Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ HEIMILDAÖFLUN vegna gerðar
þessarar myndar hafa Borgfirðingar sagt mér
margar sögur um baróninn á Hvítárvöllum.
Kannski er slíkt eðlilegt þegar litið er til þess
hvað baróninn hefur skipað stóran sess í
munnlegri geymd meðal fólks í héraðinu.
Áhrif hans virðast hafa verið mikil,“ segir Dúi
Landmark kvikmyndagerðarmaður.
Dúi vinnur um þessar mundir að gerð heim-
ildarmyndar um Gauldrée Boilleau, franska
baróninn sem skömmu fyrir síðustu aldamót
keypti jörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og
fleiri jarðir þar um slóðir, þar sem hann setti
svo upp stórbú á þeirra tíma vísu. Jafnframt
reisti hann fjós í Reykjavík, það er við Bar-
ónsstíg þar sem í dag er verslunarhús 10–11.
Stígurinn er einmitt eftir baróninum nefndur.
Mikil heimildavinna
„Ég hafði eins og margir heyrt ávæning af
sögu þessa manns. Þótti hún merkileg og þess
verð að gerð yrði heimildamynd,“ segir Dúi.
Fyrir tæpum áratug setti hann sig í samband
við Þórarin Eldjárn rithöfund. Hafði þá fregn-
að að Þórarinn væri að rannsaka sögu baróns-
ins. Í kjölfarið hófst samstarf þeirra við að
rannsaka sögu hans. Þórarinn hafði þegar
unnið mikla heimildavinnu sem greiddi leið-
ina.
„Ég hef reynt síðan að hjálpa til eftir föng-
um, til dæmis með eftirgrennslan í Frakk-
landi. Tókst meðal annars að finna fæðing-
arvottorð barónsins, en þar til nýlega var
aldur hans ekki nákvæmlega vitaður,“ segir
Dúi.
Vinna við gerð myndarinnar lagðist í dvala
þegar ljóst var að styrkir til hennar fengjust
ekki, en fór svo aftur af stað eftir að Dúi og
Þórarinn hittust í Iðnó síðastliðinn vetur. „Þá
sagði hann mér að hann væri að vinna í sögu-
legri skáldsögu um baróninn og væri langt
kominn. Þá fannst mér einboðið að fara af stað
aftur, þótt engin styrkloforð væru fyrirliggj-
andi,“ segir Dúi. Áætlað er að myndin verði
sýnd í Sjónvarpinu síðla hausts,
eða um svipað leyti og bók Þór-
arins Eldjárns kemur út.
Borð, stóll og höll
í Frakklandi
Í vikunni var Dúi við mynda-
tökur í Borgarfirði. Kom hann
þá meðal annars við á Hvít-
árvöllum þar sem hann filmaði
húsgögn, það er borð, rúm og
stól, sem voru í eigu Boilleaus
baróns – aukinheldur sem þar
eru til á veggjum myndir sem
Lechner, fylgdarmaður hans
hér á landi, málaði. Þá var einn-
ig aflað myndefnis við Langa-
vatn og bæina Heggstaði og
Fossatún á Andakíl sem og víðar í héraðinu.
„Í sumar hef ég verið í tökum í Borgarfirði
og rætt við heimamenn, sem hafa verið sér-
staklega hjálplegir. Það er einnig
til talsvert af munum í minjasafn-
inu í Borgarnesi sem tengist sögu
hans. Ég á síðan eftir að auglýsa
eftir munum sem tengjast bar-
óninum, og geri það hér með líka
ef einhver hefur slíkt í fórum sín-
um eða býr yfir vitneskju sem
tengist sögu hans sem ekki hefur
komið fram. En þræðirnir liggja
víðar. Það var gaman að finna höll-
ina rétt hjá Nîmes í Suður-
Frakklandi hvaðan ættgöfgi bar-
ónsins kemur og Boilleau-
barónarnir ríktu mann fram af
manni.“
Sáði fræjum í þjóðlífið
Barónsins Gauldrées Boilleaus naut ekki
lengi við hér á landi. Hann spennti bogann
hátt og sást ekki fyrir. Fór svo að undan veldi
hans vatnaði. Fjárhagsáhyggjur sóttu að og
milli jóla og nýárs 1901 fannst hann látinn af
eigin byssuskoti í járnbrautarvagni nálægt
Lundúnum. Dúi Landmark er þó ekki í
minnsta vafa um að baróninn Boilleau hafi
haft mikil áhrif hér á landi.
„Ég tel að baróninn hafi víða sáð fræjum í
íslenskt þjóðlíf með háleitum hugmyndum sín-
um. Að sumu leyti var hann hundrað árum of
snemma á ferðinni, en sumar hugmyndir hans
komu til framkvæmda örfáum árum eftir
dauða hans svo sem togaraútgerðin. Hann
byggði fyrsta steinsteypta húsið í Reykjavík,
og laxveiðimenn borga háar fjárhæðir í dag
fyrir veiði í þeim ám sem hann leigði og vildi
selja veiðileyfi í. Hann lifði aldamót og eins er-
um við nú: þjóðfélagsumræðan speglast með
aldarmillibili. Einmitt þess vegna finnst mér
saga Boilleaus, bæði í mynd og á bók, eiga
mikið erindi við samtíð okkar,“ sagði Dúi
Landmark.
Barónssagan á mikið
erindi við okkar samtíma
Dúi Landmark kvikmynda-
gerðarmaður vinnur að
heimildamynd um Gauldrée
Boilleau Hvítárvallabarón.
Ljósm: Sigurður Bogi Sævarsson.
Á Hvítárvöllum eru munir sem voru í eigu barónsins, svo sem þessi mynd sem Lechner fyld-
armaður málaði. Þau Dúi Landmark og Þóra Stefánsdóttir húsfreyja halda á myndinni.
Baróninn franski,
Gauldrée Boilleau.
HEIMILDASKÁLDSAGA Þórarins Eldjárns
um baróninn á Hvítárvöllum kemur út í
haust. Þórarinn kveðst lengi hafa haft áhuga
á þessu viðfangsefni, eða allt frá því hann las
ungur frásagnir Árna Óla og Tómasar Guð-
mundssonar um baróninn.
Fyrir mörgum árum hafi
hann byrjað að draga að
sér heimildir um efnið, þó
fyrst fyrir alvöru þegar
hann bjó í Englandi árið
1988.
„Allt fram á þennan dag
hafa gengið ýmsar þjóð-
sögur um baróninn, þótt
þær mættu auðvitað vera
miklu fleiri. Flestar sem nú
ganga eru sprottnar af rit-
uðum getgátum sem fólk hefur tekið bók-
staflega og skáldað í skörðin eftir atvikum.
Sjálfur er ég hins vegar að skrifa heim-
ildaskáldsögu þar sem hið ótrúlega er satt, en
hið trúlega ósatt,“ segir Þórarinn.
Í heimildaöflun hefur Þórarinn leitað
fanga í skjalasöfnum og rituðu efni hér á
landi, sem og í Frakklandi, Englandi, Banda-
ríkjunum og Kanada. Netið segir hann hafa
opnað nýjar víddir. „Það kom mér á óvart
þegar ég fór að kanna þessa sögu hversu lítið
er í raun vitað um Boilleau barón. Skáldið og
lygarinn ég þurfti að ganga í grunnvinnu
fræðimanna; flökun, snyrtingu og pökkun á
hráefninu, áður en ég gat farið að huga að
matreiðslu, það er bókinni sem kemur út í
haust,“ segir Þórarinn Eldjárn.
Lítið vitað um
Boilleau í raun
Þórarinn
Eldjárn
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR vill koma
eftirfarandi athugasemdum á fram-
færi vegna ummæla Guðjóns Rún-
arssonar, framkvæmdastjóra Sam-
taka banka og verðbréfafyrirtækja:
„Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri SBV, reynir í Morg-
unblaðinu 24. júlí að klóra sig út úr
athugasemdum sem hann sendi
Íbúðalánasjóði þann 14. júlí og
Íbúðalánasjóður hefur sýnt fram á
að hafi verið unnar „með afar ófag-
legum og illa undirbúnum hætti“ svo
notað sé orðalag Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja.
Guðjón heldur því fram að Íbúða-
lánasjóður misskilji kjarnann í at-
hugasemdum SBV. „SBV voru að
benda á að mánaðamótin júní/júlí
hafi verið erfiður tími þar sem al-
menningur, sem átti húsbréf, var í
sumarfríi í stórum stíl og varð þann-
ig af möguleikanum á að nýta sér
skiptikjörin.“ Í ljósi þessara um-
mæla framkvæmdastjóra SBV er
rétt að birta ásakanir hans í bréfi til
ÍLS, en um þetta atriði segir orðrétt
í bréfi SBV: „Fyrir það fyrsta var sá
frestur sem markaðsaðilum var gef-
inn til að undirbúa skiptin allt of
skammur, auk þess sem skiptin voru
dagsett á mjög óheppilegum tíma
þegar hálfsársuppgjör markaðsaðila
fara fram og á hásumarleyfistíma.
Einnig mátti sjóðnum vera ljóst hve
mikið var enn órafvætt af útgefnum
flokkum, sem kallar á gríðarlega
aukna vinnu við skiptin.“
Ekkert er minnst á almenning í
þessari athugasemd, heldur vísað til
markaðsaðila sem þurfa að vinna
hálfsársupgjör. Allir fjárfestar, stór-
ir og smáir, máttu vita að skiptin
færu fram fyrir 1. júlí 2004. Sú vitn-
eskja hefði átt að liggja fyrir frá 31.
desember 2003 eins og Íbúðalána-
sjóður hefur bent á. Þá má geta þess
að einungis 6% húsbréfa í þeim
flokkum sem boðnir voru til skipta
höfðu ekki verið rafvædd fyrir skipt-
in svo staðhæfing um að mikið hafi
verið órafvætt er staðlaus með öllu
eins og flest þau atriði sem SBV
kvartaði um í bréfi.“
Íbúðalánasjóður segir fjárfesta
hafa átt að vita að dagsetning skipta
húsbréfa lá fyrir um áramót
Ummæli fram-
kvæmdastjóra
SBV gagnrýnd
SNORRAVERKEFNINU lauk með útskriftarathöfn
á föstudag en fimmtán ungir Vestur-Íslendingar frá
Kanada og Bandaríkjunum hafa dvalið hérlendis í
fimm vikur. Verkefnið er samstarf Norræna félags-
ins og Þjóðræknifélags Íslendinga og hefur þann til-
gang að hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varð-
veita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf
sinn.
Þátttakendur skoðuðu helstu náttúruperlur Ís-
lands, heimsóttu ættingja sína hérlendis og tóku
þátt í þriggja vikna starfsþjálfun. Nú hafa samtals
75 manns tekið þátt í verkefninu hér á landi á sex
árum. Í ágúst hefst svo verkefnið Snorri-plús en það
er hugsað fyrir Vestur-Íslendinga sem eru þrjátíu
ára og eldri.
Unnið er að gerð heimildarmyndar um verkefnið
en tökum lýkur á Íslendingadeginum í Gimli nú í
sumar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vestur-Íslendingar í Snorra-
verkefni halda til síns heima