Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 21 VÍÐA hefur silungsveiði verið prýðisgóð, ekki síður en laxveiðin. Gildir þá einu hvort rætt er um staðbundinn silung eða sjó- göngufisk. Áður óþekkt sjó- bleikjuá, Miðdalsá í Steingríms- firði, hefur t.d. komið skemmti- lega á óvart með góðum skotum. Arnór Gísli Ólafsson, sem skaust í Miðdalsá fyrir skemmstu, sagðist hafa fengið nokkra fiska „inni á dal“ og síðan átta vænar bleikjur á fallaskiptunum. Næsta morgun hefði hann síðan ætlað að endurtaka leikinn í ósnum, en þá tók bleikjan ekki. „Aftur á móti sá ég þarna magnaða sjón, því það komu gríðarlegar bleikjuvöður þarna inn og renndu sér þarna við lappirnar á mér. Mér eiginlega brá,“ sagði kappinn. Áður höfðu menn sem opnuðu ána veitt yfir tuttugu fiska og fór þó mestur tími þeirra í að fara með ánni og berja niður skilti við veiðistaði. Víðar … Góð skot hafa verið í Hjalta- dalsá og Kolbeinsdalsá og þar er sjóbleikjan tíðum mjög væn. Í vik- unni var veiðifólk á ferð sem þekkti árnar ekkert, en tókst samt að ramba fram á hyl fullan af sjó- bleikju í Kolbeinsdalsánni og róta þar upp átta stórum bleikjum. Næsta morgun var svo klykkt út með því að landa 16 punda laxi í Ármótunum. Var það fimmti lax sumarsins, en bleikjurnar voru orðnar eitthvað á sjötta tuginn. Ýmsir hafa veitt vel í Grafará við Hofsós að undanförnu en veið- in þar mest verið neðst í ánni. Væntanlega fer fiskur að dreifa sér betur hvað úr hverju. Ótrúlegar tölur Hörkugóð urriðaveiði hefur verið í Reykjadalsá og Eyvind- arlæk í vor og sumar. Þá er meira af laxi í ánni en mörg síðustu ár. Franskur veiðimaður sem ein- beitti sér að urriðanum fyrir skemmstu og notaði einungis þurrflugur veiddi 170 fiska og tvo laxa að auki. Hafði hann þann háttinn á að hverfa frá hyljum þar sem laxar lágu, því þeir reyndu að verða urriðunum fyrri til í flug- una … Silungsveiðin er víða frábær Morgunblaðið/Einar Falur Fjöldi laxa var í Brúarfossi í Hítará og ganga sjálfsagt up ána þegar rignir.Fallegar sjóbleikjur úr Miðdalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FJÖLSKYLDUDAGUR verður haldinn í Viðey í dag, sunnudag. Hann hefst með siglingu klukkan 13.30, en Árnesið mun sigla frá Mið- bakka gömlu hafnarinnar í miðbæ Reykjavíkur út í Viðey. Örvar B. Ei- ríksson sagnfræðingur verður með leiðsögn á siglingunni. Þegar komið verður til Viðeyjar verður haldin helgistund í Viðeyjar- kirkju, og að henni lokinni verða kaffiveitingar í Viðeyjarstofu. Loks verður staðarskoðun áður en haldið verður í siglingu til Reykjavíkur- hafnar að nýju klukkan 16.30. Fjölskyldu- dagur í Viðey Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Skálar • Föt • Diskar • Gjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.