Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 43 Volvo S60 árg. '04, ek. 9.500 km. Leður og ýmis aukabúnaður. Ein- nig í boði yfirtaka á einkaleigu ca. 60 þús. Boðið upp á 4 mánuði fría. Öll þjónusta innifalin. Laus 5. ágúst. Sími 856 6958. Savage MT-2 og Rush Evo trukkar ásamt vara- og aukahlut- um. HPI á Íslandi. Tómstundarhúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundarhusid.is Mercury Cougar XR7 árg. '94. Vínrauður 2ja dyra, 8 cyl. 4,6 L, ssk., ek. 177 þús mílur. Kraftmikill bíll í toppstandi. Verð 450 þús. S. 660 2342. Grand Cherokee árg. '01. Vél 4.7, sóllúga, leður, rafmagn í öllu, 17" felgur. Ek. 6000 mílur á vél. Verð 3 millj. Uppl. í s. 899 8922. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Driver.is Öku- og bifhjólakennsla, aksturs- mat. Subaru Legacy, árg. 2004. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Hjólhýsi Hobby Prestige 545 Tl. Árg. '90, Breidd 2,2 m, lengd 7,0 m. For- tjald, ísskápur, vatnssalerni, vaskur, miðstöð, sérsvefnher- bergi, mjög vel viðhaldið. Uppl. í símum 554 1666 og 898 8103. Speglar fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Verð kr. 1.650 kr. GS varahlutir, Bíldshöfða, sími 567 6744. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru Tangarhöfða 2 S 587 5058, 587 8061 894 8818 Toyota Rav 2000, 06.2003. Sjálf- skiptur með lúgu. Ek. 21.700 km. Verð 2.750 þús. kr. Uppl. í síma 899 8922. Toyota Corolla árg. '96, ekinn 132 þús. km. Listaverð 440 þús., 380 þús. stgr. Uppl. í símum 865 0691 og 557 6365. Til sölu Toyota 4Runner, árg. '90, ek. 230 þús. km. Góður jeppi í ferðalögin, veiðina eða hrossin. Verð aðeins 290 þúsund. Upplýs- ingar hjá bílasölunni Bílfangi, Malarhöfða 2, sími 567 2000. Til sölu Porche 911, Carrera 2, árg. '93. Ekinn 102 þús. km. Verð 3,9 millj. Einstaklega vel með far- inn bíll. Uppl. í s. 856 6958. BLEYTA er versti óvinur útivistar- manna og skiptir því miklu máli að halda sér þurrum í gönguferðum í óbyggðum að mati Jóns Gauta Jóns- sonar, fjallaleiðsögumanns og höf- undar nýrrar bókar um ferðalög, Gengið um óbyggðir, þar sem fjallað er ítarlega um hvernig á að búa sig til gönguferða. Segir þar m.a. að til að varast að blotna vegna rigningar eða svita þurfi að fara tímanlega í regn- heldan skjólfatnað, fækka fötum ef hlýtt er í veðri, setja upp hettu og setja skálmar vel yfir skó. Dæmi eru um alvarleg slys og jafnvel banaslys á undanförnum ára- tugum sem rekja má til vosbúðar og ofkælingar. Eitt versta slys sem orð- ið hefur á fjöllum hérlendis átti sér stað á hvítasunnu 1970 á Fimm- vörðuhálsi þegar þrír göngumenn urðu úti vegna vosbúðar. Í byrjun ní- unda áratugarins urðu einnig tveir piltar úti í hlíðum Kerlingar í Eyja- firði. Með réttum undirbúningi og bún- aði má hins vegar minnka mjög slysahættu á fjöllum og nefnir Jón Gauti nokkur atriði sem vert er að hafa í huga við undirbúning göngu- ferða. Menn ofmeti ekki eigin getu „Það er mikilvægt að velja við- fangsefni eftir getu og vera í hæfi- legri þjálfun,“ segir Jón Gauti. Hann áréttar að ekki þurfi allir að vera í feiknaformi til að fara á fjöll en varar fólk við því að ofmeta eigin getu. Til fjalla er gjarnan hvassara og kaldara en í byggð auk þess sem þar rignir meira og verður því að velja fatnað af kostgæfni. „Bómull og gallabuxur eru ekki rétti fatnaðurinn fyrir fjallaferðir, heldur er mikilvægt að velja lagskiptan fatnað, þ.e. tvær þunnar peysur í stað einnar þykkrar. Með því getur maður stjórnað hita- stiginu betur með því að klæða sig í og úr. Nærfatnaður úr ull eða sam- bærilegum efnum er bráðnauðsyn- legur og sömuleiðis skjólgóður og regnheldur fatnaður yst að ógleymd- um góðum skófatnaði.“ Ef göngufólk hyggur á skálagist- ingu er öryggi að varpoka utan um svefnpoka sem veitt getur vernd ef óveður skellur á áður en fólk kemst í skálann. Mikilvægt að afla sér upplýsinga um svæðið Við undirbúning ferðar er mikil- vægt að afla sér upplýsinga um við- komandi svæði með því að tala við staðkunnuga, lesa sér til eða tala við ferðamenn sem hafa verið á svæðinu. Fylgjast þarf með veðurlýsingum fyrir svæðið nokkrum dögum fyrir brottför og hlusta á veðurspá fyrir sjálfa ferðadagana og skrifa ferða- áætlun. Þar þarf að koma fram lengd ferðar, hvert skal haldið og hvaðan. Einnig þarf að skrifa niður um hvers konar ferð er að ræða með hverskon- ar búnaði til að leitarmenn geti gert sér grein fyrir yfirferð göngufólks- ins. Merkja þarf leiðina á kort þar sem fram kemur skipting dagleiða og áætlaðir náttstaðir. Einnig þarf að skrifa hvaða fjarskipti eru með í för; gervihnattasími, GSM, NMT eða tal- stöð og þá hvaða kall- og hlustunar- tíma er um að ræða. „Einnig er mjög mikilvægt að í ferðaáætlun komi fram varaferðaáætlun þar sem getið er viðbragða við óvæntum aðstæðum s.s. ófærum ám og svo framvegis.“ Ferðaáætlun þarf að skilja eftir í bænum hjá aðstandendum en líka má skilja hana eftir hjá Tilkynninga- þjónustu ferðamanna hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu. Orkurík næring er hverjum göngumanni nauðsynleg og segir Jón Gauti að yfir daginn sé gott að borða kolvetnaríka fæðu, s.s. brauð, kex, súkkulaði, rúsínur, og slíkt. Á kvöld- in sé gott að borða prótín- og fituríkt fæði. Ekki má gleyma að drekka nægilega mikinn vökva í ferðum og vera t.d. með volgt vatn í hitaflösku. Áttaviti, landakort og GPS-tæki þurfa þá að vera með í för þótt ekki sé nauðsynlegt að allir í hverjum ferðahópi séu búnir þessum tækjum, svo fremi sem fararstjórar séu með þau. Benda má á heimasíður þar sem sýndir eru búnaðarlistar fyrir göngu- ferðir, m.a. heimasíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna www.mounta- inguide.is og heimasíðu Útivistar, www.utivist.is. Ferðir um óbyggðir krefjast undirbúnings og rétts búnaðar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mikilvægt að velja sér viðfangsefni eftir getu OFURHUGINN og langhlauparinn Stefan Schlett var meðal þeirra sem tók þátt í Laugavegshlaupinu milli Landmannalauga og Þórsmerkur um síðustu helgi. Þetta er annað sumarið sem hann ferðast hingað til lands til að hlaupa og klífa fjöll, en hann hefur fengist við íþróttir af ýmsu tagi í rúmlega 23 ár. Hann var fyrstur Þjóðverja til að hafa hlaupið maraþon í öllum heims- álfunum 7, og sömuleiðis hefur hann tekið þátt í hæsta maraþoni heims, á Everest-tind, og því lægsta, í Ísrael. Hann hefur einnig tekið þátt í hlaupi þvert yfir heilar heimsálfur, til dæm- is fimm þúsund kílómetra hlaupi frá Lissabon til Moskvu á síðasta ári. Heillast af landi og eyjum „Ég hef orðið ástfanginn af Ís- landi á ferðum mínum hingað. Ég nýt landsins mikið, og þrátt fyrir að veðrið sé oft ansi ákaft, þá er það kostur landsins hve hratt veður breytist. Í ljósi reynslu minnar af veðrinu veit ég að það er best að láta það ekki aftra sér um of,“ segir hann aðspurður um komur sínar til lands- ins. Hann segir Íslendinga vera ró- lyndisfólk sem finni lausn á öllum vanda, og svo sé vatnið svo gott. Schlett hefur þegar farið á Hvannadalshnúk og er nú á ferð norður í land til að klífa Herðubreið og heimsækja Grímsey og Hrísey, en meðal áhugamála hans er að komast í eyjar, og hefur hann þegar heimsótt yfir 200 eyjar víða um heim. „Hver eyja hefur sína sér- stöku sögu, og margar þeirra eru svo einangraðar og kyrrlátar. Það má kynna sér eyju á mun styttri tíma en heilt land, og eyjalífið heillar mig.“ Helgar líf sitt hlaupi og íþróttum Aðspurður um hvenær hann hafi hafið feril sinn sem íþróttamaður segist Schlett hafa hafið atvinnu- mennsku í ýmsum jaðaríþróttum þegar hann var 17 ára. „Þegar ég var 29 ára fór ég einnig að hlaupa, og nú eru hlaup aðalíþrótt mín. Sömu- leiðis stunda ég fjallaklifur, fall- hlífastökk, hjólreiðar og kajakróður, svo eitthvað sé nefnt. Ég þrái til- breytingu, og stunda til dæmis fjöl- breytt hlaup, jafnt á hlaupabrautum og úti í náttúrunni, og mjög fjöl- breytta vegalengd. Skortur á fjöl- breytni í hlaupinu er bæði leið- inlegur fyrir mig og beinlínis hættulegur fyrir líkamann, þar sem ég má ekki festast í einni gerð hlaupa þar sem ég nota aðeins til- tekna vöðva,“ útskýrir Schlett. Hlaupin, þar af um 600 maraþon og önnur langhlaup, og sum hver á undarlegum stöðum, til dæmis um borð í skemmtiferðaskipi eða lengst niðri í námu, hafa ásamt öðrum íþróttum verið aðalstarf Schlett alla ævi, en hann segist verja öllu sínu fé í að framkvæma hugmyndir sínar og tak þátt í ýmsum keppnum. „Ég bý enn hjá foreldrum mínum í Þýskalandi, sunnan við Frankfurt, og á ekki fjölskyldu sem þarf að framfleyta. Ég var lengi vel á styrk til íþróttaafreka, og hann nýttist mér vel meðan hans naut. Nú lifi ég á sparifé og sel einnig greinar í ýmis tímarit um hlaup og aðrar íþróttir. Ég hef mjög einfaldan lífsstíl meðan ég ferðast milli landa, dvelst til dæmis hér á landi í tjaldi og ferðast með rútum um landið,“ útskýrir hann. Nýtur þess að klífa fjöll og hlaupa maraþon við sérstakar aðstæður Eyjalífið heillar mig Morgunblaðið/Sverrir Stefan Schlett við tjaldið sitt á tjaldstæðinu í Laugardal. STJÓRN Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík suð- ur hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er byggingu nýrrar jarðhitavirkjunar á Hellisheiði sem mun skapa fjöl- mörg ný störf fyrir Reykvík- inga og íbúa nágrannasveitar- félaganna. „Alfreð Þorsteinsson, borg- arfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitunnar, á sérstakan heiður skilið fyrir að hafa ýtt þessu framfaramáli úr vör og hvetjum við hann eindregið að halda áfram á sömu braut,“ segir í ályktuninni. Fagna virkjun á Hellisheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.