Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. „BÖRNUM er mikilvægt að koma fram, heyra klappað fyrir sér, upplifa virðingu og hrós. Þau finna að þau eru einhvers megnug – að þau geta glatt aðra.“ Svo mælist Þórunni Björnsdóttur, tón- menntakennara og kórstjóra í Kópavogi, sem hefur í þrjátíu ár unnið merkilegt uppeldisstarf í Kársnesskóla. Ætla má að kórfélagar sem hún hefur stýrt hlaupi á þúsundum, í ár stýrir hún tæplega 300 börnum í sex kórum. En Þórunn, sem hefur ákveðnar skoðanir á uppeldi barna og unglinga, kannast ekki við meint agavandamál í röðum unglinga. „Það er bara einhver klisja. (...) Ung- lingamenning hérlendis hefur líka breyst mikið á síðustu árum – og þá meina ég til batnaðar.“ Og í kórstjórninni fléttar hún saman aga og gæsku: „Að þau finni stanslaust að manni þyki vænt um þau,“ segir Þórunn m.a. í Tímariti Morg- unblaðsins í dag. Batnandi unglinga- menning Á MEÐAN úðinn frá Seljalandsfossi vökvar jarðveginn á ástin það til að blómstra hjá þeim sem horfa á. Það er auðvelt að gleyma sér við Selja- landsfoss enda er hann einn sá sérstæðasti sem finnst hér á landi. Því dvelja ferðamenn oft lengi við fossinn og hver veit nema að einhvern tíma hafi bónorð verið borið þar upp, enda fossinn líklegur til að vekja ástríður í hjörtum áhorfenda. Morgunblaðið/Ómar Ástin blómstrar í úðanum KARLMAÐUR sem gekk um götur Akur- eyrar, skjótandi úr kraftmiklum veiðiriffli á föstudagskvöld, var handtekinn eftir umsát- ursástand við Aðalstræti laust fyrir kl. 23 þá um kvöldið. Hann skaut hvorki á fólk né hluti heldur eingöngu upp í loftið, að minnsta kosti þrem skotum, að sögn lög- reglunnar á Akureyri, og sakaði engan. Götum lokað vegna aðgerða lögreglu Málið hófst klukkan 21.37 þegar tilkynn- ing barst lögreglu um ferðir mannsins á opnu svæði vestan Aðalstrætis. Lögreglan sendi hátt í tíu lögreglumenn á vettvang, að meðtöldum sérsveitarmönnum ríkislög- reglustjóra staðsettum á Akureyri. Var set- ið um manninn í rúmlega klukkustund þar sem hann hélt sig undir beru lofti vestan Aðalstrætis. Lögreglan talaði við manninn í síma og eftir nokkurt samningaþóf gafst hann upp í lokin. Á þeim tíma hélt hann að mestu kyrru fyrir og var í sjónfæri, en færði sig einu sinni úr stað og fylgdu lögreglu- menn honum þá eftir. Við lögregluaðgerðina var Aðalstræti, Spítalavegi og Hafnarstræti lokað. Ekki var margt fólk á ferð á þessum stöðum á umræddum tíma, að sögn lög- reglu. Maðurinn mun hafa átt óuppgerð mál við annan mann frá því fyrr um daginn og grip- ið til vopna í framhaldinu og brotist inn í íbúð við Aðalstræti þar sem hann átti von á að hitta manninn fyrir. Byssumaðurinn greip hins vegar í tómt þar og fór hann því út eftir skamma viðdvöl í húsinu. Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglunnar áður vegna annarra mála, en ekki alvarlegra. Vegna málsins var beðið um aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í Reykjavík en ekki þurfti á henni að halda þegar til kom og var beiðnin því afturkölluð. Rifflinum hafði maðurinn stolið úr íbúð á föstudag. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan er með málið í rannsókn og var ekki ljóst í gær hvort kraf- ist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum. Skaut úr kraftmiklum veiðiriffli í miðbæ Akureyrar og braust inn í íbúð Handtekinn eftir umsátursástand FORSTJÓRI Landsvirkjunar, Friðrik Sophus- son, segir í samtali við Morgunblaðið að meiri áhugi sé nú en áður á byggingu álvers á Norð- urlandi. Tekur Friðrik undir orð iðnaðarráð- herra þessa efnis í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að stórfyrirtæki í álgeiranum hafi haft samband við Landsvirkjun og leitað upplýs- inga, jafnt fyrirtæki sem nú þegar eru í við- skiptum við Landsvirkjun, sem og önnur, sem ekki hafa samið við Landsvirkjun áður. „Það er rétt, að nokkur af stærstu álfyr- irtækjum í heimi hafa borið upp fyrirspurnir um möguleika á að kaupa raforku af Lands- virkjun til álbræðslu,“ segir Friðrik. „Það er sjáanlega meiri áhugi núna en oftast áður,“ bætir hann við. Hann segir engar samninga- viðræður þó vera hafnar. Friðrik segir að hvort tveggja sé um að ræða fyrirtæki sem þegar eru í viðskiptum við Landsvirkjun og önnur sem ekki hafa verið í viðskiptum áður. „Við höfum átt viðræður við nokkra aðila, en einungis hefur verið um kynn- ingarviðræður að ræða. Ljóst er, að áhugi á Ís- landi er talsverður, og þá sérstaklega á bygg- ingu álvers á Norðurlandi,“ útskýrir Friðrik. Ráðist í nokkrar smærri framkvæmdir Hvað varðar orkuöflun segir Friðrik ljóst, að ekki sé neinn álíka möguleiki og Kárahjúka- virkjun fyrir hendi á Norðurlandi. Því myndi orkuöflun vera með þeim hætti, að ráðist yrði í nokkrar smærri framkvæmdir. „Þeir mögu- leikar sem helst hafa verið nefndir eru stækkun Kröflu, virkjun í Bjarnarflagi, svæðið við Þeistareyki, Skjálfandafljót og hugsanlega Skagafjarðarvirkjanir. Það veltur á því hvar á Norðurlandi álverið yrði staðsett,“ segir Frið- rik. Hann segir helst litið til Eyjafjarðar og svæðisins kringum Húsavík sem væntanlegs byggingarsvæðis álvers. „Staðarvalið er fyrst og fremst ákvörðun álfyrirtækisins,“ bætir hann við. Hvað varðar uppbyggingu álbræðslu á Reykjanessvæðinu segir Friðrik að fyrir liggi, að Alcan hafi fengið mat á umhverfisáhrifum til stækkunar álversins í Straumsvík, en engin ákvörðun hafi verið tekin og engar viðræður enn verið um orkukaup vegna þeirrar stækk- unar. Sömuleiðis væri litið til byggingarsvæðis álvers á Keilisnesi, sem verið hefði í um- ræðunni fyrr á árum. „Ef til þeirra fram- kvæmda yrði gripið yrði fyrst og fremst litið til uppbyggingar orkuframleiðslu á Suður- og Vesturlandi. Það myndu verða virkjanir á Þjórsár– og Tungnaársvæðinu, sem þegar hafa verið metnar í umhverfismati, og jarðhitavirkj- anir í nágrenninu, til dæmis á Reykjanesi og á Hellisheiði,“ segir Friðrik. Friðrik segir að lokum, að gera megi ráð fyr- ir að ekki verði um frekari virkjunarfram- kvæmdir í tengslum við stóriðju að ræða fyrr en að lokinni Kárahnjúkavirkjun og stækkun Norðuráls á Grundartanga, þótt hugsanlegur undirbúningur gæti hafist fyrr. Forstjóri Landsvirkjunar segir ýmsar leiðir til orkuöflunar á Norðurlandi Nokkur stærstu álfyrir- tækin hafa spurst fyrir GRÉTAR Rafn Steinsson, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi úr bikarmeist- araliði ÍA, hefur gert tveggja og hálfs árs samning við svissneska liðið Young Boys. Heimasíða ÍA greindi frá þessu í gær. Grétar Rafn mun ljúka keppnistímabilinu með Skagamönn- um en samningur hans við Young Boys tekur gildi frá og með ára- mótum. Tveimur umferðum er lok- ið í svissnesku deildinni og hefur Young Boys unn- ið báða leiki sína. Grétar Rafn var til reynslu hjá svissneska liðinu í maí og í kjölfarið var honum boðinn samningur en þar sem ekki tókust samningar milli ÍA og Young Boys var málinu slegið á frest. Grétar Rafn er 22 ára og gekk til liðs við ÍA frá KS á Siglufirði. Hann hefur verið fastamaður í Skagaliðinu undanfarin ár og hefur leikið 70 leiki í efstu deild fyr- ir félagið og skorað 12 mörk. Grétar á einn A-landsleik að baki, gegn heims- meisturum Brasilíu fyrir tveimur árum þar sem hann skoraði eina mark Íslands í 6:1 tapi. Grétar Rafn semur við Young Boys Grétar Rafn Steinsson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.