Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 1
r- 1 Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn -----------------------—> AUKABLAÐ TÍMINN, sunnudaginn 17. júní 1951 Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árg. Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra: Timinn birtir hér grein eftir Ilermann Jónasson landbún- aðarráðherra, upp úr timaritinu Dagskrá óriá 1945. A þeim tíma voru þetta bæði alvarleg og spámannleg crð, því aa þá gleymdi margur moldinni og fyririeit nana vegna sýndar- ljóma falskrar stundarvelgengni og augnubliksgróða. Nú munu flestir skilja og viðurkenna þessa skooun, enda þótt Framsóknarflokkurinn yrði þá fvrir hrópyrðum hennar vegna. Creinín er birt hér sem alvöruorð á réttum tíma, en jafnframt er gott að muna, hver þetta sá og sagði fyrir 6 árum. I. Það er fyrst og fremst eitt, sem mig langar til að biðja ykkur að leggja á minni. Og það er þetta: Við verðum að byggja landið, — annars miss um við réttinn til þess og munum glata því. Nú munið þið ef til vill spyrja: Hvað er maðúrinn að fara? Höfum við íslendingar ekki byggt þetta land í meira en þúsund ár, byggjum við það ekki enn í dag — og eig- um við ekki landið? Allt þetta er í aðalatriðum rétt. En muna skyldum við það, að við fundum Vínland hið góða, — byggðum það ekki. Við týnd- um því. Við fundum Græn- land, byggðum það lítt og glötuðum því. Bretar hafa lagt undir sig lönd með því að flytja þang- að, látið plóginn og andann leggja þaú undir framtak sitt og menningu. Þannig hafa þeir myndað voldugasta veldi veraldar. Sagan hefir sýnt og hún mun halda áfram að sanna um ókomnar aldir, að sérhver þjóð verður að byggja land sitt til þess að geta átt það. Og þegar þú svarar mér þvi, að við höfum byggt landið fram á þennan dag og eigum það, skulum við gæta þess, að það eru gerðar aðrar kröfur til þess, er kalla má með réttu, að byggja land í dag, en gerð- ar hafa verið síðustu þúsund árin. í því sambandi skulum við, sem eigum þetta stóra, góða og lítt byggða land, gæta þess, að fjarlægðirnar eru aö hverfa úr mannheimi. Heim- urinn var stór. en er það ekki lengur, — sumir segja, að hann sé of lítill fyrir fjölgandi mannkyn. Á fáurn öldum hafa heilar heimsálfur verið numdar. Þjóðirnar, sem þar dvöldu fyrir, byggðu ekki landið, og urðu því að þoka um set. í veröld, sem er að verða of lítil, verður skyggnst um eftir hverjum óno'tuðum bletti. Þeir, sem hugga sig við það, að við búum í svo norð- lægu og harðbýlu landi, að menn af öðrum þjóðum muni ekki leita hingað, skulu hafa það hugíast, að byggðin fær- ist stöðugt norður á .bóginn, og tækni og kunnátta hefir kennt mönnum að láta hinar dýrmætustu nytjajurtir gróa og bera ávöxt norðar með hverju ári, og skapa ný af- brigði, sem þola æ harðari lífsskilyrði. Við erum minnt á það, að hafísinn er oft nálægur og vorkuldinn er oft mikill. En vorkuldinn vinnur einnig tjón í öðrum löndum, sem eru þéttbýl og talin vel byggileg. Önnur þjóðlönd eiga einn- ig vágesti við að stríða, sem eru engu hættuminni gróðri jarðar. en vorkuldinn. Á hverju ári berast okkur frétt- ir utan úr heimi um válegan uppskerubrest. Nei, við skulum ekki hugga okkur við það, að landið okk- ar sé of harðbýlt til þess að verða eftirsótt af öðrum þjóð- um. Moldin okkar geymir auð, sem er okkur enn lítt kunnur. Ræktuðu löndin, tún og garð- ar, eru aðeins smáblettir i óræktinni. Hinir miklu mýra- flákar íslands voru fyrir fá- um árum álitnir fánýtir. Þeg- ar við lærðum að þurrka, þá kom i ljós, að þar fólst bezta gróðurmoldin. Skurðgröfurn- ar mikilvirku hafa nú gert þessa þurrkun vinnandi verk. II. Á ferðum okkar um landið horfum við með hryggð á víð- áttumiklar auðnir. Oft höfum við sagt við okkur sjálf: Ó- nýtt land! Hörmulegt að 'sjá mikinn hluta landsins ónot- hæfan og óbyggilegan. Mikið er að vísu óbyggilegt. En til- raunir, gerðar á sandflákum í Rangárvallasýslu hin allra síðustu ár, sýna, að margar dýrmætustu nytjajurtir okk- ar geta engu síður gefið þar ávöxt en að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Verið viss um, aö ennþá á blessuð moldin eftir að sýna, að hún býr yfir auöi, sem við skynjum ekki nema að örlitlu leyti. Við erum í dag ein hinna fáu menning- Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra. arþjóða, sem ekki hörum /íot- að nýjustu þekkingu til þess að efnagreina moldina. Á- hugasamur íslenzkur efna- fræðingur er nú í fullkom- inni vísindastofnun erlendis að búa sig undir að vinna þetta rannsóknarstarf. í stöðuvötnum landsins og biáum elfum þess vaka nytja- fiskar, þar sem ránshendur hafa ekki farið um. Þetta er mikil auðlegð. Við erum að- eins rétt að byrja að læra stafróf þess, hvernig ber að hagnýta þessi hlunnindi. Með hækkandi sól koma nytjafiskar með glitrandi sporðaköstum f rá hinum miklu afréttum úthafsins og ,fylla ár og læki, sem manns- ihöndin hefur enn þyrmt. Og 'þegar okkur lærist að veita ungfiskunum öruggari lífs- skilyrði, virðast því litil tak- mörk sett, hve mjög þessar auðlindir geta aukizt. Mér er kunnugt, að erlendir menn hafa þegar opin augun fyrir því, hve mikiir fjársjóðir þarna eru fólgnir. Vxð eigum mikið og gott land, umlukt beztu fiskimið- um veraldar. Öld eftir öld hafa erlendar þjóðir hætt lífi sona sinna til þess að sækja auð á þessar fiskislóðir. Þessi þáttur í auðlegð okkar er öll- um, innlendum sem erlendum mönnum, ljós. Við skiljum, að það er lífsnauðsyn okkar að nýta þennan auð. En hér er líka svo að okkur þrengt, að engin þjóð önnur á minni landhelgi. Á alþjóðavettvangi heyjum við baráttu fyrir því að fá að friða lítinn blett af uppeldisslóðum ungfisksins. Til þessa hefur sú barátta orðið árangurslítil eða árang- urslaus. Aðrar þjóðir fylgjast með hverri hreyfingu okkar varðandi fiskimiðin. Það hef- ur verið seilst til þessarar auðlegðar okkar alveg upp í landsteina. En munum, að í landinu sjálfu er einnig auður, sem þó hefur ekki virzt eins augljós, — auður moldarinnar, stöðu- vatnanna, ánna, fossanna, heita vatnsins. Hér dyljast margir möguleikar, sem við getum ekki varðveitt okkur til handa, nema með því að nota þá, — með því að byggja iandið. — Og þó við séum að tala um kulda, er hitt þó sannara, að „Eyjan vor er engum köld, er þú brosa lætur hennar morgna, hennar kvöld, hennar Ijósu nætur.“ III. Mér kemur í hug annað ey- land langt suður i höfum. Eyjaskeggjar þar hafa ein- kennileg trúarbrögð. Enginn maður má eiga landið, — guð- irnir eiga það, — en réttur manna til þess helgast af því einu, að þeir noti það. Réttar- kennd þjóðarinnar er óðum að hálgast þessi trúarbrögð. Samkvæmt íslenzkri löggjöf verður sá, er á ónotað land í nágrenni þéttbýlis, að láta það af hendi við þá, sem þarfn ast þess, fyrir sanngjarnt verð. í nágrananlöndum okk- ar eru skipti á hinum stóru lendum aðalsættanna að komast í framkvæmd. Heim- urinn er að verða lítill. Við erum ekki lengur afskekkt. Með vaxandi alþjóðahyggju verður sú hugsun ríkari, að sá einstaklingur og sú þjóð, sem ekki nýtir auðæfi lands síns, hafi glatað réttinum til þeirra í hendur annarra, sem hafa atorku til að erja landið og færa sér í nyt gæði þess. Það verður litið á ónotaða mögu- leika eins og fjármuni, sem „fúna í ríkra sjóði.“ En eru þetta ekki dauð orð. Erum við ekki þjóð, sem býr við fólkseklu á hverjum bæ, þar sem önnur hver jörð er aðeins hálfnýtt, þar sem fleira og fleira fólk á ári segir moldinni upp hollustu og kýs að selja vinnuafl sitt eingöngu fyrir gull, — selja allt fyrir gull? — Ef til vill. En við skulum líta til baka og at- hugá söguna. Stórar og vold- ugar þjóðir, sem sóttu eftir gulli og áttu ærinn auð, hafa liðið undir lok vegna þess, að dætur þeirra og synir sögðu moldinni upp trú og hollustu. Hugsum við ekki of lítið um mold — of mikið um gull? Við skulum athuga, hvar við erum á vegi stödd. Það er tal- að um að færa byggðina sam- an. Ég er þessu ekki mótfall- inn að vissu marki, ef hér er ekki um að ræða fyrsta flóttaspor lingerðrar kyn- slóðar frá héruðum, þar sem feður okkar og mæður hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.