Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 11. febrúar 1960. 5 r-----------------------------------------------------------------“'t Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjój-i og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300. 18 301 18 302. 18 303 18305 og 18306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Ógæfuleg vinnubrögð í lok útvarpsræSu sinnar við 1. umræðu fjárlagafrum- varpsins, vék Eysteinn Jónsson nokkrum orðum að þeim starfsháttum, er núv. ríkisstjórn hefði valið sér við með- ferð efnahagsmálanna. Eysteinn sagði: ,,Að lokum vil ég minnast á meðferð þessara mála, sem ég tel afar óhyggilega. Reynslan undanfarið hefur ótvírætt sýnt, að það er mikil nauðsyn að fylkja sem allra flestum saman um úr- ræði í efnahagsmálum landsins, en um það hafa forustu- menn þessarar nýju valdasamsteypu ekkert hugsað. Á hinn bóginn hefur framkoma þeirra verið með nokkuð hrokafullum hætti, sem allra sízt á við eða gerir gagn í sambandi við þessi mál. Auðvitað hefði þurft stjórnarmyndun á breiðara grundvelli en varð, eins og Framsóknarflokkurinn m a. benti á í vetur með hugmyndinni um myndun þjóð- stjórnar þriggja flokka og eins og Framsóknarflokkurinn benti á í fyrravetur með hugmyndinní um myndun þjóð- stjórnar, en sem enginn vildi sinna þá né í haust. Auðvitað hefði ríksstjórnin átt að gera sér grein fyrir því, að aðstaða hennar var mjög veik og átti að reyna að styrkja sig með skynsamlegum vinnuaðferðum. en því fer fjarri að slíkt hafi verið gert. Alþingi var þegar það kom saman, algerlega neitað um að fá upplýsingar um efnahagsmálin, en þess í stað var það sent heim. Ríkis- stjórnin sendi einnig sína eigin þingmenn heim ásamt hinum og hefur ákvarðað algera stefnubreytingu í efna- hagsmálum landsins án þess að ráðgast við sína eigin þingmenn. En óhugsandi er fyrir þingmenn að hafa nokk- ur áhrif á mótun stærstu mála, nema þeir fylgist með stig af stigi, eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Það er ástæða til þess að harma þessi vinnubrögð. Nú þyrfti að gera öfluga tilraun til þess að bæta hér um með því að taka þessi mál nú öll til rækilegrar skoð- unar hér á hv. Alþingi — með það fyrir augum að efna þannig til víðtækara samstarfs og minni baráttu um meg- instefnur en ella hlýtur að verða. Ef ríkisstjórnarflokkarnir berja á hinn bóginn fram með offorsi og í krafti þess litla meirihluta, sem þeir hafa hér á Alþingi — efnahagsmálatillögu sína — þá hefur mikið óhapp orðið og þá er mikil barátta framundan um meginstefnur í þjóðbúskap íslendinga.“ Sparnaður Gunnars Að fáu er nú brosað meira en því fyrirheiti Gunnars Thoroddsens, að hann muni beita sér fyrir stórfelldum sparnaði hjá ríkinu. Hvergi hefur nefnilega sukk og óreiða fyrirfundizt meiri hér á landi en hjá Reykjavíkur- bæ undir handleiðslu Gunnars. Fyrstu afskipti hans af stjórn fjármálanna hjá ríkinu eru líka þau að búa til nýtt ráðherraembætti (handa sjálfum sér) og leggja blessun sína yfir það, að starfi eins manns, efnahagsmálaráðu- nauts, sé breytt í heilt ráðuneyti með skrifstofustjóra, deildarstjóra, fulltrúa og bókara Og í fjárlagaræðunni boðaði Gunnar til viðbótar stofnun eins konar ráðuneytis, sem ætti að fjalla um sparnað. Gunnar benti á, að slík sparnaðarstofnun væri nú starfrækt hjá Reykjavíkurbæ, en gleymdi að geta þess. að aldrei hafa rekstrarútgjöld bæjarins aukist meira en síðan það kom til sögunnarí Það væri svo sem ekki ónýtt fyrir ríkið að fá slíka stofnun til viðbótar því, sem fyrir er! ERLENT YFIRLIT t i ) t 't t t t t t t t t ‘t t t t ‘t t t 't ‘t t t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t t t t ‘t t ‘t t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ) t ‘t ‘t ’t ‘t ‘t 't ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t j t ‘t 't ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t ‘t i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Berlín kemst aftur á dagskrá Litlar horfur á lausn Berlínarmálsins á fundi æftstu manna. FYRIR nokkru síðan var haldinn í Moskvu fundur for- sætisráðherra kommúnistaríkj- anna í Austur-Evrópu. Á fundi þessum var einkum rætt um afvopnunarmálin og Þýzkalands málin með hliðsjón af fyrirhug- uðum fundi æðstu manna í maí mánuði næstk. Fundur þessi hefur vakið sérstaka athygli vegna þess, að í tilkynningu þeirri, sem var birt eftir hann, var lögð sérstök áherzla á lausn Berlínarmálsins og friðar samninga við Þýzkaland. Þeirri skoðun var jafnframt lýst yfir, að næðist ekki friðarsamningar bæði við Vestur-Þýzkaland og Austur-Þýzkaland, myndu kommúnistaríkin gera friðar- samninga við Austur-Þýzkaland eitt. í ræðum, sem Krustjoff hef- ur haldið síðan, hefur hann lagt meiri áherzlu á þessi tvö mál en lengi áður. Hann hefur alveg sérstaklega lýst yfir því, að núv. skipan Berlínarmálsins væri alveg óviðunandi og ekki væri hægt að una öðru en Vest- ur-Berlín yrði gerð að sérstöku óháðu fríríki. Hann hefur jafn- vel notað hin ólíklegustu tæki- færi til að koma þessari frí- ríkishugmynd á framfæri. Ýmsir kunnir blaðamenn telja, að Krustjoff sé nú að verulegu leyti tilneyddur vegna andstæðinga sinna heima fyrir, að taka Berlínarmálið upp af meira kappi en hann hefur gert um skeið- Andstæðingar hans krefjast þess, að stefna hans í utanríkismálum beri einhvern árangur og leggi þeir einkum áherzlu á Berlínarmálið í því sambandi. Þá sæki stjórn Austur-Þýzkalands það fast að fá þar einhverju áorkað, er styrki aðstöðu hennar. Líklegt sé, að Kínverjar styðji hana í þessari viðleitni. Krustjoff muni því eiga mjög í vök að verjast heima fyrir, ef hann slaki nokkuð til í Berlínarmál- inu. Á SAMA TÍMA og kommún- istar herða þannig sóknina fyr- ir því, að Vestur-Berlín verði gerð að óháðu fríríki, slitnu úr tengslum við Vestur-Þýzkaland, hafa Vestur-Þjóðverjar einnig sótt í sig veðrið. Nýlega héldu þeir með sér fund Adenauer kanslari og Brandt borgarstjóri í Berlín, þar sem þeir komu sér saman um fjögur meginatriði varðandi Berlínarmálið. Þessi atriði eru: 1. Vesturveldin haldi áfram þeim réttindum, er þau hafa nú í Vestur-Berlín, þ. e. rétti til að hafa þar herlið til að Brandenborgarhliðið í Berlín þykka þessum „fjórum punkt- um“ þeirra Adenauers og Brandts. Adenauer hefur meira að segja gengið svo langt að segja, að nú séu alveg úr sög- unni málamiðlunartillögur þær, sem vesturveldin buðu Rússum upp á, á fundi utanríkisráð- herra vesturveldanna og Sovét- ríkjanna, er haldinn var í Genf í fyrar.sumar. ÞÆR málamiðlunartillögur, sem Adenauer á hér við, voru aðallega orðnar til að frum* kvæði Breta, en nutu jafnframt stuðnings Bandaríkjanna. Vestur-Þjóðverjar og Frakkar fengust til að fallast á þær, en með hangandi hendi. Aden- auer vill nú halda því fram, að þær séu ekki lengur bindandi fyrir vesturveldin, þar sem Rússar hafi ekki viljað ganga að þeim þá. Tillögurnar voru í höfuð- atriðum þessar: 1. Fækkað verði til muna herliði vesturveldanna í Vestur Berlín. 2. Settar verði skorður gegn því, að andkommúnisfískur áróður verði rekinn frá Vestur Berlín, eins og nú á sér stað. 3. Sett verði bann gegn stað setningu kjarnorkuvopna í Vestur-Berlín. 4. Fallist verði á, að Austur- Þjóðverjar annist eftirlit með flutningaleiðum til Vestur- Berlínar í stað þess að það er nú framkvæmt af rússneskum embættismönnum. Af hálfu Breta hafa komið fram andmæli gegn þeirri skoð un Adenauers, að þessar tillög ur séu fallnar úr gildi. Bretar virðast enn á þeirri skoðun að reyna eigi einhverja samkomu- lagsleið, er þræði bilið milli tllagna Rússa og Vestur-Þjóð- verja. Bæði Bandaríkjamenn og ítalir virðast styðja þá hug- mynd. Enn hefur hins vegar ekki verið bent á þá leið, sem er líkleg til samkomulags. Rúss ar telja málamiðlunartillögurn- ar, sem Bretar áttu frumkvæð- ið að á Genfarfundi utanríkis- ráðherranna í fyrra, ganga allt- of skammt. Vestur-Þjóðverjar vilja sennilega ekki einu sinni ganga eins langt nú og þar var gert ráð fyrir. Bilið milli þess- ara sjónarmiða virðist óbrúan- legt, a. m. k. eins og sakir standa nú. TELJA MÁ víst, að Berlínar- málið verði eitt aðalmál fundar æðstu manna, er kemur saman í maímánuði næstk. Eins og nú standa sakir, virðist ekki mega vænta mikils af honum, a. m. k. ekki hvað Berlínarmálið snertir. Til þess er stífnin og metnaður of mikill á báða bóga. Það er vel skiljanlegt, að Austur-Þjóðverjar uni illa núv. stöðu Berlínar. Það er líka skiljanlegt, að Vestur-Þjóðverj- ar vilja ekki veikja aðstöðu sína þar. Berlínarmálið verður því vart leyst eitt sér, heldur verður að leysa það í samhengi við aðra víðtækari lausn Þýzka landsmálanna, ef vel á að vera. Möguleikinn til slíkrar lausnar virðist hins vegar lítill að óbreyttu ástandi. Það reynir þvi mjög á góðvilja og úrræða- semi hinna æðstu manna, ef fundur þeira í maí á að greiða fyrir auknu og bættu samstarfi þjóðanna í austri og vestri. Þ. Þ. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i t i i i i i i i i i i i i i i i i i i ‘t i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i ‘t i i i i >t tryggja sjálfstæði borgarinnar. 2. Stjórnarfarsleg haldist óbreytt milli Vestur-( Berlínar og Vestur-Þýzkalands,. unz Þýzkaland hefur verið sam- Í einað. Nú er Vestur-Berlín tal- ( in hluti Vestur-Þýzkalands, en i með vissri sérstöðu þó. t 3. Flutningaleiðum milli t Vestur-Berlínar og Vestur-( yfyi?aAustir-ÞýSandUmveerðaiísÍóðs Landspítala íslands var haldið opnum. /haldinn 26 jan. 1960 Gjald- 4. Engir alþjóðlegir samning^keri sjóð.sins lagði fram end- ar verðl gerðir um framtíð/urs]í;ogaga reikninga fyrir árið Vestur-Berlinar, an samþykkis t an íbúa borgarinnar. Allir aðalflokkar Vcstur-/ Þýzkalands hafa lýst sig sam Aðalf. Minningagjafa- sjóðs Landspítalans Áðalfundur Minningargjafa- 1959. A árinu hafði kr. 109.920,00 ver- ^ið varið úr sjóðnum mestmegnis til ^styrkþega, sem leituðu sér læknis- hiálpar erlendis, en styrkveitingar hafa aldrei verið meiri en nú. Fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram árið 1931, og alls hafa sjúkra- styrkir numið kr. 808.897,50. Fyrstu árin var styrkveitingum aðallega varið til styrktar sjúkling- um, er dvöidust á Landsoítalanum og voru ekki í sjúkrasamlagi né nutu styrkja annars staðar frá. En (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.