Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 4
4 T í M I N N, þriðjudaginu 22. marz 1960- Kvikmyndadisin leitaði sér lækninga i afgreiðslubúð Það skeður stundum, að af- greiðslustúlka í kjólabúð fer að leika í kvikmyndum og verður fræg. Hið gagnstæða að fræg kvikmyndastjarna verði afgreiðslustúlka í kjóla- búð gæti maður haldið að væri óhugsandi. Verzlun Melville Jackson í bæn- um Topeka í ríkinu Kansas fékk nýjan starfsmann í október, frú Flannigan hét hún, 39 ára, fráskil- in. Hún var fögur ásýndum og minnti dálítið á leikkonuma Gene Tierney sögðu viðskiptavinir verzl- unarinnar. Og það var ekki nema von, því þessi kona var nefnilega Gene Ti- erney í eigin persónu. Aðeins þrjár manneskjur vissu um þetta, Melville Jackson, Gene Tierney og sálfræðingur hennar. Vill endurheimta forna frægð Læknirinn átti hugmyndina og hún var ekki svo vitlaus. Skömmu fyrir jól sagði frú Fiannigan upp, hún hafði fundið sálarfrið og nú er hún aftur orðin Gene Tierney, hin fræga kvik- myndastjai-na, sem vill endur- heimta forna frægð. Hún er þekkt úr ýmsum kvik- myndum. Álitið er, að það s'é visst samband milli taugabilunar henn- ar og hlutverks þess, sem hún lék síðast í. Hún lék þar kínverska hjúkrun- arkonu, Arm Scott, sem varð ást- fangin í Bogart, en hún getur ekki fengið hann, vegna þess að hann er kaþólskur prestur. Vildi breyta prinsinum Einmitt um þetta leyti þekkti Gene Tierney mann ungan og frægan mann, sem hun gat heldur Gene Tierney ekki krækt í. Það var Aly Khan prins. Vitað var, að hún gat engar von- ir gert sér um að ná í prinsinn. Faðir Aga Khan vildi ekki að sonurinn kvæntist eini kvikmynda- stjörnunni 1 viðbót. En ástin er blind. Hún vildi breyta hegðun og skapferli prins- ins. f staðinn breyttist hún sjálf, er prínsinn fór að líta aðrar konur hýru auga. Hún fór geyst af stað í fyrstu, hafði mikinn meðvind og átti marga vini. -s Hún var einnig hamingjusöm í hjónabandinu. Hún flúði með kjólateiknaranum, Oleg Cassini, ítölskum greifa. í þá tíð var hún nítján ára gömul og elskaði mann sinn meira en starfið og lagði það á hilluna til að geta verið móðir og hús- móðir. Það vár stríð og allir gerðu sitt til að hjáipa til, einnig frægar 'kvikmyndastjörnur. Eyddi tímanum viS kvæðalestur Fyrsta barnið sem hún átti, var síúlka, en það var geðveilt. Gene reyndi að henda sér út 'úr skýja- kljúf, en er nú í dag þrátt fyrir allt hamingjusöm með barn sitt, sem hefur eignast systur sem heit- ir Christina. En ekki var hægt að bjarga hjónabandinu. Það fór þannig að hún endaði á sjúkrahúsi, þar sem hún eyddi tím- anum við að prjóna og lesa kvæði. Þ.etfa, hgfur aldrei verið gert opin- bert. Nú vonast aðdáendur hennar til að hún slái í gegn á nýjan leik. Trúir hún sjálf á það? Nýlega !ét hún svo um mælt, að ef hún gæfi ekki orðið kvikmynda- stjarna aftirr gæti hún þó alltaf orðið — afgreiðslustúlka Veiði j örð Jörðin Ytri-Hóll í Vestur-Landeyjahreppi. Rangár- vallasýslu, er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum, eða fyrr. Jörðin er mjög hæg, land afgirt og góð ræktunarskilyrði, og liggur jörðin við þjóðveg. Rafmagn frá Sogslínunni, sími og > Silungsveiði í Hólsá, sem rennur meðfram túninu. Upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson, Ártún- um, Rang. Heiðruðu viðskiptavinir Okkur er ánægja að tilkynna yður að við höfum nú tekið við rekstri Garðyrkjustöðvar Þráins Sig- urðssonar h.f. í Hveragerði (áður Fagrihvammur h.f.) — Þar sem að Garðyrkjustöð þessi er ein stærsta rósaræktunarstöð landsins munum við geta tryggt yður úrvals rósi1’ og önnur blóm árið um kring. Jafnframt höfum við ráðið mjög fær- an blómaskreytingarmann sem mun fúslega mæta ýtrustu kröfum yðar. GJÖRIÐ SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN ALASKA Gróðrastöðin við Miklatorg Sími 19775. Iðnskóliim í Reykjavík Námskeið í uppsetningu og meðferð olíukynding- artækja hefst mánudaginn 4 apríl n.k — kl. 8 síðdegis. Innritun fer fram frá 22 marz til 2. apríl í skrif- stofu skólans á venjulegum skrifstofutíma. Námskeiðsgjöid Kr. 200.00 greiðist við innritun. Skólcistjóri Einar 0. Björnsson Utsýn bóndi, Mýnesi heldur almennan stjórnmálafund í Framsóknar- húsinu þriðjudaginn 22. marz kl. 8,30. Fundarefni: Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum og viðhorfin í þjóðmálum. — Frjálsar umræður. Aðgangseyrir kr. 10,00 við innganginn. Fundarboðandi SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK ÁRSHÁTÍÐ verður föstudag 25. þ.m. í Sjálfstæðishúsinu — Hefst með borðhaldi kl. 19,30.. Ávörp flytja Pétur Hannesson formaður félagsins og dr. Jakob Benediktsson. Ýms önnur skemmtiatriði. Dans til kl. 0.2. Aðgöngumiðar seidir til fimmtudagskvölds í verzl- uninni Mælifelli, Austurstrætx. Stjórnin til annarra Ianda Ef þér ætlið til útlanda í sumarleyfinu, getum vér sparað yður margvíslega fyrirhöfn, óþægindi og út- gjöld. Skotlandsferð 18.—30. júní. Mið-Evrópuferð — (Danmörk, Þýzkaland, Sviss. Frakkland), 30. júlí til 23 ágúst. — Ítalía og Suður-Frakkland 5. til 27. september. Vér kappkostum að veita ferðamanninum fjölbreytta og skemmtilega ferð, ör- ugga þjónustu og mest fvrir peningana. — Spyrjið þá um árangurinn, sem reynt hafa. Fyrst um sinn verður skrifstof- an aðems opin kl 5—6 síð- degis. — / * Ferðafélagið UTSYN Nýja-Bió. Sími: 2-35-10. Þakka hjartanlega öllum þe<m, sem á áttræðisaf- mæli mínu þ. 14 marz s.l. auðsýndu mér vináttu og tryggð með heimsóknum gjöfum og hlýjum kveðjum. Guðrún Jónsdóttir, Ártúnum Alúðar þakkir til ykkar allra sem sýnduð mér vinsemd og virðingu á 80 ára aímæli mínu, 11. þ.m. — Guð blessi ykkur öli. Þorsteinsína Brynjólfsdóttir Víðidalsá Öllum þeim, sem heiðruðu rnig, og sýndu mér vináttu, með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 80 ára afmæli mínu, vil ég fcrra mínar innileg- ustu þakkir. Bið ég góðan Guð að launa ykkur þetta með því bezta sem ég þekki en það er vinátta og kær- leikur góðra manna. Metta Kristjánsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurðar Einarssonar, vélsmiðs. Sérstaklega þökkum við Oddi Sigurðssyni fyrir góða aðstoð. Guðrún Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.