Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 25.07.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BYSSUSKOT Á AKUREYRI Karlmaður skaut a.m.k. þremur skotum úr veiðiriffli á Akureyri á föstudagskvöld. Lögreglan og sér- sveitarmenn sátu um hann í rúma klukkustund og hann gafst að lokum upp. Hann greip til vopnsins þar sem hann taldi sig eiga eitthvað sök- ótt við annan mann. Hættulegt hreyfingarleysi Rannsóknir vísindamanna í Hong Kong gefa til kynna að skortur á hreyfingu valdi enn fleiri ótímabær- um dauðsföllum en reykingar, meðal annars vegna þess að hættan á krabbameini eykst ef fólk hreyfir sig ekki nóg. Athugaður var ferill og lífshættir um 24.000 karla og kvenna yfir 35 ára aldri sem létust árið 1998. Í ljós kom að hægt var að rekja dauða um 6.400 þeirra til skorts á líkamsþjálfun en um 5.700 dóu af völdum reykinga. Álver á Norðurlandi? Stærstu álfyrirtæki heims hafa spurst fyrir um möguleika til að kaupa raforku af Landsvirkjun til ál- bræðslu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að mikill áhugi sé fyrir bygg- ingu álvers á Norðurlandi. Jafn- framt séu möguleikar á álbræðslu á Reykjanesi. Fjölgað í friðargæslu Þrír Íslendingar eru við frið- argæslu á Sri Lanka en ákveðið hef- ur verið að fjölga um einn að ósk norska utanríkisráðuneytisins. Eftir fjölgun verða 58 friðargæsluliðar á Sri Lanka. Blóðug borgarastyrjöld geisaði áratugum saman í landinu en þar hefur ríkt ótryggt vopnahlé síð- ustu tvö árin og voru það Norðmenn sem höfðu milligöngu um frið- arsamningana. Vaxtalækkun möguleg Vaxtabreyting á bréfum Íbúða- lánasjóðs mun væntanlega hafa áhrif til vaxtalækkunar almennt í þjóð- félaginu. Um 90% útistandandi hús- og húsnæðisbréfa hefur verið skipt fyrir nýja tegund skuldabréfa. Líflegir geitungar Geitungum og búum þeirra fjölg- ar dag frá degi. Þeir eru mikið á ferðinni og standa vörð um bú sín. Þeir geta þó orðið árásargjarnari eftir miðjan ágúst. Hunangsflugan er aftur á móti meinlaus og er iðin við að bera frjó á milli plantna. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Auðlesið efni 41 Rispur 16 Dagbók 44/46 Sjónspegill 17 Myndasögur 44 Eru þeir að fá’ann 21 Staður og stund 46 Forystugrein 28 Af listum 47 Umræðan 26/33 Menning 47/53 Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53 Bréf 33 Sjónvarp 54/55 Minningar 34/40 Veður 55 Hugvekja 34 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl SIGLFIRÐINGAR voru í hátíðarskapi þegar þeir tóku á móti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, og eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, á Siglufjarðarflugvelli í gærmorgun. Heimamenn minnast þess um helgina að 100 ár eru liðin frá því síldarævintýri Íslendinga hófst. Siglufjörður varð fljótt að miðstöð síldarútvegs hér á landi og þegar mest var umleikis voru starfræktar allt að 25 sölt- unarstöðvar í bænum og 3–5 bræðsluverksmiðjur. Heilmikil dagskrá er af þessu tilefni á Siglufirði um helgina og er síldarstemningin allsráðandi í bænum. Að lokinni stuttri móttökuathöfn á flug- velli var haldið inn í bæinn. Á Ráðhústorgi var bæjarbúum og gestum þeirra boðið að smakka á síld og öðru góðgæti svo sem vera ber þegar þess er minnst að öld er liðin frá því landsmenn fóru að veiða þessa fisktegund, silfur hafsins eins og síld- in var kölluð í eina tíð. Um hádegisbil tóku for- setahjónin ásamt fjölskyldu Páls Samúelssonar þátt í að opna formlega gönguleið upp kirkju- tröppurnar á Siglufirði, en Páll kostaði gerð hennar til minningar um foreldra sína. Þá var við hæfi að salta síld, slá upp bryggjuballi og dansa við dunandi harmonikkuleik. Fjöldi listamanna tekur þátt í hátíðinni og skemmtikraftar af ýmsu tagi, þar á meðal var norska hjómsveitin Löv- staken sem lék fyrir gesti á Gránupalli í gærdag. Morgunblaðið/Steingrímur Síldarævintýris minnst á Siglufirði RIGOLETTO Verdis verður næsta hlutverk Ólafs Kjartans Sigurð- arsonar barítónsöngvara á óp- erusviðinu og þá í uppsetningu Mid Wales Opera á Bretlandi. Ólafur Kjartan, sem varð fyrsti söngv- arinn til að hljóta fastráðningu hjá Íslensku óperunni, hefur nú sagt skilið við vinnuveitanda sinn í bili en ráðning- arsamningur hans rennur formlega út í næsta mánuði. Í viðtali við Tímarit Morg- unblaðsins í dag segir Ólaf- ur Kjartan frá því að flest verkefni sín hafi hann fengið í gegnum leikstjóra og tónlistar- stjórnendur sem þekkja hann af af- spurn. Titilhlutverkið í Rigoletto hlaut hann hins vegar eftir prufu- söng á vormánuðum. „Það er líka mjög gaman að fá verkefni þann- ig,“ segir Ólafur Kjartan. „Reyndar sagði Jamie Hayes leikstjóri, vinur minn: „Þú hefur ekki einu sinni þurft að syngja, þú ert svo ljótur að þeir hafa ráðið þig á staðnum!“ Ég þarf náttúrlega að syngja krypp- linginn.“ Æfingar á Rigoletto hefjast um miðjan næsta mánuð og í kjölfar þeirra verður lagt upp í nokkuð stranga sýningarför um Bretland sem stendur til 15. nóvember næst- komandi. Ólafur Kjartan mun þó koma heim á því tímabili og syngja Kindertotenlieder eftir Mahler með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í febr- úar á næsta ári verður svo frumsýn- ing á Toscu Puccinis í Íslensku óp- erunni þar sem hann treður upp sem gestasöngvari í hlutverki ill- mennisins Scarpia. Í hlutverki krypplingsins Ólafur Kjartan Sigurðarson ÍSLENSK iðnfyrirtæki eru mörg hver iðin í útflutningi. Þegar talað er um útrásarfyrirtækin koma stórfyr- irtæki helst upp í hugann, en fjölmörg smærri fyrirtæki standa þó einnig í töluvert viðamiklum útflutningi. Eitt þeirra er Samey hf. í Garðabæ sem titlar sig sjálfvirknimiðstöð. Samey er 15 ára gamalt fyrirtæki með 15 manns í vinnu við það m.a. að hanna lausnir fyrir þjarka (róbóta) sem seldir hafa verið til Noregs, Fær- eyja og Svíþjóðar. Að sögn Þorkels Jónssonar, aðaleiganda og forstjóra Sameyjar, hefur fyrirtækið þróast úr því að vera rafmagnstæknifyrirtæki í meira alhliða tæknifyrirtæki. Samey selur heildarlausnir fyrir þjarka sem þýðir að hjá fyrirtækinu eru hönnuð forrit fyrir þjarkana til að vinna eftir, smíðaður búnaður í kringum þá auk þess sem fyrirtækið sér um að setja þá upp og gangsetja. Þjarkar eins og þeir sem Samey vinnur með geta að sögn Þorkels gengið allan sólarhring- inn í tíu ár nánast án viðhalds. Ekki markmið að þenjast út Þorkell segir það ekki sérstakt markmið hjá fyrirtækinu að þenjast út. Á meðan verkefni séu fyrir hendi á einhverju af þeim þremur sviðum sem fyrirtækið starfar á, þ.e. þjarkalausn- um fyrir erlend og íslensk fyrirtæki, sölu á rafmagnsbúnaði og rafverk- töku innanlands, þá snúist hjólin og fyrirtækið gangi vel. Hann segir fyrirtækið hafa einblínt aðallega á Noreg í útrásinni og það gefist vel. Samey hefur selt norskum laxeldisfyrirtækjum þjarkalausnir, en með því að nota þjarka við laxaslátrun er hægt að losa um störf í vinnslunni. Norska laxeldisfyrirtækið Fjord Sea- food fékk Samey til að setja upp þjarka sem hefur það starf að raða kössum með laxi í á bretti og flokka eftir stærð. Fyrir tilkomu þjarkans þurfti fimm manns til að vinna verkið. Að sögn Þorkels fengu mennirnir fimm önnur verkefni innan fyrirtæk- isins, en hann segir að þau störf sem þjarkarnir geti unnið séu jafnan þau sem enginn sér eftir. Fleiri verkefni liggja fyrir í Noregi og Þorkell segir fyrirtækið einnig hafa verið að líta til Skotlands. Þá hafi hann kynnt sér laxaslátrun í Chile en hann segir að þar séu tækifæri til að flytja út þjarkalausnir. Samey hefur tekið að sér ýmis verkefni hér innanlands og mun á næstunni setja upp annan þjarkann fyrir Mjólkurbú Flóamanna sem hef- ur það starf að pakka skyri og jógúrt í bakka. Að sögn Þorkels hefur Samey þó ekki sóst sérstaklega eftir stærstu verkefnunum innanlands, eins og hann orðar það og á við t.d. Kára- hnjúka. Það borgi sig einfaldlega ekki fyrir svo smátt fyrirtæki að hafa allan mannskapinn á einum stað í langan tíma. Ætla að auka sjálfvirkni saltfiskvinnslu í Noregi Maritech í Noregi er umboðsaðili fyrir Samey þar í landi. Fyrirtækin tvö í samvinnu við Marel takast á næstunni á við verkefni sem miðast að því að gera saltfiskverkun í Noregi sjálfvirkari. Þjarkar eins og þeir sem Samey flytur inn frá Japan, forritar á ákveð- inn hátt og setur svo upp gagnast við ýmiss konar framleiðslu og er ætlað að auka framleiðni. Það segir Þorkell þó oft erfitt í íslenskum iðnaði, t.d. matvælaiðnaði, því framleiðslan sé einungis í gangi brot úr sólarhring og fjárfesting í sjálfvirkni nýtist því ekki eins vel og í stórum erlendum verk- smiðjum þar sem þjarkarnir geti ver- ið í gangi allan sólarhringinn. Hann segist þó telja að íslenskur iðnaður þurfi í auknum mæli að huga að sjálf- virkni, eigi hann að standast sam- keppni. Þjarkar til Noregs Morgunblaðið/Jim Smart Þorkell Jónsson, forstjóri Sameyjar, við einn af minni þjörkunum sem fyr- irtækið flytur inn frá Japan og selur m.a. til notkunar í laxaslátrun í Noregi. Smáfyrirtækin gera það ekki síð- ur gott í útflutn- ingi en þau stærri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.