Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 12
12
T í M I N N, fimmtudagmn 11. febrúar 1960.
Yfirburðasigur Boris
Stenin, Sovétríkjunum
— Franskur hlaupari, sem keppti í þriSja sinn í
skautakeppni, kom langmest á óvart í mótinu
Heimsmeistarakeppnin í skautahlaupum:
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON
Eins og skýrt var frá hér á
síðunni í þriðjudagsblaðinu
fór heimsmeistarakeppnin í
skautahlaupum fram í Davos
í .Sviss um síðustu helgi. Mót
þetta var mikill sigur fyrir
sovézku skautahlauparana.
Boris Stenin varð heimsmeist-
ari — og sovézku skauta-
mennirnir sigruðu í þremur
hlaupum af fjórum — en í
fjórða hlaupinu, 10 km. sigr-
aði Hollendingiirinn Pesman
glæsilega. Fyrir Norðmenn,
finna og Svía varð mótið mikil
vonbrigði.
En þó að sovézku skautahlaup-
ararnir mættu sín mikils, varð
það þó fyrst og fremst hinn 21
árs franski skautahlaupari —
Elliott: 3:59.9
í míiuhlaupi
Á móti í Ástralíu um síðustu
helgi tók Herbergt Elliott þátt í
einnar mílu hlaupi.
Elliot varð sigurvegari í hlaup-
inu á hinum ágæta tíma 3:59.9
mínútur, en hlaupið var á gras-
braut, og sýnir þetta hlaup vel, að
hann er líklegasti sigurvegarinn í
1500 m. hlaupinu á Olympíuleikun-
um í Róm.
Sþróttablaðið
Sport komið út
Íþróttasíðunni hefur nýlega bor-
izt jólahefti íþróttablaðsins Sport
og er það mjög fjölbreytt að efni
og hið eigulegasta sem heimildar-
rit. Ritstjóri er Jóhann Bernhard.
Af efni blaðsins má nefna:
íþróttaþing íþróttasambands ís-
tands, Meistaramót íslands í frjáls-
um íþróttum og kvennameistara-
mótið. Sundmeistaramót Norður-
landa. Islenzkir knattspyrnumenn
vaxa í áliti á Norðurlöndum,
greinar um landsleikina í sumar.
Þá er grein um knattspyrnumót
íslands, og ýmsar aðrar frásagnir
af iþróttamótum, innlendum og
erlendum.
íþróttablaðið Sport er 44 síður
að stærð, hið skemmtilegasta að
öllu útliti Tugir mynda prýða
biaðið. Með þessu hefti lýkur
fimmta árgang blaðsins, og hefur
Jóhann Bernhard unnið ágætt
starf með þv[ að halda þessu blaði
úti, einkum þegar þess er gætt. að
iþróttablað ÍSÍ virðist nú alveg
b: fa lognast út af.
André Kouprianoff — faðir hans
er rússneskur — sem var maður
mótsins og kom langmest á óvart.
Hann tók nú þátt í sinni þriðju
skautakeppni — og stóð sig mjög
glæsilega. Hann varð annar sam
anlagt, varð þriðji í 5000 m.
hlaupinu — setti franskt met í
1500 m. þar sem hann varð einn
ig í þriðja sæti. f 500 m. varð
hann sjöundi og tíundi á lengstu
vegalengdinni, 10 km.
Keppnin á laugardag
Fyrsta grein mótsins var 500
m. hlaupið. Veður var þá ágætt,
sól og nokkuð frost. í þessu hlaupi
sigraði Grisjin, Sovét, með mikl-
um yfirburðum og setti nýtt meist
aramótsmet, 40,5 sek. Landi hans,
Boris Stenin, kom á óvart með að
ná öðru sæti með 41,7 sek., en
sennilega hefur hann þó orðið
meira ánægður með þann stiga-
mun sem hann fékk á hættuleg-
ustu keppinauta sína eftir hlaupið
en annað sætið. Norðmönnunum
tókst illa upp. Knud Johannesen,
sem sigrað hafði svo glæsilega á
Evrópumeistaramótinu í Osló,
varð aðeins í 20. sæti á 44,4 sek.
—.eg-jvoru sigurmöguleikar hans
í mótinu eftir þetta hlaup mjög
óverulegir. í þriðja sæti í 500 m.!
hlaupinu varð Colin Hickey frá
Ástralíu á 42,5 sek. og í fjórða
sæti kom Chu-Oheng frá Kína á
42,6 sek. Fyrrum heimsmeistarar,
Gontsjarenko, Sovét, og Jarvinen,
Finnlandi, urðu í 12. og 22. sæti,
og höfðu því ekki mikla sigur-
möguleika frekar en Knud.
Enn óvænt úrslit
Mynd þessi var tekin eftir meistaramót Sovétríkjanna í skautahlaupum — og sýnir sigurvegarana í því móti.
En myndin á einnig vel vi3 í dag, því að Boris Stenin — Sovétmeistarinn — sem er hér á miðri myndinni,
sigraði í heimsmeistarakeppninni í Davos í Sviss um síðustu helgi sériega glæsilega. Um fyrri helgi hafði eigin-
kona hans — Stenina — orðið heimsmeistari í skautahlaupum kvenna í Östersund í Svíþjóð. Til vinstri á
myndinni er Oleg Gontsjarenko — sem oft hefur sigrað í heimsmeistarakeppninni, en varð nú í níunda sæti,
sem er lélegasti árangur hans í keppninni hingað til. Til hægri er ungur, efnilegur skautahlaupari, Vladimir
Gurov, sem varð þriðji samanlagt á meistaramóti Scvét.
Þegar næsta hlaup, 5000 m. fór
fram, hafði veður spillzt — snjó-
koma af og til og skilyrði því mis-
jöfn. Knud, sem tvímælalaust er
beztur í heimi á þessari vegalengd,
keppti í einum af fyrstu riðlunum,
en síðar kom í ljós, að þeir, sem
kepptu í lokariðlunum höfðu heppn
ina með sér og þá voru bezt skil-
yrði. Knud Johannesen hafði
hlaupið á ágætum tíma 8:09,8 mín.
sem var langbezti tíminn í hlaup-
inu fram að þeim tíma. Franski
hlauparinn, sem fyrr er minnzt á,
kom mjög á óvart nokkrum riðlum
síðar með því að hlaupa á 8:12,4
mín., en það nægði í þriðja sæti.
í 20- riðlinum urðu svo hin óvæntu
úrslit. Þar keppti Rússinn Valeri
Kotov — sem talinn var einna
síztur Rússanna fyrir mótið, en
óútreiknanlegur. Og nú hljóp hann
sem hinn mikli meistari og varð
sigurvegari á 8:06,1 mín. — en
það er nýtt meistaramótsmet Þetta
jók því enn á vonbrigði Norð-
manna. Knud hafði enga mögu-
leika til sigurs samanlagt — og
nú missti hann sigur á þessari
vegalengd einnig — en hann hefur
sigrað í 5000 m. hlaupinu í tveim-
ur síðustu heimsmeistaramótum á
undan þessu. Boris Stenin náði
áttunda sæti á vegalengdmni á
ágætum tíma, 8:17,4 mín.
Gert út um mótið
Eftir fyrstu greinina a sunnu-
daginn voru úrslitin örugg. Það
var 1500 m. hlaupið og Stenin
hljóp nú glæsilegar en nokkru
sinni fyrr og sigraði með miklum
yfirburðum í hlaupinu á nýju
meistaramótsmeti, 2:10,7 sek. —
Hann gat því tekið það rólega í
síðustu greininni, en enginn gat
þó ógn'að honum.
Annar í 1500 m. hlaupinu varð
Grisjin á 2:13,4 mín. (Hann er
hins vegar slakur í lengri hlaup-
unum, varð t. d. í 34. sæti í 5000
m. hlaupinu, og hefur því enga
möguleika samanlagt. Hann vann
sér rétt til þátttöku í 10 km. hlaup
inu, en það fá aðeins 16 beztu að
hlaupa, en hætti við þátttöku í
þeirri grein).
í þriðja sæti var Frakkinn
Kouprianoff á 2:13,5 mín. Roald
Aas, Noregi. varð fjórði á 2:13,8
mín og van der Grift Hollandi.
fimmti á 2:13,9 mín. Knud Jo-
hannesen varð 12. á 2:15,7 mín.
Síðasta greinin
í síðustu greininni 10 km. hljóp
Jan Pesman, Hollandi, mjög glæsi-
lega og sigraði með miklum mun.
Tími hans var 16:53,7 mín. Annar
varð Kositsjkin, Sovét, á 17:01,5
mín. Þriðji varð Helmert Kuhnert,
Austur-Þýzkalandi, á 17:04,2 mín.,
en hann hafði náð mjög jöfnum
árangri í mótinu, sem nægði hon-
um til þriðja sætis samanlagt.
Fjórði varð van der Berg, Hollandi,
fimmti Stenin, sjötti Ivar Nilsson,
Svíþjóð, sem svo mjög kom á óvart
á Evrópumeistaramótinu, og sigr-
aði þá í þessari grein. Johannesen
sem nú var búinn að gefa allt á bát
inn, varð áttundi og Kotov níundi.
Samanlagt urðu úrslitin þannig:
Boris Stenin, Sovét, 186.487
A. Kouprianoff, Fraki' : 89.245
Helmert Kuhnert, A Þ. 189.497
Valeri Kotov, Sovét, 189.927
V. Kositsjkin, Sovét, 190.118
Jan Pesmaru Hollandi, 190.235
K, Johannesen, Noregi, 190.323
P- O. Brogren, Svíþjóð, 191.075
Gontsjarenko, Sovét, 191.280
Niis, Aáness, Noregi, 191,492
,v. d. Grift, Hollandi 191.513
Ivar Nilsson, Svíþjóð. 191,955
v. d. Berg, Hollandi, 192.063
T. Seiersten, Noregi, 193368
T. Monagham. Englandi. 195.052
R. de Riva, Ítalíu, 195.995
Eins og sést af þessu er sigur
Boris Stenin mjög glæsilegur sam
anlagt — eða jafngildir um 50
mín. á 10 km. hlaupi. Kona hans,
Stenina, er einnig heimsmeistari
í skautahlaupuni, varð það í Öster-
•sund um fyrri helgi. 'lins vegar er
sáralítill munur á hinum keppend-
unum flestum, nema þeim síðustr
og sýnir það bezt hve keppnin hc.'
ur verið hörð.