Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 21
VÍÐA hefur silungsveiði verið
prýðisgóð, ekki síður en laxveiðin.
Gildir þá einu hvort rætt er um
staðbundinn silung eða sjó-
göngufisk. Áður óþekkt sjó-
bleikjuá, Miðdalsá í Steingríms-
firði, hefur t.d. komið skemmti-
lega á óvart með góðum skotum.
Arnór Gísli Ólafsson, sem
skaust í Miðdalsá fyrir skemmstu,
sagðist hafa fengið nokkra fiska
„inni á dal“ og síðan átta vænar
bleikjur á fallaskiptunum. Næsta
morgun hefði hann síðan ætlað að
endurtaka leikinn í ósnum, en þá
tók bleikjan ekki. „Aftur á móti sá
ég þarna magnaða sjón, því það
komu gríðarlegar bleikjuvöður
þarna inn og renndu sér þarna við
lappirnar á mér. Mér eiginlega
brá,“ sagði kappinn. Áður höfðu
menn sem opnuðu ána veitt yfir
tuttugu fiska og fór þó mestur
tími þeirra í að fara með ánni og
berja niður skilti við veiðistaði.
Víðar …
Góð skot hafa verið í Hjalta-
dalsá og Kolbeinsdalsá og þar er
sjóbleikjan tíðum mjög væn. Í vik-
unni var veiðifólk á ferð sem
þekkti árnar ekkert, en tókst samt
að ramba fram á hyl fullan af sjó-
bleikju í Kolbeinsdalsánni og róta
þar upp átta stórum bleikjum.
Næsta morgun var svo klykkt út
með því að landa 16 punda laxi í
Ármótunum. Var það fimmti lax
sumarsins, en bleikjurnar voru
orðnar eitthvað á sjötta tuginn.
Ýmsir hafa veitt vel í Grafará
við Hofsós að undanförnu en veið-
in þar mest verið neðst í ánni.
Væntanlega fer fiskur að dreifa
sér betur hvað úr hverju.
Ótrúlegar tölur
Hörkugóð urriðaveiði hefur
verið í Reykjadalsá og Eyvind-
arlæk í vor og sumar. Þá er meira
af laxi í ánni en mörg síðustu ár.
Franskur veiðimaður sem ein-
beitti sér að urriðanum fyrir
skemmstu og notaði einungis
þurrflugur veiddi 170 fiska og tvo
laxa að auki. Hafði hann þann
háttinn á að hverfa frá hyljum þar
sem laxar lágu, því þeir reyndu að
verða urriðunum fyrri til í flug-
una …
Silungsveiðin
er víða frábær
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjöldi laxa var í Brúarfossi í Hítará og ganga sjálfsagt up ána þegar rignir.Fallegar sjóbleikjur úr Miðdalsá.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
FJÖLSKYLDUDAGUR verður
haldinn í Viðey í dag, sunnudag.
Hann hefst með siglingu klukkan
13.30, en Árnesið mun sigla frá Mið-
bakka gömlu hafnarinnar í miðbæ
Reykjavíkur út í Viðey. Örvar B. Ei-
ríksson sagnfræðingur verður með
leiðsögn á siglingunni.
Þegar komið verður til Viðeyjar
verður haldin helgistund í Viðeyjar-
kirkju, og að henni lokinni verða
kaffiveitingar í Viðeyjarstofu. Loks
verður staðarskoðun áður en haldið
verður í siglingu til Reykjavíkur-
hafnar að nýju klukkan 16.30.
Fjölskyldu-
dagur í Viðey
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Skálar • Föt • Diskar • Gjafir