Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Langar hvatningarræður ogótal blöðrur og bréfasnifsisem dreift er yfir þúsundirfagnandi gesta er þaðfyrsta sem mörgum dettur
í hug þegar minnst er á flokksþing
stjórnmálaflokkanna í Bandaríkjun-
um. Nú orðið ríkir sjaldnast mikil
spenna í kringum það hver verður út-
nefndur forsetaframbjóðandi og það á
við nú. Löngu er orðið ljóst að öld-
ungadeildarþingmaðurinn John F.
Kerry, sem sigraði í forkosningum
demókrata fyrr á árinu, er sá sem
mun bjóða sitjandi forseta, George W.
Bush, birginn í haust. Öldungadeild-
arþingmaðurinn John Edwards verð-
ur útnefndur varaforseti.
Þingið mun að miklu leyti snúast
um að kynna persónu Kerrys. Ekki er
vanþörf á, ef marka má nýlega skoð-
anakönnun sem sagt er frá í breska
tímaritinu The Economist, því þrátt
fyrir að hafa fengið gríðarlega um-
fjöllun í fjölmiðlum og hafa tekist að
safna meira fé til kosningabaráttunn-
ar en dæmi eru um hjá demókrötum
telur helmingur Bandaríkjamanna
sig ekki hafa hugmynd um hvernig
manneskja Kerry er eða hvað hann
stendur fyrir. „Kerry er núna dular-
fulli maðurinn,“ segir Allan Licht-
man, sagnfræðingur við Bandaríska
háskólann í Washingtonborg.
„Hann verður að koma fyrir sem
virkilega spennandi frambjóðandi og
sýna að hann sé í raun öðruvísi kost-
ur, ekki eins og Bush,“ segir Licht-
man. „Það er mikil andstaða við Bush
núna en Kerry á enn eftir að nýta sér
það. Hann getur ekki nýtt sér það ein-
ungis með því að veitast að Bush.“
Undir risastórum borða með slag-
orðinu „Sterkari heima fyrir, virt af
umheiminum“ mun fjöldi ræðumanna
lofa Kerry og Edwards, þar á meðal
Bill Clinton, fyrrverandi forseti, Ted
Kennedy, öldungadeildarþingmaður
frá Massachusetts, Ron Reagan, son-
ur Ronalds Reagans heitins, fyrrver-
andi forseta og repúblikana, og Ter-
esa Heinz, eiginkona Kerrys.
Holræsaopum lokað og
póstkassar fjarlægðir
Um 35.000 flokksmenn, auk blaða-
manna og gesta, koma saman í Fleet-
höllinni í Boston á mánudag þegar
þingið hefst en það stendur í fjóra
daga. Öryggisgæsla verður meiri en
áður hefur sést en þetta er fyrsti
landsfundur stjórnmálaflokks eftir
hryðjuverkaárásirnar 11. september
2001. Heimavarnarráðuneytið varaði
nýlega við því að hryðjuverkasamtök-
in al-Qaeda ætluðu sér hugsanlega að
trufla forsetakosningarnar. Hefur
verið bent á að landsþing demókrata
og repúblikana gætu verið skotmörk.
Boston hefur verið breytt í víggirt
borgarvirki. Umferð um 65 km lang-
an veg sem liggur að Fleet-höllinni
hefur verið bönnuð, holræsaopum
verið lokað og allir póstkassar, rusla-
tunnur og dagblaðasjálfsalar, sem
hugsanlega væri hægt að koma
sprengjum fyrir í, fjarlægðir. Sveitir
á vegum lögreglunnar og strandgæsl-
unnar munu fara um höfnina í Boston
til að gæta þess að hryðjuverkamenn
komi ekki sjóleiðina til lands eða
smygli vopnum þá leið.
Flokksþing eru miklar glyssýning-
ar. Um 500 kílóum af mislitum papp-
írsögnum og 100 þúsund blöðrum
verður sleppt yfir fagnandi fundar-
gesti. Talið er þingið kosti rúma 6,7
milljarða íslenskra króna.
Fjöldi frægs fólks úr skemmtana-
bransanum mun láta sjá sig á þinginu.
Sumir eru harðir stuðningsmenn og
flytja lofræður um frambjóðendurna,
aðrir mæta bara til að ljá samkom-
unni glæsileika. Mikilvægt er að
stjörnur mæti á þingið því þær beina
athygli að því og frægð þeirra hjálpar
til við að afla fé í kosningasjóði.
„Nærvera stjarnanna gerir Kerry
meira spennandi. Sérstaklega í aug-
um unga fólksins, og fólks sem finnst
hann of gáfumannslegur og ein-
strengingslegur,“ segir Bruce Caine,
prófessor í stjórnmálafræði við Kali-
forníu-háskóla í Berkeley.
Á meðal stjarna sem hyggjast láta
sjá sig eru Bianca Jagger, Óskars-
verðlaunahafinn Chris Cooper, leik-
ararnir Sean Astin, Christina Ricci,
Ellen Burstyn og Janeane Garofalo,
hljómsveitin Red Hot Chili Peppers
og kvikmyndaframleiðandinn Harvey
Weinstein. „Það er verið að reyna að
næla í unga fólkið. Stjörnur sem unga
fólkið lítur upp til eru fengnar til að
sýna að þær hafi áhuga á stjórnmál-
um,“ útskýrir Caine.
Annað sem líklega á að höfða líka til
unga fólksins er að um yfir þrjátíu
bloggurum, þ.e. fólki sem skráir hug-
leiðingar sínar og helstu tíðindi á net-
síður, verður veittur aðgangur að
flokksþingi. Verður þetta í fyrsta
skipti sem bloggarar fá aðgang að
flokksþingum stjórnmálaflokka eins
og um blaðamenn væri að ræða.
Meðlimir grasrótarsamtaka munu
flestir sitja heima, þeir ætla frekar að
eyða kröftum sínum í mótmæli á
flokksþingi repúblikana sem haldið
verður í New York eftir mánuð.
Edwards með bleyju þegar
Kerry var í Víetnam?
Kerry þykir að mörgu leyti þver-
sagnakennd persóna, og hann er ým-
ist sagður hrokafullur eða hógvær.
Hann er stríðshetja frá Víetnam sem
hóf að mótmæla stríðinu harkalega,
persónulega segist hann vera á móti
hjónaböndum samkynhneigðra en þó
styður hann lögleiðingu þeirra í ein-
stökum ríkjum.
Kerry þótti ekki sérlega vænlegur
frambjóðandi framan af. Hann var
(og reyndar er) gagnrýndur fyrir að
vera þurr, gáfumannslegur og gam-
aldags yfirstéttarmaður. Í nóvember í
fyrra ákvað hann skyndilega að ráða
Mary Beth Cahill, ráðgjafa öldunga-
deildarþingmannsins Teds Kenne-
dys, sem kosningastjóra í stað þess
sem hann hafði áður. Hann breytti
allt í einu um stíl, fór að einbeita sér
að því að nota einfaldar grípandi setn-
ingar sem lýst gætu stefnumálum
hans á skýran hátt, í stað þess að nota
langar, ómarkvissar setningar eins og
hann hafði áður gert.
Stundum fengu keppinautar hans í
forkosningum demókrata að kenna á
beittum athugasemdum hins nýja
Kerrys, þar á meðal Edwards. „Ég
veit ekki hvort John Edwards var
hættur að nota bleyjur þegar ég kom
heim úr Víetnamstríðinu 1969,“ sagði
hann eitt sinn um manninn sem hann
átti síðar eftir að velja sem varafor-
setaefni sitt. Repúblikanar hafa ein-
mitt haldið þessari athugasemd mjög
á lofti undanfarið og hamrað á því að
Edwards sé of ungur og óreyndur til
að vera næstur forsetanum. Edwards
er átta árum yngri en hinn sextugi
Kerry en virðist mun yngri.
Kerry var ekki spáð góðu gengi í
forkosningum demókrata. Rétt áður
en þær hófust benti flest til að How-
ard Dean myndi vinna auk þess sem
Wesley Clark, fyrrverandi hershöfð-
ingi, og hinn ungi og myndarlegi
Edwards fengu mesta athygli. Hinn
nýi Kerry sigraði þó í fyrstu forkosn-
ingunum í Iowa og fljótlega varð ljóst
að enginn hinna ætti möguleika gegn
honum.
Edwards, sem veitti Kerry hvað
harðasta keppni í forkosningunum,
þykir lífga upp á framboðið. Hann er
andstæða Kerrys að því leyti að hann
þykir opinn og heillandi ræðumaður.
Hann þykir eiga auðveldara með að
höfða til lágstéttanna en Kerry.
Kerry hefur hins vegar fengið dæmi-
gert hástéttaruppeldi, er kominn af
efnuðu fólki og var sendur í einka-
skóla í Sviss á æskuárunum.
Teresa Heinz, eiginkona Kerrys og
erfingi Heinz-tómatsósuveldisins,
þykir einnig styrkja framboðið. Ted
Kennedy hefur kallað hana „leyni-
vopn demókrata“ í kosningunum.
Hún þykir opin og hress og liggur
ekki á skoðunum sínum, sértaklega
þegar Bush er annars vegar.
Fylgið eykst eftir flokksþing
Tilgangurinn með þinginu, auk
þess að tilnefna forsetaframbjóðend-
ur, er fyrst og fremst að þjappa
flokksmönnum saman fyrir kosning-
arnar og kynna frambjóðandann og
stefnumálin. Sagan sýnir að fylgi við
demókrata mun aukast eftir flokks-
þingið en síðustu tíu forsetakosninga-
ár hefur stuðningur kjósenda aukist
um að meðaltali 6% eftir flokksþing.
Eftir þing demókrata árið 1992 jókst
fylgi við Bill Clinton, þáverandi for-
setaframbjóðanda, um heil 16%.
!"#$% "&
" !"!
! ! #
$ %& $"%#
$"% #
$
' # # ! $ !*
%
!
! ! #
$ $ $"%#+ ,
- *
!"" )
, $ !*
&' '
- !
(
)!"!
. / -
! $ (
!
0 122
,3( 4 .056 --
66 .2 6032 7 6
8 $" !"" : ! !; &!!
/ <==> ?@+@@@ + 4 !! # "A * !!
B+C>? ! + , + -
D#
#'$(
)# *
(.&&,/0..-!1
(
##' #&* " +, "-.+#$/0'" #*)# # ". $''&#"
12 32
45 12
67""'45
6 "8# )# *9%#"$
:
; )'""< &; )'=#"$
B "#
>29?'& "0#")# #..
& * @@# $,* $-'#A
$ ) &$#' &#
"#/+B*' "$$-*#'
) $0" $''%C
..$?'&' ' ?"
$#* $#8# *D""<
3!4!!3!&' '
! !*
!5'!
*!
!
!6*
!"!
77*!"! 7
!
)!'* !
*!
!"!
!!*7' Veginn og metinn
AP
John F. Kerry er sextugur en vel á sig kominn. Hér sýnir hann færni sína í Nan-
tucket-höfn í Massachusetts í vikunni á svonefndum drekasjóskíðum en þá er
íþróttamaðurinn dreginn áfram af lítilli fallhlíf. Forsetaframbjóðandinn tók sér
stutt frí frá mikilvægu verkefni: hann var að semja ræðuna sem hann mun flytja
þegar hann tekur formlega við tilnefningu Demókrataflokksins á þinginu í Boston.
John F. Kerry verður í sviðs-
ljósinu á flokksþingi demó-
krata sem hefst í Boston á
morgun en þar verður hann
formlega útnefndur forseta-
frambjóðandi Demókrata-
flokksins. Fjöldi Holly-
wood-stjarna ætlar að mæta
á samkomuna en grasrót-
arhreyfingarnar sitja heima.
bryndis@mbl.is
’Við getum gert betur.‘John Kerry, forsetaframbjóðandi demó-
krata í Bandaríkjunum, hét því á fimmtu-
dag að koma á viðamiklum umbótum í ör-
yggismálum yrði hann kjörinn forseti.
Þingnefnd sem rannsakaði hryðjuverkin
11. september 2001 skilaði lokaskýrslu
sinni á fimmtudag, þar sem fullyrt er að
bandarískar öryggisstofnanir hafi sofið á
verðinum.
’Allir ættu að viðurkenna aðkoma þarf á lögum og reglu,
einnig þurfa menn að hafa betri
stjórn á sér og huga að framtíð-
arsýn.‘Javier Solana, talsmaður Evrópusam-
bandsins í utanríkismálum, hvatti Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að tak-
marka ekki valdsvið Ahmeds Qorei, for-
sætisráðherra heimastjórnarinnar. Um
tíma í vikunni leit út fyrir að sá síðarnefndi
myndi láta af embætti.
’Ég finn fyrir miklum samhljómihjá flestum flokkum um að það sé
ástæða til að huga að endur-
skoðun ákvæða stjórnarskrár-
innar.‘Bjarni Benediktsson, formaður allsherj-
arnefndar alþingis. Í áliti sem meirihluti
nefndarinnar lagði fram á þriðjudag er lagt
til að hið fyrsta verði komið á fót nefnd með
fulltrúum allra stjórnmálaflokka til að end-
urskoða stjórnarskrána og einkum kafla
þar sem greinina um synjunarvald forseta
er að finna.
’Mér finnst eins og alltaf sé veriðað hegna manni fyrir að vera
óvinnufær þegn því ekki bað ég
um að verða fyrir árás og verða
rænd framtíð minni og frelsi.‘Guðrún Jóna Jónsdóttir, 26 ára öryrki, í
bréfi til Velvakanda Morgunblaðsins á
þriðjudag, þar sem hún vekur athygli á
hversu dýrt það er fyrir fatlaða að ferðast.
’Ég er hæstánægður og það ermikill léttir að vera búinn að
ganga frá málunum.‘Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði
í knattspyrnu, sem framlengdi á þriðjudag
samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið
Chelsea um fjögur ár.
’Ég tel sjálfur að þessi nið-urstaða gæti verið grundvöllur
sáttagerðar um málið, þó því að-
eins að stjórnarandstaðan komi
að því í gegnum fjölmiðlanefnd.‘Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, um lyktir fjölmiðlamálsins.
’Við Halldór erum alveg sam-stiga í málinu.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra um
ákvörðun forystumanna stjórnarflokkanna
á mánudag um að draga fjölmiðlafrum-
varpið til baka og afturkalla lögin um eign-
arhald á fjölmiðlum.
’Við vissum alltaf af því að þaðværi möguleiki á því að önnur eða
báðar myndu deyja á meðgöng-
unni.‘Lilja Dögg Schram Magnúsdóttir, móðir
tvíburasystra sem komu heilbrigðar í heim-
inn fyrir skömmu. Æðakerfi þeirra voru að-
skilin með leysigeislaaðgerð á belgísku
sjúkrahúsi um miðja meðgönguna, eftir að
móðirin fékk sjúkdóm í fylgju.
’Ég veit að ég get stokkiðhærra.‘Þórey Edda Elísdóttir, afrekskona í stang-
arstökki, eftir að hún bætti Íslands- og
Norðurlandamet sitt um 6 cm í keppni í
Madríd um liðna helgi.
’Við horfum upp á útbreiðslutaumlauss gyðingahaturs í
Frakklandi.‘Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
hvatti alla gyðinga í Frakklandi til að flytj-
ast til Ísraels á fundi með frammámönnum
bandarískra gyðinga í Jerúsalem sl. sunnu-
dag. Ummælin vöktu takmarkaða hrifningu
meðal franskra ráðamanna.
Ummæli vikunnar
Atkvæði voru greidd um fjölmiðla-
frumvarpið með handauppréttingu
á fimmtudag, þar sem venjubundin
rafræn atkvæðagreiðsla var ekki
möguleg vegna framkvæmda í Al-
þingishúsinu.