt kemur
upp í huga manns en svo fátt sem
hægt er að setja niður á blað. Við
Sandra, dóttir þín, höfum verið vin-
konur frá eins og hálfs árs aldri og
mér er svo margt minnisstætt um
þig úr bernsku minni. Þú áttir það
til að koma til okkar, kyssa okkur
og faðma og segja: Þið eruð báðar
stelpurnar mínar. Svo gafstu okkur
appelsínur eða aur fyrir íspinna. Ef-
laust var líf þitt ekki dans á rósum,
þú ein með fimm dætur og oft
varstu þreytt, en alltaf áttirðu næga
ást og væntumþykju handa öllum. Í
síðasta skipti sem við hittumst
fannst mér þú friðsæl og líta vel út
og mig grunaði ekki hversu stutt
var eftir. Í dag hugsa ég að kannski
hafir þú vitað það og verið sátt við
að yfirgefa þennan heim fyrir annan
betri. Þetta var stutt en erfið bar-
átta og þó að þú sért ekki lengur
hér, þá munum við hittast seinna og
ég veit að yfir okkur Söndru vakir
nú engill sem mun leiða okkur rétta
leið.
Það var alltaf gott að leita ráða
hjá þér og þú vissir meira og lengra
en margur annar. Mér verður hugs-
að til heimilis þíns í Hólunum og
hversu hreint og fínt allt var hjá þér
og blómin þín svo falleg. Við verð-
um að reyna að hugsa um þau nú og
í Sibel, dóttur Söndru, sé ég pínulít-
ið af þér alla daga og það gleður
mig. Enginn hefði getað alið betri
dóttur en Sandra, mín besta vin-
kona, er og ég er viss um að þú
varst stolt af henni líkt og ég er.
Elsku hjartans Sandra mín, ég
kveð mömmu þína á minn hátt í
öðru landi og hugsa til hennar á
betri stað en með okkur í hjarta.
Hugur minn er heima á Íslandi hjá
þér og ykkur systrum, ekkert getur
komið í stað móður ykkar og ég
votta ykkur systrum og öllum sem
þekktu Margréti mína dýpstu sam-
úð og megi guð styrkja okkur í
þessum harmi.
Rut.
MARGRÉT KRISTÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR Áskær faðir okkar, afi og langafi,
SÖLVI ÓLASON,
verður jarðsunginn frá Fáskúðsfjarðarkirkju
mánudaginn 26. júlí kl. 14.00.
Margrét Guðný Sölvadóttir og fjölskylda,
Pálína Ósk Bragadóttir og fjölskylda.
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fóstur-
faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
KARL FRIÐRIK KRISTJÁNSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Skeljatanga 3,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 27. júlí kl. 15.00.
Jarðsett verður að Mosfelli.
Berglind Bragadóttir,
Arnþrúður Karlsdóttir,
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir,
Hrefna Björk Karlsdóttir,
Kristján Friðrik Karlsson,
Steinunn Egilsdóttir,
Hulda Egilsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og systkini.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
MARGRÉTAR ÞORBJARGAR JOHNSON,
hjúkrunarheimilinu Grund.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á frúargangi
Grundar fyrir einstaka alúð og umönnun.
Thor Ólafur Johnson, Nikki Johnson,
Guðrún Johnson,
Pétur P. Johnson, Sigurborg Sigurbjarnadóttir,
Christian, Tor og Margrét Halla.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLÍNA RUT ÓLAFSDÓTTIR,
Stekkjargerði 10,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 26. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Stefán Bragi Bragason,
María Stefánsdóttir,
Soffía Guðmundsdóttir, Sveinn Ásgeirsson,
María Stefánsdóttir, Þorgeir Smári Jónsson,
Bragi Stefánsson,
Guðný Stefánsdóttir, Magnús Árnason,
Sigurlaug Stefánsdóttir, Helgi Garðarsson
og systkini hinnar látnu.
Okkar ástkæra,
RAGNHILDUR KRISTÍN PÁLSDÓTTIR,
Teigaseli 2,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 18. júlí, verður
jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 26. júlí
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Rauða kross Íslands.
Guðbjartur Ágústsson,
Stefanía Arnheiður Truelsen, Esben Truelsen,
Bryndís Edda Snorradóttir, Elís Björgvin Hreiðarsson,
Snorri Þór Snorrason, Hildur Fríða Þórhallsdóttir,
Albert Snorrason, Þórdís Guðjónsdóttir,
Kristín Snorradóttir, Baldvin Viggósson,
Ágúst Guðbjartsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Sólheimum 8,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópa-
vogi þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Jónína Guðnadóttir, Kristján Linnet,
Sigurður Pétur Guðnason, Edda Ingvarsdóttir,
Kristján Pétur Guðnason, Sigríður Árnadóttir,
barnabörn og langömmubörn.