Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 3
ftjftgLÆJfcN, þrigjndaginn 22. marz 1960. 3 Meiri afli en ífyrra Það, sem af er vertíðinni bafa aflabrögð verið nokkuð misjöfn 1 verstöðvum við Faxa fióa og sunnan lands. Yfir- leitt hafa þau þó verið allgóð og sums staðar ágæt I öllum verstöðvum mun nú vera komið á land mun meira afla- magn en á sama tíma í fyrra. Bátar eru nú flestir byrjaðir netaveiðar. f Vestmannaeyjum hefur afli verið betri í þessum mánuði en í febrúar og hefur einkum glæðzt seinustu daga. f Grindavík hafa gæftir verið misjafnar og afla- brögð eftir því. Sandgerðisbátar hafa svipaða sögu að segja en gæftir þó betri þar en í Grinda- vík. Einn bátur rær þar enn með línu og aflar vel. Nýjung í Keflavík hafa gæftir verið venju fremur góðar en afli naum- ast að sama skapi. Síðan netaveið- ar byrjuðu hafa hæstu bátarnir komizt allt upp í 27 tonn, en aðrir farið niður í 2—3 tonn í róðri. Tveir 20 tonna bátar róa þaðan með snurpinót og er nýjung, sem gefst vel, enn sem komið er a.m.k. Á Akranesi hefur afli verið á- gætur og yfirhöfuð lofar vertíðin góðu, ekki sízt þegar þess er gætt, að oftast er aprílmánuður dropa- drýgstur. Slapp meö skrámur Klukkan 13,06 í gær var um- ferðaslys á gatnamótum Hafnar- íjarðarvegar og Kársnesbrautar. Þar varð lítil stúlka, Helga Dag- mar Guðmundsdóttir, 8 ára, fyrir bil og skrámaðist i andliti. Til- drög voru þau, að bifreið kom' úr Reykjavík og beygði inn á Kársnesbrautina, en þar var Helga lítla á leið yfir götuna. Bílstjór- inn sá hana ekki fyrr en í óefnl var komið, og ætlaðr þá að reyna ; að sveigja og komast fyrir aftan j hana. Um sama leyti mun hún j hafa stanzað, eða jafnvel hopað j á hæl, varð fyrir bílnum og skall j fram yfir sig í götuna. Bíllinn I mun ekki hafa verið á mikilli ferð j og að því er blaðnu var tjáð í gær, mun Helga hafa sloppið með i skrámur í andliti. I-Iún var flutt á slysavarðstofuna tíl rannsóknar. Skömmu eftir ag slysið skeði, gaf maður nokkur sig fram við foreldra stúlkunnar sem sjónar-1 vottur. Þau námu nafn hans, Guðjón Jónsson, en misstu af heimilisfanginu. Eru það vinsam leg tilmæli, að Guðjón gefi sig fram að nýju. I Lífstiðarfa'ngelsi (Framh. af 1. síðu) lauk á fremur stuttum t£ma. Hve mjög hefur dregizt að kveða upp dóm yfir honum, er vegna þess hve langan tíma það tók að fá um- sögn geðveikralæknis um heil- brigði Brynjars. Þegar svo umsögn geðveikralæknis lá fyrir um það, að Brynjar væri sakhæfur,. var hann dæmdur brotlegur sam- kvæmt 211. grein almennra hegn- ingarlaga, og þótti refsingin hæfi- lega ákveðin 16 ára fangelsisvist, að frádregnu tímabilinu frá 30. ágúst 1959 til þess dags er dómur var upp kveðinn. Einnig var hon um gert að greiða allan málskostn að, svo sem laun sækjanda og verjanda 5000 kr. til hvors. Loks var hann sviftur kosningarétti og kjörgengi til allra opinberra starfa ævilangt. VeriS að skipa fiski á land við Faxafióa Segni gafst upp NTB—RÓMABORG, 21. marz. — Antonio Segni hefur gefizt upp við að mynda nýja samsteypu- stjórn á ftalíu. Saragat foringi hægri jafnaðarmanna skýrði frá þessu í dag, en ætlunin var að Kristilegir demokratar, hægri jafnaðarmenn og Lýðveldisflokk- urinn mynduðu samstjórn undir forsæti Segnis. Horfir mjög þung lega um stjórnarmyndun í land- inu. Bændur og búalið fFramh at 1 síðu i í einu lagi og er þá tryggingar- upphæð hvers einstaklings oft kr. 200—500 þús.. en afsláttur er gef in á iðgjöldum, þegar margir kaupa tryggingu í einu. Nauðsynlegt er að kanna alla möguleika í þessu efni og hversu hagkvæmt muni vera fyrir bænd ur að fara þessa leig 111 trygg- inga vegna slysa. í útboði þarf að taka til um atriði þetta varðandi, m.a. hversu stór hópur þarf ag vera til að fá fyllsta afslátt á iðgjöldum, t.d. hvort bændur í einu búnaðarfé- lagi notið þess eða bændur eins búnaðarsambands o.s.frv." 12 mílur (Framh. af 1 síðu). Búizt er við að, fyrst um ,sinn komi fxam tillögur frá ráðstefn- unni um 6 mílna landhelgi og sex mílna fiskveiðilandhelgi. Einnig er tillaga Bandaríkjamanna sam- hljóða þessari með þeirri breyt- ingu, að fiskveiðiþjóðum sé heim- ilt að sækja inn á miðin að 6 mílna landhelgi, hafi þær lengi stundað þessi mið. Helgi Briem sendiherra íslands í Bonn hefur tekið sæti í íslenzku sendinefndinni. Mannskæð og heiftug átök hvítra og svartra manna í Suður-Afríku Stúdentar samþykktu með 215 gegn 92 Pólitískar listakosningar tíl StúdentaráSs afnumdar — Á fundí háskólastúdenta í SjálfstæSishúsinu á laugardag- inn voru samþykkt ný lög um kosningar til Stúdentaráðs. Listakosningar lagðar niður og upp tekið einstaklingskjör í deildum. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur og stóðu umræður lengi og voru heitar. Eins og áður hefur verið s'kýrt frá hér í blaðinu, þá voru andstöðumenn frumvarpsins aðallega stúaentakjarninn úr Heim dalli og svo kommúnistar. — Urðu þeir þó að láta í minni pok- ann fyrir hinum frjálslyndari öfl- um innan skólans og frumvarpið samþykkt breytingalaust með 215 atkvæðum gegn 92 og afgreitt sem lcg frá fundinum Hvítir lögreglumeim brytjutiu niður meÖ skot- hríÖ atJ minnsta kosti 50 svertingja og tala særíJra nemur hundruÖum NTB—Höfðaborg, 21. marz. Að minnsta kosti 50 manns voru drepnir og 150 særðir í heiftúðugum óeirðum, sem urðu í Harpeville, útborg frá Jóhannesarborg, síðdegis í dag. í hinni opinberu tilkynn- ingu er sagt, að þetta séu bráðabirgðatölur, sem iíklega séu of lágar. Þúsundir blökkumanna stóðu að óeir'ðunum og allir hinir drepnu og flestir hinir særðu voru úr þeirra hópi. Barátta gegn nafnskírteinum Átök þessi eiga upptök sín að rekja til þess, að Samband blökku manna í S-Afríku hafði hvatt alla meðlimi sína til að hefja virka baráttu gegn svon. nafnskírtein- um, sem þing og stjórn S-Afríku hefur með lagaboði skyldað alla blökkumenn í S-Afríku til að bera á sér og sýna, hvenær sem krafizt er. Hófst barátta Sam- bandsins gegn skírteinunum í dag. Allir blökkumenn skyldu skilja skírteinin eftir heima, en halda til næstu lögréglustöðvar og láta handtaka sig. Eins og á vígvelli f Harpeville, sem er ein af útborgum Jóhannesarborgar. byrj uðu blökkumenn að. safnast þús undum saman í dag, einkum var fjöldi þeirra mikill fyrir utan lög reglustöðina. Sabre-orrustuflug vélar flugu lágt yfir mannfjöld- ann, en í fregnum segir að þetta hafi miklu fermur æst blökku- mennina en hrætt þá brott. Tóku þeir að grýta lögreglustöðina og lögreglumenn, þá sem þar voru á vakt, einnig lögregiubíla. Þá biðu lögr.eglumennirnir ekki leng ur boðanna, en hófu skothríð á varnarlaust fólkið. Blökkumenn svöruðu með grjótkasti og ein- staka mun hafa haft byssu. Lögreglumaður sagði seinna, að umhverfis Iögreglustöðina hefði verið að litast sem á víg velli í styrjöld, þar lá fjöldi dá- inna og særðra ma.nna. Blaðaljós myndari sem náði mynd af bar daganum, segir þetta lang mannskæðustu og heiftúðugustu átök hvítra og svartra manna i S-Afríku, sem nokkru sinni hafi átt sér stað. Bannað fundahöld í mörgum öðrum borgum S- Afríku mun svipað hafa gerzt. — Verwourd forsætisráðherra gaf skýrslu á þingi um atburðinn. — Taldi hann 25 hafa fallig og 50 særzt, en það er að allra dómi langt of lágar tölur Verwourd kvað lögunum um nafnskírteinin verða framfylgt Bönnuð hefðu verið öll fundahöld þeldökkra næstu vikur og er það gert sam- kvæmt lögum um þjóðhættulegí' i starfsemi. Margir blökkumenn i hafa verið handtekmr og verða dregnir fyrir dóm síðar í vik-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.