Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 6
T í MI N N, þriðjudaginn 22. man 1960. MINNING: DÝRLEIF ÞORSTEINSDÓTTIR frá Syðri-Brekkum, Langanesi F. 28. febr. 1903. — D. 21. jan. 1960. Foreldrar hennar voru Halldóra HaUdórsdóttir og Þorsteinn Ein- arsson, aettaður úr Vopnafirði, hálfbróðir Halldórs Runólfssonar kaupmanns á Bakkafirði. Halldóra móðir Dýrleifar var dóttir hjón- anna Dýrleifar og Halldórs, sem bjuggu góðu búi á Syðri-Brekkum. Ólst Dýrleif að mestu upp hjá afa sínum og ömmu, þó foreldrar hennar væru í sambýli við þau.' Börnin voru mörg, og Dýrleif var með þeim elztu. Dvaldist hún fram undir tvítugt í ástríkum skyldmennahóp. Fyrst þegar hún fór að heiman, fór hún til Jónínu Kristjánsdóttur og Jóhanns Tryggvasonar kaupmanns á Þórs- höfn, þeixra heiðurshjóna, sem voru einungis af góðu kunn. — Ég kynntist Dýrleifu eftir þetta tíma- bil. — Systkini Dýrleifar eru bú- sett hér í Reykjavík, nema Hall- dór, sem býr í nágrenni Þórshafn- ar og er þeirra elztur, ef ég man rétt. Eina systur missti hún, gifta konu í Vopnafirði, en maður henn- ar, Garðar Stefánsson var þaðan. Eiga þau uppkominn son. — Nú ert þú horfin .sjónum okk ar yfir móðuna miklu, Dolla mín; frjáls og óháð frá líkamlegumj þjáningum þessa lífs og reynsluj sem liðin ár hafa haft í för með sér. En það, sem þú tapaðir hér, mun þér verða bætt, það er mín trú. — Við Dýrleif kynntumst á Ak- ureyri, ungar stúlkur, og nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar sam- an. Það var á Bakkafirði, en þang- að giftumst við báðar og urðum nágrannakonur. — Endurnýjaðist þá kunningsskapur okkar. — Það vill oft verða svo með þær mann- eskjur, sem dvelja í ókunnu plássi, að þær verði fyrir misskilningi og gagnrýni, eins og oft verður í smá plássum, og því urðum við báðar fyrir í fyrstu. En það fellur um sjálft sig, þegar tímar liða. Það gerist margt á 20—30 árum hverrar ævi. Þegar litið er til baka, virðist þessi tími ekki lang- ur. En það þarf þrek að standast lífsbaráttuna, þó að hún í sínum hversdagsleika ekki virðist sérstök fyrir augum almennings. En svo eru margar gleðistundir, en hið mótstæða verður manni yfirleitt minnisstæðara. Dýrleif heitin var aldrei hraust. Átti meðal annars við þann sjúk- leika að stríða að ganga úr liði um öxl. En henni lærðist að kippa honum í liðinn sjálf, sem ekki var þrautalaust og í þeim handlegg var hún aldrei sterk fyrir. Ég var henni samskipa til Þórshafnar og vorum við saman í klefa. Skeði þá þetta fyrr greinda. Mér varð bilt við, en hún var róleg og gerði læknisaðgerðina sjálf, án þess að kvarta. Og síðast þegar ég vissi að þetta kom fyrir, var það við barnsburð fyrir tæpum 20 árum, en þá hjálpaði henni Þórhallur maður hennar. — Þetta eltist af henni, sem betur fór, eða ég heyrði ekki um það talað. — Dýrleif giftist eftirlifandi manni sínum Þórhalli tJónassyni frá Gunnarsstöðum í Skeggjastaða hrepp veturinn 1934. Var hann bamakennari nokkra vetur í sveit sinni, en stundaði sjómennsku á sumrin. — Þau hjónin eignuðust 4 börn: Halldóru, Kristján, Ingi- björgu og Hörð. — Kristján misstu þau 16 ára eftir langvarandi van- heilsu. Þjáðist hann af krampa- veiki. Var Kristján heima til 6 ára aldurs, en síðustu 10 árin urðu þau að hafa hann á spítala. Þetta Túlipanar Tyrkja og Hollendinga var mikil reynsla. Kristján var fluttur til greftrunar til Bakka- fjarðar. — Halldóra er gift Har- aldi Sigmundssyni bókara, Klepps vegi 34, Reykjavfk. Ingibjörg gift Ingvari Jónassyni, Steinholti, Bakkafirði. Hörður á Laugarvatns- skóla, þeirra yngstur. — Dýrleif heitin var dul í skapi og fáskiptin og lagði ekki öðrum til, gaf heldur málsbætur, ef hall- að var á aðra. Hún var vel greind, hafði fallega söngrödd, músíkölsk og spilaði ágætlega á orgel. — Hún lét litið yfir sér og vann sín heimilisverk í kyrrþey. — Þau hjónin Dýrleif og Þórhallur bjuggu lengst af á Bakkafirði, að undanskildum 3 árum, sem þau! dvöldu í Keflavík, en fluttu aftur austur til Bakkafjarðar. — En fyrir tæpum 2 árum fór Dýrleif að finna til lasleika innvortis, og fór þá á Landsspítalann, þar fékk hún bata í bili og var nokkra mán- uði heima. Sfðast liðið sumar fór hún til' lækninga til Þórshafnar I og dvaldi í sjúkrahúsinu þar,1 (Framhald á 12. síðu). | INGOLFUR DAVIÐSSON: GRÓÐUR og GARÐAR Flestir hafa séð skrautlega túlípana blómgast snemma sum ars úti í görðum. En ekki er nema rúmur aldarfjórðungur síðan farið var að rækta þá að mun í görðum og gróðurhúsum á íslandi. Á þrjú þúsund ára gömlu skrautkeri frá eyjunni Krít er mynd af jurt, sem að öllum lík- indum er túlípani. En engar sögur fara af túlípanarækt í Evrópu fyrr enn á 16. öld. Voru Tyrkir slyngir blómaræktar- menn á þeim tímum og frá þeim barst túlípaninn vestur um álfuna. Enn þá eldri er tú- lípanaræktin talin í Persíu, og þaðan eru margar tegundir ætt- aðar. Er túlípana getið í pers- neskum skáldskap um það bil sem kristni var lögtekin á ís- landi. Um miðja 16. öld flutti Bus- beq, sendimaður Austurríkis- keisara, túlípanalauka frá Miklagarði til Vín og Hollands — og árið 1559 blómgaðist skar- latsrauður túlípani í Augsborg. Var máluð mynd af honum. Frægur prófessor, að nafni Clú- síus, varð til þess að vekja áhuga Hollendinga. Hann flutti með sér/túlípanlauka til Lejden árið 1593 og bauð til sölu fyrir geypiverð. Vildi enginn kaupa. En eina nótt var flestum lauk- unum stolið og þeir settir nið- ur á laun á nokkrum stöðum. Var þá ísinn brotinn og áhugi Hollendinga vakinn svo um munaði! Túlípaninn kom frá Tyrkjum. Þeir höfðu lengi haft á honum miklar mætur og báru hann jafnvel í fellingunum á vefjarhöttum sínum og höfðu hann líka afskorinn í blóma- kerjum. Franskur sendiherra skrifaði Lúðvík 15. Frakkakon- ungi frá Frakklandi á þessa leið 1726: „Tyrkir halda túlip- anahátíðir árlega þegar túlíp- anarnir standa í blóma. Býður þá stórvesírinn soldáninum að skoða fallegan túlípanagarð. Flöskur með blómum eru sett- ar í allar eyður í garðinum og við hliðina á 4. hverju blómi er sett ljós I sömu hæð. í trén og laufskálana umhverfis eru hengd fuglabúr og marglit ljós- ker. Þarna er glymjandi hljóð- færasláttur og er skrautlýsing- in höfð hverja nótt pieðan túíl- panarnir blómgast. í hallar- garði soldánsins voru gróður- settir Vz milljón lauka og lit- brigðin voru óteljandi. Keyptur var frægur túlípanlaukur frá Persíu fyrir þúsund gullstykki". Segið svo að Hund-Tyrkinn kunni etkki annað en að berj- ast!--------- Á árunum 1634—-1637 gekk eins konar túlípanaæði yfir Holland. Höfðu Frakkar fengið snert af því áður. Þá geisaði 30 ára stríðið i Þýzkalandi og víðar. Hollendingar o. fl. voru hlutlausir og græddist drjúgur skildingur. Kom mikill gróða- hugur í marga (líkt og við þekkjum hér, eftir heimsstyrj- öldina). Túlipanar komust í tízku og stigu geysilega í verði. Sumar tegundir breyttu blóma- lit smám saman og þótti mikið í varið. Þetta orsakaðist í raun og veru af huldusýklum (vir- us), en það vissi enginn þá. Laukar sýktu jurtanna héldust lengur en ella, en fjölgaði lítið og komust í geypiverð. Frægt varð afbrigðið Semp- er Ágústus (eða eilífðar-Gústi), sem bar hvít blóm með rauðum rákum. Var einn laukur seldur á 5500 gyllini! og 3 stórir fóru á sama uppboði á 30 þúsund. Samkvæmt verðgildi peninga á þeim tímum, hefði verið hægt að kaupa fyrir þessa lauka, t.d. Hvanneyri eða Þingeyrar á vor- um dögum! Einn laukur teg- undarinnar Vieeroy var seldur fyrir 4 feita uxa, 2 svín, 12 kindur, 2 tonn af smjöri, þús- und pund af osti, 2 uxahöfuð af víni, 4 tunnur öls, einn góðan alfatnað, uppbúið rúm, silfur- bikar og nokkuð af hveiti og rúgi — allt virt á 2.500^ gyllini, eða á við V2 semper Ágústus! Auðvitað óx túlípanaræktunin geysilega. Eftirspurnin varð svo mikil að farið var að selja vonina í næsta árs uppskeru. Gengu túlípanaávísanir og „vonarvixlar“ kaupum og söl- um fyrir geypiverð, ekki síður en bílleyfi á íslandi! Var að lok- um svo mikið af ,,túlípana-verð- bréfum" á markaðinum, að Hollendingar hefðu þurft 5—10 I® ár til að geta framleitt lauk- ana. Vörður var haldinn um túlípanagarða. Margir græddu mikið fé á braskinu og margt var brallað. Haarlem-spekúlant- ar fréttu um svartan túlípan í Haag. Þeir fóru þangað keyptu laukinn á 1500 gyllini og tróðu hann síðan í kléfesu undir fót- unum! „Við eigum sjálfir svarta túlípana heima“, sögðu þeir við undrandi seljandann. „Nú sitj- um við einir að þeim. Við hefð- um borgað þér miklu meira, ef þú hefðir haft vft á að setja það upp.“ Þetta varð frægt og Dumas ritaði síðar skáldsöguna „Svarti túlípaninn”. Bæði svart ir túlipanar og virusveikir „Biz- arre“-túlípanar hafa sézt hér í görðum. — Sjómaður kom heim úr siglingum og fékk reykta síld að eta hjá vinnuveit anda sínum. Sjómanninn lang- aði í lauk með síldinni og greip með sér einn sem hann sá í vöruhúsinu og át. En þetta var þá hin dýrmæta tegund Semp- er Ágústus, og hlaut sjómaður- inn nokkurra mánaða fangels- isvist. — Svona var laukafar- aldurinn, en veturinn 1636—37 kom skellurinn. Allir vildu selja' en enginn kaupa — og varð fjöldi manna gjaldþrota. Samt eru Hollendingar nú mesta laukaræktarþjóð ver- aldar. í harðindum stríðsár- anna átu þeir túlípanlauka- Hér eru Darwin-túlípanar mest ræktaðir. Af villitúlípönum (Botaniske) þekkja menn hér t.d. hina lágu snemmblómga ,,kaupmannatúlípana“, og hinn stóra Red Emperor. Nýjung er hinn blóðrauði risablómgaði General San Mart- in, sem Hollendingurinn De Mol framleiddi með því að geisla Red Champion-túlípana- lauk. De Mol hefur líka „skotið , neutrónum“ á Darwintúlípana- laukinn Utopia og fengið fram blómstærra afbrigði „Irene zo- liot-Curie“. Það er fyrsti kjarn- orku-túlípaninn. — Shierbeck landlæknir getur um túlípana í átofum á íslandi 1886, sem sjaldgæfra jurta. Síð- an Ragnar Ásgeirsson ræktaði allmarga túlípana í eldhúsi sínu 1922 hefur vegur þeirra hér farið mjög vaxandi. í sumar verður haldin mikil garðyrkjusýning í Rotterdam í Hollandi, og túlípananna minnzt á sérkennilegan hátt í sambandi við hana. Póstvagn, dreginn af 4 hestum, leggur af stað frá Miklagarði 30. marz og fer göm-lu „túlípanaleiðina, sem Busbecq fór fyrir 400 árum, er hann flutti fyrstu túlipanalauk- ana frá Tyrklandi til Hollands. Á vagninn að vera kominn til Leyden í Hollandi 5. maí, eftir að hafa farið tvöþúsund enskar mílur. Póstvagninn er rúmlega 100 ára gamall, og var á sinni tíð notaður í áætlunarferðir í Hollandi. Kostnaður er áætl- aður 25 þúsund dollarar, en bú- izt er við að þetta verði góð auglýsing’ fyrir sýninguna og túlípanana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.