Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 2
2 T f M I N N, þriðjudaginn 22. mars 1960. Fá íslendingar vísindastyrk? Matvæla- og landbúnaSar- stofnun Sameinuðu þjóðanna veitir árlega nokkra rannsókn arstyrki, sem kenndir eru við André Mayer. Hefur nú verið auglýst eftir umsóknum um styrki þá, sem til úthlutunar koma á árinu 1960. Styrkir þessir eru ýmist veittir vísindamönnum til að vinna að til- teknum rannsóknarverkefnum eða ungum vísindamannsefnum tii að afla sér þjálfunar til rannsóknar- starfa. Styrkirnir eru bundnir við það svið, sem starfsemi stofnunar- innar tekur til, þ. e- ýmsar greinar landbúnaðar, skógrækt, fiskveiðar og matvælafræði. Allt til tveggja ára Styrkirnir eru veittir til allt að tveggja ára, og til greina getur komið að framlengja það tímabil um 6 mánuði hið lengsta. Fjárhæð styrkjanna er breytileg eftir fram færslukostnaði í hverju dvaiar- landi, eða frá 150—360 dollarar á mánuði. Er við það miðað, að styrkurinn nægi fyrir fæði, hús- næði og öðrum nauðsynlegum út- gjöldum, þ. á m. bókakostnaði og sjúkra- og slysatryggingagjöldum. Ferðakostnað fær styrkþegi og greiddan. aki hann með sér fjöl- skyldu sína, verður hann hins veg- ar sjálfur að standa straum af öll- um kostnaði hennar vegna, bæði ferða- og dvalarkostnaði. Umsóknir fyrir 10. maí Umsóknum um styrki þessa skai komið til menntamálaráðuneytis- ins fyrir 10. maí n.k. Sérstök um- sóknareyðublöð íást í ráðuneytinu. Umsókn fylgi staðfest afrit af prófskírteinum og meðmæli, ef til eru. Það skal að lokum tekði fram, | að ekki er vitað fyrir fram, hvort; nokkur fyrirframgreiðndra stykja j kemu í hlut íslands að þessu sinni.1 Endanleg ákvörðun um val styrk-! þegar verður tekin í aðalstöðvum FAO og tilkynnt í haust. Frá menntamálaráðuneytinu. 'ÍX . Hann fær ekki ó- endurkræfan styrk „... og sklldi sá gull elg gráSugur núna". Ekkl er okkur kunnugt um afla- brögSin, en sýnilega eru þessir ungu siómenn að sækja gull í greipar Ægi, Út af tilmælum Gísla Ind- riðasonar um að Búnaðarfélag íslands veiti honum óaftur- kræfan styrk til silungsrækt- ar hefur Búnaðarþirvg samþ. eftirfarandi ályktun: „Búnaðarþing telur sér ekki fært að veita styrk í þessu skyni, en mælir með því að Gísli Indr- iðason fái þá fyrirgreiðslu, sem gert er ráð fyrir i lögum um lax- og silungsveiði, vegna stofnunar eldisstöðvar." Þriðji hluti Allsherjarnefnd hafð.i málið tií meðferðar, og var Jón Gíslason frsm.m- hennar. Kvað hann málið ekki reist á svo traustum grunni sem skyldi, og gæti Búnaðarþing því ekki mælt með styrkbeiðninni. Hins vegar sjálfsagt að Grsla Indr- iðasyni yrði veitt sama fyrir- greiðsla og öðrum þeim einstakl- ingum, sem við þessi mál fengjust, en samkvæmt lögum mundi sá styrkur nema Va,, afstofnkostnaði. Fleiri tótauta máls, og yar álykt un nefndarinnar samþ. með 2l shlj. a-tkv. Búnaðarþing hefur samþykkt svofellda ályktun út af erindi veiðimálastjóra varðandi fiskeldi: „Búnaðarþing mælir eindregið með tillögum veðimálastjóra til landbúnaðarráðuneytisins um að ríkið reisi fullkomna tilraunastöð fyrir lax og silung.“ Jón Gíslason var framsögum. nefndarinnar og var ályktun henn ar samþ. með 22 shlj. atkv. og seilast langt eftir þvf. (Ljósm.: Ó. Sig.) Beita sér íyrir Seilzt í stofnun knds- vindlana sambaníls í fyrrinótt var brotin rúða Félag islenzkra hijómlistar- manna var haldinn s.) laugardag í stjórn voru kosnir: Formaður: Gunnar Egilsson, varaformaður Björn Guðjónsson, ritari Jón Sigurðsson, gjaldkeri Róbert Þórð arson og fjármálaritari Poul Bern burg. — Fundurinn samþykkti að beita sér fyrir stofnun landssam bands hljómlistarmanna og deild um úti um land. afgreiðslu Nestis við Eliiðaár, og stolið tóbaksvörum, sem voru á hillu í armlengd innan við glugg ann. Ránsfengurinn var þrir | vindlakassar og eitthvað af síga- rettum, þó ekki mikið. Annars | var rólegt hjá lögreglunni um helgina, og þetta var það eina, sem til hennar kasta kom. Fórnarlömb Nayista bætt NTB—Bonn, 19 marz. — Vestur-þýzka stjórnin gaf út þá yfirlýsingu í dag, að bæt- ur skvldu koma fyrir grísk fórnarlömb nazista úr heims- styrjöldinni síðari. Nema bæt- ur.þessar eftir íslenzku gengi 1264 milljónum króna. Samn- ingar um þetta voru undirrit- aðir í Bonn í dag Grikkland er eitt af ellefu ríkjum, sem farið hafa fram á skaðabætur vegna grimmd- arverka nazista úr heimsstyrj- öldinni. Samið hefur verið þegar við Noreg, Danmörk og Lúxemborg, en samningar standa yfir við Holland, Stóra- Bretland, Befgíu, Frakkland, Sviss og ftalíu. Togaraaflinn 7 bus. lestum minni Fiskaflinn í janúarmánuði var samtals rúmar 25 þúsund l.estir, en í janúar í fyrra var hann rúm ar 28 þús. lestir. Fiskaflinn í jan úar er því um 3 þús. lestum minni en í fyrra. Aflinn skiptist þannig, að báta fiskur er rúmar 19 þúsund lestir, en togarafiskur tæplega 6 þús. í janúar í fyrra var bátafiskurinn 14 þús. lestir en togarafiskurinn 13 þús. Togaraaflinn hefur því minnkað um 7 þúsund lestih mið að við janúaraflann í fyrra. I Fjórði kvenpresturinn hefur starf í Svíþjóð Vatnabát stolið Aðalfundur rafvirkja NTB—Stokkhólmi, 16. marz. Enn ein kona hefur veriS val- in til prestsstarfa í Svíþjóð. Eru þá ails fjórar konur þar Flóttafólkið fær lýsi og skreið Fjársöfnun þjóðkirkjunnar tU hjálpar flóttamönnum, er lokig að þessu sinni. Hún er liður í flótta mannahjálp Líknaimáladeildar Lútherska heimssambandsins og mun framlagi íslendinga vaiið til kaupa á lýsi og skreið, er ráð- stafað verður þangað, sem þörf er mest fyrir slík matvæli. Eins og við mátti búast hafa íslendingar brugðist -'e] við og látið mikið fé af hendi rakna í þessa söfnun. Skilagiein fyrir gjöfum, sem borizt hafa, hefur jafnan verifj birt í blöðum hvað eftir annað. Alls hafa safnast eftir annað. Alls hafa safnazt fjörutíu og sjö þúsund fjögur hundruð áttatíu og sex krónur 08/100. — Vil ég hér með þakka ágætar undirtektir almennings, prestum og öðrum, sem með.starfi og fram lögum hafa stuðlaö að því, að þessi fjársöfnun yrði þjóð vorri til sóma og til nokkurrar hjálpar í sárri neyð. (Frá Biiskupsskrifstofunni). um, en engin þeirra hefur í landi, sem gegna prestsstörf fengið vígslu. Stendur hinn mesti styrr um kvenprestana innan sænsku kirkjunnar og sækja báðir aðilar málið af miklu kappi. Kona sú, sem síðast tók við prestskap, heitir Barita Iisen-van Zijl og var kennari við mennta- iskólann í Karlskrona. Konail er dóttir Gunnars Olsens, sem er sóknarprestur í Karlskrona, en hún er gift trúboða, sem starfar í Suður-Afríku. Auk guðfræðiprófs hefur frú van Zijl einnig lokið magistersprófi. Hins vegar hefur hún ekki tekið svokallað prests- próf, sem tíðkast í Svíþjóð. Hún var kvödd til preststarfa af dóm- kirkjuráðinu í Lundi, en það bisk- upsdæmi er nú biskupslaust. Dóm kirkjuráðið hefur því beðið dóm- prófastinn að leita til biskups í einhverju öðru biskupsdæmi með vígslu hins nýja kvenprests. Ilítt er svo að vita, hvort nokkur fæst til þess. i Fyrri hlu'ta síðustu viku var vatnabát stolið frá fiskverkunar- stöð Pálma Pálmasonar við Skeiða i vog. Báturinn stóð þar utan við. i skemmu, og var í vetrargeymslu ] þar. Þetfa er 12—14 feta langúr j bátur úr krossviði, með þrem þóft um og smáskýli fremst. Borð- j ! stokkur og síður bátsins voru hvít | ■ ar, en kjölur og innhverfa græn. ! Þeir, em eitthvað kynnu að hafa vitað um ferðir manna með þenn an bát, eru vinsamlega beðin að láta rannsóknarlögrgluna vita. Aðalfundur Félags íslenzkra raf virkja var haldinn í félagsheimil- inu R/M að Freyjugötu 27, sunnu daginn 20. þ.m. A fundinum var lýst stjórnar- kjöri, sem fram átíi að fara að viðhafðri allsherjar atkvæða- greiðslu, en þar sem aðeins einn listi kom fram, varg stjórn fé- lagsins og allir trúnaðaimenn sjálfkjörnir. Stjórn félagsins er nú skipuð sem hér segir: Form.: Óskar Hall grímsson; varaform. Auðunn Berg sveinsson; ritari Sveinn V. Lýðs- son; gjaldkeri Magnús K. Geirs- son; aðst.gjaldk. Kr’istinn K. Ólafs son. Ný gerð votheysturna Bændur tveir í Miklaholtshreppi Einar ogBjarni Eiríkssynir, sækja um 60 þús. kr. styrk til Alþingis í því skyni að reyna nýja gerð votheysturna, úr svonefndu De borin-efni. Fóru þeir fram á það vifs Búnaðarþing, að það mælti með þessari styrkveitingu. Búnaðarþing hefur nú afgreitt málið mcð þvi að samþykkja svo hljóðandj áiyktun frá búfjárrækt arnefnd: ,,f tilefni af umsókn bændanna í Miklaholtshreppi um styrk frá lAlþingi til bygginga votheysturna | úr Deborin-efni, mælir Búnaðar I þing með því, að Alþingi veit ■ ákveðna upphæð á fjárlögum ti tilrauna varðandi byggingar sveitum og ráðstafi „ráðgefand nefnd um húsbyggingar í sveit um“ fé þessu td ríkisbúa oj j þeirra bænda, er stofna til ný I unga í byggingamálum, sem nefnc in telur ástæðu til að styrkja“ Ályktun þessi var samþykk með 17 samhlj. atkv, Sveinn Guí mundsson var framsögum, Búfjá: ræktarnefndar en auk hans töl uðu Sigmundur Sigurðsson o; Sveinn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.