Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 14
14 T f M I N N, fimaitudaginn 11. febrúar 1960. Martetnn sagði henni frá heimsókn Charlottu og efa- semd þeirri sem hún hafði kveikt með honum. — Þetta er það fyrsta sem okkur hefur borið á milli, og skal líka verða það seinasta, sagði hann og kyssti' á hönd hennar. — Og við munum aldrei ef ast hvort um annað, hvíslaði hún. — Þeir dagar áttu eftir að koma, að hún ætlaði að örmagnast undir byrði sorg- arinnar, og ást hennar vi'rtist ætla að kulna út — en þá minntist hún þessara orða, og þau veittu henni hugsvöl- un og staðfestu. Seinni þáttur. I. — Jæja, Rósamunda okkar fer þá að koma heim eftir alla þessa útivist. Eg kalla gott ef við þekkjum hana þá aftur, Marta! — Eg held það sé ekki víst, svaraði Marta. — En það segi ég satt, að það var sú indæl- asta brúður sem ég hef nokk urn tima augum litið. Og um það voru allir sam- mála, sem séð höfðu Rósa- mundu á brúðkaupsdegi henn ar, en Marteini fannst sæla sín næstum ætla að bera si'g ofurliði eftir allt það and- streymi sem á undan var geng ið. Ekki hafði Tom setið brúð kaup þeirra, sem ekki heldur var við að búast, en hann hafði sent Marteini sjálfum veglega brúðargjöf, og þótti Rósamundu meira til þess koma en þótt hann hefði sæmt hana sjálfa á sama hátt. Charlotta hafði fengið sér skrautlega ibúð í Lundún um, og eyddi þar og sóaði fé manns síns á allar lundir. Hún fylltist bræði mikilli í hvert sinn er hún hugsaði til Greymere, og minntist þess, hve hrapalega henni hafði mistekist að rægja þau Tom og Rósamundu. Þó leið þetta allt úr huga hennar þegar fram í sótti og gerði'st hún all umsvifamikil I samkvæm islífi Lundúna með tilstyrk frú Blair gömlu. Rósamundu fundust hveiti brauðsdagarnir liða eins og í draumi, og varð henni oft að orði við Martein á þessa leið: — Góði Marteinn! Heldur þú að okkur sé það holt að lifa svona áhyggjulaus og and varalaus? Hann kyssti hana blíðlega og svaraði þegar í stað: — Já, það er alveg eins og það á að vera, góða min, því að ég er sannfærður um, að fólk sem nýtur sannrar gæfu hlýtur að láta gott af sér leiða. í þetta sinn voru þau stödd á báti út á Lúcern-vatninu, og voru að róa um það að gamni sínu, en þar kom að, að þau minntust þessara orða, og könnuðust við að jafn vel þá hafði þeim fundist líf- ið getað brosað of blítt við manni. — Stendur þér stuggur af hamingju okkar, Rósamunda? spurði hann. — Eg óttast aðeins að hún geti orðið hverful, svaraði hún. — Það er óhugsandi, ef við unnum hvort öðru af alhuga, sagði Marteinn. — Getur nokkur hlutur varpað skugga á ást okkar? — Nei, sagði' hún hugsandi. Enginn hlutur getur kastað skugga á ást okkar, Marteinn, en er ekki hugsanlegt að eitt hvað geti skyggt á hamingju okkar? Þau kinokuðu sér bæði við að svara þessari spurningu, eins og framtíðin kynni að geyma eitthvað mótdrægt í skauti sér, og þau reyndu að hrinda þessari hugsun frá sér, en allt fyrir það bólaði oft á henni, þó að þau gerðu sér far um að gleyma henni. Þau ætluðu að stofna til stórveizlu kvöldið sem þau kæmu heim aftur til Grey- mere, og „vígja“ þannig hinn endurreista herragarð. — Eg hlakka til að fá að dansa við þig heilan dans, sagði Rósamunda, en annars á húsmóðirin liklega að húgsa um annað fremur en dansinn. Eða er ekki svo? Þú verður að segja mér Marteinn hvern ig ég á að bera mig til. — Eg er hræddur um að ég 33 vi'ti það ekki vel sjálfur, svar aði hann hlæjandi. — Eg hef aldrei gefið neinar sérstakar gætur að sliku, eða skipt mér af hvað fólk hefur gert sér til skemmtunar. En ég get þó alla tíð laumast með þig fram í einhvern ganginn þegar eng i'nn sér til, og dansað þar við þig eins og mig lystir. — Það getur ekki borið sig, Marteinn, sagði hún, við meg um ekki' yfirgefa samkvæmið, skal ég segja þér, og verðum að gæta skjmseminnar. — O , skltt með alla skyn- semi, eins og maðurinn sagði, svaraði Marteinn. Loksins rann upp sá mikli heimkomudagur. Sir Ralph og Guy tóku á móti þeim á járn brautarstöðinni í Greymere, og buðu þau hjartanlega vel- komin, enda höfðu þeir sakn að Rósamundu langt fram yf ir það sem þeir höfðu gert sér í hugarlund, því að hún hafði verið lífið og sálin í heimilis lífi þeirrá, allt fram að gift- ingardegi sínum. Allir fóru á kreik í Greymere sem vetlingi gátu valdið, til þess að fagna ungu herragarðs-frúnni, sem var þar fædd og uppalin og allra yndi og eftirlæti. Öll skóilabörnin stráðu á götu hennar blómum, og var Marteinn mjög hrifinn af allri þeirri alúð og velvild, sem konu hans var auðsýnd. Einsetti hann sér að láta þorpsbúa njóta þess, en ekki gjalda, þegar fram í sækti. — Við erum öll mjög fegin að þú ert komin aftur, sagði faðir Rósamundu um leið og harm ÖCi;tist við hlið hennar í vagninum. — Það er hverju orði sann ara, sagði Guy bróðir hennar og leit hýrlega til systur sinn ar. Rósamundu virtist hann vera fálátari en hann hafði áður verið, en svipurinn bar vott um sálarþrek og stað- festu, og taldi hún víst, að hann væri algerlega hættur að hugsa um Charlottu, og búinn að yfirvinna ást sína til hennar, enda hafði hún fyrir áeggjun Marteins, sagt honum hvernig Charlotta hefði vélað Tom, og þóttust þau Marteinn og Rósamunda þess örugg, að frú Gregson mundi engin áhrif hafa á hann framar. Marteinn hafði óskað þess, að kona sín bæri brúðarskart sitt í veizlunni, ásamt skraut gripum þeim, sem hann hafði gefið henni í brúðargjöf, en þeir voru hálsmen og ennis- spöng alsett demöntum. Hann kom inn í herbergi hennar þegar hún var komin i allan skrúðann, faðmaði hana að sér og mælti: — Þannig er þá fyrsti dag urinn heima hjá okkur. Guð blessi þlg og heimilið okkar. Hann laut niður að henni og kyssti hana, og sá Rósa- munda ekki betur en að hon um vöknaði um augu. — Heldurðu að þú sért nú sæll, bóndi minn? spurði hún brosandi. — Farðu til manns, sem þolað hefur hvers kyns mót læti, en fengið inngöngu í Paradis að lokum, og spurðu hann hvort hann sé sæll, hvíslaði hann innilega. — Að því mætti gjarnan spyrja mig þó, að ég væri komin í sælu himnarikls, en hefði þig ekki við hlið mér, svaraöi hún innilega. Veizlan fór hið prýðileg- asta fram og fannst öllum mikið til um yndí'sþokka frú- arinnar og hver gæfumaður Martein nhefði verið að fá annan eins kvenkost, end*. virtist hann ekki sjá sólina fyrir henni. Þegar veizluglaumurinn stóð sem hæst kom einn af þjónunum með þau boð til hans að úti væri maður, sem vildi fyrir hvern mun fá að finna hann. — Hvaða maður er það? spurði Marteinn undrandi. Nefndi hann ekki nafn sitt? Eða sagðirðu honum ekki að ég væri að sinna gestum mín um og gæti þess vegna ekki veitt honum vfcðtal í kvöld. — Jú, herra! svaraði þjónn inn auðmjúkur, en hún — það var kvenmaður, herra — vildi ekki láta sér segjast. Hún sagðist ætla að bíða þangað til hún gæti haft tal af yður? — Kvenmaður! hrópaði Marteinn og skildi enn síður í þessu. Þá greip hann skyndi lega skelfileg tilhugsun og hann sagði: Lýstu henni fyrir mér, Tómas! — Já, sannast að segja, þá vakti hún enga sérstaka at- hygli mína, svaraði þjónninn nema að því leyti, að hún tal aði bjagaða ensku og leit helzt út fyrir að vera frá Ítalíu. Þjónninn tók eftir því, að Marteinn varð náfölur og undraði hann, hvað þessi að komudrós gæti átt útistand andi við húsbónda sinn. — Það er bezt ég tali við hana undir ei'ns, sagði Mar- teinn skjótlega, en það er ó- þarfi fyrir þig að geta um það við húsmóður þína. — Svo skal vera, svaraði þjónninn og bjóst til að fylgja húsbónda sínum til dyra, en Marteinn benti honum að hverfa aftur til borðsalarins, er hann hafði komið frá, en þjónninn kvaldi'st af forvitni .....ppariö yður Waup & ,milli œaigra verzlana'- OÖWöL Ö«10H «ILWI! -AuatorstiastÁ Framhaldssagan Charles Garvice: OLL EL BIRTIR UPP UM SÍÐIR Töfra- sverðið 58 — Hvað segir þú?, hrópar Eirikur æstur. — Er Erwin horfinn? — Já, við höfum leitað alls staðar, hrópar Winoah. — Hann er horfinn. — Hanin er iagður af stað til að leita eftir Tsacha, segir Eiríkur. — Við skulum strax halda helmleiðis. Ormur horfir undrandi á eftir þeim. Þessu næst fer hann að leita að drengnum. Eir kur lætur Rolf þefa af kápu Erwins og keyrir hestinn þessu næst úr sporunum. Snjórinn þekur öll spor, og vegna froslhörkunnar, get- ur hundurinn ekki rundið Erw.m. — Erwin, Erwin, kallar Eiríkur, en gefst þessu næst upp við að lciva áfram. Ú*. úr skógarþykkninu er starað á efiir honum. En brátt hó'i Erwin áfram þrát fyrÞ lcnlda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.