Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 7
T í M IN N, finuntudaginn 11. febrúar 1960. 7 w fsa' tafey' Hefja á kalt stríð gegn lífsskoðun þeirra, sem vilja byggja landið allt Við fyrstu umræftu efna hagsmálafrumvarps ríkis- stjórnarinnar á laugardag flutti Gísli Guðmundsson alllanga ræðu. Hér á eftir verða raktir stuttlega ör- fáir kaflar úr ræðu Gísla. Hann hóf mál sitt á því, | að vitna i næsta ræðumann á undan, sem var Jón Pálma- son, en hann hafði þungar áhyggjur út af fjárlögunum og hafði orðið fyrir vonbrigð um vegna þess að ríkis- stjórnin liefði ekki lagt fram neinar sparnaðartillögur í þeim. Gísli Guðmundsson taldi, að viðráðanlegra hefði verið að setja upp minna dæmi og hafa útkomuna öruggari. — Hér er i mikið lagt, en þó ekki hægt að afnema niður- greiðslukerfið. Honum fynd- ist of miklu hætt, ef svo kynni að fara, að tjalda yrði til skamms tíma. Svona ráð- stafanir eru erfiðar í fram- kvæmd og þessari þjóð hef- ur tekizt ýmislegt betur en að starfa saman að skipan efnahagsmála. Hann hefði kosið að hafa stífluna lægri, því a% flóðið verður mikið, ef þessi stífla brestur — allt of mikið. Stuttir kaflar úr ræðu Gísla Guðmundssonarviðfyrstuumræðul efnahagsmálafrumvarpsins Kjördæmabyltingin var fyrsta sporií Því næst ræddi hann um stjórnarskrárbreytinguna og afnám kjördæmanna á síðast liðnu ári og sagði að frá sjónarmiði þeirra, sem að því hefðu staðið. hefði byggðavaldið verið of mikið á Alþingi Þetta byggðavald hefðu að þeirra dómi átt sök á því, að fjármagninu hefði verið dreift um of og stjórn- arskrárbreytingin hefði ver ið lögfest til þess fyrst og fremst að koma fram breyt- íngum i þeim efnum. Þetta hefði komið fram strax í vor, þegar sýnt þótti, að kjör- dæmaskipuninni yrði breytt. Þá hefði verið lýst yfir ráða- gerðum um að skera niður 10 ára rafvæðingaráætlun- ina, sem næmi 100 milljón- um króna. Á síðast liðnu hausti hefði hin nýja stefna svo haldið áfram að segja til sín með setningu bráðabirgðalaganna um búvöruverðið, þar sem tekin hefði verið upp eins konar nýlendustefna gagn- vart bændum, sem að visu hefði mistekizt í bili. Gísli Guðmundsson í efnahagsmálafrumvarpi stjórnarinnar kom það fram í veigamiklum atriðum. að ætlunin væri að halda áfram í sömu átt Vinna ætti gegn dreifingu fjármagnsins með ýmsum ráðum. Lagt væri til að ríkisstjórninni væri veitt alræðisvald til að hækka vexti og stytta lánstíma hjá Ræktunarsjóði, Bygginga- sjóði verkamanna, og i al- menna veðlánakerfinu Þar með væri úr lögum numin meginatriði þessarar miklu umbótalöggjafar frá ýmsum tímum. Fiskuppbætumar Þá væri ekki síður athygl- isvert, að um leið og gert væri ráð fyrir að breyta genginu væru felldar niður sérbætur á smáfisk. sérstak- ar fisktegundir og sumar- veiddan fisk og kæmi það sérstaklega hart niður á at- vinnu manna í sjávarpláss- um á Norður-, Austur- og Vesturlandi. þar sem hlut- fallslega mjög mikið af afl- anum hefði notið þessara sér bóta, og mundi þar því að líkindum vera um að ræða verulega lækkun fiskverðs- ins í heild, en gengisbreyt- ingin væri miðuð við meðal útflutningsbætur á allan báta fisk landsmanna. Á víða Fáeinar spurningar Mig langar til þess að »arpa fram fáeinum spurningum les- endum til athugunar: 1. Hvort ætli sé að verða meira gengisfall nú á peningun- um eða ríkisstjórninni — svona í hugum manna? Saga þjóðhátta Islend- inga verði skrásett Sex þingmenn Framsóknar- flokksins flytja tillögu til þingsályktunar í Sameinuðu þingi um þjóðháttasögur ís- lendinga. Flutningsmenn eru þeir Páll Þorsteinsson, Karl Kristjánsson, Gísli Guðmunds- son, Halldór E. Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson og Ey- steinn Jónsson. í greinargerð segir: Hin sérstæða menning íslenzku þjóðarinnar veiitir henni framar öllu aðru rétt til sjálfstæðis. Frá öndverðu hefur þjóðin leit- að sér bjargræðis á landi og sæ og háð lífsbaráttu vifi íslenzk nátt úruöfl. Á þeim vettvangi hefur íslenzk menning þróazt og daín- að þrátt fyrir ýmis 6'kakkaföll. Söguþjóðin ís'lendingar hafa oít verið nefnd ir söguþjóðin ,enda ávaillt rækt við sögu sína. Það er meginstyrk- ur íslenzkrar menningar, ar5 þráð- ur sögunnar er óslitinn, frá því a<’ land var numið. En 6Ú saga er fyrst og fremst um þá menn, sem lifag hafa og starfað í landinu, stjórnarskipun þjóðarinnar og sjálfstæðisbaráttu. Star&emi þjóðarinnar og skil- yrði til velmegunar hafa jafnan verið í nánum tengslum við ís- lenzka þjóðháttu, en um þá er engin samfelld saga, heldur sund urleitar heimildir, og mikið af því efni er enungis geymt í minni manna. Á öllum öldum hafa þjóðhættir tekið breytingum ,en aldrei hafa þær orðið jafnhraðar og stórfelld ar sem á síðustu árum. Ýmissa ráða hefur verið leitað til að koma í veg fyrir, að tengsl miHi fortíðar og nútíðar rofni á þessu sviði: Þjóðminjasafnig hef- ur verið eflt, byggðasöfnum kom- ið upp í ýmsum héruðum og kvik- myndir gerðar af noktorum þátt um úr atvinnulífinu. Þetta er gott, en þó ekki fullnægjandi. — Söguþjóðin getur ekki látið sér nægja minna en skráða þjóðhátta sögu, svo skilmerkilega og full- komna sem kostur er. Hún yrði veigamikill þáttur íslenzkrar s’ögu og mundi stuðla að því að koma í veg fyrir, að brotalöm myndist í þessum þætti íslenzkr- ar menningar. Efni þjóðháttasögu verður mjög viðtækt. Á síðustu áratugum hafa atvinnuhættir þjóðarinnar ger- breytzt, ný tæki rutt sér til rúms, en hin eldri verig lögð til hliðar og vinnubrögð tekið stakkaskiptum í samræmi við það. Meginefni þjóð háttasögu verður nákvæm lýsing á þróun íslenzkra atvinnuvega. í slíku riti ber þó jafnframt að fjalla um fleira, svo sem heimilis hætti, félagsstörf og samkomur. Um suma þætti þessa efnis hef ur nokkuð verið ritað. íselnzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson eru stutt ágrip af þjóðháttasögu. Iðnsaga íslands veitir milkla fræðslu um þróun iðnaðar hér á landi, þó að þar við megi auka. Flu'tningsmönnum þessarar þál. til'l. er það einnig kunnugt, að unnið er að því að kanna heim- ildir um vissa þætti þessa efnis. f fjárlögum fyrir árið 1959 ern veittar til þjóðfræðasöfnunar 30 þús. kr. Fyrir það fé er unnið að því fyrir forgöngu og með umsjá þjóðminjavarðar ag safna heim- ildum um vissa þætti landbúnað- arstarfa. Lúðvík Kiisfjánsson rit- stjóri hefur unnið að því árum saman að safna efni í skilmerki- lega sögu um þróun bátaútvegs- (Framhald á 15. síðu). 2. Gerir nokkur sér grein fyr- ir þeirri óhollustu, að látr 250 heildsala ráða að mestu ríkis- stjórn þjóðarinnar? 3. Er ekki napurt að ætla að fara að neyða kaupfélögin til þess að afhcnda sitt litla rekstr- arfé banka suður í Reykjavík til yfirráða? 4. Er það ekki aðdáanleg hug- kvæmni að gera Gunnar Thor- oddsen að fjármálaráðherra? 5. Halda menn að það sé skyld Ieiki með frjálsum samvinnufé- lagsskap og Ieynifélögum stór- gróðamanna? 6. Er ekki von að halii fljót- lega undan fæti fjárhagslega hjá þjóðinni, þegar ríkisstjórn henn- ar flytur sem mest inn af óþarfa vörum til þess að „bjarga“ ríkis- sjóðnum? 7. Er ,,pennastrikið“ hans Ólafs að koma núna með ráðstöf- unum ríkisstjórnarinuar, að auka dýrtíðina meira en nokkru sinni áður? 8. Halda stjórnarliðar að nú sé ein mesta nauðsynin að rýra enn þá verðgildi sparifjár almenn- ings stórkostlega? 9. Er nokkuð hættulegra fyrir þjóðina nú en áður að taka er- lend stórlán til eyðslu í góðær- inu? 10. Af hverju eru það einkum stórgróðamennirnir, s< berjast Gísli gat þess einnig, að í fleiri ákvæðum frumvarps- ins og j greinargerð þess gætti mjög samdráttarstefn- unnar gagnvart byggðum landsins og að hér mætti segja, að hafið væri af ráðn- um hug kalt stríð gegn lífs- skoðun þerra, sem vilja byggja landið sem viðast og gegn jafnvægi í byggð lands- ins. Þetra væri sjálfsagt gert í góðri r.rú og byggt á þeirri skoðun, að það væri hollt fyrir þjóðina í heild, en að sínu áliti og fjölda annarra væri þetta alröng stefna Það fólk, sem hér ætti hlut að máli víða um land, myndi skilja fyllilega, hvert stefnt væri. Þeim, sem staðið hefðu gegn afnámi kjördæmanna myndi hins vegar ekki koma það á óvart, sem nú væri að gerast. vangi mest fyrir „frjálsri“ verzlun? 11. Trúir nokkur á þá „við- reisn“ ríkisstjórnarinnar að slór- auka nú með ráðstöfunum sín um skriffinnskuna í landinu? 12. Væri ekki fuii þörf á að mynduðust fjölmenn og sterk samtök til þess að vinna á móti tildri? — Kári. Eru þeir með sjálfum sér? Sú saga gengur staflaust um bæinn, að þegar efnahagsmála- "'gur ríkisstjórnarinnar voru til umræðu í innsta hring Al- þýðuflokksins hafi þau Áki Jakobsson, Eggert Þorsteinsson, Óskar Hallgrímsson, Jón Sigurðs 3on og Jóhanna Egilsdóttir ýmist ekki mætt við þá athöfn eða ver- ið andvíg tillögunum. Ef al- mannarómur greinir rétt frá, þá eru hér undarlegir lilutir að ger- ast. Þeti_ fólk, flest eða allt, var á móti efnahagsaðgerðum vinstri '_.iiar vorið 1958. Þeir ' ki, Eggert og Jón voru meðal hinna ákveðnustu andstæðinga vinstri stjórnarinnar innan Al- þýðuflu,...„ns. Verkföllin 'umar- ið 1958 voru þeim mjö- að skapi. Eggert og Jón unnu að því eins og vit og geta leyfði að tilmælum Hermanns Jónassonar væri hafn að á Alþýðusambandsþingi í fyrrahaust, vitandi það, að með því . jru þeir að fella vinstri stjórnina og koma ihaldinn að. Og ef þ<_ / iene e-u nú e;rmig á móti tillögum sinnar eigin rík- isstjórnar þá er von að menn pyrji: Meo hverju eru þeir þá? Með sjálfum sér, liggur eflaust beii.„st við að svara. En skyldi ekki margur fara að efast um úr þessu að þeir séu að öllu Ieyti m sjálfum sér?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.