Tíminn - 22.03.1960, Qupperneq 12

Tíminn - 22.03.1960, Qupperneq 12
12 TÍMINN, þriðjudaginn 22. marz 1960* Sextugur: Einar Skúlason Eymann Einar Skálason Eymann frá Giiá í Vatnsdal átti sextugsafmæli 10. f.m. Einar er fæddur að Hofi í Vatns dal, sonur Skúla Benjamínsson- ar járnsmiSs á Blönduósi og Guð- rúnar Benónýsdóttur. Hún átti lengi heima i Reykjavík og er ný- lega dáin. Einar fór ungur að Gilá í Vatns- dal til hjónanna Þuríðar Gísla- dóttur og Davíðs Davíðssonar, er bjuggu þar ásamt' syni sínum, Daða, bóka- og fræðimanni. Einar átti heima á Gilá til fimmtíu ára aldurs, en þá fluttist hann til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. Aðalatvinna hans í Reykjavík nefur verið við húsa- byggingar og pípulagnir. Árið 1953 varð bann þingvörður og hefur gegm því starfi síðan um þingtímann ár hvert. Á sumrin fer hann oft um stund norður í átthaga sína og vinnur þsr að heyskap, af því að honum eru hinar tornu slóðir kærar. Einar heíur ebki gengið í ann- aii skóla en barnaskólann í æs'ku- sveitinni. Kennari hans var Krist- ján Sigurðsson frá Brúsastöðum í Vatnsdal, Þmgeyingur að ætt. Ein- nr telur það hafa orðið sér til mikillar gæfu að hafa kynnzt Kristjáni og notið leiðsagnar hans. Einar er yfirlætislaus maður og hljóðlátur. En hann er fljótur til að vinna verk sín og alltaf á verði sínum, fyrirgreiðslusamur og á- reiðanlegur, svo sem bezt verður á kosið. Við kynningu kemur í ljós, að góðlátleg gamansemi býr undir hljóðlæti og hæversku hans. Einar S. Eymann á eina dóttur barna. Hún heitir Sigrún og er gift. húsfreyja í Reykjavík. Karl Kristjánsson MINNING (Framhald af 6. síðu). nokki'ar vikur. Hingað til Reykja- víkur kom hún svo 5. nóvember á fæðingardeild Landsspítalans. Eftir það hrakaði heilsu hennar svo, að hún fékk ekki bót og dó 1. janúar. Var hún flutt til Bakka- fjarðar og jarðsett þar 6. febrúar. Ég hugsa til dótturinnar heima á Bakkafirði og litlu dótturdóttur- innar, sem ber nafn ömmu sinnar. — Dýrleif heitin átti því láni að fagna, að eiga góð .myndarleg og vel gefin börn, enda var hún góð móðir. — Ég lá um tíma á sömu deild og Dýrleif heitin, í vetur. — Þeg- ar ég fór, kvaddi ég hana og var •hún furðu hress. Hún áminnti mig um að fara gætilega með mig. — Ég sagði við hana að nú myndi hún fá bata fyrst hún væri komin hingað. Hún svaraði: ,,Ég er löngu búin að sætta mig við mitt hlut- skipti.“ Við vorum á líkum aldri. Ég gat ekki vel áttað mig á að ekki væri batavon, en hún gerði sér vel grein fyrir því. Þetta er gangur lífsins. Annar í dag og hinn á morgun." Áframhaldandi líf til þroskans. — Svo votta ég innilega samúð ■ hjónanna og barnanna. miima, til eigin- manns, barna og skyldmenna. — Ó, guð minn vek þá hugsun mér í huga við hverja neyð og sorg og reynslu-sár; þá styrkist ég og læt mig böl ei buga, og brosið skín í gegnum öll mín tár. Með vinar kveðju, Dolla mín. Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Snæbjarnarstöðum. ORÐSENDING frá Byggingasamvinnufélagi Reykjavíkur Önnur hæð húseignarinnar Barmahlíð 13 (austur- endi) er til sölu. Eignin er byggð á vegum Byggingasamvinnufé- lags Reykjavíkur, og eiga félagsmenn forkaups- rétt lögum samkvæmt. Þeir félagsmenn, sem vilja nota forkaupsréttinn, skulu sækja um það skriflega til stjórnar félags- ins fyrir 31. þ.m. Stjórnin Frá Sjúkrahúsinu á Selfossi Staða yfirhjúkrunarkonu er iaus frá 1 iúlí næst komandi að telja. Enn fremur vantar aðstoðar- hjúkrunarkonu nú þegar eða síðar eftir samkomu- lagi. Umsóknir til stjórnar sjúkrahússins má senda til sýsluskrifstofunnar á Selfossi. Nánari upplýs- inga má leita í sýsluskrifstofunni eða hjá Bene- dikt Tómassyni, lækni, c/o landlæknisskrifstofan, Reykjavík. Sjúkrahússtjórnin Sérhver kona á auðvelt með að sjá hvenær maðurinn er aftur sómasamlega rakaður 10 blaða málmhylki með hólfl fyrir notuð blöð Og slíkur rakstur fæst aðeins með Bláu Gillette Blaði í Gilletté rakvél. Reynið eitt blað úr handhægu málmhylkjunum á morgun og flnnið mismuninn. Gillette Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem *V»V»VV‘ HAUPFÉLÖG Þar sem nú fara í hönd aðdrættir á helztu byggingarvörum, væri æskilegt, aS þeir, sem ætla aS fela oss innkaupin, sendi pantanir í eftirfarandi vörur hiS fyrsta: TIMBUR STEYPUJÁRN KROSSVIÐUR ÞILPLÖTUR KALK ÞAKJÁRN STEYPUSTYRKTARJÁRN MIÐSTÖÐVAREFNI HREINLÆTISTÆKI GÓLFDÚKAR RÚÐUGLER GIRÐINGAREFNI VATNSRÖR ASBEST — SEMENTSVÖRUR OG ÝMSAR AÐRAR BYGGINGARVÖRUR Önnumst innkaup á nefndum vörum frá Finnlandi, Sovétríkjunum, Tékkó- slóvakíu, Póllandi, Austur-Þýzkalandi, Belgíu, Bretlandi, Ítaiíu, Svíþ|óð, Dan- mörku og U.S.A. Samband ísl. samvinnufélaga — Innflutnmgsdeild — Herbergi til leigu í Hlíðunum. — Uppl. í síma 36429. Nauðungaruppboð á b.v. Vetti S.U. Í03, sem frestað var 1. marz 1960, fer fram við skipið þar sem það liggur við Grandagarð, laugardaginn 26. marz 1960, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.