Tíminn - 24.12.1950, Qupperneq 41

Tíminn - 24.12.1950, Qupperneq 41
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950 41 Hún haföi verið gift Elkana í nokkur ár. Börn Peninnu og manns þeirra ólust upp í húsi þeirra í Rama. Sjálf átti hún ekkert barn. Guði þóknaöist ekki að bænheyra ha'?a og gefa henni son. Máske var GuÖ henni reiður fyrir, að hún í hjarta sínu öfundaði Peninnu af börnunum. Hún átti ást manns þeirra. Peninna átti börnin. Hvorug var hamingiusöm. Báðar hefðu sennilega kosið að skipta. Peninna var afbrýðisöm. Hún storkaði henni, þegar maðurinn heyrði ekki til og kallaði hana óbyrju. Hanna bar harm sinn í hljóði og klagaði aldrei Peninnu fyrir herra þeirra. Hún var engu bættari, þótt hann refsaði henni. Pen- innu var vorkunn. Hún gerði sér mjög far um að geðjast manninum, en hann var orðinn henni fráhverfur, enda var hún farin að eld- ast í útliti. Hanna var ung og fögur. Og Peninna hat- aði hana og bannaöi henni að skipta sér af börnunum. Henni gramdist, hvað þau hænd- ust að ungu konunni. öil börn hændust að Hönnu. ' Oft hljóp hún út á strætið, þegar hún heyrði börn, nágrannakvennanna gráta, og hætti ekki fyrr en hún gat huggað þau. Það kom fyrir, að hún tók einhvern litla angann í fangið og þrýs'.i honum að brjósti sér. Þegar hún gekk inn í húsið aftur, fannst henni hún vera svo undur fátæk og einmana. Elkana tók konur sínar og börn þeirra Pen- innu með sér til húss Ðrottins í Siló, til þess að biðjast fyrir og færa Guði hina árlegu fórn, því hann var maður trúaður og óttaðist... Drottinn. Þegar f jölskyldan kom í hús Drottins, horfði Peninna hreykin á barnahópinn. Hún skotr- aði augunum háðslega til Hönnu. Unga konan barðist við grátinn. Seinna um daginn, þegar fjölskyidan sat að snæðingi, stóð hún upp svo lítið bar á og hélt ein upp í helgidóminn til að biðjast fyrir. Hún gat ekki lengur dulið sorg sína. Tárin streymdu niður kinnarnar. „Drottinn allsherjar, gefðu mér son“, bað hún. „Ef þú í náð þinni lítur til mín, vesallar konu, og gefur mér son, skal ég færa þér hann í hús þitt, svo að hann megi þjóna þér alla ævi“. Öldungurinn Elí, prestur og dómari ísraels, sat við dyrnar í húsi drottins og heyrði rödd konunnar. Hann greindi ógerla orð og sam- hengi, því heyrn hans var mjög tekjn að bila. „Kona“, sagði hann, „því grætur þú og barmar þér? Má vera, að þú sért ör af víni, sé svo, lát þá vímuna renna af þér“. Rödd hans var hvöss. Hún varð enn niðurlútari. Hinn mikli dóm- ari ísraels hafði talað til hennar. Hún fyrir- varð sig. „Herra, eigi er ég ör af vini“, ansaði konan, Vilborg Auðunsdóttir: ÓSKABARNIÐ „en ég hefi dirfst að taia til Guðs í húsi hans og beðiö hann að sjá aumur á mér og veita mér bæn mína“. Öldungurinn hugði nánar að konunni. Frammi fyrir honum stóð ein af fegurstu dætrum ísraels, svo bljúg og barnslega auð- mjúk í sorg sinni. Svipur hans mildaðist. „Hvað þjáir hjarta þitt, dóttir mín?“ Unga konan úthellti hjarta sínu fyrir öld- ungnum og endurtók bæn sína og fyrirheit til Drottins. Öldungurinn Elí starði dreymnum augum framundan sér. Skörpu drættirnir og djúpu hrukkurnar í alvarlegu andlitinu, fannhvítt hár og skegg, er tók honum í bringu, mótaði svip hans óvéfengjanlega tign og virðuleik. Hann studdi olbogum á kné sér. Gular, beinaberar hendurnar, er komu fram úr víð- um skykkjuermunum, sýndust svo undur grannar. Orð konunnar hljóma fyrir eyrum hans. „Ef þú í náð þinni lítur til mín og gefur mér son, skal ég færa þér hann í hús þitt, svo hann megi þjóna þér alla ævi“. Öldungurinn byrgir andlitið í höndum sér og hugsar. Hann ráðfærir sig við Guð. Það hafði hann gert í þessi hart nær 30 ár, er hann hafði dæmt ísrael. Hann hafði leitast við að þjóna Guði dyggilega, leiða hina útvöldu þjóð á hans vegum. Fólkið var óhlýðið. Hann hafði oft orðið að dæma hart, en hann hafði ráð- fært sig við Guð og gætt réttlætisins. Áhyggjurnar þjökuðu hann. Synir hans voru óhlýðnir og svallfengnir. Þeir mundu aldrei verða færir um að leiða þjóðina á Guðs vegum. Hver mundi taka við af honum? Þessi spurning lét hann aldrei í frði. í þessum sama stóli hafði hann setið við dyrnar í húsi Drott- ins ár eftir ár og beðið Guð að senda þjóð sinni leiðtoga. Hans naut ekki mjög lengi við úr þessu. Hvað tók þá við? Felistarnir ógn- uðu þjóðinni. Fólkið þarfnaðist handleiðslu. Það var villuráfandi. Aftur verður honum litið á konuna. Hafði Guð sent hana. Voru orð hennar fyrirheit um bænheyrslu? Hann starir á hana fjarrænum, annarlegum augum, eins og væri hún draum- sýn, en ekki venjuleg kona. Myndin skýrist — fær ákveðið form — verður að guðlegu tákni. En hann á erfitt með að átta sig, þegar hann loks -fær að vita, að Guð hafi heyrt hina margítrekuðu þæn hans varðandi örlög ísra- els — að senda þjóðinni leiðtoga. Öldungurinn leggur titrandi hendur á höf- uð konunnar og blessar móður væntanlegs leiðtoga ísraels. „Kona, sé það Guðs vilji, þá verði þér að ósk þinni“. Rúmu ári síðar ól Hanna, kona Elkana í Rama, manni sínum fagurt sveinþarn. Þeim hjónum kom saman um að láta drenginn heita Samúel. Hanna sagði manni sínum heit það, er hún hafði unnið í húsi Drottins, að gefa Guði son sinn. Og Elkana sagði: „Gjör sem þér sýnist“. Sveinninn dafnaði vel og var yndi móður sinnar. Það leið að þeim tíma, er f jölskyldan færi til hinnar árlegu fórnar i Síló. Hanna afsakaði sig við mann sinn. „Sveinn- inn er á brjósti, og get ég því ekki farið. Hann er of ungur til að fara þangað“. Maðurinn lét hana ráða og tók Peninnu og böm þeirra með sér, eins og hann var vanur. Hanna hafði hlak^að til þeirrar stundar að fá að vera eftir heima með Samúel. Aldrei naut hún sín betur en þegar hún var ein með barninu. Hvert augnablik var henni dýrmætt, sem hún fékk að hafa hann hjá sér. Máske elskaði hún hann enn meir fyrir það, að hún átti að skilja hann við sig. Þegar fjölskyldan kom heim, sagði Elkana henni, að Elí hefði spurt ýtarlega um dreng- inn. Hann flutti henni þessa orðsendingu prests- ins: „Færið mér hann, þegar móðir hans hefir vanið hann af brjósti“. Tvö ár var Hanna heima með son sinn, er fjöiskyldan fór til húss Drottins í Síló. Þegar presturinn spurði um barnið, svaraði Elkana: „Móðir hans hefur hann enn á brjósti". Þegar sveinninn Samúel var tæpra þriggja ára gamall, tók móðir hans hann með sér til Síló. Heit sitt varð hún að efna. í húsi Drottins í Síló átti hann að vaxa upp, svo að hann mætti þjóna Guði alla ævi. Presturinn Elí lagði hendur á höfuð drengs- ins og blessaði hann. Drengurinn hjúfraði sig hræddur upp að móður sinni. Þegar maðurinn hafði fært fómina og fjöl- skyldan beðizt fyrir, var búizt til heimferðar. Þau urðu sein fyrir í þetta sinn. Hönnu varð tafsamt. Skilnaðarstundin var svo erfið. Hún þrýsti þarninu að brjósti sér og grét. Elí býst til að taka drenginn úr fangi henn- ar, en litli snáðinn stritast á móti af öllum kröftum og heldur dauðahaldi í móður sína. Örvingluð fellur konan að fótum prestsins, með barnið í fanginu, og kveinar: „Herra, leystu mig frá heiti mínu, taktu ekki barnið mitt frá mér“. Augu öldungsins myrkvast. „Vei þeim, er gengur á heit sitt við Drottinn". Rödd hans var dimm og ógnandi. Konan rís hægt á fætur. Með mildi og var- færni losar hún litlu hendurnar, er héldu um háls hennar. Og dómari ísraels tók óskabarn þjóðarinn- ar, eign Guðs, grátandi úr faðmi móður sinn- ar um leið og hann hvíslaði: „ísrael þarfnast hans“. Við dyrnar í húsi Drottins sneri konan sér við, og er hún sá útréttar hendur sveinsins, gekk hún eitt skref áfram, leit társtokknum augum á öldunginn og sagði: „Móðir getur ekki gefið einkason sinn. Ekki einu sinni Guði“. Og fjölskyldan hélt heim á leið til Rama. í húsi Drottins í Síló grét hinn ungi þjónn Guðs og kallaði á móður sína. Á leiðinni heim hljómaði grátur hans stöð- ugt fyrir eyrum hennar, og hendur hans héldu dauðahaldi um háls hennar. Hún fann, að hún mundi aldrei geta losað um þessar litlu hendur. Heima í Rama gekk konan um hús manns síns eins og I leiðslu. Hún gat ekki dulið þrá sína eftir barninu, og neytti vart svefns eða matar. Ef henni rann blundur á brá, andvarpaði hún upp úr svefninum og kallaði á Samúel litla. Maðurinn reyndi að hugga hana. „Er ég þér ekki betri“, sagði hann, „en 10 synir?“ Hún þagði, eins og hún hefði ekki heyrfr orð hans. Honum fannst stundum, þegar hann talaði til hennar, eins og væri hann að á- varpa ókunna konu. Hún var ekki sjálfri sér lík. Það var eins og hús hans væri ekki lengur hennar hús. Það var aðeins þögull skuggi hennar, sem reikaði um hús þeirra í Rama. Hjarta hennar var í Síló, hjá syni hennar, Samúel., Elkana kom að máli við Hönnu konu sína. „Þú ættir að sauma litla kápu handa Samú- el og færa honum, næst þegar við förum til Síló“. Hún settist við saumana, lauk kápunni, en henni treindist við verkið, því hún vandaði hvert spor. Og eftir að kápan var fullgerð, héldu tár konunnar áfram að falla niður á litlu flíkina, því hún skoðaði hana oft, þegar enginn sá til. A tilteknum tíma hélt fjölskyldan til Síló. Þegar drengurinn sá foreldra sína, var eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.