Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.07.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 9 O D D I H Ö N N U N L 21 02 Nýtt hjá okkur! Þvottavél, WXL 126SN Ný 6 kg þvottavél með íslensku stjórnborði. 1200 sn./mín., orkuflokkur A plús. Frábær kaup! Kynningarverð: 69.800 kr. stgr. Þurrkari, WTXL 2101EU Nýr 6 kg þurrkari með íslensku stjórnborði. Gufuþétting (enginn barki), 9 kerfi. Frábær kaup! Kynningarverð: 64.800 kr. stgr. Afmælisþakkir Innilegar þakkir til vina minna og vandamanna, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttatíu ára afmæli mínu 5. júlí sl. Ragnar Jóhann Lárusson, Borgarholtsbraut 45, Kópavogi. Meðferðaraðilar! Erum með gullfallegt húsnæði á frábærum stað fyrir heilsumiðstöð. Við auglýsum eftir meðferðaraðilum til að taka þátt í stofnun miðstöðvarinnar. Álfdís Axelsdóttir hómopati, sími: 567 4491 og Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari og blómadropaþerapisti, sími: 861 1373. UNDANFARIÐ hefur framgangur lúpínu verið til umræðu í þjóð- félaginu og hafa margir lýst yfir áhyggjum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda á meðan aðrir dásama þessa öflugu landgræðslujurt. Í liðinni viku fóru Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, Benedikt Sigurjónsson, formaður Umhverfismálanefndar Fjarða- byggðar, Guðrún Á. Jónsdóttir, plöntuvistfræðingur á Nátt- úrustofu Austurlands, ásamt fleir- um til að skoða vaxtarstaði sjald- gæfra plantna í fjallinu ofan við Neskaupstað. Meðal tegunda sem skoðaðar voru eru stinnasef og lyngbúi sem báðar eru mjög sjaldgæfar teg- undir. Stinnasef hefur fundist á nokkrum stöðum á Austurlandi og í Strandasýslu á Vestfjörðum en lyngbúinn hefur aðeins fundist á nokkrum stöðum norðarlega á Austfjörðum og er hann friðaður samkvæmt náttúruverndarlögum sökum þess hve sjaldgæfur hann er. Í námunda við vaxtarstaði beggja tegunda vaxa stórar lúp- ínubreiður „sem munu án nokkurs vafa eyðileggja þessa vaxtarstaði lyngbúa og stinnasefs áður en mörg ár verða liðin “ segir Guð- rún Jónsdóttir hjá Náttúrustofu Austurlands. Að hennar mati er ástæða til að kanna hvort sam- bærileg vá steðjar að vaxt- arstöðum sjaldgæfra og friðlýstra tegunda víðar um land og bregð- ast við þar sem hætta er á ferð- um. Öflug landgræðslujurt Á vef Náttúrufræðistofunnar um flóru Íslands segir að lúpínan sé mjög öflug landgræðslujurt, en á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri. Víða á Austfjörðum hefur lúp- ínan verulega sótt í sig veðrið á undanförnum árum og dreift sér ört um fjallshlíðar, sérstaklega í nágrenni þéttbýlisstaða. Lúpínan eirir engu og skríður jafnt yfir ógróna mela sem vel gróna lyng- bolla og stuðlar þannig að teg- undafábreytni á stórum svæðum. Sums staðar hefur lúpínan eyði- lagt vinsæl berjalönd í bæjarland- inu, húsmæðrum og öðrum berja- unnendum til mikillar armæðu. Lúpína ógnar friðlýstum plöntum Lyngbúi á Aust- fjörðum í hættu Neskaupstað. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Áhyggjur: Hjörleifur Guttormsson skoðar vaxtarstað lyngbúa ofan við Neskaupstað. Í baksýn má greina lúpínubreiðu sem er farin að skríða niður í mólendið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Lyngbúi: Plantan er ekki í blóma um þess- ar mundir, en ber fjólublá blóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.