Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 9
T f MI N N» fiinmíudaginn 11. febrúar 1960. 9 Við jötu gimbranna Gjafamaðurinn stendur vi., jöt- una og horfir á gimbrarnar, sem raða sér á garðann og taka gjöf- inni með fögnuði góðrar lystar, enda er heyið grænt og ilmandi. Þetta eru sællegar gimbrar með rúgkraga og hornahlaupið á þeim, sem hyrndar eru, sýnir líka að þær hafa fóðrazt vel. Nú grípa þær hverja tugguna af annarri. Lítil stúlka stendur hjá gjafa- manninum — níu ára gömul. Fyrir fáum dögum kom 'jafnaldra henn- ar í heimsókn og auðvitað fór hún með henni í fjárhúsin. Og nú rifjar heimasætan unga upp aðdáunar- orð vinkonu sinnar um þessi ær- efni, sem hér eru að ljúka fyrsta vetri sínum. Síðan verður ungu stúlkunni að orði: ,,Mér finnst alltaf gaman þegar einhver kemur, sem þykir vænt um kindurnar og sér að þær eru fallegar". Hún veit það sjálf, að kindurn- ar eru fallegar, en hún er líka orð- in .svo lífsreynd að hún veit að það er ekki öllum gefið að sjá fegurð sauðkindarinnar. Um það þýðir ekki að tala. Það er víst ekk ert við því að gera þegar menn vantar auga fyrir þeirri fegurð. En gaman er þegar þeir koma, sem sjá að kindurnar eru fallegar. Hún veit það líka, þessi unga stúlka, að það er samband milli þess að sjá fegurð kindanna og þykja vænt um þær. Það er held- ur ekki öllum gefið að þykja vænt um fé. Um það þýðir heldur ekki að sakast. Fólk er nú einu sinni misjafnlega skemmtilegt. Það get- ur víst ekki að því gert. Með næmleika barnsins hefur hún skynjað að það er ljúft að una sálufélagi með þeim, sem eiga sömu hugðarmál. Þess vegna þykja henni þeir skemmtilegir, sem bera gleði fjármannsins í hjartanu. Hitt er henn ekki Ijóst sjálfri, þessari ungu, lífsglöðu stúlku, hvílíkur hamingjuvísir býr henni í brjósti, þar sem er þessi fögnuð- ur yfir fénu. Af þeirri rót getur henni siðar sprottið mikil og sæl lífsfylling, sem bregða mætti glöð- um bjarma yfir ótal marga erfiða daga og jafnvel snúa striti lífsins og basli í heillandi skemmtilegt ævintýri. En hver örlög sem ann- ars bíða hennar er það víst, að fjármannsgleðin í brjósti hennar hefur yljað og auðgað' bernsku árin og á sinn þátt i þeim ljóma minninganna, sem jafnan skai frá þeim stafa og fylgja henni til hinztu stundar, hvert sem leið hennar liggur. H. Kr. Hvar er kvikmyndaeftirlitið? „Óvenjuleg og ofsa tauga- æsandi, ný, amerísk hryllings- mynd. Taugaveikluðu fólki er ekki aðeins ráðlegt að koma ekki, heldur s'tranglega bann- að‘“ „Óhemju spennandi og hrol'l vekjandi ný, ensk-amerísk lit mynd, einhver ægilegasta hroll vekja eem tekin hefur verið, gerð eftir hinni frægu sögu Bram Stoker. Myndin hefur alls staðar hlotið metaðsókn. Myndin er alls ekki fyrir veiklað eða myrkfælið fólk“. Ofanrifað er tekið úr aug- lýsingum kvikmyndahúsa Rvík ur fyrir fáum dögum. Eg ver?j að segja, að mér hnykkti við er ég las þessar auglýsingar, og ýmsar hugsan- ir komu fram. T. d. ef efni mynda þeirra, sem svo kröftug lega voru auglýstar, er eins hryillilegt og þar er lýst, er þá bókstaflega leyfilegt að sýna þær? Eg, og vafalaust margir fleiri, hef talið að til væri hér svokallað kvikmyndaeftirlit, (Framhald á 13. síðþ). -----------------------N Þeir, sem löndin erfa , Þessar litlu systur fremst á myndinni eiga heima í Kamerún í Afríku. í skól- anum þeirra eru bæSi frönsk og afrikönsk börn. Eins og í svo mörgum lönd- um er mikill skortur á skólahúsnæði og kennslukröftum í Kamerún, og enn eru elcki nema tiltötulega fá börn. sem geta notið þar'- skólagöngu, en þó fer .»;nfr tala þeirra sívaxandi. — Þessi lífsglöðu, litlu börn eiga framtíð sína og ham- ingju undir því, að sigrazt verði á hin u villimannlega kynþáttahatri, sem nú ber einna mest á í Suður-Afríku. Menn ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur látið kynþáttavandamálið mjög til sín taka, og það svo, að Suður-Afríka sagði sig úr UNESCO árið 1956. Ljósm: UNESCO V_____________________________________________________________ unnar, en hugsa og breyta eins og engin kirkja væri til — nema við jarðarfarir, fermingar og stórhátíðir. Kirkjunnar menn eru all- ir, sem skírðir eru og ekki segja sig úr kirkjunni. En presturinn hefur sérstöðu að því leyti, að hann er hirð ir ákveðinnar hjarðar. Sé hann góður hirðir, þá fer ekki hjá því, að honum sé umhugað að hjörðin kom- ist í gott haglendi, en standi ekki í svelti og vanþrífist. Vandamál veraldlei'kans hlýtur þvi að leggjast þungt á samvizkusama presta enda leita þeir ráða til að vinna bug á meininu. Ekki er þó ævinlega leitaö heppilegra úrræða. Það bæt ir gráu ofan á svart að tala um lélega kirkjusókn af prédikunarstól yfir þeim fáu mönnum, sem koma þó. Menn gleyma því ekki lang tímum saman — já, e. t. v. er slík ámi'nning það eina, sem menn muna lengi úi ræðunni. Og það er ekki æskilegt Hina lélegu kirkju sókn veröa menn að bera eins og hvern annan kross meðan á helgihaldinu stend ur — en taka hins vegar fyr ir sem rannsóknarefni þar fyrir utan. Þess þer að geta, að ennþá er kirkjusókn 1 sumum sveit um furðu góð, og hún virðist örvast þar, sem barnastarf er framkvæmt af kirkjunni. Eins virðast kirkjuvikur vera svo vel sóttar að undrun sætir. Þetta sýnir meðal ann ars, að menn kunna vel að meta verðmæti kristindóms og kirkju, þegar þeir vilja snúa sér að þeim í fullri al vöru. Veraldleikinn — secular- isminn — segir einnig ti'l sín i mati manna á verðmœtum. Svo mjög eru veraldleg verð mæti tekin fram yfir andlear verðmæti, að helgidagur safnaðarins er af mörgum nálega þurrkaður út. Menn eru hættir að gera sér daga- mun. Þetta er skaðlegt and legri og líkamlegrí heilsu manna og dregur stórlega úr andlegu frelsi þeirra. Véla menningin á sinn þátt í því að þurrka út alla helgidaga Og þeir eru ekki svo fáir sem starfa sinna vegna eru bundnir á helgidögum sem aðra daga. Sums staðar erlendis eru 8% verka- manna eða fleiri þannig bundnir. Að sama skapi sem þetta ástand breiðist út, kemur fram þörfin á öðrum guðs- þjónustum en hinum venju- legu. Erlendis hafa kenni- menn tekið tillit til þess all lengi. Og á sunnudögum eru víða fluttar fjórar guðsþjón ustur á dag í sömu kiTkj- unni. Ekki væri þetta gert nema af því, að reynslan sýnir, að þörf er á því. Orsakir ókirkjuleika eða hálfvelgju manna gagnvart sinni ei'gin trú eru margar. Sumar eru uppeldislegar, margar sósíalar og enn eru nokkrar hjá kennimönnun- um sjálfum. Hvað hinar síð ast töldu orsakir snertir, þá liggur ekki annað fyrir hjá oss kennimönnunum en að gera siálfsprófun og yfirbót eftir Guðs orði. Viljum vér sjálfir ekki gera yfirbót, hvernig getum vér þá vænst hennar hjá öðrum? Hvað hinar sósíölu orsakh’ snertir, þá ber að rannsúka þœr, en hins vegar hefur kirkjan ekki bolmagn ti'l að koma í veg fyrir þær. Tökum t.d. áhrif þess, sem fram er boðið af skemmtunum síðari hluta laugardags hér i Reykjavík og nágrenni. Telji maður saman það eitt, sem auglýst var af opinþerum skemmtunum einn laugar- dag og einn sunnudag ný- lega, þá reyndust þær vera 92 (kvikmyndasýningar, leik sýningar og dansskemmtan ir). Aðgangur var seldur að þeim öllum og ástæða til að ætla, að þær hafi verið fjöl sóttar, þótt mér sé ókunnugt um tölu þátttakenda. Auk þess eru margar skemmtanir á þessum tíma, sem ekki eru auglýstar þannig. — Mikið af skemmtanaefninu er hið venjulega múgsefjandi skemmtiefni, sem nú tíðkast í hinum vestræna heimi. Og það er þess eðlis, að menn, sem hafa vanið sig á það, spyrja ekki eftir neinu öðru. hvorki almennri menningu né kirkjulegri. Menn láta sér nægja það til sálarfæðu (Ekki var allt skemmtana- efnið þó af þessari gerö; und anskildar eru m.a. leiksýn- ingar sumar og örfáar kvik myndir.) Ekki þarf lengur að pré- dika fyrir mönnum, að það sé nauðsynlegt að skemmta sér; margir halda, að það sé hið eina nauðsynlega, auk vinnu fyrir daglegu brauði. Þeir, sem þannig hugsa — og þeir eru margir — láta sig kirkju og kristindóm engu skipta. Þeir eru komn- ir inn í hringiðu múgmennsk unnar. En lágmark þess, sem kirkjunni ber þó að gera fyrir þá, er að kirkjan sé þeim opin og hafi guðsþjón ustu, þegar þeir loks eru vaknaðir á sunnudögum. en það er á kvöldin. Meðan sú tilraun er ekki gerð, þá er ennþá mikið eftir. Hinar uppeldislegu orsak- ir mætti einnig ræða, en það yrði hér of langt mál. Hins vegar er samband milli þeirra og ofangreindra or- saka. Þeir, sem sjálfir eru þrælar undir múgmennsk- unni, eru ekki fíklegir til að uppala frjálsa menn. Jóhann Hannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.