Tíminn - 17.06.1951, Side 2

Tíminn - 17.06.1951, Side 2
2 TÍMINN, sunnudaginn 17. )úni 1951 AUKABLAÐ (Framhald af 1. síðu.) byggt og háð lífsbaráttu sína öld fram af öid. Og þó ræður sú kynslóð, sem nú byggir landið, yfir mikilli tækni, næstum takmarkalausri þekkingu til að brúa fjar- lægðir, til nýtingar moldar- innar, — sem forfeður okkar óraði ekki fyrir. En ef við snúum á flótta úr vissum héruðum iandsins, þá er ó- sýnt hvar staðnæmzt verður. Það er erfitt að vinna aftur tapað land, og enn örðugra að vinna aftur það þrek og þann manndóm, sem glatast á flóttanum. Við eigum ekki að selja hin strjálbýlli lands- svæði á vald miskunarlausra atvika. Við skulum líta,já þau eins og fremstu varðstöð í stríði. Það þykir mikilsvert að hafa sem fullkomna,st sam- band við slíkar framstöðvar og láta þær ekki falla, hvað sem bað kostar. Ef það tekst verða samgönguleiðir fram- stöðvanna síðar samgöngu- leiðir fyrir heilan her. Líka verður að ganga út frá því, að vegirnir og rafmagnsþræð- irnir, sem við leggjum út um strjálbýlið, verði síðar til af- nota fyrir miklu fleira fólk en þar er nú. Þá er engu til lít- ils eytt, en jafnframt miklu bjargað, kannske meiru en nokkurn órar fyrir. IV. Ég ræði um að byggjct land- ið. Ég veit, að í víðtækri merkingu táknar það fleira en trúnaðinn við moldina. En ég ræði hér einkum um trún- I aðinn við moldina vegna þess. að svo mikið hvílir á honum. Ef við bregðumst þcssum trúnaði, munum við bíð'a ósigur. Komið á heimili, I þar sem trjágarður umiykur! húsið, þar sem matjurtagarð- | ar eru vel hirtir og túnið í, góðri rækt. Enginn, sem! þannig býr, mun vera andlega snauður. Þjóð, sem byggir land sitt á þennan háít, hún geymir einnig tungu sína, békmenntir cg önnur verö- mæti ættstofnsins. Síi þjóð,! scrn trúir á landiö og gæði þess, ber virðingu fyrir and- legum verðmætum sínum og verndar þau. Þaö er fyrst þegar við förum að rækta landið, fórnum einhverju fyr- ir það', að okkur lærist að elska það. Ég álít, að landsmönnum sé alveg Ijós nauðsyn þess, að nytja fiskimiðin. Þær þjóðar- I tekjur, er þaðan renna, eru 1 vissulega fjárhagslegur grundvöllur hinna storu íramkvæmda. En minnumst þess, að þeg- ar kemur þrjár milur frá ströndum þessa lands deilum við aúöi hafsins með öðrum þjóöum. Hafið er alþjóðaeign. Minnumst þess og, að auð- sætt er, að nágrannar okkar munu notfæra sér þennan auð meir en áður hefir þekkzt í sögu þessarar þjóðar. Minnumst þess og, að beztu sérfræðingar hér og erlendis hafa sannað, aö veiðar með nýtízku veiðitækjum er rán- yrkja, sem rýrir og jafnvel j tæmir auðæfi hafsins á I skemmri tíma, en leikmenn hafa viljað trúa. — J gjöfull undanfarin ár, enda I erum við íslendingar næst- i um einir á fiskislóðum við | strendur landsins. Verð af- j urða sjávarins hefir og verið alveg óvenjulegt. En minnumst þess og, að Ægir getur oft vérið naumur á gjafir. Svo var það í mörg ár fyrir stríðið. Þá var afkoma sjávarútvegíins bæði hér og víða erlendis mjög þröng. Þannig tímar koma æði oft, saga okkar er sannfróð um það. — Við skulum því meta aúðæfi bafsins mikils. — Við skulum meta þau að verðleikum, en ekki svo, að þau slái þeirri of- birtu í augu ckkar, að moldin hverfi sjónum. — Það lætur illa í eyrum mín- um, þegar það er prédikað, aö aðalatvinnuvegur þjóðarinn- ar sé aðeins einn — sjávarút- vegurinn. En samiímis er tal- að og ritað uin landbúnaðimi með lítilsvirðingu. — Þaö, sem landbúnaðurinn leggur í þjóðarbúið eru mikil verð- mæti — og sum þeirra veröa ekki til fjár metin. — Þjóðin þarf að hafa greipt óafmáanlega í vitund sína, að vanræki hún mold- ina mun hún glata sjálfri sér. Sagan um Hrafna-Flóka mun halda áfram að endur- taka sig frá þeim fyrsta manni, sem hér dvaldi til þess siðasta. manns, sem hér kann að hafa landvist. Sagan um Hrafna-Flóka mundi vcrða saga þjóðarinnar, ef hún tekur aö hugsa eins og hann og liaga sér svo sem hann gerði. — Það er þetta, sem ég óttast að nútíma íslendingur skilji c*kki. Þverrandi trú á moldina væri okkar vábooi. Það liggur ósýnilegur — og mönnum að' miklu leyti c- skiijanlegur — strengur milli manns og moldar. — Ef hér kemur veila í þann streng, sem milii manns og moldar er, — ef sá strengur brestur, þá mun landið bresta úr höndum okkar. — Eða eins og betur hefir verið sagt cg við ættum að muna sem þjóö: Ef cndistu að plægja þú akurland fær, ef uppgefst þú, nafnlausa grcf. Þannig mun það verða um þessa þjóö'. Örlögum hennar mun það ráð'a, hvort hún sýn- ir mold sinni trúnað — Hermann Jónasson. i ER JÓN SIGURÐSSON IÍRELTU8? Jón Sigurðsson forseti lagði alltaf ríka áherzlu á það, aö atvinnuleg framför og fjár- hagslegt sjálfstæði væri und- irstaða stjórnarfarslegs frels- is. Enda þótt kjör íslendinga væru bæðj hörð og fátækleg um hans daga hikaði hann ekki við að áminna landa sína um sparsemi, sjálísaí- neitun, iðjusemi og ráðdeild svo að þeir gætu lagt grund- völl að sjálfstæðri tilveru sinn} sem þjóðar. Hvort myndu nú þessi heil- ræði og áminningarorð Jóns SJórinn heíír vcrið stór- forseta vera úrelt orðln? í Danmörku eru dýrasýningar vinsælar kéraðahátíðir um þetta leyti árs um allt land. í þessum dálki eru myndir frá sýningu á Sjá- landi. Efst er belgískur liestur, finim veíra, sem lilaut Sjálandsverð- laun, en næst honum er naut, sem einnig hlaut Sjálandsverðlaun. Á neðsíu mynddinni horia sýningargestir á svínahóp.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.