Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 9 O D D I H Ö N N U N L 21 02 Nýtt hjá okkur! Þvottavél, WXL 126SN Ný 6 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1200 sn./mín., orkuflokkur A plús. Frábær kaup! Kynningarverð: 69.800 kr. stgr. Þurrkari, WTXL 2101EU Nýr 6 kg þurrkari með íslensku stjórnborði. Gufuþétting (enginn barki), 9 kerfi. Frábær kaup! Kynningarverð: 64.800 kr. stgr. Afmælisþakkir Innilegar þakkir til vina minna og vandamanna, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttatíu ára afmæli mínu 5. júlí sl. Ragnar Jóhann Lárusson, Borgarholtsbraut 45, Kópavogi. Meðferðaraðilar! Erum með gullfallegt húsnæði á frábærum stað fyrir heilsumiðstöð. Við auglýsum eftir meðferðaraðilum til að taka þátt í stofnun miðstöðvarinnar. Álfdís Axelsdóttir hómopati, sími: 567 4491 og Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari og blómadropaþerapisti, sími: 861 1373. UNDANFARIÐ hefur framgangur lúpínu verið til umræðu í þjóð- félaginu og hafa margir lýst yfir áhyggjum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda á meðan aðrir dásama þessa öflugu landgræðslujurt. Í liðinni viku fóru Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, Benedikt Sigurjónsson, formaður Umhverfismálanefndar Fjarða- byggðar, Guðrún Á. Jónsdóttir, plöntuvistfræðingur á Nátt- úrustofu Austurlands, ásamt fleir- um til að skoða vaxtarstaði sjald- gæfra plantna í fjallinu ofan við Neskaupstað. Meðal tegunda sem skoðaðar voru eru stinnasef og lyngbúi sem báðar eru mjög sjaldgæfar teg- undir. Stinnasef hefur fundist á nokkrum stöðum á Austurlandi og í Strandasýslu á Vestfjörðum en lyngbúinn hefur aðeins fundist á nokkrum stöðum norðarlega á Austfjörðum og er hann friðaður samkvæmt náttúruverndarlögum sökum þess hve sjaldgæfur hann er. Í námunda við vaxtarstaði beggja tegunda vaxa stórar lúp- ínubreiður „sem munu án nokkurs vafa eyðileggja þessa vaxtarstaði lyngbúa og stinnasefs áður en mörg ár verða liðin “ segir Guð- rún Jónsdóttir hjá Náttúrustofu Austurlands. Að hennar mati er ástæða til að kanna hvort sam- bærileg vá steðjar að vaxt- arstöðum sjaldgæfra og friðlýstra tegunda víðar um land og bregð- ast við þar sem hætta er á ferð- um. Öflug landgræðslujurt Á vef Náttúrufræðistofunnar um flóru Íslands segir að lúpínan sé mjög öflug landgræðslujurt, en á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri. Víða á Austfjörðum hefur lúp- ínan verulega sótt í sig veðrið á undanförnum árum og dreift sér ört um fjallshlíðar, sérstaklega í nágrenni þéttbýlisstaða. Lúpínan eirir engu og skríður jafnt yfir ógróna mela sem vel gróna lyng- bolla og stuðlar þannig að teg- undafábreytni á stórum svæðum. Sums staðar hefur lúpínan eyði- lagt vinsæl berjalönd í bæjarland- inu, húsmæðrum og öðrum berja- unnendum til mikillar armæðu. Lúpína ógnar friðlýstum plöntum Lyngbúi á Aust- fjörðum í hættu Neskaupstað. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Áhyggjur: Hjörleifur Guttormsson skoðar vaxtarstað lyngbúa ofan við Neskaupstað. Í baksýn má greina lúpínubreiðu sem er farin að skríða niður í mólendið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Lyngbúi: Plantan er ekki í blóma um þess- ar mundir, en ber fjólublá blóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.