Tíminn - 24.12.1950, Page 3
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950
3
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR:
\
Magdalena Thoresen
Fyrir nokkrum árum komu út bréfasöfn, er
nefnd voru: Húsfreyjan á Bessastöðum og
Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf þessi
beindu mjög athygli manna að lífi og skap-
gerð Gríms Thomsens og vöktu löngun til að
vita meira um þennan stórbrotna og leynd-
ardómsfulla mann, sem sneri baki við hárri
stöðu og glæstri borgarmenningu til þess að
gerast bóndi á íslenzku annesi.
Grímur Thomsen var dulur um einkamál
sín og ógreitt verður að rekja æviíeril hans,
svo að þar komi ljóst fram, hvað honum bjó
hjarta næst á hverri tíð. Það mun varla á
nokkurs færi að segja með raunsannindum
ástarsögu hans og ungu, józku stúlkunnar,
Magðalenu Krag, síðar Thorésen, sem ól hon-
um einkason hans Axel Pétur, nefndan Jen-
sen. En það munu þó verða sögð hér þau deili
á henni, að þeir, sem hafa brotið heilann um
örlög hennar, veröi nokkru nær en áður.
í bréfasafninu Húsfreyjan á Bessastöðum
eru bréf Ingibjargar, móður Gríms Thomsens,
til Gríms, bróður hennar, er síðast var
amtmaður á Mööruvöllum. Af bréfum þessum
verður ljóst, að marga mæðustundina hefir
hún átt vegna þessa eina sonar síns, sem lífs
var auðið. Foreldrar Gríms Thomsens væntu
sér mikils af honum, en óttuðust þó einnig um
hann, þegar hann sautján ára gamall fór ut-
an til þess að stunda nám við Hafnarháskóla.
Áhyggjur þeirra sýndust líka á rökum reistar.
Hann virtist reikull í ráði, hvarf frá einni
námsgrein til annarrar og var eyðslusamur
langt úr hófi fram. Út yfir tók þó, þegar hann
fór að „drabba í skáldskap“, eins og móðir
hans komst að orði um fyrstu skáldskapar-
viðleitni hans. Hún er enn hálfhnuggin yfir
syni sínum, þegar hún skrifar bróður sínum
síðustu bréfin, tólf árum eftir að Grímur fór
utan til náms, en greinilegt þó, að henni finnst
farið að rofa til.
í bréfasafninu Sonur gullsmiðsins á Bessa-
stöðum kennir margra grasa; þar eru bréf frá
Grími Thomsen, til hans og um hann. Fyrsta
bréfið er áminningarbréf frá móður hans,
sem margt þarf að brýna fyrir honum og
treystir honum tæpt, en vill þó stappa í hann
stálinu. Síðasta bréf bókarinnar er einnig frá
móður hans, en þar kveður við annan tón, því
að þá er hún orðin sannfærð um, að hún eigi
mikinn og góðan son.
í þessu bréfasafni er að finna þau þrjú bréf
frá Magðalenu Thoresen, sem varðveitt eru
hér á landi; tvö þeirra eru til Gríms, en eitt
til ekkju hans, Jakobínu. Jónsdóttur Thom-
sen. Magðalena mun hafa skrifað Grími all-
mörg bréf, en að honum látnum sendi frú
Jakobína henni þau, nema þessi tvö, sem af
einhverjum ástæðum urðu eftir. Þessi bréf
staðfesta það, sem áður var á huldu um ást-
ir þeirra Gríms og son þeirra, sem aldrei bar
sitt rétta föðurnafn, en naut þó umhyggju og
umsjár föður síns. Axel Pétur, sonur Gríms og
Magðalenu, var um nokkurra ára skeið for-
ingi í sjóliði Dana, en eftir það i kaupferðum
til Austurlanda og mun hafa látist í Kína.
Anna Magðalena Krag fæddist 3. júni 1819
í bænum Fredericia á Jótlandi. Faðir hennar
var skipstjóri á flutningaskipum, en fékkst
við skipaviðgerðir i landlegum. Fjárhagurinn
var fremur þröngur og tók þvi frú Krag það
til bragðs að opna greiðasölu fyrir sjómenn
í beztu stofunni sinni. Hún reyndi þó eftir
megni að halda þessu tvennu aðskildu, heim-
ilinu og kránni.
Magðalena ólst upp hjá ömmu sinni, sem
hafði hið mesta yndi af þessari fríðu og fjöl-
gáfuðu sonardóttur sinni og kynnti undir
fjörugu ímyndunarafli hennar. Ekki ólst
Magðalena upp við mikinn strangleik né siða-
vendni, en amma hennar innrætti henni trú,
styrka, lífsvarma trú, sem veitti skjól í storm-
um lífsins. »
Fjórtán ára gömul varð Magðalena að sjá
á bak ömmu sinni og flytjast til föðurhúsanna
og þá fóru í hönd ólgumikil uppreisnarár. Það
er gamla sagan um gáfumanneskjuna, sem er
Magdalena Thnresen
oí stór fyrir umhverfi sitt, köllunina, sem er
eins 'og átumein í sálinni meðan ekki eru tök
á því að fylgja henni, og sá, iem í þeirri tor-
færu téppist, er sleginn sárum, ævakandi
harmi.
Magðalena vildi læra og verða skáld, en var
látin ganga um beina fyrir sjómenn og vinna
annað það, er til féllst á heimilinu og í kránni.
En hún var víst ekki alltaf til mikillar hjálp-
ar. Sjálf segizt hún hafa verið kross á heim-
ilinu, snerizt öfug við daglegum háttum, en
lá í bókum endalaust, lánsbókum af bóka-
safni. Á þessum árum orti hún ljóð og skrif-
aði þau á kvöldin með krít á borðin í veitinga-
stofunni, þar sem þau voru þurrkuð út að
morgni, en þó lesin fyrst af gestum og heim-
ilisfólki. Háttalag hennar vakti almenna at-
hygli i bænum, fólkið taiaði um hana og
spáði fyrir henni, aumkvaði hana eða dæmdi,
hver eftir sínu viti og hjartalagi, en ekkert
var gert henni til hjálpar, fyrr en ókunnan
gest bar að garði.
Iðnrekandi einn í Kaupmannahöfn kom við
í Fredericiu á ferðalagi; hann heyrði margt
frá þessari undarlegu stúlku sagt og fékk
löngun til þess að verða henni að liði, styðja
að því, að hún kæmist á rétta hyllu í lífinu.
Fyrir hans hjálp komst svo Magðalena til
Kaupmannahaínar 1840 og hóf að lesa undir
kennarapróf af slíku kappi, að hún las oft
hálfan sólarhringinn. Eftir hálft þriðja ár
gat hún tekið próf; var það óvenjulega stutt-
ur námstími, ekki sízt, þegar miðað er við að
hún hafði lítinn sem engan undirbúning er
hún hóf kennaranámið og vann að nokkru
leyti fyrir sér með kennslu.
Á þessum árum kynntist hún Grími Thom-
sen og felldi til hans brennandi ástarhug. í
bréfi til hans segir hún, að hann hafi aldrei
elskað sig, ástin hafi aðeins verið á sína hlið.
Löngu seinna segir hún um Grim í bréfi til
vinkonu sinnar, dönsku leikkonunnar Jó-
hönnu Lovísu Heiberg: „Hann var villtur og
frumstæöur . . . Hann las með mér og fyrir
geigvænlegum viljakrafti hans varð ég að
beygja mig i duftið.“ Hún er sannfærð um, að
þennan mann hefði hún getað elskað heitt
og innilega alla ævi, en hann lét hana hverfa
út úr lífi sínu, særða og svo þögla, að hún mun
ekki hafa sagt honum frá 'barninu, sem í
vændum var. Seinna var það álit hennar, að
Grímur hafi ekki á þessum tima haft skiln-
ing á því, hvern mann hún hafði að geyma,
en hafi seinna séð eftir henni, þegar hann
hafi sannfærzt um, að hún væri ekki algeng
jurt við alfaraleið, sem hugsunarlaust væri
hægt aö troða undir fótum. Hún lét ekki
troða sig niður. Hún var alþýðustúlkan, sterk
og sönn, sem veit að ekkert veitist henni án
verðleika og hún verður sjálf að berjast fyrir
sæmd sinni, lífi sínu og framgangi. Hún var
stúlkan, sem hrasar og fellur upp á við. Þó að
hún hefði beðið ósigur i ást sinni, varðveitti
hún trúna á sjálfa sig og stýrði fleyi sínu til
nýrrar hafnar.
Meira en tuttugu árum eftir skilnað þeirra
Grims skrifar hún, að hún harmi ekki þó að
svona hafi farið, því að betri maður hafi orðið
á leið hennar. En þó er hún sannfærð um, að
ást hennar hefði borið fegurst blóm í sam-
búðinni vjð Grim, og alla ævi hefir þráin eftir
þeirri djúpu, undursamlegu ást, sem hann
vakti hjá henni ungri, fylgt henni, þessi þrá,
sem stafaði slíkum ljóma af, að hennar er
minnst sem konunnar, er alla ævi beið í brúð-
arklæðnm eftir elskhuga sínum, gagntekin
gleði og þrá eftir að ausa af nægtabrunni
hjartans.
Hún hitti betri mann á leið sinni, segir hún,
en ekki elskhuga.
A þeim tíma, sem Magðalena ól son sinn
Axel Pétur, var það enginn leikur fyrir unga,
menntaða stúlku að eignast óskilgetið barn.
Hún hafði í rauninni fengið þann flekk, sem
ævilangt hlaut að ríra mannorð hennar, væri
hann ekki vandlega hulinn. Vildi hún ekki
snúa aftur til þess umhverfis, sem hún á und-
anförnum árum hafði verið að fjarlægjast æ
meir og meir, varð hún að taka þann kostinn,
sem einn gat sætt þjóðfélagið við hana, að
leyna þvi að hún ætti barn, fela það og snúa
síðan baki við fortíð sinni, byrja nýtt líf í
nýju landi.
Haustið 1843 réðst hún sem heimiliskenn-
ari til Hans Konráðs Thoresens prófasts á
Herö á Sunnmæri. Hann var þá um fertugt,
átti á bak að sjá tveimur konum og stóð uppi
með fimm ung börn. Hann varð því harla feg-
inn að fá menntaða stúlku á heimilið, sem
tæki að sér uppfræðslu barnanna og yrði
þeim leiðtogi og vinur. Hann fór sjálfur til
Kristjaníu til þess að taka á móti kennslu-
konunni. Undrandi og hrifinn stóð hann
andspænis óvenju fríðri og heillandi stúlku,
smávaxinni, dökkri á brún og brá og mjög
suðrænni ásýndum. Það bjó sorg í dimmum,
svipmiklum augum hennar og hún var ber-
sýnilega mjög taugaóstyrk. Honum var það
áreiðanlega ljóst frá því að hann sá hana
fyrst, að þessi fallegi, suðræni fugl hafði svif-
ið of nærri sólunni og sviðið vængina, og var
nú kominn til hans til þess að leita sér hvíld-
ar áður en hann legði upp í sólarhæðir á nýj -
an leik. „
Hans Konráð var ásthneigður maður, há-
menntaður og gáfaður. Hann felldi brátt ást-
arhug til kennslukonunnar ungu, en krafðist
ekki meira af henni en hún gat veitt. Hann
lagði rækt við gáfur hennar og sýndi henni
traust, sem vakti hjá henni þægilega öryggis-
kennd, hann varð henni alla tíð sem föðurleg-
ur verndari, vinur og bróðir. Eftir ársdvöl á
heimili hans gekk hún að eiga hann. Hún
hafði nú eignast góðan mann og gott heim-
ili, en það mundi ekki verða henni fullnægj-
andi til lengdar, það vissi hann. Hún hafSi
ekki gifzt honum af ást, og þegar ásthneigð
hennar fengi ekki útrás á eðlilegan hátt, yrði
að beina henni inn á nýjar brautir og engin
var betri en skáldskapurinn. Auk þess var
Thoresen svo gagntekinn af gáfum konu
sinnar, að hann vildi þroska þær sem bezt
hann gæti. Hann las með henni fagurfræði-
legar bókmenntir og erlend mál. Það vakti
fyrir honum, að þau færu saman í utanlands-
ferðir, þegar færi gæfizt. Hann var stórhreyk-
inn af ungu og fríðu konunni sinni, hafði
ánægju af því að sjá hana vel búna og vildi
að hún kæmist í það umhverfi, sem væri
henni meira að skapi en fásinnið á Herö.
Hann sótti þvi um embætti við Krosskirkj-
una í Bergen og var veitt það. Þangað fluttu
hjónin svo um haustið 1845 með barnahópinn
sinn. Þar var frá öndverðu fjölmennt og gest-
kvæmt heimili, félagar barnanna, sóknarbörn
og samstarfsmenn að margþættum menning-
armálum voru þarna heimagangar. Fremstu
listamennirnir i Bergen sóttu sér þangað upp-
örvun og endurnæringu, og þar var setið á