Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 19
enn sjáist margar menjar frá Seylon- tímabilinu, svo sem Ceylon Bank og Ceylon Tea. Skertu réttindi Tamíla á ýmsan hátt Í orði kveðnu hét það svo, eftir að Sinhalar fengu öll völd á eynni 1948, að stofnað hefði verið sósíalskt ríki og heitir reyndar svo enn. Raunin er önnur. Sinhalar byrjuðu þegar í stað að hygla sínum, Sinhölunum. Þeir gerðu sinhölsku að þjóðartungu númer eitt, ætluðu meira að segja að útrýma tungu Tamílanna, veittu Sin- hölum ýmis forréttindi hvað varðaði aðgang að bestu störfunum og æðri menntun. Þeir ætluðu í raun að gera þrennt, taka tungumálið af Tamílum, trúarbrögðin og tækifærin til mennta. Það er við þessar aðstæður sem Tamílar byrja að berjast fyrir aukinni sjálfsstjórn á þeim svæðum í landinu í norðri og austri, þar sem þeir voru og eru flestir. Til að byrja með var ekki um eiginlegt stríð að ræða eða ofbeldi, því Tamílarnir sem leiddu baráttuna í upphafi voru mikl- ir friðarsinnar og tóku trúarbrögð sín, hindúisma, mjög alvarlega. Síð- ar, eftir að Tamílum hafði orðið lítið sem ekkert ágengt í baráttu sinni fyrir auknum réttindum og sjálfs- stjórn, komu aðrir, yngri og her- skárri Tamílar fram á sjónarsviðið og vildu láta sverfa til stáls. Þeirra leið- togi varð fljótlega Vellapillai Prab- hakaran, sem enn í dag er þjóðarleið- togi Tamíla, og hefst hann við í frumskógunum í norðri, í grennd við Killinochchi þar sem LTTE hefur höfuðstöðvar sínar. Hann kemur sjaldan fram opinberlega og aldrei nema á yfirráðasvæðum Tamíla, enda eftirlýstur, m.a. af indverskum stjórnvöldum, allar götur frá því að Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, var myrtur í sjálfsmorðs- sprengjuárás Tamíla 1991 en Prab- hakaran er talinn ábyrgur fyrir því tilræði. Borgarastríðið hófst 1983 Nú er rétt 21 ár síðan borgara- styrjöldin á Sri Lanka braust út, en það var í júlí 1983, sem jafnan er nefndur Svarti júlí á Sri Lanka. Upp- hafið var það að liðssveitir LTTE vógu heila herdeild srilanska hersins úr launsátri norður á Jaffna-skagan- um og varð það kveikjan að gífurleg- um óeirðum Sinhala, bæði í Colombo, höfuðborginni, og öllum helstu borg- um landsins þar sem Sinhalar gengu berserksgang um tveggja daga skeið, leituðu uppi og myrtu þúsundir Tam- íla, konur, börn, karlmenn, gamal- menni. Þetta er ugglaust svartasti blettur í sögu þessa lands því her og lögregla héldu að sér höndum á með- an óður skríllinn myrti, limlesti, nauðgaði og brenndi. Mikill fjöldi Tamíla, einkum úr hópi þeirra menntuðu og þeirra sem betur voru efnum búnir, flýði land, og í raðir þessa fólks sækir LTTE enn sinn stuðning að miklu leyti, hvort sem er í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, á Indlandi, eða víða í Evr- ópu. Aðrir Tamílar, sem ekki áttu þess kost að flýja land, og bjuggu í suðrinu eða vestrinu, flykktust til norður- og austursvæðanna, þar sem fyrir var stærstur hluti Tamíla í land- inu, þar sem þeir áttu bókstaflega fótum sínum fjör að launa. Fjárhagsaðstoð háð skilyrðum Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir landsmenn, að friðarviðræður á milli Sinhala og Tamíla komist á skrið á nýjan leik. Sérstök ráðstefna þjóða, sem vilja leggja sitt af mörk- um til þess að enduruppbygging stríðshrjáðu svæðanna geti hafist, var haldin í júnímánuði í fyrra í Tók- ýó í Japan og varð niðurstaða þeirrar ráðstefnu sú að þær þjóðir sem reiðu- búnar eru að leggja fram fjármuni til uppbyggingarinnar, ýmist í formi íðshrjáð land Hópur frétta- og blaðamanna bíður jafnan fyrir utan höfuð- stöðvar Tamíl-tígra í Killinochchi, þegar yfirmaður Sri Lanka Monitoring Mission fundar með forystu Tamíl-tígra. Blaðamenn á Sri Lanka fylgjast grannt með störfum SLMM og flytja margar og ekki alltaf réttar fréttir um átök LTTE og hers og lögreglu. Það er flugher Sri Lanka sem sér um að flytja yfirmann SLMM á yfirráðasvæði Tamíl-tígra, þegar hann þarf að funda með forystu þeirra. Hér kemur þyrla flughersins inn til lendingar í Killinochchi til þess að sækja yfirmann SLMM og föruneyti hans, að afloknum fundi, og flytja á nýjan leik til höfuðborgarinnar. Leiðtogi stjórnmálaarms Tamíl-tígra, S.P. Tamilselvan, í höf- uðstöðvum LTTE í Killinochchi. Tamilselvan var afar herskár liðs- maður LTTE í stríðinu, en hann særðist alvarlega og varð eftir það leiðtogi stjórnmálaarmsins. Hann hefur hlotið viðurnefnið Kóbra, því þrátt fyrir brosmildi, þykir bros hans ekki ná til augnanna. SJÁ SÍÐU 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 19 ÓTRÚLEGT VERÐ - OPIÐ Í DAG Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Veiðihornið býður nú hinar frábæru Stoeger 2000 byssur á ótrúlegu kynningarverði. Stoeger 2000 er hálfsjálfvirk haglabyssa framleidd af fyrirtæki sem Beretta á í Tyrklandi. Dreifingaraðili Stoeger í Bandaríkjunum er Benelli USA. Stoeger er bakslagsskipt, hálfsjálfvirk með snúningsbolta líkt og í Benelli og fleiri ítölskum byssum. Hægt er að velja um hnotu eða plastskefti. Byssurnar eru með 26" hlaupi. Ólarfestingar fylgja ásamt 5 þrengingum. Við höfum samið við Jóhann Vilhjálmsson, byssusmið, um viðgerðir á þessum byssum og öðrum sem við bjóðum viðskiptavinum okkar. Veiðihornið býður fáheyrt kynningarverð á Stoeger 2000 í nokkra daga. Aðeins 59.900.- staðgreitt Við fullyrðum að þetta eru langbestu byssukaupin á markaðnum. Mjög takmarkað magn. Byssuskápar - mál og verð. INAL5 - 5 byssur (140x33x25). Fullt verð 26.900.- Forsala aðeins 22.900.- stgr. INALPT7 - 7 byssur (150x45x33) Fullt verð 38.100.- Forsala aðeins 32.400.- stgr. INALPT14 - 14 byssur (150x45x45). Fullt verð 46.900.- Forsala aðeins 39.900.- stgr. Allar frekari upplýsingar í Veiðihorninu, Hafnarstræti 5, sími 551 6760 og Veiðihorninu, Síðumúla 8, sími 568 8410. Einnig á www.veidihornid.is Eru byssurnar undir rúmi? Það er ekki þörf á því lengur. Enn á ný bjóðum við byssuskápa á besta verði í forsölu. Góðir samningar, hagstæð frakt og for- sala hefur tryggt hundruðum ánægðra skotvopnaeigenda byss- uskápa á hagstæðu verði í ár. Við bjóðum 3 stærðir; fyrir 5, 7 og 14 byssur. Allir skáparnir eru viðurkenndir, úr 3ja mm stáli, gataðir fyrir veggfestingar. Læs- ing er með 5 25mm boltum sem ganga úr hurð í karm. Festu kaup á byssuskáp í forsölu strax í dag því síðustu sendingar hafa selst upp áður en þær koma til landsins. Veiðihornið býður alltaf betra verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.