Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BYSSUSKOT Á AKUREYRI Karlmaður skaut a.m.k. þremur skotum úr veiðiriffli á Akureyri á föstudagskvöld. Lögreglan og sér- sveitarmenn sátu um hann í rúma klukkustund og hann gafst að lokum upp. Hann greip til vopnsins þar sem hann taldi sig eiga eitthvað sök- ótt við annan mann. Hættulegt hreyfingarleysi Rannsóknir vísindamanna í Hong Kong gefa til kynna að skortur á hreyfingu valdi enn fleiri ótímabær- um dauðsföllum en reykingar, meðal annars vegna þess að hættan á krabbameini eykst ef fólk hreyfir sig ekki nóg. Athugaður var ferill og lífshættir um 24.000 karla og kvenna yfir 35 ára aldri sem létust árið 1998. Í ljós kom að hægt var að rekja dauða um 6.400 þeirra til skorts á líkamsþjálfun en um 5.700 dóu af völdum reykinga. Álver á Norðurlandi? Stærstu álfyrirtæki heims hafa spurst fyrir um möguleika til að kaupa raforku af Landsvirkjun til ál- bræðslu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að mikill áhugi sé fyrir bygg- ingu álvers á Norðurlandi. Jafn- framt séu möguleikar á álbræðslu á Reykjanesi. Fjölgað í friðargæslu Þrír Íslendingar eru við frið- argæslu á Sri Lanka en ákveðið hef- ur verið að fjölga um einn að ósk norska utanríkisráðuneytisins. Eftir fjölgun verða 58 friðargæsluliðar á Sri Lanka. Blóðug borgarastyrjöld geisaði áratugum saman í landinu en þar hefur ríkt ótryggt vopnahlé síð- ustu tvö árin og voru það Norðmenn sem höfðu milligöngu um frið- arsamningana. Vaxtalækkun möguleg Vaxtabreyting á bréfum Íbúða- lánasjóðs mun væntanlega hafa áhrif til vaxtalækkunar almennt í þjóð- félaginu. Um 90% útistandandi hús- og húsnæðisbréfa hefur verið skipt fyrir nýja tegund skuldabréfa. Líflegir geitungar Geitungum og búum þeirra fjölg- ar dag frá degi. Þeir eru mikið á ferðinni og standa vörð um bú sín. Þeir geta þó orðið árásargjarnari eftir miðjan ágúst. Hunangsflugan er aftur á móti meinlaus og er iðin við að bera frjó á milli plantna. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Auðlesið efni 41 Rispur 16 Dagbók 44/46 Sjónspegill 17 Myndasögur 44 Eru þeir að fá’ann 21 Staður og stund 46 Forystugrein 28 Af listum 47 Umræðan 26/33 Menning 47/53 Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53 Bréf 33 Sjónvarp 54/55 Minningar 34/40 Veður 55 Hugvekja 34 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl SIGLFIRÐINGAR voru í hátíðarskapi þegar þeir tóku á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, og eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, á Siglufjarðarflugvelli í gærmorgun. Heimamenn minnast þess um helgina að 100 ár eru liðin frá því síldarævintýri Íslendinga hófst. Siglufjörður varð fljótt að miðstöð síldarútvegs hér á landi og þegar mest var umleikis voru starfræktar allt að 25 sölt- unarstöðvar í bænum og 3–5 bræðsluverksmiðjur. Heilmikil dagskrá er af þessu tilefni á Siglufirði um helgina og er síldarstemningin allsráðandi í bænum. Að lokinni stuttri móttökuathöfn á flug- velli var haldið inn í bæinn. Á Ráðhústorgi var bæjarbúum og gestum þeirra boðið að smakka á síld og öðru góðgæti svo sem vera ber þegar þess er minnst að öld er liðin frá því landsmenn fóru að veiða þessa fisktegund, silfur hafsins eins og síld- in var kölluð í eina tíð. Um hádegisbil tóku for- setahjónin ásamt fjölskyldu Páls Samúelssonar þátt í að opna formlega gönguleið upp kirkju- tröppurnar á Siglufirði, en Páll kostaði gerð hennar til minningar um foreldra sína. Þá var við hæfi að salta síld, slá upp bryggjuballi og dansa við dunandi harmonikkuleik. Fjöldi listamanna tekur þátt í hátíðinni og skemmtikraftar af ýmsu tagi, þar á meðal var norska hjómsveitin Löv- staken sem lék fyrir gesti á Gránupalli í gærdag. Morgunblaðið/Steingrímur Síldarævintýris minnst á Siglufirði RIGOLETTO Verdis verður næsta hlutverk Ólafs Kjartans Sigurð- arsonar barítónsöngvara á óp- erusviðinu og þá í uppsetningu Mid Wales Opera á Bretlandi. Ólafur Kjartan, sem varð fyrsti söngv- arinn til að hljóta fastráðningu hjá Íslensku óperunni, hefur nú sagt skilið við vinnuveitanda sinn í bili en ráðning- arsamningur hans rennur formlega út í næsta mánuði. Í viðtali við Tímarit Morg- unblaðsins í dag segir Ólaf- ur Kjartan frá því að flest verkefni sín hafi hann fengið í gegnum leikstjóra og tónlistar- stjórnendur sem þekkja hann af af- spurn. Titilhlutverkið í Rigoletto hlaut hann hins vegar eftir prufu- söng á vormánuðum. „Það er líka mjög gaman að fá verkefni þann- ig,“ segir Ólafur Kjartan. „Reyndar sagði Jamie Hayes leikstjóri, vinur minn: „Þú hefur ekki einu sinni þurft að syngja, þú ert svo ljótur að þeir hafa ráðið þig á staðnum!“ Ég þarf náttúrlega að syngja krypp- linginn.“ Æfingar á Rigoletto hefjast um miðjan næsta mánuð og í kjölfar þeirra verður lagt upp í nokkuð stranga sýningarför um Bretland sem stendur til 15. nóvember næst- komandi. Ólafur Kjartan mun þó koma heim á því tímabili og syngja Kindertotenlieder eftir Mahler með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í febr- úar á næsta ári verður svo frumsýn- ing á Toscu Puccinis í Íslensku óp- erunni þar sem hann treður upp sem gestasöngvari í hlutverki ill- mennisins Scarpia. Í hlutverki krypplingsins Ólafur Kjartan Sigurðarson ÍSLENSK iðnfyrirtæki eru mörg hver iðin í útflutningi. Þegar talað er um útrásarfyrirtækin koma stórfyr- irtæki helst upp í hugann, en fjölmörg smærri fyrirtæki standa þó einnig í töluvert viðamiklum útflutningi. Eitt þeirra er Samey hf. í Garðabæ sem titlar sig sjálfvirknimiðstöð. Samey er 15 ára gamalt fyrirtæki með 15 manns í vinnu við það m.a. að hanna lausnir fyrir þjarka (róbóta) sem seldir hafa verið til Noregs, Fær- eyja og Svíþjóðar. Að sögn Þorkels Jónssonar, aðaleiganda og forstjóra Sameyjar, hefur fyrirtækið þróast úr því að vera rafmagnstæknifyrirtæki í meira alhliða tæknifyrirtæki. Samey selur heildarlausnir fyrir þjarka sem þýðir að hjá fyrirtækinu eru hönnuð forrit fyrir þjarkana til að vinna eftir, smíðaður búnaður í kringum þá auk þess sem fyrirtækið sér um að setja þá upp og gangsetja. Þjarkar eins og þeir sem Samey vinnur með geta að sögn Þorkels gengið allan sólarhring- inn í tíu ár nánast án viðhalds. Ekki markmið að þenjast út Þorkell segir það ekki sérstakt markmið hjá fyrirtækinu að þenjast út. Á meðan verkefni séu fyrir hendi á einhverju af þeim þremur sviðum sem fyrirtækið starfar á, þ.e. þjarkalausn- um fyrir erlend og íslensk fyrirtæki, sölu á rafmagnsbúnaði og rafverk- töku innanlands, þá snúist hjólin og fyrirtækið gangi vel. Hann segir fyrirtækið hafa einblínt aðallega á Noreg í útrásinni og það gefist vel. Samey hefur selt norskum laxeldisfyrirtækjum þjarkalausnir, en með því að nota þjarka við laxaslátrun er hægt að losa um störf í vinnslunni. Norska laxeldisfyrirtækið Fjord Sea- food fékk Samey til að setja upp þjarka sem hefur það starf að raða kössum með laxi í á bretti og flokka eftir stærð. Fyrir tilkomu þjarkans þurfti fimm manns til að vinna verkið. Að sögn Þorkels fengu mennirnir fimm önnur verkefni innan fyrirtæk- isins, en hann segir að þau störf sem þjarkarnir geti unnið séu jafnan þau sem enginn sér eftir. Fleiri verkefni liggja fyrir í Noregi og Þorkell segir fyrirtækið einnig hafa verið að líta til Skotlands. Þá hafi hann kynnt sér laxaslátrun í Chile en hann segir að þar séu tækifæri til að flytja út þjarkalausnir. Samey hefur tekið að sér ýmis verkefni hér innanlands og mun á næstunni setja upp annan þjarkann fyrir Mjólkurbú Flóamanna sem hef- ur það starf að pakka skyri og jógúrt í bakka. Að sögn Þorkels hefur Samey þó ekki sóst sérstaklega eftir stærstu verkefnunum innanlands, eins og hann orðar það og á við t.d. Kára- hnjúka. Það borgi sig einfaldlega ekki fyrir svo smátt fyrirtæki að hafa allan mannskapinn á einum stað í langan tíma. Ætla að auka sjálfvirkni saltfiskvinnslu í Noregi Maritech í Noregi er umboðsaðili fyrir Samey þar í landi. Fyrirtækin tvö í samvinnu við Marel takast á næstunni á við verkefni sem miðast að því að gera saltfiskverkun í Noregi sjálfvirkari. Þjarkar eins og þeir sem Samey flytur inn frá Japan, forritar á ákveð- inn hátt og setur svo upp gagnast við ýmiss konar framleiðslu og er ætlað að auka framleiðni. Það segir Þorkell þó oft erfitt í íslenskum iðnaði, t.d. matvælaiðnaði, því framleiðslan sé einungis í gangi brot úr sólarhring og fjárfesting í sjálfvirkni nýtist því ekki eins vel og í stórum erlendum verk- smiðjum þar sem þjarkarnir geti ver- ið í gangi allan sólarhringinn. Hann segist þó telja að íslenskur iðnaður þurfi í auknum mæli að huga að sjálf- virkni, eigi hann að standast sam- keppni. Þjarkar til Noregs Morgunblaðið/Jim Smart Þorkell Jónsson, forstjóri Sameyjar, við einn af minni þjörkunum sem fyr- irtækið flytur inn frá Japan og selur m.a. til notkunar í laxaslátrun í Noregi. Smáfyrirtækin gera það ekki síð- ur gott í útflutn- ingi en þau stærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.