Morgunblaðið - 25.07.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 2004 17
OD
DI
H
ÖN
N
UN
L
21
03
Hér er farsími handa þér!
C60
SMS, EMS og MMS
Fullkominn litaskjár
Upptökumöguleiki
Útskiptanlegar hliðar
„Tri-band“ virkni
Þyngd 85 g
12.900 kr. stgr.
Líttu á verðið!
CF62
Smekklegur samlokusími
Hringiljós
Tveir skjáir
SMS, EMS og MMS
„Tri-band“ virkni
Þyngd 85 g
19.900 kr. stgr.
Þ
að var með mikilli eftirvænt-
ingu sem við Tryggvi Ólafs-
son og spúsa hans nálg-
uðumst sýningu á
hámenningu Maya-
indíánanna í nýbyggingu
Þjóðlistasafnsins í Wash-
ington. Þóttumst hafa himin höndum tekið að
hún skyldi einmitt vera á staðnum, báðir ein-
lægir aðdáendur þeirra, tókum því fljótlega
stefnuna þangað. Meira en helmingur hinna
130 sýningarmuna kemur frá Stofnun mann-
fræði og sögu í Mexíkó, um að ræða eitt
metnaðarfyllsta sýningarframtak á hámenn-
ingartímabili Maya sem ratað hefur út fyrir
landamörkin. Jafnframt stendur yfir kynning
á eldri sem nýrri menningu Mexíkó, meðal
annars sýning á málverkum Diego Rivera frá
Parísarárum hans 1914–15, þá hann var undir
sterkum áhrifum af kúbisma, sett saman af
núlistasafni Mexíkóborgar. Sjálf málverkin
koma úr ýmsum áttum; Þjóðarbankanum,
safni Diego Rivera & Fridu Kahlo í Mexíkó,
einnig New York og
víðar úr Bandaríkj-
unum. Báðar sýning-
arnar, sem opnuðu 4.
apríl, lýkur nú um
mánaðamótin, nánar
tiltekið í dag, en í öllu
falli verður Mayasýningin enduropnuð í Kali-
forníuhöllinni í San Francisco 4. september
og stendur til 2. janúar 2005.
Sýningin afar góð viðbót við það sem við
vissum áður um Maya-indíána, sem lifðu á
miðri Mið-Ameríkurennunni, milli Kyrrahafs,
Mexíkóflóa og Karíbahafs, landræma, sem
tengir Norður- og Suður-Ameríku. Hámenn-
ingin blómstraði einkum á svæði sem mark-
ast af Yucatanskaga, Guatemala og Belize
ásamt sneið af Hondúras. Það sem menn
vissu ekki fram til þess tíma, og uppgötvuðu
fyrst er þeim tókst að ráða myndletur Maya
og fleiri innbyggja Suður-Ameríku, svo sem
Inka, Azteka, og Teotihucána, var að á þessu
landsvæði hafði þróaðist hámenning, ígildi
þeirrar í Egyptalandi, Kína, Ítalíu, Grikkandi
sem og annars staðar í heiminum, bar þó sín
ótvíræðu sérkenni. Tímatal þeirra sem var
öllu nákvæmara hinu Júlíanska frá 46 f. Kr.,
jafnvel einnig því Gregorianska frá 1582, sem
heimurinn býr enn að, ber vott um að þeir
hafi verið betur að sér um gang himintungla
en hinir ítölsku stjörnufræðingar. Menningu
Maya, hin háþróaðasta sem fram hefur komið
í regnskógabeltinu, hefur verið rakin aftur til
2500 f.Kr. en blómaskeiðið var um 300–900
e.Kr. Opinberast í byggingarlist, almennu
listfengi, helgisiðum, tölvísi og rímfræði sem
þeir skráðu með myndletri. Um að ræða
sjálfstæð borgarríki en ekki eina þjóðarheild
þar sem klerkastéttin réð mestu, afkomendur
þeirra í dag munu rúmlega tvær milljónir.
Segja má að hnignunin hafi komið innan frá
því smám saman myndaðist gjá milli almúg-
ans og hástéttanna, sem er tímar liðu varð
ekki brúuð, einnig vanræktu þeir mikilvæg
tengsl við fortíðina.
Sýningin á hámenningu Maya tekur aðmeginhluta fyrir tímabilið frá 550–700, einkum fjallar hún um hirð Pak-als mikla (650–683), en um daga
hans mun menning þeirra hafa risið hæst.
Hin miklu hof og tröppulaga píramídar í
borginni Palenque, þar sem hann hafði aðset-
ur, teygðu sig til himins, en eftir dauða hans
fóru undirstöðurnar að gliðna og rúmum
hundrað árum seinna tók hningnunartímabil-
ið við. Hinn fyrrum stolti og herskái þjóð-
flokkur mátti sín lítils er Spánverjinn Hernán
Cortés sté á land 1519, og gjörsigraði þá
1521. Kastljósið beinist öðru fremur að upp-
greftri fornminja í Palenque er hófst á
nítjándu öld, en fram að þeim tíma var menn-
ing Maya óráðin gáta, jafnvel nafnið eitt,
einnig eru munir frá borgum svo sem Tonina,
Yaxchilian, Bonamk, og Copan sem höfðu
týnst og samsamast óræðum kliði skóg-
arþykknisins. Menn hnutu um fleiri borgir,
svo sem Copán, Chichén, Itzá og Quiriguá,
hof og píramída, einnig gleymdar um aldir
djúpt í regnskógabeltinu.
Árið 1746 skeði, að föður Antonio deSolis bar að í Santo Domingo dePalenque, í för með honum varbróðir hans og eiginkona ásamt
svermi af frændfólki. Heilagleikinn var send-
ur af biskupnum og markmiðið var að finna
heppilegt land til ræktunar og í þeim tilgangi
þræddi fjölskyldan skógarþykknið og hnaut
þá um byggingar úr steini. Þetta voru fyrstu
mannverurnar frá gamla heiminum sem for-
viða settu nú fót á eitt mikilvægasta land-
svæði Maya-indíánanna. Þrátt fyrir að svæðið
hafi að meginhluta verið uppgötvað og rann-
sakað á tuttugustu öld kom fram í heimildar-
geymslum að trúboðar, hermenn og opinberir
aðilar höfðu rekist á búsetuminjar en skjölin
gleymst og rykfallið. Næst skeði að héraðs-
stjórinn í Guatemala, Don José Estachería
sendi lið til að kanna svæðið 1784, og fundu
menn þá 220 byggingar, þar af 18 hallir og 22
mikilsháttar samstæður og 168 hús. Engin
merki fundust um hamfarir af neinu tagi,
jarðskjálfta né eldgos, íbúarnir virðast ein-
faldlega hafa yfirgefið borgina, menn hallast
jafnvel að því að það hafi gerst smám saman
er á vistkerfið gekk.
Listamenn voru hinir sjónrænu sagnfræð-
ingar tímanna, fyrstur í hópi þeirra til að
uppgötva menningu Maya og skjalfesta í
myndverkum sínum var Frédéric de Wald-
eck, heimildir segja hann fæddan í Vínarborg
en aðrar Prag 1766, var þó alténd af aust-
urrískum legg. Hafði stundað nám á verk-
stæði Jaques-Louis Davids í París, eða var
það kannski hjá Pierre Prud’hon í Berlín?
Hvað sem öðru leið var hér um mann að ræða
sem lifði lífinu til fulls, sagan segir líka að
erfitt hafi verið að greina hvenær hann hafi
haft tíma aflögu til að sinna náminu hjá hvor-
um meistaranum sem það hefur verið. Æv-
intýramaður fram í fingurgóma sem vildi láta
bera á sér og litríkur sögumaður. Árið 1785
hafði Waldeck tekið þátt í leiðangri um Góðr-
arvonarhöfða sem hafði það verkefni að rann-
saka suðurhluta Afríku, en var meira fyrir
mjúk gildi og konur en hermennsku, var
sagður hafa hermt fljóði nokkru að hann
hefði tekið þátt í 42 byltingum! Sjálfboðaliði í
her Napóleons á Ítalíu og Egyptalandi, og
var með í sigrinum á Toulon. Hæfileikar
Waldecks til að eftirgera myndverk svo jaðr-
aði við falsanir áttu að hafa borist til eyrna
Napóleoni, sem kallaði hann á sinn fund og
lét reyna á þá hæfileika. Hér um mikið
ímyndunarafl að ræða í einum manni, sagði
sögur af því er hann sigldi með sjóræningjum
til Chile og hjálpaði þjóðinni til sjálfstæðis!
Hvað sem satt eða ósatt er í þessum sögum
er vitað að hann bar fyrst að í Guatemala
1819, en var komin til London þrem árum
seinna uppfullur áhuga á nánari landakönnun
og var í sambandi við enska landafræði-
félagið.
Mál er að Waldeck var afburða fær í þeirri
sérstöku grein að eftirgera myndverk og
kominn til aftur Mexíkó 1825 rissaði hann
upp röð mynda á Þjóðlistasafninu, fjölfaldaði
og gaf út 1827 „Collection of Mexican Anti-
ques“. Eftirgerðirnar svo fullkomnar að hann
mun jafnvel hafa þurft að sanna að ekki væri
um frummyndir að ræða. Draumur Waldecks
var að fara til Pelanque en þangað komst
hann fyrst 1832 er varaforseti Mexíkó féllst á
að styrkja leiðangur hans. Orðinn 67 ára, og á
þeim aldri er flestir eru farnir að hægja á
sér, sýndi Waldeck hvað raunverulega var í
hann spunnið, maðurinn óvenju vel á sig
kominn þrátt fyrir sviptisaman lífsferil. Á
staðnum ólýsanlega erfiðar aðstæður, mosk-
ítóflugur, raki og steypiregn, enginn til að
tala við en hafði nokkra innfædda hjálp-
armenn til að hreinsa frá rústunum. Undrin
sem í ljós komu og við blöstu héldu honum í
mörg ár við efnið, juku honum eldmóð og ás-
megin. Eftir ellefu ár í Mexíkó hélt hann til
Parísar og 1838 gaf hann út bók um dvöl sína
á Yucatánskaganum „Voyage pittoresque et
archélogique dans la province d’Yucatán“. Ár-
ið 1866 voru 56 litógrafíur hans notaðar til að
myndlýsa texta eftir Brasseur de Bourbourg
um Forn-Mexíkó, Palenque og aðrar rústir.
Rit Waldecks og myndverk opnuðugamla heiminum í fyrsta skipti dyrað heimi Maya-indíánanna og ris-miklu menningarríki þeirra. Mað-
urinn fádæma orkubúnt í mörgum skilningi,
þannig kvæntist hann seinni konu sinni nær
sextugur að aldri, orðinn 86 ára taldi hann sig
þurfa að yngja kvenkostinn upp, fyrir valinu
varð 17 ára yngismær af enskum uppruna og
átti hann með henni yngissveininn Gaston.
Síðustu árin bjó Jean-Frederik Maximilian,
greifi de Waldeck, sem var mannsins fulla og
stolta nafn á friðarstóli, innan um myndverk
sín og minjagripi í íbúð sinni á Rue Des Mar-
tyrs í Montmartre, 102 ára leit hinn glaðbeitti
lifimaður út eins og sjötugur og fram til hins
síðasta, en hann lést 110 ára, voru gönguferð-
ir um hverfið líf hans og yndi. Sagan hermir
að sú hafi ástæðan helst verið, að það gaf
honum færi á að skáskjóta augunum til lost-
fagurra fljóða ...
Sýningin „Courtly Art of the Ancient
Maya“, er á tveim hæðum í Þjóðlistasafninu
og meistaralega sett upp, munirnir mjög að-
gengilegir og hverjum hlut fylgir upplýsandi
skýringartexti auk þess sem ítarlegri textar
um einstök tímabil eru þar sem við á til
glöggvunar og áréttingar. Mikil og vel hönn-
uð sýningarskrá/bókverk upp á 304 síður með
því sem best gerist í þeirri grein í heiminum,
litgreining mynda, prentverk og uppsetning
sömuleiðis.
Af hámenningu Maya
Jean-Fréderic Maximilien, greifi af Waldeck,
lauk augum Evrópubúa upp fyrir stórkostleg-
um menningarheimi Maya-indíánanna.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Höfuð af Pakal mikla konungi, stucco (sem-
entsblanda). Mikilúðlegt nefið manndómstákn,
framsett maíslaga höfuðfatið valdatákn.
Ein af myndum Frederics de Waldeck frá Pal-
enque; Pacal mikli á veldisstóli, hér hefur ríkt
ímyndunarafl Waldecks að hluta ráðið för.