Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950
42
! og hann áttaði sig ekki, þegar i stað. En er
I hönd móður hans strauk lokka hans og hún
1 laut niður að honum og hvíslaði: „Samúel,
sonur minn, hvarf ókunnugleikinn úr skýr-
legu augunum hans.
„Móðir mín,“ hrópaði sveinninn.
Og hann lá grátandi í faðmi hennar.
' Það var fyrir þessi orð sveinsins, að kon-
unni var léttara í huga, þegar hún skildi við
hann en árinu áður. Hún var laus við þann
lamandi ótta, að missa þau réttindi, sem guð
gaf henni, þegar hún ól soninn — að vera
móðir hans —. í vitund sveinsins hélt hún
áfram að vera móðir hans. í húsi Drottins í
Síló hélt hann áfram að vera hennar barn.
Það var hennar líf.
Guð ísraels var góður, eins og hann var
máttugur og réttlátur. Hann þekkir hjörtun
og veit, að móðir getur ekki gefið einkason
sinn. Ekki einu sinni Guði.
Á ári hverju saumaði hún litla, fagra kápu
og færði honum. Og hann fagnaði henni, eins
og börn fagna mæðrum sínum, sem lengi hafa
verið í burtu frá þeim. Hann kallaði hana
alltaf móður sína.
Sveinninn óx upp og kom sér betur og bet-
ur við Guð og menn.
Samúel litli brást ekki vonum meistara
síns. Hann var óvenju bráðþroska og skýr.
Ungur drakk hann í sig sögu hins fyrirheitna
lands. Hann hlustaði hugfanginn á frásögn
meistara síns um Abraham, ísak, Jakob og
Móse. Hann lærði hið heilaga orð — lögmál-
ið — er skráð var á steintöflurnar, er geymd-
ar voru í sáttmálsörkinni, innan fortjalds
tjaldbúðarinnar — í því allra helgasta. Orð
lærimeistarans voru þrungin krafti. Og
sveinninn fann eins og Móse forðum, að stað-
urinn^var heilagur.
Sagan um dóttur Faraós og Móse hreif þó
mest huga hans. Þegar dóttir Faraós fann
-drenginn í sefinu við árbakkann og lét sækja
móður hans. Hann lifði sig inn í þessa frá-
sögn. Þá var hann sjálfur Móse. Svo kom
kóngsdóttirin og sendi eftir móður hans til
Rama.
Hún kom, leit á hann þessum mildu ástúð-
legu augum, rétti honum höndina og leiddi
hann heim á leið. Þá var móðir hans ekki
sorgbitin og niðurbeigð, eins og í húsi Drott-
ins í Síló, þegar hún var að fara frá honum.
Þeim leið báðum svo vel, því þau gengu hliö
við hlið.
Hann langaði að biðja Gjið að senda kóngs-
dóttur til Rama eftir móður sinni, en hann
vissi ekki, hvort hann mátti það. Guð mundi
kanske móðgast. Lærimeistarinn hafði strang-
lega varað hann við að móðga Guð. Og dreng-
urinn vildi engan móðga, hvorki Guð né
menn. _ _ ___________________
Hann hugsaði oft um móður sína. Annars
vissi hann ekki, hvort hann mátti það, en
hann gerði það ósjálfrátt. Fyrst eftir að hann
kom í hús Drottins, hafði hann spurt oft eftir
henni. Þá var hann svo ungur. En hann fann
brátt, að Elí var ekki um það gefið.
Hann hætti að minnast á hana, því að
hann var ljúfur og eftirlátur og gerði sér í
öllu far um að geðjast lærimeistara sínum.
Þegar Samúel litli lék sér með börnum
Sílóborgar, var hann jafnan sjálfkjörinn for-
ingi þeirra. Hann fræddi þau um marga hluti,
er hann hafði numið af Elí. Það kom fyrir, að
þróttmikil rödd sveinsins barst að eyrum
öldungsins, er börnin þyrptust í kringum
hinn unga lærimeistara og hlýddu með at-
hygli á orð hans. Þá birti yfir svip hins aldna
manns. Hann strauk sítt skeggið og tutaði
fyrir munni sér: „Hann er sannarlega sá, sem
Guð hefir útvalið til þess að leiða þjóð sína.“
Og öldungurinn trúði á drenginn næst Guði.
Hann lét hann ganga í línhökli og gegna
prestsþjónustu.
Aðeins eitt var eftir, til þess að hinn 98
ára gamli þjónn Guðs gæti dáið rólegur, en
það var, að Guð sjálfur talaði til drengsins,
eins og hann hafði fyrrum talað til leiðtoga
sinnar þjóðar. Guð var enn ekki farinn að
tjá Samúel, að hann hefði kjörið hann eftir-
mann Elí —■ leiðtoga síns fólks. En þeirrar
stundar beið hann með eftirvæntingu.
Þá gat hann dáið rólegur, þótt framandi
her og framandi guðir ógnuðu heill hins
fyrirheitna lands.
Hann treysti Samúel.
Elí tók að útlista fyrir drengnum hið mikla
og háleita starf, er Guð hafði kjörið hann til.
„Vertu viðbúinn, sonur minn, að hlusta
eftir rödd Guðs, ef hann ávarpar þig, eins og
hann forðum ávarpaði Abraham, ísak, Jakob
og Móse. í nótt átt þú að sofa í helgidómi
Drottins, þar sem sáttmálsörkin er geymd.
Má vera, að Guði þóknist að tala til þin á
þeim heilaga stað?“
Áður en drengurinn lagðist til svefns, á-
minnti Elí hann enn.
„Hlusta þú eftir rödd Drottins, sonur minn,
lieyrir þú hana, þá segðu: „Þjónn þinn
heyrir“.“
Drengurinn hlýddi. Hann lá vakandi i
rúmi sinu og hlustaði eftir rödd Guðs.
Öldungurinn lá eining vakandi og beið þess
með eftirvæntingu, að Guð talaði til hins
uppvaxandi spámanns og leiðtoga ísraels.
Barnið byltir sér í rúminu og hrópar upp
úr svefninum:
„Móðir mín“.
Elí kallar til drengsins. Hann vaknar og fer
fram úr rúminu til Elí.
„Hefir Guð talað til þín, sonur minn?“
Drengurinn svarar í einlægni þess barns,
sem ávalt segir satt :
„Ég heyrði rödd móður minnar“.
„Legg þig aftur, sonur minn,“ býður öld-
ungurinn.
Samúel litli leggst aftur í rúm sitt og reynir
að hlusta. Gullbúið lok sáttmálsarkarinnar
með vængjuðu englunum glóir í næturhúminu.
Þessa fallegu engla hafði Elí sýnt honum í
fyrsta sinn, þegar móðir hans fór frá honum,
og skildi hann eftir í húsi Drottins.
Hann hafði grátið svo mikið eins og Móse
í örkinni forðum. Og hann hafði ekki hugg-
azt, þótt Elí sýndi honum englana og segði
honum, að þetta hús váeri Guðs hús. Hann
var hræddur við öldunginn með síða skeggið.
Hann hafði verið svo einmana í húsi Drottins,
og hann var það raunar enn.
Nú vissi hann hvers vegna hann fékk ekki
að vera hjá móður sinni. Hann átti að vaxa
upp í húsi Drottins, svo að hann mætti þjóna
honum alla ævi, og hann var látinn sofa í
helgidóminum, svo að hann mætti heyra
rödd Guðs.
Aftur reynir hann að hlusta. En hugur
barnsins er jafnan reikandi.
Hann sér fyrir sér ástúðlegt andlit móður
sinnar og heyrir hljómþýða rödd hennar:
„Samúel, sonur minn“.
Tár komu í augu drengsins. Gott áttu börn-
in, sem fengu að vera hjá mæðcum sínum.
Hann varð að hlusta.
Þetta var allt svo undarlegt. Hann var svo
ungur og kunni ekki að tala við Guð. Elí kunni
það. Hann var gripinn vanmáttarkennd. Það
var ekki laust við, að geigur væri í honum.
Bara að hún móðir hans væri kcmin og
hann mætti hvíla í faðmi hennar. Og hann
andvarpar:
„Móðir mín.“ *
Aftur kallar Elí.
Sveinninn rís upp og fer til hans.
„Hefir Guð talað til þín, sonur minn?“
Drengurinn svarar sem fyrr:
„Ég heyrði rödd móður minnar“.
„Leggstu aftur fyrir,“ bauð öldungurinn.
Drengurinn hlýðir. Hann hlustar og biður
Guð að tala til sín, því að hann vildi geðjast
Elí.
Ekkert svar.
Hann var þreyttur. Var það annars rétt af
Elí að lofa honum ekki að vera hjá móður
sinni?
Hann blygðaðist 'feín. Allt, sem Elí gerði var
rétt.
En þá fyrst gat hann skilið, að guð ísraels
væri góður, ef hann fengi að fara til móður
sinnar í Rama, því að hún var ímynd alls hins
fegursta og bezta í huga sveinsins.
Fegursta og bezta kona ísraels, það var hún
móðir hans.
Hann hlustaði eftir rödd Guðs, af því að
hann var hlýðinn, en hann þráði að heyra
þetta yndislega ávarp móður sinnar:
Samúel, sonur minn.
Hann hlustar og starir á englana á loki
sáttmálsarkarinnar.
Og englarnir baða út gullnu vængjunum
sínum. Þeir lyfta honum upp úr rúminu og
svífa með hann upp í loftiö, langt, langt í
burtu frá húsi Drottins. Þeir fljúga með hann
til Rama.
Móðir hans breiðir út faðminn á móti hon-
um. Hún strýkur yfir lokka hans og hvíslar
nafn hans.
Drengurinn brosti í svefninum. Hann var
sæll, því að hann var hjá móður sinni.
Um morguninn kallaði Elí sveininn fyrir sig.
„Heyrðir þú rödd Guðs, sonur minn?“
„Ég heyrði rödd móður minnar,“ anzaði
sveinninn og hikar.
„Leyndu mig engu,“ bað öldungurinn.
Drengurinn bætir við: „‘Þegar ég heyri rödd
móður minnar, finnst mér Guð vera nálæg-
ur.“
Þannig hljóðuðu hin fyrstu spámannlegu
orð hins væntanlega spámanns og leiðtoga
ísraels.
Öldunginn setti hljóðan.
Sú var tíðin, að Guð talaði við sína útvöldu
eins og maður talar við mann, en nú á dögum
voru vitranir sjaldgæfar og orð Drottins fá-
heyrt.
Hann hafði þó alltaf vonast eftir að lifa þá
stund, að Samúel litli heyrði rödd Guðs. Hug-
boð hans sagði honum, að Samúel yrði hon-
um sjálfum meiri.
Máske var Guð honum reiður. Vissulega
hafði hann vanrækt að hegna sonum sínum
fyrir óhlýðni þeirra, svall og ólifnað. Hann
hafði vanrækt sonu sína. Allt hafði snúist um
Samúel, eftir að hann kom til Síló, vegna
þess, að hann hugði hann vera hinn útvalda
Guðs þjón. í hans huga voru örlög ísraels
svo nátengd þessu barni — eitt og hið sama.
Hann hafði reynt að miða uppeldi hans við
þá háleitu köllun sem'beið hans — að leiða
hina villuráfandi þjóð á Guðs vegum.
Má vera, að honum hafi mistekizt.
Hann hafði alltaf fundið það, að drengur-
inn var háður móður sinni, sennilega um of.
Sveinninn sagði: „Ég heyrði rödd móður
minnar."
Má vera, að það hafi verið rangt af honum að
leyfa móður hans að sjá hann, — þegar hún
kom til Síló.
Ósjálfrátt reikar hugur öldungsins aftur í
tímann, til þeirrar stundar, er Samúel kom
fyrst í hús Drottins. Minnið var mjög farið að
sljóvgast, en samt munúi hann það eins og
hefði það skeð í gær, þegar konan sneri sér
við í dyrunum í húsi drottins og sagði: „Móð-
ir getur ekki gefið einkason sinn — ekki einu
sinni Guði.“
Móðir hans. Stóð hún á milli sveinsins og
Guðs?
Guði þóknaðist ekki að ávarpa Samúel.
Þungt andvarp líður frá brjósti öldungsins.
Og hann segir fremur við sjálfan sig en
sveininn, er beið hljóður og alvarlegur eftir
að hlýða á orð meistara síns:
„Verði Guðs vilji.“
Orusta stóð yfir milli Filista og ísraels-
manna. ísraelsmenn fóru hallloka. Synir Elí
færðu sáttmálsörkina til herbúðanna í þeirri
von, að heilagur kraftur hennar mætti sigra
óvinina. Sú von brást.
Filistarnir tóku sáttmálsörkina, ásamt öðru
herfangi, og fluttu til sinna eigin herbúða.
Öldungurinn Elí sat á stóli við veginn og
beið þess að fá fregnir af bardaganum.
Maður einn úr liði ísraelsmanna kom
hlaupandi til Elí. Voru klæði hans moldug og
rifin.
Hann bar ótt á: „Herra, synir þínir eru báð-
ir fallnir og Guðs örk komin í hendur fjand-
mannanna."
Öldungurinn fálmaði óstyrkum höndum út
í loftið
Sáttmálsörkin, hið heilaga tákn jsraels,
glatað.
Allt var glatað.
„Samúel, sonur minn,“ kveinaði öldungur-
inn, „ísrael þarfnast þín.“
Og hann hné örendur til jarðar.
Þá hafði hann dæmt ísrael i 40 ár.
í húsi Drottins í Síló sat hinn ungi þjónn,
Samúel, og ráðfærði sig við Guð, eins og
meistari hans forðum.
Hann var enn of ungur til að leiðbeina fólk-
inu. Enginn mundi taka mark á orðum hans.
Nú var Elí dáinn, synir hans fallnir og Guðs
örk horfin úr húsi hans í Síló.
Sveinninn féll á kné og gerði bæn sína til
Guðs.
Guð ávarpaði sveininn: „Hér er ég.“
Sveinninn anzaði með orðum meistarans:
„Þjónn þinn heyrir,“ og bætti við með sinum