Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, þriðjudaginn 22. mar* 19«®.
hugsaBi ég meira um skauta-
svellið í Southampton en
nokkuð annað. Það varð mér
tákn um það líf, sem liðið var
— eitthvað fast að halda sér
í. Hún þagnaði. — Strax þeg
ar ég komst heim til Eng-
lands aftur, fór ég til South
ampton. Eg átti eitthvert er-
indi þangað; en raunveru-
lega ástæðan var sú, að ég
hafði lofað sjálfri mér öll
þessi ár, að einhverntíma
skyldi ég aftur fara þar á
skauta. En skautahöllin
hafði orðið fyrir sprengju.
Hún var svört brunarúst —
nú er engin skautahöll í
Southampton. Eg stóð þar
á gangstéttinni leigubíllinn
beið fyrir aftan mig — ég
hélt á skautunum í hendinni
og skældi af vonbrigðum.
Ekki veit ég hvað bílstjórinn
hefur hugsað um mig.
Bróðir hennar hafði farið
til Malaya árið 1937 þegar
Jean var sextán ára. Saut-
ján ára hætti hún í mennta-
skóla og fór í verzlunarskóla
og tók þaðan próf í vélritun
og hraðritun eftir sex mán-
uði. Hún vann á lögfræðings
skrifstofu næsta ár, meðan
verið var#að undirbúa jarð-
veginn til að hún fengi starf
í Malaya. Móðir hennar hafði
samband við forstjóra Kuala
Perak félagsins og hann .var
mjög ánægður með þær
fregnir, sem bárust af Don-
ald frá ekrustjóranum,
Aldrei var mikið af ógiftum,
enskum stúlkum í Malaya og
þegar frú Paget fór fram á
það við forstjórann, að hann
léti Jean hafa starf í aðal
skrifstofunni í Kuala Lump
ur, þá tók hann það þegar til
alvarlegrar athugunar. Félag
ið taldi óæskilegt ^ð starfs-
menn þess kvæntust eða
byggju með malayakonum,
en einasta vörnin gegn því
var að hvetja ógiftar stúlkur
til að ráðast til starfa hjá
félaginu. Og það var sjaldan
sem félaginu bauðst skrif-
stofustúlka frá Englandi,
sem kunni malayisku. Svo
Jean fékk atvinnu.
Stríðið brauzt út meðan
vertö var að kippa þessu í
lag. í fyrstu urðu menn þess
lítt varir í Englandi og frú
Paget sá enga ástæðu til
þess að láta slíka smámuni
trufla framtíðarhorfur Jean.
Hún áleit líka, að Jean yrði
miklu betur sett í Malaya, ef
einhver órói yrði í Englandi.
Jean fór til Malaya veturinn
1939.
í röska átján mánuði
skemmti hún sér dásamlega.
Skrifstofa hennar var rétt
hjá stjórnarskrifstofunum,
sem eru í voldugu húsi, sem
byggt hafði verið til að sanna
veldi hins brezka konungs.
Sú bygging girðir knattleiks
völlinn á einn veg og and-
spænis henni er klúbburinn,
en til annarrar hliðar er
kirkja, sem hefði getað stað-
ið í ensku sveitfe-þorpi. Þarna
bjuggu menn við alenskar
venjur í hitabeltisþægind-
um, nægar frístundir, margs
konar leiki og skemmtanir
veizlur og dans, en fjöldi
þjóna sá fyrir öllum þörfum.
Jean leigði hjá einum af
deildarstjórum félagsins í
rofið, þá fór útlitið að verða
dálítið alvarlegt. Einn morg-
un kallaði húsbóndi Jean,
herra Merriman, á hana inn
á skrifstofu sína og sagði
henni, að skrifstofan væri að
loka. Henni var sagt að.láta
föggur sínar í eina tösku,
fara á járnbrautarstöðina og
taka fyrstu lest til Singa-
pore. Hann fékk henni heim
ilisfang umboðsmanns félags
ins þar og sagði henni að
sækja þangað farseðil heim.
Fimm stúlkur aðrar, sem líka
unnu á skrifstofunni, fengu
Framhaldssaga
hefmsótt þau oft síðan og eitt
sinn, er hún var lasin, dvaldi
hún þar vikutíma sér til hress
ingar. Daginn áður hafði hún
frétt, að herra Holland hefði
komið með fjölskyldu sína á
járnbrautarstöðina, en ekki
fengið far og þau snúið aft-
ur heim. Jean fannst að hún
ekki geta farið án þess að
kveðja þau hjónin og bjóða
Eileen aðstoð. Eileen var góð
móðir og fyrirmyndar húsmóð
ir, en greinilega ófær um að
ferðast ein með þrjú börn í
þeirri ringulreið , sem fólks-
flutningum fylgir á stríðstím
um.
Jean gekk all vel að komast
litlu gistihúsi hjá enskri
konu. Eiginlega var það eins
konar heimavist fyrir ógift
ar stúlkur, sem unnu á skrif
jstofum eða í stjórnardeildun
um.
j — Við höfðum það allt of
gott, sagði Jean. — Á hverju
einasta kvöldi var boð eða
dansleikur. Við urðum að
neita einhverri skemmtun til
þess að hafa tíma til að
skrifa bréf heim.
Hún og vinir hennár tóku
lítið mark á því að hætta
væri í aðsigi þegar farið var
í stríð við Japani. Bandarík
in fóru líka í stríðið 7. des-
ember 1941 og það var ágætt.
Það hafði engin önnur áhrif
á heimboðin í Kuala Lumpur
en að ungir menn fóru að
segja upp stöðum sínum og
koma í einkennisbúningum,
sem var í sjálfu sér æði
skemmtilegt. Jafnvel þegar
Japanir gengu á land norðan
til í Malaya, hugsuðu fáir um
hættu í Kuala Lumpur. Þrjú
hundruð mílna vegalengd,
fjöll og frumskógur, lá þar á
milli og hlaut að vera örugg
vörn gegn innrás. Þegar her
skipunum Prince of Wales og
Repulse var sökkt fékk það
ekki mikið á nítján ára
stúlku, sem nýbúin var að
neita sínu fyrsta bónorði.
Ekki leið á löngu þar til
skipað var í orði kveðnu að
flytja giftar konur og börn
til Singapore. Þegar Japanir
þokuðust niður skagann og
ruddust gegn um frumskóg,
sem enginn her hafði áður
Sigríður Thorlacius
þýddi
7.
sömu fyrirmæli.
Þá voru Japanir sagðir
vera hjá Ipoh, um eitt hundr
að mílur frá Kuala Lumpur.
Öllum voru orðnar Ijósar
horfurnar. Jean fór í bank-
ann og tók út alla sína pen-
inga, um sex hundruð doll-
ara. En hún fór ekki á braut
arstöðina og þó að hún hefði
gert það, var vafamál að hún
hefði komist til Singapore.
Umferðin hafði verið stöðvuð
af herflutningum til vígstöðv
anna. Hún hefði getað slopp-
ið eftir akbrautinni. En hún
fór til frú Holland í Batu
Tasik.
Batu Tasik er um tuttugu
mílur norðvestur af Kuala
Lumpur. Holland var forstjóri
tinnámu og bjó í fallegu ein-
býlishúsi rétt hjá námunni á-
samt konu sinni Eileen og
þremur börnum þeirra, Fredd
ie, sjö ára, Jane fjögurra og
Robin, sem var tíu mánaða.
Eileen Holland var ljúf og
móðurleg kona, rösklega þrí-
tug. Þau hjón sóttu hvorki
samkvæmi né dansleiki, held
ur sátu heima í ró og næði og
létu heiminn sigla sinn sjó.
Þau höfðu boðið Jean heim
skömmu eftir að hún kom til
borgarinnar og hún hafði
kunnað vel við þau. Hún hafði
til Batu Tasik með áætlunar-
bíl. Hún kom þangað um há-
degisbil og var frú Holland þá
ein heima með börnin. Her-
inn hafði tekið alla bíla, sem
við námuna voru og hjónin
höfðu ekki annan farkost en
lítinn Austinbíl og einn hjól
barðinn var slitinn inn í
striga, en á öðrum var stór-
eflis blaðra. Þetta var ekki
glæsilegur farkostur til að
koma allri fjölskyldunni til
Singapore. Holland hafði far-
ið til Kuala Lumpur í dögun
til að reyna að fá nýja hjól-
barða og kona hans var orð
in hrædd um hann.
í húsinu var allt á ringul-
reið. Barnfóstran var farin,
allsstaðar voru hálfullar tösk
ur. Freddie hafði dottið í poll
og var allur leirugur, Jane sat
grátandi á pottinum innan
um allar töskurnar, frú Hol-
land gaf barninu pela, sagði
fyrir um matargerð, huggaði
Jane og fjargviðraðist út af
eiginmanni sínum. Jean tók
Freddie og þvoði honum, hjálp
aði Jane og brátt settust þau
öll að matborðinu.
Bill Holland kom ekki fyrr
en um sólsetur og hann kom
tómhentur. Herinn var búinn
að leggja hald á alla hjól-
barða. Hann hafði frétt, að á-
ætlunarbíll fyrir heimamenn
myndi fara klukkan átta
næsta morgun og hafði pant
að sæti í honum handa konu
sinni og börnum. Hann hafði
orðið að ganga síðustu fimm
mílurnar, þá var ekkert farar
tæki sjáanlegt, og
það er ekkert spaug að ganga
fimm mílur á malbikuðum
vegi um hádag í hitabeltinu.
Hann var rennvotur af svita,
örmagna af þorsta og þreytu.
Það hefði verið betra fyrir
þau að leggja af stað til Kuala
Lumpur þá um kvöldið, en
þau gerðu það ekki. Herinn
bannaði umferð eftir að
dimmt var orðið. Þau ákváðu
að leggja af stað í dögun, þá
myndu þau hafa nægan tíma
til að komast fyrir klukkan
átta til Kuala Lumpur. Jean
var um kyrrt hjá þeim, varð
andvaka og óróleg. Um miðja
nótt heyrði hún Bill Holland
fara út á svalirnar og sá hann
standa þar hreyfingarlausan
og bera við stjörnubjartan
himininn. Hún skreið undan
mýflugnanetinu, brá yfir sig
slopp og fór út til hans. —
Hvað er að? hvíslaði hún.
— Ekkert, anzaði hann.
Mér fannst ég heyra eitthvað.
— Er einhver í garðinum?
— Nei, — það var ekki það.
— Hvað?
— Mér fannst ég heyra skot
hríð langt í burtu, sagði hann.
— Það hlýtur að vera ímynd-
un.
Þau stóðu spennt og hlust-
uðu gegn um hávaðann í eng-
isprettunum og froskunum.
— Guð minn góður, hvíslaði
hann. — Eg vildi það væri
kominn dagur.
Þau fóru aftur inn. Þessa
nótt komust Japanir að baki
okkar mönnum í Bidor, alla
leið að fljóti, sem var tæpar
fimmtíu mílur i burtu.
Fyrir dögun voru þau öll á
fótum og tóku að hlaða á
Austinbílinn í grárri morgun-
skímunni. Bílgarmurinn var
vel hlaðinn: þrír fullorðnir,
þrjú börn og allur þeirra far-
angur. Bill Holland greiddi
þjónunum laun og þau héldu
af stað niður veginn til Kuala
Lumpur, en ekki voru þau
komin tvær mílur þegar hjól
barðinn, sem slitinn var inn
í striga, sprakk. Það varð ó-
notaleg þögn meðan þau bösl-
uðu við að koma varahjólinu
á — þessu með blöðrunni. Á
því komust þau hálfa mílu. í
örvæntingu sinni ók Holland
......öparift yöur Maup
A .railli margra. verzlanat
-Austurstiaetá
EIRIKUR
víðförli
Töfra-
sverðið
92
Eiríkur og Yark ráðast á Mongól
ana. Eiríkur slær mann niður og
þrífur sverð hans. Taktu hestana,
hrópar hann til Yarks. Ég bjarga
þessu einn.
Gráúlfur og lið hans hafa um-
kringt björninn, sem snýst til varn
ar og drepur nokkra menn. Þá
heyra þeir hávaða frá tjaldbúðun-
um og hlaupa strax til hjálpar fé-
lögum sínum. En Þorkell og menn
hans hafa einnig heyrt hávaðann.
Rolf rífur sig skyndilega af Eiríki
og leggur af stað og geltir ákaf-
lega. — Á eftir honum, hrópar
Þorkell. Hann hefur meira vit í
kollinum en við hinir. Haldið
áfram.