Tíminn - 17.06.1951, Page 3

Tíminn - 17.06.1951, Page 3
AUKABLAÐ TÍMINN, snnnadaginn 17. júni 1951 3 Gubmundur Ingi Kristjánsson: FRÁSÖG U ÞÁTTU R Ú R INFLÚENZUNNI 1951 Inílúenzan var komin í lega var þa3 satt. Utiverkin: sveitina. Hún kom beint frá 8 í fjósi, þar af 5 kýr miólk- Reykjavik og sneiddi hjá andi, 3 hross og 81 fcindur. kauptúninu. Þess vegna v'ar HirSingin var að vísu að þetta meiri háttar inflúenza og fór bæði virðulega og skörulega. Hún lét halda fyr- : ir sig tvo útbreiðslufundi í sveitinni; fyrst hreppsnefnd- arfund, þar sem helztu menn sveitarinnar tóku við henni og fluttu heim til sin, og síð- an búnaðarfélagsfund, þar sem allir bændur áttu þess kost að veita henni viðtöku. Eftir þann íund var vald hennar orðið mikið i sveit- inni. Á nokkrum heímiluxn, eins og t. tí. hjá oddvitanum, mátti kalla að allir lægju rúmfast- ir í einu, en nágranndrnir lögðu fram sitt liðsinnl til þess að nauðsynlegustu störf- um yrði komið af.»Sumir urðu betur úti, og á nokkra bæi kom veikin alls ekki, enda reyndu einstök heimili að verjast henni. Einn af þeim bændum, sem tóku veikina á búnaðarfélags- fundi, var nágranni minn, miðaldra maður, og mátti hann þó illa við því. Sjálfur var hann veill fyrir, gigtveik- ur og illa heill fyrir brjósti, og heimilisfólkið fátt. Það var auk hans dóttir hans, sem var 24 ára, telpa úr Reykja- vík, 7 ára .gömul, og bróðir bonda, rúmlega fertugur, fá- viti, rúmfastur og ósjáif- bjarga. Telpan hafði dvalið þarna nokkur sumur og bætti nú þessum vetri við. Fimmtudaginn næstan eft- ir búnaðarfélagsfundinn kom ég í eldhúsið til þeirra. Bóndi var þá orðinn kvefaður og bar öll merki þess, að hann væri með sótthita. Það lagð- ist illa í hann allt saman, og hann sagöi, að þetta væri bölv uð pest. Daginn eftir hringdi ég til að fá fréttir. Stúlkan kom í símann. Ég spurði tiðinda og fyrst og fremst um heilsufar bónda. „Hann er nú dálitið lasinn,“ sagði hún. Ég sagði sem svo, að hann væri þó víst á fótum og færi til útiverk- anna. „Ónei, hann er nú 1 rúminu,“ sagði hún. Ég spurði, hvort hún hefði feng- ið nokkra mannhjálp. Ekki var bað. „Það er allt í lagi, meðan við Unnur erum báð- ar á fótum.“ „Já,“ sagði ég. „Unnur er náttúrlega með í öllu.“ „Hún vill að mirtnsta kosti vera það. Hún sagði í morgun: „Nú er mikið að gera hjá okkur í dag.“ Og svo fór hún að tala um, hvernig yrði farið að, þegar þyrfti að flytja mjólkina út að sjónum. „Á ég þá að fara?“ spurði hún. Hún var ekki ánægð með það svar, að það gæti hún ekki. „Ég get þó að minnsta kosti stýrt hest inum,“ sagði hún.“ Að símtalinu loknu stóð ég eftir með orð Unnar litlu í huganum: „— — mikið að gera hjá okkur í dag.“ Vissu- mörgu leyti þægileg: Votheys gryíjur innbyggðar í þurr- heyshlöðu, brynningartæki í fjósinu fyrir mióikurktrnar, en aftur á móti þurfti að taka alit úr flórnum út um öyrnar og út í haug. Fjárhúsin voru þrjú; eitt við hliðina á fjós- inu, cg þa-r var vatnsleiðsla, en tvö við aðrá hiöðu nokkuð írá. Þangað varð að flytia vatnið, bera eða dragn. Hest- húsið stóð eitt sér cg varð að llytja þangað fóður og vatn. Þetta var úti við, og þegar inn kom: elóhússtörí cg sjúklingar. Það var cóndinn í Tröð, slit inn maður á siötugsaltíri, sem varð til þess að bjóða henni aðstoð. Hann gerði þao undir eins þennan föstuöag, og síð- an kc-m hann á hverjum öegi og var þar tíma fyrir hádegið. Hánn drö vatnið í húsin, náði votheyinu og var boðinn og búinn til að rétta henni frek- ari hjálparhönd. Ekki kom hann í bæinn, því að hann vildi ekki seilast eftir inflú- enzunní. Hann hafði að visu verið á búnaðarfélagsfundi og sloppið þar, en inflúenzan er duttlungafull og ekki vert að treysta henni. Svo var bað ljósavélin. Þeg- ar að því kom að setja hana í gang á föstudagskvöldiö, var ftúlkan ekki viss um að vera f9er úm það. Hún hringdi þá til búíræðingsins fyrir hand- an ána og hann kom undir eins, sétti í gang og kenndi henni það, sem á skorti. Eft- ir það sá hún um vélina, en þegar eitthvað bar út af, var búfræðingurinn reiðubúinn að kcma og færa allt í lag með þekkingu sinni og leikni. Á laugardaginn lagðist Unnur. Þá var bæði hún og bóndi með mikinn hita og ýmiss konar vanlíðan. Þégar ég spúrði frétta sim- leiðis á sunnudaginn, sagði stúlkan mér, að líðanin hefði verið fremur slæm um nótt- ina. Bóhdi hafði þjáðst af taugakrampa, en Unnur var með háan hita, bólgnar kverk ar og óróleg. „Það hefir víst verið löng rió'tt hjá þeim,“ sagði hún. Ég efaðist ekki um það. En ég skildi líka, þótt þaö væri ekki sagt, að þessi nótt hafði ekki verið henní sjálfri óslitin hvild eftir erf- iði dágsins. Djúpbáturinn kemur þris- var sinnum í hverjum hálf- um mánuði og sækir mjólk- ina, sem bændur selja til ísa- fjarðar, og flytur þá jafn- framt mjólk til Súgandafjarö ar og Flateyrar. Þá flytja bændur mjólkina ti1 sjávar á sleðum og siðan á bát fram í Djúpbátinn. Á mánudaginn var mjólkurdagur. Unnur var nú rúmföst, svo að við tókum mjólkina þar á okkar sleða, ég cg bóndasonurinn í Tröð. I Guðmundur In-gi Kristjánsscn ÞegaT stúlkan stendur við sleðann og gsngur frá brús- ununi, spyr, ég hana eftir heilsufarinu. „Það er einum sjúklingnum fleira,“ segir hún. Eg llt á hana. Nei, það er varia hún. „Er nú Beggi las inn?“ spyr ég. Já, nú er hann meo kvef og hita. En Unni líð- ur betur. Veðrið er allhvasst og kulda legt, ékki tíimmviðri, en kóf í Öalnum og renningur. Þegar kemur út á Engiö, er veður miklu betra, og við sjóinn er hægviðri og bárulítið. Drag- færið er ágætt og ferðin geng ur því prýöilega. Það er ekki fyrr en að því kemur að skila tómu brúsunum stúlkunnar, að við erum aftur komnir í skaírenning og kuldagjóst. Hún kemur niður á flötina. „Ég gleymdi að biðja ykkur að færa mér meðul, ef þau kæmu yfir með bátnum,“ seg- ir hún. Meöulin hafa auðvit- að komið jafnt fyrir því. Ég segi: „Ætti ég að líta snöggvast inn og heilsa bónd- anum?“ Hún svarar því: „Hann bað mig þess í morg- un að láta engan koma til sín, því að hann gæti ekki talað við neinn. „Þá er bezt að sleppa því,“ segi ég og spyr, hvort líðan hans sé ekki ó- breytt. „Það held ég,“ segir hún, „en hann hefir ekki tal- að við mig síðan um hádegi. Það er eitthvert svefnmók yf- ir þeim.“ „Það er gott, meðan svo er,“ segi ég, og hún svar- ar: „Fegin verð ég, meðan þau hafa ekki hátt.“ Svo kveðjum við og förum, en hún gengur heim að dyrunum með meðulin, hnarreist og ein. Dagarnir líða til fimmtu- dags. Heilsufarið er nú orðið betra, hitinn lítill, en magn- leysi og brjóstþyngsli. Á fimmtudaginn er stormur og snjókoma, vetrarbyl-ur. Þessa daga heíi ég nokkr- um sinnum talað við húsfreyj una í Tröð í síma. Hún hefir áhyggjur af stúlkunni, óttast að hún ofbjóði sér, veit sem er, að hún hefir of mikið að gera. Ég hefi yfirleitt lítið gaman af því að hringja og tala í sima að þarflausu, en á þessum fimmtudegi er eitt- hvað, sem dregur mig að sím- anum. Von bráðar er ég kom- inn í viðræður við konuna í Tröð. Hún segir mér undir eins, að nú sé bóndi hennar veikur, ekki af inflúenzu, heldur af gigt og svefnleysi, og geti nú ekki fariö sína dag- legu hjálparferð. Ég segist þá geta farið í staðinn, en hún segir: „Það er nú svo langt hjá þér.“ „Ekki hefir það allt- af þótt langt,“ svara ég, enda er það varla meira en 20 min- útna gangur. Hún segir mér, að stúlkan hafi að vísu hringt I í því skyni að segja, að ekki þyrfti að koma til hennar í ;dag, fyrst veðrið væri svona jVont. Það myndi vera nóg vatn í fjárhúsunum. En kon- an tekur það fram, að samt |sé nauðsynlegt að fara, ef það geti orðið til einhvers léttis. |„Og nú er veðriö vont,“ segir ‘hún með áherzlu. Ég fer. Ég er ánægður yfir því að hafa hringt. Það hefði verið óbærileg háðung, ef eng inn hefði hlaupið í- skarðið fyrir þennan hjálparmann, manninn á sjötugsaldri. Það er mikil snjókoma og jstormur í fangið, en lítið frost. Ég fer á skíðum. Ég nálgast áfangastaðinn, geng inn á túnið og skyggnist heim á milli húsanna. Það er einhver á leið til bæjarins, álútur og með byrði á baki. Ég er kom- inn svo nærri, að ég þykist þess fullvíss, að það er hún, en enginn aðkomumaður. Hún hverfur inn í bæinn. Rétt á eftir stíg ég af skíð- unum og drep á dyr. Hún kem ur til dyranna. Hún er í svört um buxum og rennblautum vinnustakk, andlitið er vott, en hún er rjóð og brosandi. Ég segist vera kominn sem varamaður, en hún segist hafa verið búin að tala um, að það þyrfti engin ómök að hafa í dag. Ég lýsi þeirri von !minni, að fá þó eitthvað að gera, og það veitist mér. Hún hefir brugðið sér í bæinn með kolapoka, á eftir að moka fjós ið og eitthvað fleira. Ég fer því ekki alveg erindisleýsu, , þó að ég láti að vilja hennar j með það, að fara ekki með jvatn í fjárhúsin. Þessi mynd et frá kappsiglingamóti við Eyrarfrískum norðankalda og fjöldi manns fylgist [ sund. Hásigidar snekkjur skríða um sundið í af áhuga með siglingunni úr landi. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.