Tíminn - 24.12.1950, Side 35

Tíminn - 24.12.1950, Side 35
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950 35 ina með óumræðilegum vonarbjarma í aug- um. „Er ekki sami bylurinn ennþá?“ spurði hann, enda þótt hann vissi svarið jafnvel og hún. „Það er sami stormurinn, en ég held, að ofankafaldið sé eitthvað minna,“ svaraði hún og þrýsti sér fastar að rúðunni. — Þögn. Síðan spurði hann: „Ertu búin að gefa kún- um?“ „Já,“ svaraði hún, „og kindunum líka,“ bætti hún við og blés á rúðuna. Grímur leit snöggt á móður sína. Það var þá eins og hann hafði grunað; hún var ekki með öllum mjalla. Já, það mátti segja, að ekki var ein báran stök á þessu heimili. „Hvað áttu við? Hvaða kindum varstu að gefa?“ Hún leit til hans með næstum gletn- islegu augnaráði og svaraði: „Kindunum okk- ar. Þær eru að vísu ekki komnar ennþá, en ég gaf á garðana, svo að þvi væri lokið, þegar þær kæmu.“ Grímur reis upp í rúminu og þreif í hand- legg móður sinnar. „Þú hefur þó ekki . . . .? Nei, það er ómögulegt. .. .“ „Jú, Grímur, ég fór til Snorra og sagði honum frá ástæðum okkar . . . .“ Hann sleppti takinu og seig niður á kodd- ann. Nú var það hann sjálfur, sem varð rugl- aður. Hann vissi ekki til þess, að hann ætti nokkurn mann að slíkum vini, að hann legði líf sitt í hættu hans vegna. Hvernig mátti það þá ske, að versti óvinur hans gerði slíkt? „Það er ómögulegt, rnarnma," endurtók hann. „Ég þekki engan, hvorki nær eða fjær, sem ég hefði getað beðið slíkrar bónar. En sízt af öllum var hægt að biðja Snorra. Það veiztu þó vel. Við höfum hingað til ekki gert svo mikið áS þvi að greiða hvor fyrir öðrum, svo ekki sé meira sagt.“ „Það vár erfitt, ég skal ekki leyna þvi, en svo heitt getur móðir elskað, að hún vill ým- islegt á sig leggja. — Við höfðum aðeins um þetta tvennt að velja: Treysta á veglyndi Snorra eða fara á sveitina. — Til annarra bæja var of langt að leita.“.............. Allt í einu heyrðist hundgá gegnum storm- gnýinn fyrir utan. Helga stóð upp, tók ann- að kertið og hraðaði sér til dyra. Snorri var kominn. Hann var líkari snjó- karli en mennskum manni. Lambhúshettan huldi allt andlitið nema augun og nefið, sem var blátt af kulda. Tryggur stóð við fætur hans og hristi sig svo gríðarlega, að snjórinn hraut í allar áttir. Helga faðmaði Snorra að sér og kyssti hann á nefið. Hún spurði einskis, en dró hann með sér inn göngin, án þess að gefa honum tíma til að stappa af sér mesta snjóinn. Hann tók af sér hettuna um leið og þau gengu inn í baðstofuna. Góða stund horfðust nágrannarnir í augu, en hvorugur mælti orð af vörum. Það var eins og þeir væru að reyna fyrir sér, lesa i sálarhugskot hvors annars. Loks mælti Snorri: „Kindurnar þínar eru komnar í hús. Mér taldist þær vera 85 í allt; getur það passað?“ „Já, það stendur heima. Þú ert göfugmenni, Snorri. Ég hef unnið þér allt illt, sem ég hef mátt, en þú svarar með þvi að leggja líf þitt í hættu mín vegna. Lofaðu mér að þrýsta hönd þína, þótt slíkt drengskaparbragð verði hvorki goldið með handtaki eða þakkarorð- um einum.“ Tvær kraftalegar hendur tóku saman, svo fast, að hnúarnir hvítnuðu. Það var vináttu- « I hugur, traust og einlægni, sem fólst í þessu handabandi. Grimur mælti: „Hingað til hafa þessar hendúr unnið um of hvor á móti ann- arri. Væri ekki farssella fyrir okkur að láta þær vinna meira saman?“ „Jú, Grímur, víst væri það raunbetra. Við skulum hér eftir láta þær starfa saman í bróð- erni og gleyma öllum fortíðarerjum." „Já, Snorri. Og nú ætla ég að biðja þig að þiggja af mér eina rolluskjátu, er ég kalla Brynju, sem örlítinn þakkiætisvott frá mér fyrir greiða þinn og til staðfestingar heiti okkar.“ „Þakka þér fyrir, Grímur. Ekki vil ég neita vinargjöf. Ég þekki kindina. Hún hefur gróf- lega breiðan spjaldhrygg.“ „Já, hún hefur gott bak, greyið.“ Grímur brosti drýgindalega og bætti við: „Ég býst við, að fleirum þyki gaman, líkt og mér, að þukla um vel gróin bök og feitar bringur." „Það er enginn bóndi, sem ekki hefur gam- an af kindum,“ samsinnti Snorri brosandi og bjóst til að fara. En hann varð þó áður að þiggja eitt glas af heitri mjólk hjá Helgu og Tryggur fékk sinn skerf vel útilátinn. Hann átti líka fyrir sopanum sínum, því að einmitt í sömu svifum og Snorri hafði ætlað að snúa heimleiðis, vonlaus um að finna féð, kom Tryggur með allan fjárhópinn í flasið á hon- um. . . . „Jæja, nú er víst bezt að koma sér heim. Það er þokkalegt, hvernig ég er búinn að fara með nýskúrað gólfið hjá þér, Helga mín,“ sagði Snorri. Snjórinn hafði þiðnað í fötum hans og myndað polla á gólfinu. „Uss, nefndu það ekki. Smámunir skyggja ekki á gleði mína i kvöld, þvi að dýrðlegri jól hef ég aldrei lifað,“ svaraði hún og strauk kollinn á Trygg hvað eftir annað. „Aðeins eitt enn, áður en þú ferð,“ sagði Grímur ,um leið og Snorri rétti honum hönd sína í kveðjuskyni. „Minnztu þess, þegar vor- ar, að það er nógur mór fyrir okkur báða i Innri-Hlíðarlandi.“ „Það skal ég gera með ánægju," svaraði Snorri. Síðan bauð hann gleðileg jól og hélt til dyra. Honum var undarlega hlýtt innan- brjósts og glatt í geði — þótt hann væri þreyttur af göngunni. Nú fyrst skildi hann til fullnustu kjarna þess boðskapar, sem höfundur jólanna hafði flutt mönnunum, að stærsti sigurinn væri í því fólgihn að gjöra óvininn að vini sínum. SKULI EUÐMUNDSSDN: l^jddróclc ijcirócicujiir 1950 Stœkkar arfur óðs og sagna. Áfram timinn hiklaus streymir. Ungir og gamlir ári fagna, enginn veit þó hvað það geymir. Bœði um dalabyggð og strendur blakta fánar yfir hlöðum. Flytur ræðu um frjóar lendur forsetinn á Bessastöðurn. ÍT r -- ’v ■ > J wF* \ Rikisstjórnar risnuskáli, rikmannlegur, oþinn stendur. Ráðherrann þar, reifur i máli, réttir föng á báðar hendur. Vanur að svamla í veizlusolli, veigum hresstur, fullur krcti, að sendiherrum kinkar kolli, og kjallaragesti úr Hafnarstrœti. Vistagncegð á veizluborðum. Vinin glóa á dýrum skálum. Hallargestir hreifir i orðum, hreyfa sáttir gamanmáium. Andar um bekki blcerinn þekkur, blikar geisli i hverjum Ijóra, meðan flökkudrengur drekkur dús við landsins œðstu stjóra. Veizlulok. — Á öllu og einu annar sviþur nccsta morgun. Þá fcer enginn neilt af ncinu nema fyrir cerna borgun. Gerist svalt á grýttum vegi, göngumanni, i húmsins dölurn. Langt er að ncesta nýársdegi og nýrri veizlu i stjórnarsölum. Þvi er lokað þessurn skála? Þörf er að banna slikt rneð lögum. Þörf er á breyting þeirra rnála. Þörf er að fjölga nýársdögurn. Aíenn, sem loka á rniðjum vetri, muna skyldu: í veröld nýja, seinna þeir, hjá sankti Pétri, sjálfir fara og hurðir knýja. «\ ' ■ h ■ ** 1 -“ú ”1 n Verður þú bráðum, veröld kcera, •* í veizlusalur allra matina? Hvort rnun árið fólkið fcera feti nccr þvi góða og sanna? , Skyldi það rjúfa skilvegg milli skuggans barna og eftirlcetis-? ^ Svo kcerleiks njóti og kónga hylli kjallaragestir Hafnarstrcclis. \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.