Tíminn - 24.12.1950, Side 37

Tíminn - 24.12.1950, Side 37
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950 37 \ JÓN BJÖRNSSON: Hann hafði verið stálhraustur alla ævi og varla fengið kvef, hvað þá aðra sjúkdóma. Því var það er hann veiktist allt í einu, að hann varð strax sannfærður um, að þetta yrði hans fyrsta og síðasta sjúkdómslega. Hann hafði haft þunga drauma upp á síðkastið — og all- ir, sem þekktu hann, vissu, að hann var ber- dreyminn. Draumar hans höfðu boðað hon- um burtför hans úr þessari veröld. En það var langt frá honum að æðrast út af sliku. í raun og veru sætti hann sig við allt nú orðið, já, meira að segja féll allt vel. Og nú var hann staðráðinn í því, að svo sannarlega sem hann hét Jónas og var fiskimaður, skyldi brottför hans úr þessum veraldarinnar tára- dal ekki verða á þann veg, að hann þyrfti að fyrirverða sig fyrir neinum. Og hann vissi, að einmitt dauði hans myndi verða til þess að halda nafni hans uppi eftir hans dag, því að ævilangt stritið eitt var ekki nóg til þess. Líf hans hafði ekki ætíð verið dans á rósum, en það voru örlög allra, sem unnu með höndum sínum. En þó hafði verið bjart yfir síðustu ár- um ævi hans. Sú birta stafaði af baráttu fyrir göðu málefni, þvi að það lýsir ætíð af öllu, sem er gott. JSinmitt rétt áður en hann veiktist hafði honum tekist að ná langþráðu takmarki — takmarki lífs síns. Það hafði kostað hann langa^og stranga baráttu, en sú barátta hafði verið barátta fyrir frelsi hans. Og er þessu var náð, gat hann lagzt rólegur til hvíldar í gröf sinni. Hann hræddist ekki dauðann. í raun og veru fannst honum, að hann gæti boðið hann velkominn. Hefði það ekki verið vegna kon- unnar hans, hennar Jórunnar, hefði hann verið harðánægður með sitt hlutskipti. Hún Jórunn hans elskuleg, hún hafði staðið við hlið hans í blíðu sem stríðu í öll þessí ár, og talað kjark í hann, þegar andbyrinn var að því kominn að buga þrek hans og ræna hann trúnni á lífið, hún, dóttir stórbóndans, sem í trássi við vilja foreldra sinna hafði gifzt hon- um, bláfátækum fiskimanninum — hún myndi verða örvita af sorg, ef hann dæi frá henni. Hjónaband þeirra hafði verið bæði langt og farsælt, og fátæktin hafði aldrei megnað að vinna bug á þeim. Og hún myndi sakna hans ef hann dæi núna. Þau voru barn- laus, svo ajg hún átti ekkert athvarf á ævi- kvöldi sinu .... Nei, hann mátti blátt áfram ekki deyja frá henni. Hún hafði fylgt honum í öll þessi ár og stutt hann með ráðum og dáð, og loks höfðu þau fengið að lifa þá stund, er þau voru búin að örvænta um að kæmi nokk- urntima, að þau kæmust upp úr fátæktinni, og urðu meira að segja sæmilega efnum bú- in, eftir þvi sem þá gerðist. En sú dýrð stóð ekki lengi. Þau urðu að horfa upp á það, að þau misstu allt sem þau áttu, og urðu að byrja á ný eins og fyrst er þau fóru að búa. En sá var munurinn, að þau voru orðin miðaldra og lúin, er þetta kom fyrir. — En Jórunn hafði ekki möglað; hún bar allan þennan mótgang með sömu þolinmæðinni og þrautseigiunni, nærri því eins og það væri sjálfsagður hlutur að missa allt sem maður átti. Og ofan á þetta bættist svo það, að fólk áleit að hann hefði sólundað eignum sínum í ein- tóma vitleysu. Hann varð að þola margar háð- glósurnar vegna þess. Jórunn ein skildi, að hann hafði aðeins gert það, sem hann áleit skyldu sína. Einu sinni hafði hann átt sinn eigin bát — stórt og íallegt áttamannafar, og hafði verið fisksælastur allra í þorpinu. Hann hafði haft menn i vinnu hjá sér. Þeir báru honum hið bezta orð. Þrátt fyrir mikinn kostnað hafði hann brotizt í að byggja nýtt hús, en það varð honum um megn, svo að hann neyddist til að selja bátinn og ganga í félag með öðr- um. Og helming alls þess, sem honum áskotn- aðist við vinnuna, lagði hann til hliðar, og leið hálfgerða neyð fremur en að taka á þessu sparifé sínu. Hann. var álitinn heimskingi, eða þá að minnsta kosti eitthvað bilaður á söns- um. En hann einn — og svo auðvitað Jórunn hans — voru sannfærð um, að hann mætti ekki bregðast skyldum sínum. Hann þreifaði undir koddann sinn og náði i veskið sitt. í því voru laun hans fyrir siðustu tvo mánuðina áður en hann veiktist. Hann taldi peningaseðlana með skjálfandi höndum og kinkaði ánægjulega kolli þegar því var lok- ið. Það var nóg í veskinu! Hann gat greitt síðustu afborgunina í dag, þegar presturinn kæmi. Og auk þess yrði eitthvað eftir handa Jórunni. Jæja, hvað það snerti gæti hann dáið ánægður! Hann stóð ekki í skuld við nokkurn mann framar. Og maour, sem engum skuldar neitt, hefir enga ástæðu til að vera óánægður. Og auk þess hafði hann bjargað heiðri ættar sinn- ar, sem var meira virði en heiður hans sjálfs. Og þetta var ennþá meira virði, þar sem hann var síðasti afsprengur ættarinnar. Hún myndi deyja út með honum. En enginn skyldi nokk- urntima fá átyllu til að segja um hann, að hann hefði brugðist skyldum sínum við ætt- ina. Og sá síðasti i ættleggnum mátti sízt af öllu varpa skugga á hann. Og til þess að halda þetta áform sitt hafði hann barizt harðri bar- áttu í fjölda mörg ár. Það hafði kostað hann stöðuga fátækt og óhemju strit. En einmitt núna var takmarkinu náð. ... „Jórunn!“ hrópaði hann. Lítil og grönn kona gekk ofur hægt inn úr dyrunum að herberginu þar sem hann lá. Hann virti hana snöggvast fyrir sér, rétt eins og það væri langt sáðan hann hefði séð hana. Og nú furðaði hann sig á því, að þessi veiklu- lega kona skyldi hafa þolað strit og skort svo margra ára. Og hún virtist alls ekki vera neitt guggin, já, hún gat jafnvel brosað eins og allt væri í stakasta lagi. . . . Og nú fann hann allt i einu til löngunar til að lifa. í raun og veru var ekkert því til fyrirstöðu að þau gætu átt góða ævi enn um skeið. . . . Jórunn strauk hárið frá gagnaugum hans og hagræddi höfðalaginu. „Ég var úti í eldhúsi. Get ég gert eitthvað fyrir þig, vinur minn?“ „Ég þarfnast bráðum einskis framar,“ svar- aði hann. „Ég finn, að ég á ekki langt eftir ólifað.“ Jórunn brá svuntuhorninu upp að augunum. „Segðu það ekki,“ snökkti hún. „Ég var ein- mitt að vona, að þér batnaði bráðlega. Og það væri svo gott að lifa nokkur ár ennþá! Lifa sem frjálsar manneskjur.“ Síðustu orðin mælti hún með áherzlu í rödd- inni. Hann tók eftir því og sagði: „Þú — ert þá ekki með þeim — hinum? sagði hann hikandi. „Nei, én þegar maður gerir það serft er rétt, er engu líkara en að fólk taki til þess og lái manni að hafa ekki gert rangt í stað þess.“ „Við skulum eklii láta það hafa áhrif á okk- ur.“ „Nei, að sjálfsögðu ekki. En þegar manni hefði getað liðið vel, en hefir valið þann kost að standa við skyldur sínar og þola fátækt vegna þess, þá er það kallað sauðarskapur. Mér hefir gramist það.“ „Mér hefir sárnað það iíka, Jörunn! En það hefir engin áhrif haft á ákvörðun mína, þvi að ég veit, að heiður ættar minnar er meira virði en minn eigin heiður. Og allir þeir, sem hafa hæðzt að mér, vita auðsýnilega ekki, hvað góð ætt er.“ Jónas reis á olnboga í rúminu og hló. Það var engu likara en að hann hefði alveg gleymt lasleika sínum. Gleymt því, að hann hafði ver- ið sannfærður um að hann ætti að deyja. „En ef þú hefir nú áorkað það eitt að eyði- leggja heilsu þína með stritinu — óþarfa striti — eins og sumir segja? Hafðir þú hinn minnsta rétt til þess?“ „Það er betra að deyja fyrr, hafi maður gert skyldu sína, heldur en að vera langlífur og svíkja hana,“ sagði.hann. „Já, já, við skulum ekki tala meira um það. En ég heyri, að einhver er að berja að dyrum. Ætli það sé ekki hann séra Tómas. Nú skal ég láta hann koma inn til þín.“ Jónas brosti. Honum leið vel að öðru leyti en því, að hann var ákaflega máttfarinn. Hann gat ekki að sér gert að brosa að þessum orðum hennar. Hún hafði áður látið svipaðar efa- semdir í ljós. En hann vissi, að þar lá ekkert bak við, því að hún hafði verið honum sam- hent í öllu. Séra Tómas kom inn í herbergið. Jórunn hvarf út í eldhúsið til þess að sinna störfum sínum á meðan þeir töluðu saman. „Þú lítur sannarlega ekki út fyrir að vera að kveðja þennan heim, svo að ég hefði ekki þurft að flýta mér svona,“ sagði presturinn glaðlega um leið og hann þrýsti hönd Jónas- ar. „Hvað get ég gert fyrir þig, gamli vinur?" Jónas tók veskið og mælti: „Ég ætla að biðja þig að borga þetta í bank- ann. Það er síðasta afborgunin af gömlu láni.“ Presturinn varð undrandi á svipinn. Hann skildi ekki hvað Jónas gamli var að fara, og kom sízt af öllu til hugar, að hann væri skuld- ugur í bankanum. „Þetta er mjög gömul skuld,“ sagði Jónas. „Ég hefi verið að öngla saman upp í hana í síðastliðin tuttugu ár. Og loksins hefir mér tekizt að greiða hana að fullu.“ „Ég hélt ekki að þú hefðir tekið lán,“ sagði séra Tómas. „Það hefi ég heldur ekki gert. En samt skulda ég . . . .“ „Ábyrgðir?“ „Nei, ég hefi aldrei skrifað undir neitt slíkt — enda hefði nafn mitt víst ekki þótt mikil trygging. En þessi skuld er min skuld engu að síður.“ Nú var séra Tómas orðinn forvitinn. Margt einkennilegt var sagt um Jónas gamla, en hann var án efa ennþá undarlegri en fólk gerði hann i tali sínu. Honum lá við að halda, að gamli maðurinn væri farinn að tala óráð ... Jónas gamli tók í nefið og fór sér ofur ró- lega að öllu. „Já, þú manst kannske eftir honum Sölva bróðursyni minum .... Hann dó rétt eftir að hann var búinn að ljúka prófi í lögfræði .... Það er enginn efi á því, að hann hefði orðið þarfur maður í þjóðfélaginu, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið . . . Ójá . . . En forlögin ætluðu sér annað með hann. Þeim verðum við allir að lúta . . . Já, látum okkur nú sjá. Það eru nákvæmlega tuttugu ár síðan hann dó . . . Og með dauða hans slokknaði síðasti mögu- leikinn til þess að ætt okkar dæi ekki út. Og nú er ég einn eftir . . . .“ Jónas tók sér dálitla málhvíld. Endurminn- ingarnar sóttu svo að honum, að hann vissi varla á hverju hann átti að byrja .... „Sölvi var bláfátækur, en viljinn var óbug- andi. Ég er viss um, að hann svalt á námsár- unum. Og ég gat ekki hjálpað honum, þótt ég feginn vildi og fyndi, að það var skylda mín. Þetta var fyrir stríð og lítið um peninga hjá fólki. En af því að Sölvi var duglegur, tókst honum að fá lán til að standa straum af náms- kostnaðinum. Nokkrir efnaðir menn hérna í þorpinu hjálpuðu honum til þess með því að ganga í ábyrgð fyrir hann. Þeir trúðu á hann. . . . Og allt virtist nú leika í lyndi fyrir hon- um. . . . En hálfum mánuði eftir að hann hafði lokið prófinu, veiktist hann og dó . . . .“ „Já, ég man vel eftir hinum unga og efni- lega manni,“ mælti séra Tómas, er Jónas gamli þagnaði og tók í nefið. „Já, það var ákaflega sorglegt. Mér þótti mjög vænt um þennan frænda minn, og kann ske ennþá vænna um hann fyrir þá sök, að faðir hans og ég höfðum aldrei getað setið á sáttshöfði. Faðir hans dó áður en Sölvi hóf skólanám sitt. . . . Eftir að svona fór, gat ekki hjá því farið, að velgerðamenn Sölva hlutu að biða tilfinnanlegt tap. Ekki svo að skilja að þeir hefðu haft orð á því við nokkurn mann. En ég gat ekki látið þetta afskiptalaust. Ég fann, að mér bar skylda til að greiða skuld frænda míns. Og nú vildi svo vel til, að upp- gangstímar urðu hérna i þorpinu eftir að bátabryggjan var byggð og vélbátaútgerðin hófst. Ég eignaðist bát, en seldi hann strax aftur til þess að geta greitt af skuld Sölva. Og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.