Tíminn - 24.12.1950, Qupperneq 25
JOLABLAÐ TIMANS 1950
25
eftir atvikum heita allsæmilegur. Dagana, sem
ég var á ferðinni, var verið að endurbæta
hann allverulega.
Þorskafjarðarheiðin mun vera um 35 km.
milli bæja, þ. e. a. s frá Kollabúðum að
Bakkaseli, sem nú er í eyði.
Um Langadalinn er sæmilegur vegur, að
Arngerðareyri.
Þegar ég fór fram hjá Kirkjubóli, leit ég
heim, og flugu þá í huga minn þær ágætu
móttökur, er ég átti þar að mæta um nokk-
urra ára skeið hjá þeim ágætu hjónum, Haf-
liða og Kristínu og dætrum þeirra á ferðum
mínum á fundi Búnaðarsambands Vestfjarða.
Nú hefir bærinn verið fluttur niður að veg-
inum. Myndi ég hafa kunnað betur við hann,
1 þar sem hann áður var.
Þá er aðeins stuttur spölur að Arngerðar-
eyri.
Þar býr ennþá Halldór Jónsson og kona
hans, Steinunn, og gestrisnin enn sú sama
og áður fyrr.
Héldum við nú með Djúpbátnum til ísa-
fjarðar og var bíllinn tekinn um borð. Aðeins
var komið við i Æðey og Sandeyri. — í Æðey
hitti ég Ásgeir minn og vildi hann þegar fá
mig í land En ég sagði honum, að ég kæmi
við í bakaleiðinni.
Báturinn fór fyrir ofan eyjuna og gafst
mér þá aðeins tækifæri til þess að líta yfir
fornar stöðvar, þar sem ég áður fyrr hafði
verið smali, Bergselið, Hlíðarhúsin, Klifina,
Hjallana og Skarðið. Og mun ég víkja nánar
að því síðar.
Báturinn kom til ísafjarðar kl. 12,30 um
nóttina. Fátt var um fólk á ferli.
Fórum við eins fljótt og unnt var af stað,
vestur Breiðadalsheiði. Hún er brött að vest-
an. Niða þoka var yfir, svo lítið gat ég séð
umhverfið í það sinn. Og líka var þoka, með-
an við ókum út með Dýrafirðinum.
Kl. 3 um nóttina komum við svo að Núpi.
Laugardaginn 8. júlí var ég kyrr á Núpi og
heimsótti minn gamla og góða vin, Kristin
Guðlaugsson
Við rifjuðum upp gamlar og góðar minn-
ingar frá löngu liðnum tímum.
Eftir að við vorum búnir að fá hressingu
hjá tengdadóttur hans, fór hann með mig út
í kirkju og sýndi mér hana og allt sem henni
tilheyrir. Þar er ljósadýrð mikil og umhirða
öll í bezta lagi.
Þegar ég var búinn að skoða kirkjuna niðri,
fór Kristinn að orgelinu og spilaði nokkur
lög. Sungum við þarna, gömlu mennirnir,
nokkra undurfagra sálma.
Á Núpi hitti ég líka hinn gamla og góða
fyrrverandi skólastjóra, Björn Guðmundsson.
Ræddum við mikið saman. Áður höfðum við
sézt nokkrum sinnum á fsafirði, fyrir mörg-
um árum.
Sunnudaginn 9. fór ég að Hjarðardal og
heimsótti þá bræður, Jóhannes og Kristján.
Þeir tóku mér afarvel og sýndu mér sitt á-
gæta tún — og byggingar allar.
Þar var búið að slá mikið og hafði mikið af
töðunni verið látið í súrhey, svo þar var ekki
um neinn heyhrakning að ræða, enda voru
nægir þurrkar á öllum Vestfjörðum.
Ég naut mín ekki til fulls, meðan ég stóð þar
við, þetta var eini dagurinn sem ég var dá-
lítið slappur í ferðinni.
Jóhannes lét flytja mig yfir að Þingeyri Þár
hitti ég Ólaf Jónsson og konu hans, Elínborgu
Sveinsdóttur, símstjóra, en þau eru gamlir
Hrútfirðingar, áttu heima á Borðeyri um
margra ára skeið.
Þeim hjónum þótti viðstaða mín stutt,
vildu að ég yröi nóttina. En mér leizt ekki vel
á veður, enda var rok daginn eftir. En leitt
þótti mér að staldra ekki lengur við hjá þess-
um ágætishjónum. En ég átti auk þess ekki
nema einn dag eftir, til umráða, þangað til
ég sneri við heim á leið.
Mánudaginn 10. júlí skoðaði ég Skrúð. Þau
hjónin, séra Sigtryggur og kona hans, voru í
garðinum, þegar ég kom þar, og tóku á móti
mér með mikilli vinsemd ög sýndu mér garð-
inn.
Það er undravert, hvað þeim hjónum hefir
tekizt að gera garðinn fjölskrúðugan og
fanst mér yndislegt þar að koma.
Er það ekki á minu færi að lýsa Skrúð, eins
og verðugt væri.
Þessi prestshjón eru búin að slíta sér út fyr-
ir þetta óskabarn sitt.
Séra Sigtryggur er búinn að láta margt gott
af sér leiða þarna á Núpi. Hann var víst einn
af forgöngumönnum þess, að skólinn var sett-
ur á stofn og fyrsti skólastjóri þar og hefir
frá fyrstu látið sér mjög annt um framgang
hans og framtíð.
Hefir það reynzt þeim Dýrfirðingum mikið
happ, að þeir bræður fiuttu þangað að norð-
an. Kristinn er búinn að vinna mikið og
merkilegt starf fyrir sveit sína og hérað og
reyndar alla Vestfirði. Meðal annars mun
hann hafa verið aðalhvatamaður þess að
skólinn að Núpi var settur á stofn.
Forysta hans fyrir Búnaðarsambandi Vest-
fjarða var svo giftudrjúg, að betur verður
tæplega ákosið, og nutum við Bæhreppingar
þar góðs af, meðan við vorum innan þess
sambands. Slik var reynsla mín af Kristni
þau tíu til ellefu ár, er ég átti sæti á Búnað-
arsambandsfundum.
Ég heimsótti núverandi skólastjóra, séra
Eirík J. Eiríksson. Hann tók mér ágætlega.
Við spjölluðum um ýmsa hluti, þ. á m. um
gnnála frá því snemma á átjándu öld, er
greindu frá því, hvernig umhorfs hefði verið
á Ljótunnarstöðum í þann tíð.
Meðan ég dvaldi á Núpi, gisti ég hjá Ólafi
Kristjánssyni kennara og konu hans og leið
mér þar eins og bezt varð ákosið.
Þriðjudaginn 11. júií flutti Ólafur Krist-
jánsson mig til ísafjarðar, til Sigurðar Dahl-
manns símstjóra, sem tók á móti mér með
mikilli vinsemd. Talið barst að mínu ferða-
lagi. Gat hann þess, að hann ætlaði norður
að Tannastaðabakka í Hrútafirði, að finna
tengdaforeldra sina þar, um 18. júli, og bauð
hann mér að taka mig með, alla leið heim til
mín. Því góða boði gat ég ekki hafnað, enda
þótt mér þætti tíminn helzt til naumur, er ég
ætti þá eftir til dvalar í Djúpinu.
Pétur Pálsson, bústjóri á Kirkjubóli, sótti
mig til ísafjarðar og fór með mig inn í Arnar-
neshamar þá um kvöldið til að sýna mér
jarðgöngin frægu. En seinna hið sama kvöld
sótti Sigurður Dahlmann mig til sin í kvöld-
kaffi, þar sem hann dvaldi í sínum fagra
sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni. Átti ég
þar ánægjulega stund með þeim hjónum.
Kona Dahlmanns er Guðlaug Jónsdóttír frá
Tannstaðabakka, frænka mín.
Pétur Pálsson og bústýra hans voru mér
innilega góð og vildu allt fyrir mig gera. Ég
gisti á Kirkjubóli þrjár nætur, meðan eg var
að heimsækja gamla kunningja á Isafirði og
í Bolungarvík.
Pétur Pálsson er bústjóri kúabúsins er ísa-
fjarðarbær rekur þar. Hefir hann mikinn á-
huga fyrir þessum rekstri og leggur mikið á
sig, til þess að allt megi fara sem bezt úr
hendi. Hann sýndi mér túnið. Mikið vantai
á, að gamla túnið sé í góðri rækt, sökuih raka
í jarðveginum. En nú er verið að vinna þarna
að nýrækt, sem gefur góðar vonir.
Miðvikudaginn 12. júlí fór ég til Bolungar •
víkur og lét Pétur flytja mig til Ísaíjarðar.
Þaðan fór ég með áætlunarbíl um Hmfsdal
til Bolungarvíkur.
Mér var forvitni að sjá veginn út Óshliðina.
Hún var oft talin illfær gangandi mönnum
í gamla daga. Það hefir víst engum dottíð í
hug fyrir 60 árum, að þarna yrði lagður bíl-
vegur.
Ég dáðist að því, hve þetta hefir tekizt vel,
eftir atvikum. Á leiðinni út hlíðina leit ég
yfir gömlu verbúðartóttirnar i Seljadaí og
lendinguna, þar sem ég reri fyrir rúmurn 60
árum. Þá var líka róið í Kálfadal.
Nú á tímum þætti ekki vistlegt þarna.
Þegar til Bolungarvíkur kom, stanzaði bíll-
lnn hjá Péturs Oddssonar húsinu gamla.
Er ég kom út úr bílnum, hitti ég gamlari
kuningja, Stein Emilson skóiastjóra. Hann
var mér hjálplegur með að útvega mér jeppa-
bíl fram að Gili. Þangað var ferðinni heitið,
að hitta Ólaf Zakaríasson, frænda mmn. Ég
varð að hafa hraðan á, því að ég ætlaöí með
áætlunarbílnum til ísafjarðar. Gaman þótti
mér að koma þarna að Gili. Ólaíur á myndar-
lega konu og efnileg börn. Hann er góður bú-
maður og hefir unnið mikið þarna að jarða-
bótum og byggingum og hefir eignazt drátt-
arvél til heimilisþarfa. Fannst mér búsældar-
legt þarna. Sumarhagar sérstaklega góðir
fyrir allar skepnur.
Þegar ég var nýkominn að Gili, var spurt
eftir mér í síma og ég beðinn að koma við hja
Margrétu Jónsdóttur, Jónssonar frá Ljotunn-
arstöðum, sem ég og gerði. Á hún lítið en lag
legt hús, er hún býr í ásamt dóttur sinni,
sem er gift norskum manni, — efnilegum.
Þarna var gott að koma, snoturt og þrifa-
legt.
Afi Margrétar var Jón Gisiason „lóðs“, er
bjó á Ljótunnarstöðum í 30 ár, áður en ég
fluttist þangað.
Þá kom ég til Valdimars Samúelssonar og
Marinar dóttur hans, er tóku mér með á-
gætum. Kona Valdimars er nú fyrir alllöngu
látin. Hún var systurdóttir konunnar minúar
sálugu.
Eftir stutta stund, kom áætlunarbíllinn, og
var þá ekki til setu boðið, og hefði ég gjarna
viljað hafa þarna lengri viðdvöl. Svona verð-
ur það að vera, þegar maður kemur viða við,
þá getur viðstaðan ekki allsstaðar orðið löng.
Ég renndi augunum aðeins heim að Hóli.
Þar gnæfir hin myndarlega kirkja Bolvík-
inga. Ég hefi einu sinni komið inn í hana, fyr-
ir mörgum árum, og fannst mikið til um.
Þá var lagt af stað inn i Hnífsdal. Þar fór
ég úr bílnum, því mig langaði til að hitta
Stefán Pálsson frá Vatnsfirði. Ég hafði hugs-
að mér að hitta alla þá bræður, f^óra, sem
búa við ísafjarðardjúp.
Hann tók mér með innilegri vináttu, eins og
öllum þessum systkinum er lagið.
Stefán sagði, að sér liði vel þarna í Hnífs-
dal. Samt kvaðst hann vera orðinn lúinn, sér-
staklega i fótum, énda eiga þessir bræður
sammerkt í því, að vera orðnir lúnir, sem ekk.: