Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
„BÖRNUM er mikilvægt að koma fram,
heyra klappað fyrir sér, upplifa virðingu
og hrós. Þau finna að þau eru einhvers
megnug – að þau geta glatt aðra.“ Svo
mælist Þórunni Björnsdóttur, tón-
menntakennara og kórstjóra í Kópavogi,
sem hefur í þrjátíu ár unnið merkilegt
uppeldisstarf í Kársnesskóla.
Ætla má að kórfélagar sem hún hefur
stýrt hlaupi á þúsundum, í ár stýrir hún
tæplega 300 börnum í sex kórum. En
Þórunn, sem hefur ákveðnar skoðanir á
uppeldi barna og unglinga, kannast ekki
við meint agavandamál í röðum unglinga.
„Það er bara einhver klisja. (...) Ung-
lingamenning hérlendis hefur líka breyst
mikið á síðustu árum – og þá meina ég til
batnaðar.“ Og í kórstjórninni fléttar hún
saman aga og gæsku: „Að þau finni
stanslaust að manni þyki vænt um þau,“
segir Þórunn m.a. í Tímariti Morg-
unblaðsins í dag.
Batnandi
unglinga-
menning
Á MEÐAN úðinn frá Seljalandsfossi vökvar jarðveginn á ástin það til að
blómstra hjá þeim sem horfa á. Það er auðvelt að gleyma sér við Selja-
landsfoss enda er hann einn sá sérstæðasti sem finnst hér á landi. Því
dvelja ferðamenn oft lengi við fossinn og hver veit nema að einhvern
tíma hafi bónorð verið borið þar upp, enda fossinn líklegur til að vekja
ástríður í hjörtum áhorfenda.
Morgunblaðið/Ómar
Ástin blómstrar í úðanum
KARLMAÐUR sem gekk um götur Akur-
eyrar, skjótandi úr kraftmiklum veiðiriffli á
föstudagskvöld, var handtekinn eftir umsát-
ursástand við Aðalstræti laust fyrir kl. 23 þá
um kvöldið. Hann skaut hvorki á fólk né
hluti heldur eingöngu upp í loftið, að
minnsta kosti þrem skotum, að sögn lög-
reglunnar á Akureyri, og sakaði engan.
Götum lokað vegna aðgerða lögreglu
Málið hófst klukkan 21.37 þegar tilkynn-
ing barst lögreglu um ferðir mannsins á
opnu svæði vestan Aðalstrætis. Lögreglan
sendi hátt í tíu lögreglumenn á vettvang, að
meðtöldum sérsveitarmönnum ríkislög-
reglustjóra staðsettum á Akureyri. Var set-
ið um manninn í rúmlega klukkustund þar
sem hann hélt sig undir beru lofti vestan
Aðalstrætis. Lögreglan talaði við manninn í
síma og eftir nokkurt samningaþóf gafst
hann upp í lokin. Á þeim tíma hélt hann að
mestu kyrru fyrir og var í sjónfæri, en færði
sig einu sinni úr stað og fylgdu lögreglu-
menn honum þá eftir. Við lögregluaðgerðina
var Aðalstræti, Spítalavegi og Hafnarstræti
lokað. Ekki var margt fólk á ferð á þessum
stöðum á umræddum tíma, að sögn lög-
reglu.
Maðurinn mun hafa átt óuppgerð mál við
annan mann frá því fyrr um daginn og grip-
ið til vopna í framhaldinu og brotist inn í
íbúð við Aðalstræti þar sem hann átti von á
að hitta manninn fyrir. Byssumaðurinn
greip hins vegar í tómt þar og fór hann því
út eftir skamma viðdvöl í húsinu. Maðurinn
er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu
lögreglunnar áður vegna annarra mála, en
ekki alvarlegra. Vegna málsins var beðið
um aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í
Reykjavík en ekki þurfti á henni að halda
þegar til kom og var beiðnin því afturkölluð.
Rifflinum hafði maðurinn stolið úr íbúð á
föstudag. Talið er að hann hafi verið undir
áhrifum fíkniefna. Lögreglan er með málið í
rannsókn og var ekki ljóst í gær hvort kraf-
ist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum.
Skaut úr kraftmiklum veiðiriffli í miðbæ Akureyrar og braust inn í íbúð
Handtekinn eftir
umsátursástand
FORSTJÓRI Landsvirkjunar, Friðrik Sophus-
son, segir í samtali við Morgunblaðið að meiri
áhugi sé nú en áður á byggingu álvers á Norð-
urlandi. Tekur Friðrik undir orð iðnaðarráð-
herra þessa efnis í Morgunblaðinu í gær. Hann
segir að stórfyrirtæki í álgeiranum hafi haft
samband við Landsvirkjun og leitað upplýs-
inga, jafnt fyrirtæki sem nú þegar eru í við-
skiptum við Landsvirkjun, sem og önnur, sem
ekki hafa samið við Landsvirkjun áður.
„Það er rétt, að nokkur af stærstu álfyr-
irtækjum í heimi hafa borið upp fyrirspurnir
um möguleika á að kaupa raforku af Lands-
virkjun til álbræðslu,“ segir Friðrik. „Það er
sjáanlega meiri áhugi núna en oftast áður,“
bætir hann við. Hann segir engar samninga-
viðræður þó vera hafnar.
Friðrik segir að hvort tveggja sé um að ræða
fyrirtæki sem þegar eru í viðskiptum við
Landsvirkjun og önnur sem ekki hafa verið í
viðskiptum áður. „Við höfum átt viðræður við
nokkra aðila, en einungis hefur verið um kynn-
ingarviðræður að ræða. Ljóst er, að áhugi á Ís-
landi er talsverður, og þá sérstaklega á bygg-
ingu álvers á Norðurlandi,“ útskýrir Friðrik.
Ráðist í nokkrar
smærri framkvæmdir
Hvað varðar orkuöflun segir Friðrik ljóst, að
ekki sé neinn álíka möguleiki og Kárahjúka-
virkjun fyrir hendi á Norðurlandi. Því myndi
orkuöflun vera með þeim hætti, að ráðist yrði í
nokkrar smærri framkvæmdir. „Þeir mögu-
leikar sem helst hafa verið nefndir eru stækkun
Kröflu, virkjun í Bjarnarflagi, svæðið við
Þeistareyki, Skjálfandafljót og hugsanlega
Skagafjarðarvirkjanir. Það veltur á því hvar á
Norðurlandi álverið yrði staðsett,“ segir Frið-
rik.
Hann segir helst litið til Eyjafjarðar og
svæðisins kringum Húsavík sem væntanlegs
byggingarsvæðis álvers. „Staðarvalið er fyrst
og fremst ákvörðun álfyrirtækisins,“ bætir
hann við.
Hvað varðar uppbyggingu álbræðslu á
Reykjanessvæðinu segir Friðrik að fyrir liggi,
að Alcan hafi fengið mat á umhverfisáhrifum til
stækkunar álversins í Straumsvík, en engin
ákvörðun hafi verið tekin og engar viðræður
enn verið um orkukaup vegna þeirrar stækk-
unar. Sömuleiðis væri litið til byggingarsvæðis
álvers á Keilisnesi, sem verið hefði í um-
ræðunni fyrr á árum. „Ef til þeirra fram-
kvæmda yrði gripið yrði fyrst og fremst litið til
uppbyggingar orkuframleiðslu á Suður- og
Vesturlandi. Það myndu verða virkjanir á
Þjórsár– og Tungnaársvæðinu, sem þegar hafa
verið metnar í umhverfismati, og jarðhitavirkj-
anir í nágrenninu, til dæmis á Reykjanesi og á
Hellisheiði,“ segir Friðrik.
Friðrik segir að lokum, að gera megi ráð fyr-
ir að ekki verði um frekari virkjunarfram-
kvæmdir í tengslum við stóriðju að ræða fyrr
en að lokinni Kárahnjúkavirkjun og stækkun
Norðuráls á Grundartanga, þótt hugsanlegur
undirbúningur gæti hafist fyrr.
Forstjóri Landsvirkjunar segir ýmsar leiðir til orkuöflunar á Norðurlandi
Nokkur stærstu álfyrir-
tækin hafa spurst fyrir
GRÉTAR Rafn Steinsson, knatt-
spyrnumaðurinn efnilegi úr bikarmeist-
araliði ÍA, hefur gert tveggja og hálfs árs
samning við
svissneska liðið
Young Boys.
Heimasíða ÍA
greindi frá þessu
í gær. Grétar
Rafn mun ljúka
keppnistímabilinu
með Skagamönn-
um en samningur
hans við Young
Boys tekur gildi
frá og með ára-
mótum. Tveimur
umferðum er lok-
ið í svissnesku
deildinni og hefur
Young Boys unn-
ið báða leiki sína.
Grétar Rafn var
til reynslu hjá svissneska liðinu í maí og í
kjölfarið var honum boðinn samningur en
þar sem ekki tókust samningar milli ÍA og
Young Boys var málinu slegið á frest.
Grétar Rafn er 22 ára og gekk til liðs
við ÍA frá KS á Siglufirði. Hann hefur
verið fastamaður í Skagaliðinu undanfarin
ár og hefur leikið 70 leiki í efstu deild fyr-
ir félagið og skorað 12 mörk. Grétar á
einn A-landsleik að baki, gegn heims-
meisturum Brasilíu fyrir tveimur árum
þar sem hann skoraði eina mark Íslands í
6:1 tapi.
Grétar Rafn
semur við
Young Boys
Grétar Rafn Steinsson
♦♦♦